Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978' • Samkvæmt gildandi lögum er söluhagnaður af eignum yfir- leitt skattfrjáls eftir tiltekinn eignarhaldstíma. í hinum nýju lögum er aðlreglan sú að söluhagnaður verður alltaf skattskyldur án tilllits til eignarhaldstíma. Hins vegar er skýrgreiningu á sölu- hagnaðarhugtakinu gjör- breytt. Nú verður sölu- hagnaðurinn ákveðinn sem mismunur á söluverði annars vegar og kostnaðarverði að frádregnum fyrningum hins vegar þegar kostnaðarverðinu og fyningunum hefur verið breytt til samræmis við al- mennar verðbreytingar. Skattlagning söluhagnaðar sem stafar af því að eign hefur hækkað í verði í sam- ræmi við almennar verð- hækkanir ætti því ekki að koma til. • Veruleg breyting er gerð varðandi skattlagningu ein- staklinga í atvinnurekstri. Miðar hún að því að aðgreina atvinnureksturinn og ein- staklinginn (eigandann) við skattútreikninginn. Er eig- andanum gert að reikna sér laun frá rekstrinum, sem færast til frádráttar þar. Verði tap á atvinnurekstrin- um fæst það ekki til frádrátt- ar öðrum tekjum eigandans, t.d. launatekjum. Tel ég að það verði einmitt niðurfelling tapsfrádráttarins sem mest áhrif hefur varðandi þessa breytingu en ætla má að hún hafi einnig áhrif til hækkun- ar á útsvörum hjá þessum aðilum. • Margar aðrar breytingar eru gerðar á lögunum sem snerta atvinnureksturinn, sem ekki er tækifæri til að fara frekar út i nú, en þar má m.a. nefna ákvæði varðandi vörubirgðir, niðurfærslu á útistandandi skuldum, jöfnunarhlutabréf, arð, eignarskattsstofn o.fl. Niðurstöður • Hin nýju skattalög taka gildi 1. janúar 1979 og gilda um tekjuárið 1979. Verður því fyrst lagt á eftir þeim á árinu 1980, en fyrirhugað staðgreiðslukerfi kann að hafa þar einhver áhrif. • Ilér hefur ekki verið rætt um eða lagt mat á skattstiga eða skatthlutföll, en verðlags- þróun næstu missera og timasetning á gildistölu staðgreiðslukerfis hefur úr- slitaáhrif á það mat. • Ég tel þessa lagasetningu vera merkasta framiag á sviði skattamála s.l. tvo áratugi. Lögin eru ekki gallalaus en kostirnir yfir gnæfa galiana að mínu mati. Með lögunum er lagður grundvöllur að frekari fram- förum á sviði skattamála.“ er hræddur um að þessar ráð- stafanir geti orðið til þess að bændur leggi ekki nógu mikla áherzlu á að fjölga gripum af ótta við minni verðhækkanir. Slæmt veður undanfarna vet- ur hafur ýtt undir verðbólguna. Mikið af grænmeti eyðilagðist í miklum rigningum í Kaliforníu í vor, og svín þoldu ekki vetrar- kuldana svo smithætta jókst meðal þeirra. Bændur kvarta vegna ráða- gerða stjórnarinnar um að greiða þeim lægri bætur næsta ár, en styrkir til þeirra hafa kynt undir verðbólgunni. Þó kvarta neytendur hvað sárast. Ávextir og grænmeti eru að verða munaðarvörur, og kjöt sést mun sjaldnar á borðum nú en áður. Það er langt í það að vöruverð fari að lækka. Nýjustu spár eru, að verð á matvælum hækki alls um 10% á árinu 1978. Slæmt veður fram að áramótum getur þó gert þessar spár að engu. LANDGRUNNS PENINGURINN MINNING UM MERKAN ÁFANGA MÓTUÐ í SILFUR OG BRONS í tilefni þess, að 30 ár eru liðin frá setningu laga um vísindalega verndun fiskimiða land- grunnsins, hefur sjávarútvegsráðuneytið gefið út minnispening. Á þessum lögum eru byggðar fiskvernd- unaraðgerðir okkar og útfærsla landhelg- innar