Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978 43 Annað veggteppanna. sem Vigdís óí fyrir Reykjavíkurborg en hvort um sig er fjórir metrar að stærð. Teppið, sem er af Ingólfi Arnarsyni, Hallveigu konu hans og Þorsteini syni þeirra, hangir í fundarsal borgarstjórnar og er ofið eftir máiverki Jóhanns Briem. fyrir verkum og hef alltaf haldið mínu striki. Ef til dæmis einhver skammaði mig fyrir of mikla útfærslu í veggteppunum, hafði ég hana bara helmingi meiri næst. Þegar ég var að vinna síðara teppið, sem ég óf fyrir Reykja- víkurborg og hangir nú uppi í fundarsal borgarstjórnar, varð ég mjög veik og gekk undir mikinn uppskurð í móðurlífi. Kvöldið fyrir uppskurðinn var ég að jurtalita band fyrir aðstoðarkonu mína, svo hún sæti ekki verkefnalaus á meðan og við það vann ég fram á rauða nótt. Svo þrjósk er ég nú. Hins vegar veit ég að það þýðir ekkert að malda í móinn þegar stundin kemur... Nei, dáuðanum kvíði ég ekki og mig langar allra síst til að lifa sjálfa mig. Liggja einhvers staðar eins og kleina. Nei, ég hef ekki gert mér miklar grillur um framhaldslíf. En ég vona að ég mæti líka þessum litlu vinum mínum þegar ég kem yfir,“ segir Vigdís og bendir á Hadda skjaldböku. „Því skyldi þetta líf frekar fara forgörðum en annað. Víst trúi ég því að blessuð dýrin hafi sál. Hann Haddi sálugi sem þessi heitir eftir, er jarðaður í skjald- bökugrafreit Maríu Thorsteins- son austur í Biskupstungum. Ég kynntist Maríu einmitt í gegn- um skjaldbökur. Haddi sá var fyrsta skjaldbakan sem ég eignaðist. Pínulítill og fagur- skapaður. Ég hélt hann væri kvenkyns og skýrði hann því Höddu pöddu en löngu síðar kom í ljós að þetta var bæði sniðugur og greindur strákur. Hann hafði þann sið að láta sig falla framan af borðbrún í lófann á mér. Einu sinni tók ég höndina frá og í angist tók hann í öllu sínu til að detta ekki fram af borðbrúnininni. Hann treysti mér nú illa eftir það. En detti skjaldbökurnar úr einhverri hæð getur fallið orðið þungt og aumt fyrir skel þeirra. Ég skil ekkert í því þegar sumt fólk er að bóna og pússa skeljarnar á þessum greyjum, eins og dauða hluti væri um að ræða." Vigdís Kristjánsdóttir hélt sína fyrstu einkasýningu í Boga- sal Þjóðminjasafnsins árið 1951. En hún sýndi fyrst verk sín opinberlega á samsýningu lista- manna í Reykjavík árið 1926. Að fimm árum liðnum frá þeirri sýningu hélt hún út í hinn stóra heim, „til eine wunderschöne Stadt — Lippe rétt hjá Westfal- en í V-Þýzkalandi. Æ, ég fór nú eiginlega þangað í þeim tilgangi að leggja stund á músík. Síðan fór ég til Kaupmannahafnár rétt eftir stríð og var þar við nám í listaakademíunni í fjögur ár, þaðan hélt ég til Noregs og lagði stund á vefnað í Ósló.“ — Aðspurð um það mark- verðasta sem hent hefur Vigdísi á listaferli hennar, segir hún hafa verið að koma verkum sínum á sýningu í Sharlotten- borg árið 1949. Eiginmann sinn Arna Einars- son missti hún árið 1958 eftir rúmra tveggja tuga hjónaband. „Það er þessi náungi þarna," segir Vigdís og bendir á litla ljósmynd í ramma á skattholi, sín hvorum megin við myndina eru smá styttur, af skjaldböku og kisu. „Hann var mikill sjálfstæðismaður, hann Arni“ segir Vigdís. „Hann var nokkuð mikið eldri en ég sjálf en afskaplega skilningsríkur á þarfir mínar á listiitni og hvatti mig óspart til dáða. Hins vegar held ég að hann hafi oft verið einmana þegar ég var á fartinni með sýningar." Ég er nú ekkert skyggn eða því um líkt, en einu