Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 Bridge Frá leik Norðmanna og Islendinga. Reidar Lien snýr baki í myndavélina. Honum á vinstri hönd er Guðmundur Pétursson, þá Per Breck og lengst til hægri er Karl Sigurhjartarson. Það kom fyrir í gær að Karli varö Það á að líta á spil sín áður en hann taldi Þau, en spil höfðu verið látin vitlaust í bakkana. íslenzka liðið fékk 'h mínusstig fyrir Þetta atvik og var Það í annað sinn sem ísland fékk 'h tæknilegt mínusstig í mótinu. Norðmenn Norð- urlandameistarar Norðmenn urðu Norður- landsmeistarar í opna flokkn- um á Noröurlandamótinu í bridge sem lauk í gær á Hótel Loftleiöum. Er Þetta í 7. sinn sem Noregur vinnur titilinn, en Þeir urðu Norðurlandameistar- ar 1975 er keppnin fór fram síðast í Noregi. í liði Noregs eru eftirtaldir spilarar: Harald Nordby, Roy Kristiansen, PerBreck og Reidar Lien. Fyrir- líði utan leikvallar Svein Rust- ad. Norðmenn spiluöu mjög vel allt mótiö og áttu glæsilegan endasprett í gær en peir unnu íslenzka landsliðiö 20 mínus 3. Þeir töpuöu tveímur leikjum og í bæöi skiptin á móti Svíum, en sem kunnugt er var spiluð tvöföld umferö. í kvennaflokki sigruðu sænsku konurnar örugglega, unnu alla sína leiki. í liðinu eru eftirtaldir spilarar: Gunilla Lint- on, Siv Zachrisson, Britt Nyg- ren og Gunborg Silborn. Fyrir- liði utan leikvallar Carin War- mark. í unglingaflokknum fékk Nor- egur annan meistaratitil, en norsku piltarnir unnu 7 leiki af 9. Þess má geta að Það var íslenzka liðiö sem vann Noreg 17—3 í annarri umferð en hinn tapleikur Norðmanna var gegn SvíÞjóð 9—11. Norska liöið var Þannig skipaö: Lars Eide, Noel Michaelsen, Leif Erik Stabell og Tolle Stabell. Fyrirliði utan leikvallar Svein Rustad. 9. umferð Opinn flokkur í þessari umterö mættust sveitir Svía og Norðmanna. Þetta voru einu sveitirnar sem gátu unniö opna flokkinn. Var því búizt við skemmtilegum leik sem hann og varö. Svíarnir byrjuöu vel og voru mun farsælli í litlu spilunum. Leikurinn jafnaöist þó fljótt en í 16. spili varð Norömönnum á slys. Þá spiluöu þeir 7 tígla sem voru „doblaðir" af Svíum af skiljanleg- um ástæöum. Annar Svt'inn átti tígulásinn. Á hinu borðinu spiluöu Svíar 5 spaöa doblaða" og unnu þá auöveldlega. Þess má geta aö Norðmennirnir voru eina pariö sem fundu tígulsamlega í spilinu og 6 tíglar vinnast alltaf. Spilið var spilaö á 10 boröum. í hálfleik var staöan 28—46 fyrir Svía. í seinni hálfleik komu Norömenn tvíefldir til leiks og eftir nokkur spil höföu þeir jafnaö stööuna. Spiluöu þeir m.a. 6 grönd í 23. spili og farsælli í stubbaspilunum og höföu yfir í hálfleik 38—15.íslendingar áttu góöan síðari hálfleik. í 20. spili unnu þeir 4 spaöa með yfirslag sem töpuöust á hinu boröinu. í 26. spili reyna Danir viö úttektarsögn á báöum boröum og voru þær báöar „doblaðar" og töpuöust báöar. Fátt annað markvert gerö- ist í hálfleiknum og unnu íslending- ar hálfleikinn með sama mun og Danir unnu fyrri hálfleikinn og varö því leikurinn jafntefli 10—10. Þessi úrslit uröu til þess aö Danir voru öruggir meö 3. sætiö í mótinu. Kvennaflokkur: íslenzku konurnar mættu þeim dönsku. í ööru spili misstu íslenzku konurnar af upplagðri úttektar- sögn og í 13. spili voru þær píndar í of háan samning sem tapaöist, en vannst á hinu borðinu. í hálfleik var staöan 33—18 fyrir Danmörku. í síðari hálfleik gekk íslenzku kon- unum mun betur. í lok leiksins tóku þær slemmu sem áöur hefir verið minnst á, þ.e. þar sem vantar bæði ás og drottningu í tromplit og vinna hana að sjálfsögöu. Lokatöl- ur uröu 72—68 fyrir íslandi og gerði þaö 11 vinningsstig gegn 9. Islenzku konurnar voru nú komnar í annaö sætiö með 47 stig. Dönsku konurnar voru meö 46 stig. íslenzku konurnar áttu