í áföngum úr þremur í tvö hundruð sjómílur. Peningur þessi er glæsilegur minjagripur, sem heldur á lofti minningum um skelegga baráttu lítillar þjóðar til sjálfforræðis yfir auðlindum sínum. Baráttu, sem færði okkur íslendingum marga sigra, þann mesta með útfærslu landhelginnar í 200 mílur. Peningarnir eru slegnir hjá Ís-Spor h.f., Reykjavík, en hönnuður þeirra er Þröstur Magnússon, teiknari FfT. Þeir eru 5 sm í þvermál og tölusettir á rönd. Gefnar verða út 750 samstæður silfur- og bronspeninga og 2250 stakir bronspeningar. Verð á samstæðu, þ.e. silfur- og brons- peningi saman í öskju, er kr. 24.000, en verð á stökum bronspeningi í öskju er kr. 6.000. Seðlabanki íslands annast sölu og dreifingu peninganna, en söluaðilar eru: Afgreiðsla Seðlabankans, Hafnarstræti 10, Búnaðarbankinn, Útvegsbankinn, Lands- bankinn og útibú þeirra svo og helstu mynt- salar í Reykjavík. Ath. Til og með 26.júní 1978 miðast afgreiðsla á samstæðum við þrjár til hvers kaupanda, vegna takmarkaðs upplags. oOÚN' % U ’ . L. y ■ i SJÁVARÚTVEGS RÁÐUNEYTIÐ Borgfirzkir bændur rólegir yfir alþingiskosningunum Borgarfirði 8. júní. NÚ ER sauðburður um garð genginn og tekur þá við sá tími hjá bændum, er þeir bera áburð á tún, brjóta land til ræktunar, dytta að girðingum eða gera vélarnar tilbúnar fyrir sláttinn o.s.frv. Það er því ekki svo að nú liggi bændur á meltunni og bíði þess að sláttur geti hafist. En þó má búast við því, að sláttur hefjist seinna sökum kulda. Hefur kalsarigning verið undanfarið og gránað í fjöll um nætur. Hiti hefur verið við frost- mark á nóttunni og varla náð 10 stigum yfir hádaginn. Fer gróðri því hægt fram í slíku tíðarfari og útjörð varla græn enn. Þó er jörð víðast hvar frostlaus, þannig að ef til betri tíðar drægi, tæki gróður vel við sér. Hefur því vorverkum seinkað meira en æskilegt væri og sláttur hefst varla fyrr en vel af júlí. Nú er farið að styttast í alþingis- kosningarnar og hér í Vesturlands- kjördæmi eru framboðsfundir innan seilingar, þar sem kandidatar flokk- anna koma í stólinn og agnúast eða lofa, eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þeir segja frá því, hvar þeir hafi lagt veg eða byggt brú. Og sá næsti kemur upp og segist skulú byggja enn fleiri brýr og leggja enn fleiri vegi en síðasti ræðumaður taldi upp, bara ef þið viljið kjósa mig. Og það virðist ekkert þurfa aukna skatta eða að neitt þurfi að leggja af mörkum til þessa alls. Allt verður betra ef ég kemst að. í sjálfu sér raskar þetta ekkert ró borgfirskra bænda. Þeir hlaupa ekki upp til handa og fóta og segja að fyrirtækið sé á hausnum og því verði lokað ef ekkert verði að gert. Gjaldþrot blasi við. Hjá bændunum er hin sérstæða sköpun að verki. Sauðburður er búinn, undirbúningur sláttar er á fullu, síðan heyskapur- inn, haustið með göngur og réttir o.s.frv. Þeir gera ekkert veður út af því þótt kosningasnatar fari bæ frá bæ og segi þeim að allt sé að fara til andskotans og það „er ég sem get bjargað því sem bjargað verður". Eða þá að allt muni fara illa „ef þú ekki kýst mig“. Þeir líta bara rólega í aðra átt, þegar stóra „drossían" rennur úr hlaði, líta þangað, þar sem gras grær í varpa og fugl flýgur í lofti og ígrunda hversu þungur dilkurinn verði undan Flekku í haust. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.