sinni eftir að Árni var fallinn frá heyrði ég rödd hans, hann var að kalla á mig. Þá bjó ég í húsi við Mjóstræti 2. Ég var mjög taugaóstyrk þann tíma er ég bjó þar. Vildi helzt aldrei fara inn í húsið, nema búið væri að kveikja öll ljós. Annars held ég að í húsinu hafi búið góðir andar, því að konan á efsta loftinu vaknaði eina nótt við það að kviknað var í gluggatjöldun- um og þau stóðu í ljósum logum. Það varð íbúum hússins til lífs að hún skyldi vakna." Um listræna hæfileika sína vill Vigdís sem minnst tala. Hún segist ekki vita hvaðan eða hvort hún hafi erft þá. „Ég er komin af þessari Thoraren- sen-ætt. Rannveig langamma mín var systir Bjarna Thoraren- sen og ef eitthvað, liggur listataugin eflaust þaðan. Vigdís telur að það sé mun erfiðara að vera ungur listamað- ur í dag en þegar hún var að koma heim frá námi. „Nú orðið er ríkjandi svo mikil einstefna í listinni — klikuskapur. Eltingar og stælingar. Æ, það heitir á fínu máli, konstrúktsjón. Islend- ingar fá alltaf svona á heilann og í höfuðið og það skal blífa. Annars er mér fjandans sama um þetta allt saman. Ég er svo sem ekki barnanna bezt og fer mínu fram hvað sem hver segir. Skyldi nokkurn undra þótt maður týni hjartanu til svona dýra. Þau eru svo ósjálfbjarga og upp á mann kominn.“ Við kveðjum Vigdísi þar sem hún situr innan um listvefnað- inn sinn og vatnslitamyndirnar. Hún teygir sig í konfektmola. Haddi unir sér vel í kjöltu húsmóðurinnar, sem situr með bros á vör — sátt við lífið og listina að því er bezt verður séð. - H.Þ. „19. júní” - Fjall- ar aðallega um hjú- skap og sambúð ÁRSRIT Kvenréttindafélags ís- lands. „19. júní“, kemur út í 28. sinn um þessar mundir. Efni blaðsins er að þessu sinni aðallega helgað hjúskap og sam- búð og er fjallað um það frá ýmsum hliðum. Rætt er við nútímahjón, fólk á ýmsum aldri í sambúð og hjúskap. Sagt er fra lagalegri stöðu fólks bæði í hjónabandi og sambúð og hvernig skilnaður gengur fyrir sig. Auk þessa er í blaðinu m.a. mynda- flokkur eftir 10 ára börn með texta eftir Guðberg Bergsson og fjórar konur, sem leggja stund á mynd- list segja frá aðstöðu sinni og störfum. Blaðið verður selt á skrifstofu KRFÍ að Hallveigarstöðum og í bókabúðum víða um land. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að blaðinu í síma 18156 en verð þess er kr. 950. Ritstjóri „19. júní“ er Erna Ragnarsdóttir og er blaðið unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. 2 út í geim Moskvu 15. júní — Reuter. RÚSSAR skutu í kvöld á loft tveggj a manna Soyuz-geimfari sem á að tengja við Saly- ut-geimstöðina líklega á morg- un. 19.JÚNÍ Meðal efnis: Vlðlöl vlð nútimahjón. Oplntkáar Irásagnlr karla og kvenna. Lagaleg staða fólks f hjúskap og sambúð. Hvar eru konumar f myndlistlnnl? sjálfum sér í stað þess að heimta allt af öðrum. Þessi sjónarmið höfða til unga fólksins og þess vegna styður það Sjálfstæðis- flokkinn. Við drögum ekki fjöður yfir það að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fylgi í byggðakosningunum. En við erum staðráðin í að hefja nýja sókn. Alþingiskosningarnar móta aðeins upphaf þeirrar sóknar. Ég hvet allt ungt frjálshuga fólk til þess að vera með frá byrjun og fylkja síðan liði til fullnaðarsig- urs. Á GÓLF OG VEGGI ÚT! OGINNI Höganás flísalím og fugusement Höganás gólf- og veggflísar henta hvort sem er á heimilinu, sem vinnustaónum. VILJIRÐU VANDAÐ ÞÁ HÖGANÁS = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.