þó eftir aó spila vió þær sænsku sem þá þegar höföu tryggt sér titilinn í kvennaflokki á meöan dönsku konurnar áttu eftir aó spila gegn finnsku konunum sem voru neöst- ar. Sænsku konurnar áttu ekki í neinum erfiöleikum meö þær finnsku í hinum leiknum og unnu þær fyrrnefndu með 20—0. Unglingaflokkur: Urslitaleikurinn í þessum flokki var milli Norömanna og Svía. í hálfleik var staöan 28—25 fyrir Svíana en síöari hálfleikurinn var einstefna hjá Norðmönnum sem unnu leikinn 20—0 og þar með mótið. Þeir töpuöu tveimur leikjum í mótinu 9—11 á móti Svíum og 3—17 á móti íslenzku unglingun- um. 10. umferð Opni flokkur: Annar leikurinn var milli íslend- inga og Norömanna. Norömenn uröu aö vinna leikinn stórt til aö veröa öruggir um titilinn, þ.e.a.s. ef Svíar myndu vinna Finna sem allar líkur voru til þar sem aö Finnar voru langneöstir. íslendingar byrj- uöu leikinn vel og skoruðu fyrstu 20 punktana. En þá var komiö aö Norðmönnum. Þeir skoruöu lát- Framhald á bls. 19 eftirARNÓR RAGNARSSON Britt Nygren frá Svípjóð var í sigursveit Svía í kvennaflokki. unnu þaö auðveldlega á meöan Svíar létu sér nægja aö spila 3 grönd. Þá kom mjög fallegt spil hjá Norömönnurh í 26. spili þegar þeir spiluðu 4 hjörtu og unnu á ööru boröinu á austur-vestur spilin og á hinu boröinu spiluöu þeir 4 grönd á norður-suður spilin og uröu 2 niður. Á þessu spili unnust 9 punktar. Eftir þetta spil var leikurinn jafn. Síöustu spilin voru Svíum í hag. Komust þeir t.d. í 6 hjörtu í 30. spili þar sem bæöi vantaöi ás og drottningu í tromp- litnum, en spiliö vannst. Úrslit leiksins uröu þau aö Svíar unnu leikinn meö 13 gegn 7 og keppnin gat ekki veriö jafnari. Norðmenn meö samtals 121 stig og Svíar meö 120 stig. Norömenn spiluðu viö íslendinga í síöustu umferöinni, en Svíar viö Finna og allt gat gerst. Hinn leikurinn í opna flokknum var milli Dana og íslendinga. íslendingar uróu aó vinna leikinn til aó eiga möguleika á 3. sætinu í mótinu. í spili 2 stal Guölaugur vinningi í 5 tíglum á meðan Guömundur og Karl tóku sína upplögðu 3 slagi í vörninni á hinu borðinu. Danir voru þó mun Soderstrem Þaö er einkennilegt hvað Schub- ert er erfiður og fáir ná einfald- leikanum og sléttu tónferlinu í söngvum hans. Hamingja, Söngurinn á vatninu og Gréta við rokkinn voru á einhvern hátt ekki sannfærandi, hvorki hjá söngvara né undirleikara. Þrjú seinni Schubert lögin Aðeins sá sem þekkir þá, Til Næturgalans og Silungurinn voru vel flutt. Næstu fjögur lög voru eftir Grieg og þar kvað við annan tón, sérstaklega í Vaaren og Jeg elsker dej. Yfir undirieik Ashkenazys í Grieg lögunum var blær mannlegrar hlýju, eitthvað sérlega fallegt og hógvært. í Jeg elsker dej kom fram sterk tilfinning í túlkun söngkonunnar. Eftir hlé voru viðfangsefnin betur við hæfi. Söderström er lifandi og sterk í túlkun sinni og glettni henni eiginleg. í þremur lögum eftir Aaron Copland við ljóð eftir Emily Dikinson (eina ljóðskáldið sem getið er um í efnisskrá) komu fram hæfileikar söngkonunnar til að láta leikinn koma fram í mótun tónsins, þannig að söngurinn varð ekki aðeins flutningur lags og texta, heldur lags, sem túlkar texta. Ashkenazy Tónllst eftir JÓN Asgeirsson Lögin þrjú, sem Söderström flutti eftir Franz Lizt, eru gerð við texta eftir Victor Hugo, S‘il est un Charmant gazon Oh, quand je dors og Comment, disaient-ils, voru svo vel fluttt að merking textans skildist af söngnum ein- um. Sama er hægt að segja ,um lögin eftir Rachmaninoff. Söder- ström er frábær söngkona, hefur faliega og vel þjálfaða rödd en hún er einnig sérstæður listamaður, skapandi og einlæg í túlkun sinni. Skilningur hennar á innihaldi söngvanna kom sterklega fram í upplestri ljóðanna eftir Dikinson og einnig þar