Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 15 Vísitöluskerðing borgarstjórnarmeirihlutans: Á móti í stjórn BSRB —Samþykkja og £agna á pólitískum vettvangi „STJÓRN BSRB telur að af- nám kjaraskorðingarinnar eigi ekki að koma til í áföngum, heldur beri strax að standa við löglega gcrða kjarasamninga." Þannig er komist að orði í samþykkt stjórnar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja er stjórnin samþykkti einróma. þegar tillaga meirihlutaflokk- anna í borgarstjórn f vísitölu- málinu lá fyrir sl. þriðjudags- kvöld. Umræddan stjórnarfund sátu Kristján Thorlacius, for- maður BSRB, Hersir Oddsson, 1. varaformaður, Haraldur Steinþórsson, 2. varaformaður og meðstjórnendurnir Agúst Geirsson, Albert Kristinsson, Einar Ólafsson, Guðrún Ilelga- dóttir, Vilborg Einarsdóttir, Helga Harðardóttir, Ásgeir Ingvarsson og Bergmundur Guðmundsson. Kristján Thorlacius, formað- ur BSRB, vísaði í samtali við Morgunblaðið til einróma sam- þykktar stjórnar BSRB, þar sem segir meðal annars að afnám kjaraskerðingarinnar eigi ekki að koma í áföngum, heldur beri strax að standa við löglega gerða kjarasamninga. Haraidur Steinþórsson, annar varaformaður BSRB, segir í viðtali við Þjóðviljann í gær undir fyrirsögninni „Þessum áfanga ber að fagna“ orðrétt: „Ég tel í sambandi við samþykkt borgarstjórnar að þá hefði átt að taka samningana í gildi strax. Hins vegar lít ég á það sem stóran ávinning að Reykja- víkurborg með sinni ákvörðun brýtur niður kjaraskerðingarlög ríkisstjórnarinnar — og viður- kennir að kjarasamningana sem gerðir hafa verið við Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar beri að virða. Ég tel því að þessum áfanga beri að fagna. Það er tvímælalaust að áhrifa kjörseðilsins gætir við af- greiðslu þessa máls.“ í stjórn BSRB greiddi Haraldur atkvæði með þeirri samþykkt, sem lýst var hér að framan. Guðrún Helgadóttir, stjórnar- maður í BSRB og borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, greiddi á stjórnarfundi í BSRB atkvæði iÞessum atanga ber að lagna^^ gera _.. i.’l Engin tvöfeldni Þ«ð er umi hvarnig m«nn vilj« snúa út úr Mut- unum. — I þassu mili tr •kki um neina tvöfeldni að raöa af minni hálfu, sagði OuArún Helgadóttir. borgarfulltrúi og stjórnar- maður I BSRB. Samþykkt ■tjömar BSRD, þar ■am icgir ab „afnám kjaraakarb- tagartanar eigi akkt a6 koma I áítegum, hetdur bert itrax að Erum ekki ein í meiri- hlutanum, segir Guðrún Helgadóttir u þar uppi yl ■jönarmið, of menn rröa um | launastefnu. (jarhag borgarinl og að nauftiynlegt hefhi verii skera ofan af toppnum. Þ ■jtearmib etga heima vib i kjarasamninga, sero eru ekf dagikrá núna. Við Alþj bandalagsmenn enim ekki el meirihluta borgaritjdd Reykjavlkur. en I meirihlutaf Vvhtdt I h4r k. fU,VsRB ro6tm*',r harb'««* *ín«XleU»im* _______________ með samþykkt þar sem segir að stjórn BSRB telji að afnám kjaraskerðingarinnar „eigi ekki að koma til í áföngum, heldur beri strax að standa við löglega gerða kjarasamninga.” Guðrún lagði auk samþykkis síns við tillöguna fram bókun af sinni hálfu á stjórnarfundinum, þar sem hún segist sem borgarfull- trúi hins nýja meirihluta fallast á að kjarasamningarnir taki gildi í áföngum „þar sem ekki náðist samkomulag um gildis- töku strax innan meirihluta borgarstjórnar." í viðtali við Þjóðviljann í gær undir