Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 32
í sérverzlun með 'lítasjónvörp og hljómtæki. JSctítik*?, Skipholti 19 sími 29800 ALK.LYSINCASIMINN ER: 22480 2tl«rgtinI>I«bib FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 Björgvin Guðmundsson: Engin tillaga kom fram um fullar bætur Málið hefur strandað innan Alþýðubanda- lagsins sjálfs, sagði Birgir ísL Gunnarsson „ÉG VIL segja það að í þessum viðræðum kom aldrei fram nein tillaga um greiðslu vísitölubóta upp í hæstu laun nú þegar. bannig reyndi aldrei á það hvort við Kristján Benediktsson myndum samþykkja það,“ sagði Björjfvin Guðmundsson borgarfulltrúi Alþýðuflokksins er hann svaraði fyrirspurn Birgis ísleifs Gunnarssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins. um það á hverjum það hefði strandað að taka samningana í gildi strax. Vísaði Birgir til bókunar Guð- rúnar Helgadóttur á stjórnarfundi BSRB þar sem hún sagði að ekki hefði náðst samkomulag innan meirihluta borgarstjórnar um fulla gildistöku strax og einnig gat Birgir um ummaeli Kristjáns Benediktssonar borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um að ekki hefði strandað á honum í þeim efnum. Guðrún Helfjadóttir lýsti því yfir að hún hefði viljað fá samningana að fullu í gildi strax. En við stjórnum ekki ein og ég var ekki í framboði fyrir Framsóknar- flokk eða Alþýðuflokk, sagði borgarfulltrúi. Hins vegar væri tillaga meirihlutans „sú tillaga sem við töluðum okkur niður á. Það er nefnilega svo að það var talað saman en málin ekki rekin með formlegum tillögum." Sigur- jón Pétursson sagði að ákvörðunin um fullar vísitölubætur á öll laun strax hefði hvergi verið stöðvuð. „A fundum sem viðræðunefndin um vísitölumálið sat töluðu menn ekki saman með hnefum eða tillögugerð. Það voru skoðaðar ýmsar leiðir og valkostir frani til áramóta meðan við verðum að starfa undir áætlunum sem Birgir Isleifur Gunnarsson ber höfuð- ábyrgð á og menn komust að því að þetta væri það lengsta sem hægt væri að fara án þess að stofna fjárhagsstöðu Reykjavíkur- borgar í verulega hættu.“ „Sú staðreynd blasir nú við, að það er innan Alþýðubandalagsins sjálfs sem þetta mál strandaði," sagði Birgir Isleifur Gunnarsson. „Það var innan flokksins sem stóð frammi fyrir kjósendum og sagði fullar vísitölubætur á öll laun strax sem þetta var stöðvað." Glæsilegt nýtt skut.skip bættist í Eyjaflotann fyrir skömmu, Sigurbára VE 249, smíðað hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Skipið er 127 lestir að stærð með íhúðir fyrir 11 menn. Báturinn er yfirbyggður stafna á milli og vinnustaður áhafnar á milliþilfari. Sigurbáran er búið til allra venjulegra veiða, línu. net og trollveiða með skuttogi. Má segja að Sigurbáran sé minnsti skuttogari bátaflotans, en skipstjóri er Oskar Kristinsson. Lj6»ni. Mbi. Kaupmáttur elli- og örorkulífeyris ásamt tekjutryggingu: Aldrei hærri en síðustu misseri ÞRÓUN kaupmáttar elli- og örorkulífeyris ásamt tekjutrygg- ingu, en það eru bætur þess aldna fólks.sem búið hefur við kröppust kjör, hefur aldrci verið hagstæð- ari en nú sfðustu 3 til 4 ár og kaupmáttur þessara bóta er nú í algjöru hámarki miðað við það sem áður hcfur verið. Frá þessu er skýrt á bls. 12 í Morgunblað- inu í dag og sýnt línurit yfir þróun kaupmáttar elli- og örorkulífeyris allt frá 1971 til þessa dags. í þessu línuriti kemur fram að hækkun þessara bóta á valdatíma- bili núverandi ríkisstjórnar er um 24,4% á sama tíma sem hækkun bótanna vegna ákvarðana vinstri stjórnarinnar var um 10%. Veru- Framhald á bls. 18 Guðrún Helgadóttir: Fjárhagsstaðan engin afsökun fyrir því að greiða ekki fullar bætur Einn af borgarfulltrúum Alþýðubandalagsins, Guð- rún Helgadóttir, lýsti því yfir á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi, að fjárhagsstaða borgarinnar væri engin af- sökun fyrir því að greiða ekki fullar vísitölubætur. Borgarfulltrúinn bætti því við, að hún gerði ekkert með þann kostnað, sem af því leiddi að greiða fullar vísi- tölubætur. Þetta eru smá- peningar í stóra kassanum, sagði borgarfulltrúinn. Annar borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins, Sigurjón Pétursson, gaf hins vegar allt aðra skýringu á því, að ekki hefðu vetið greiddar fullar vísitölubætur. Sigur- jón Pétursson sagði, að meirihlutaflokkarnir gætu ekki fundið í kassanum þann milljarð, sem til þess þyrfti. Guðrún Helgadóttir sagði í sinni ræðu, að hefði hún ráðið ein hefði hún sett samningana í gildi, hvað sem það hefði kostað, „ég hefði reynt að bjarga því einhvern veginn“, sagði borgarfulltrú- inn. Davíð Oddsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að nú upplifðu borgar- fulltrúar „mjög svo sögulega stund." Reyndar hefðu marg- ir spáð því að til þess kæmi að meirihlutinn yrði sjálfum sér sundurþykkur, en það gerðist nú strax á fyrsta fundinum, sem væri fyrr en jafnvel nokkurn hefði órað fyrir.“ Guðrún Helgadóttir segir ástæðuna vera þá að samstarfsaðilar hafi bilað,“ sagði Davíð og vísaði til ummæla Guðrúnar um „smápeninga", en hins vegar héldi Sigurjón Pétursson því fram að ástæðan væri millj- arður sem vantaði. Þessi milljarður væru smáaurarn- ir hennar Guðrúnar", sem hefði sagt, að réði hún ein Alþýðubandalaginu þá hefði þessa aura ekki vantað. Sigurjón Pétursson: Okkur vantar milljarð til að geta borgað Guðrún Helgadóttir: Þetta eru bara smápen- ingar í stóra kassanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.