sem hún sagði aðeins frá innihaldi annarra söngva. Einn sérstæðasti þáttur tónleikanna var undirleikur Ashkenazys, hógvær, frábærlega fallegur og hlýr. Söderström — Óeirðir Framhald af bls. 14. verðir á háskólasvæðinu. Háskólasvæðið er stutt frá gisti- húsinu sem Carter forseti mun dvelja í meðan hann er í Panama. Voru nokkrir úr fylgdarliði Carters þegar komnir til gistihússins er átökin brutust út og lagði lögregla því allt kapp á að verja fylgdarliðið fyrir háskólanemendunum. Eins og fyrr segir kemur Carter til Panama á morgun, en erindi hans þangað er að undirrita formlega samkomulag Bandaríkjamanna og Panamamanna um Panama-skurð- inn. Samkvæmt samkomulaginu eiga Panamamenn að fá full yfirráð yfir skurðinum um næstu aldamót. — Ítalía Framhald af bls. 1 ekki fyrr en á þriðjudag að í ljós kom að Leone gæti lent í alvarleg- um erfiðleikum vegna ásakana í blöðum um skattsvik og fjármála- misferli í sambandi við smíði 39 herbergja lúxusvillu hans skammt frá Róm. Ríkissaksóknarinn í Róm fór fram á það á þriðjudag að fjármálaráðuneytið gæfi skýringu á skattgreiðslum forsetans árin 1973 og 1974. Ríkissaksóknari gerði þetta þar sem þingmaður hafði kært meint skattsvik forset- ans tvö umrædd ár. Margar ásakananna gegn Leone komu fyrst fram í bók eftir blaðamanninn Camilla Cederna. VikublaðiðL’Espresso birti út- drætti úr bókinni í tveimur síðustu tölublöðum og þar með kom málið fram í dagsljósið. Giulio Andreotti forsætisráð- herra kallaði stjórn sína saman í kvöld til að fjalla um þau áhrif sem afsögn Leones getur haft í för með sér. Moro þótti líklegasti eftirmaður Leones en nú kemur enginn sérstakur stjórnmálamaður til greina nema ef vera kynni Beningo Zaccagnini ritari kristilegra demó- krata. Síðan kommúnistar fóru halloka í sveitarstjórnarkosning- um hafa þeir lagt áherzlu á sjálfstæði sitt og það sem skilur þá frá kristilegum demókrötum. Kosning nýs forseta getur því reynt á samstarf flokkanna. Venja er að ríkisstjórn segi af sér þegar nýr forseti er kosinn og að þessu sinni kann það að reynast meira en formsatriði. Stjórnin getur verið í hættu og þar með samstarf kristilegra og kommún- ista. Kosningar geta orðið svarið. — Belgía Framhald af bls. 1 in sat á fundi í alla nótt en fundinum lauk án þess að nýr fundur væri boðaður. Tindemans ræddi við konung í fjóra klukkutíma og kunnugir velta því fyrir sér hvort lausnar- beiðnin sé herbragð og konungur- inn neiti að fallast á hana. Mark Eyskens fjárlagaráðherra úr flokki Tindemans sagði áður en tilkynningin var birt að ekkert það hefði gerzt sem mætti ekki leysa og annar af formönnum Sósíal- istaflokksins, Karel van Miert, lét svo um mælt að gera yrði allt sem hægt væri til að halda stjórninni. saman. Ef konungur neitar að taka lausnarbeiðnina til greina sem sumir stjórnmálafréttaritarar telja líklegt gæti svo farið að stjórnin yrði endurskipulögð eða að Tindemans einn segði af sér. Bandvin konungur gæti líka beðið einhvern annan að mynda stjórn eða rofið þing ef í harðbakkann slægi og þá færu fram kosningar innan sex vikna. Tvo aðalstjórnarflokkana grein- ir á um hvernig eigi að jafna 500 milljarða króna halla fjárlaga sem gæti hækkað um þriðjung. Kristi- legir eru íhaldssamari og vilja niðurskurð á tryggingakerfinu en sósíalistar sem eru sterkastir í iðnaðarhéruðum frönskumælandi manna í Vallóníu vilja skipulags- breytingar. Tindemans sem hefur meira fylgi meðal hollenzkumælandi Flæmingja vill sérstök völd til að skera niður ríkisútgjöld án þess að fá til þess samþykki þingsins. Sósíalistar krefjast þess að þingið leggi blessun sína yfir yfir allar ráðstafanir í sambandi við fjárlög- in fyrir áramót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.