fyrirsögninni „Engin tvö- feldni” segir Guðrún Helgadótt- ir að í þessu máli sé ekki um neina tvöfeldni að ræða af sinni hálfu. Guðrún segir samþykkt stjórnar BSRB um að „afnám kjaraskerðingarinnar eigi ekki að koma í áföngum, heldur strax,“ sé í fullu samræmi við hennar afstöðu eins og hún hafi alltaf verið og því hafi hún að sjálfsögðu greitt atkvæði með samþykki enda sé það undir- staða allrar verkalýðsbaráttu að samningar séu haldnir. Þá segir Guðrún í viðtalinu: „Við Alþýðu- bandalagsmenn erum ekki einir í meirlhluta borgarstjórnar Reykjavíkur, en í meirihlutan- um er samkomulag um áfanga- greiðslurnar, og því mun ég greiða þeim atkvæði mitt á borgarstjórnarfundi í dag. „Og í samræmi við síðustu orð hennar greiddi hún atkvæði með tillögu borgarstjórnarmeirihlutans og hafði þá á ekki lengri tíma en þremur dögum bæði greitt atkvæði gegn afnámi kjara- skerðingarinnar í áföngum og greitt atkvæði með afnámi kjaraskerðingarinnar í áföng- Greenpeacemenn boða til fundar i GREENPEACE-MENN hafa í skeyti boðið Kristjáni Loftssyni forstjóra Ilvals h.f. í Hvalfirði og Þórði Ásgeirssyni, skrifstofu- stjóra í sjávarútvegsmálaráðu- neytinu, sem mun sækja fund Alþjóða hvalveiðiráðsins f Lond- on eftir rúma viku, til almenns fundar sem haldinn verður á Hótel Loftleiðum í kvöld kl. 20.00. Ætlun Greenpeace-manna með fundinum er sú að kynna almenn- ingi málstað sinn og gefa mönnum kost á að bera fram spurningar varðandi starfsemi samtakanna úti um allan heim, og jafnframt til að fá fram hverja afstöðu íslend- ingar koma til með að taka á fundi hvalveiðiráðsins í lok mánaðarins. Þeir vilja jafnframt sýna Islend- ingum fram á, að þeir (Greenpeace-menn) eru ekki hér við land vegna fjandskapar við landsmenn, heldur berjist þeir opins í kvöld fyrir verndun hvalastofnanna á hvaða hafsvæði sem er í heimin- um. Þeir hvetja jafnframt alla þá sem áhuga hafa til að sækja fundinn í kvöld. Mbl. hafði samband við Kristján Loftsson, forstjóra Hvals h.f., varðandi fundarboðið, en hann kvaðst ætla að sækja fundinn en Þórður Ásgeirsson, skrifstofu- stjóri, kvaðst vera upptekinn og því ekki geta sótt fundinn. Prestafélag íslands 60 ára ÚM þessar mundir er Prestafélag Islands sextíu ára og verður þess minnzt í tengslum við hina árlegu Prestastefnu íslenzku krikjunnar. Sérstök hátíðarsamkoma verður í Bústaðakirkju miðvikudagskvöldið 21. júní. Þar verða veitingar fram bornar, ræður fluttar og hljóð- færaleik og söng stjórnar Guðni Þ. Guðmundsson, orgelelikari. Á samkomunni verða einnig út- nefndir þrír nýjir heiðursfélagar Prestafélagsins. Prestafélag íslands var stofnað á Synodus árið 1918, hinn 26, júní, og hefur starfað óslitið síðan að málefnum presta og kirkju og ætíð gefið út Kirkjuritið. Fyrsti formaður bráðabirgða- stjórnar félagsins var dr. Jón Helgason, biskup. Núverandi for- maður er séra Ólafur Skúlason, dómprófastur. Aðrir stjórnar- menn eru sr. Arngrímur Jónsson, sr. Jón Einarsson, sr. Guðmundur Óskar Ólafsson og sr. Sigfinnur Þorleifsson. Aðalfundur Prestafélags íslands verður haldinn í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 22. júní n.k. — v* \ Umboðsmenn um land allt H ANS PETERSEN HFI BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR AUSTURVER S: 20313 S: 82590 S: 36161

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.