Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978
Jónas H. Haralz bankastjóri:
Island nýtur
aukins trausts
„Lífskjarabatinn hefur fyrst og fremst byggst á góðum
viðskiptakjörum en ekki framleiðniaukningu. Það getur
varla talist raunhæft að gera ráð fyrir stöðugt batnandi
viðskiptakjörum, og þess vegna er mikilvægt að reyna að
búa í haginn fyrir meiri framleiðniaukningu en verið
hefur, segir Jónas H. Haralz m.a. í viðtali við Viðskiptasíð-
una.
í síðasta tölublaði Vinnuveit-
andans, félagsblaði Vinnuveit-
endasambandsins, er m.a. að finna
viðtöl við forustumenn tveggja
deilda Landsbankans. Tryggvi
Pálsson, forstöðumaður hagfræði-
og áætlanadeildar bankans segir
m.a. að rekstrarskilyrði banka-
stofnana séu orðin all erfið og hafi
t.d. ráðstöfunarfé banka dregis
saman um 33% á undanförnum
árum miðað við þjóðarframleiðslu.
í viðtali við Helga Bachmann,
forstöðumann hagdeildar, kemur
m.a. fram að arðsemi íslenzkra
fyrirtækja sé almennt of lítil. I
tilefni þessa, nýútkominni árs-
skýrlsu Landsbankans og til að
afla nánari frétta af stöðu banka-
stofnana og rekstrarskilyrðum
fyrirtækja og þjóðarbúsins í heild
ræddi Viðskiptasíðan við Jónas H.
Haralz, bankastjóra, ,en hann
félist góðfúslega á að svara
nokkrum spurningum.
Góð viðskiptakjör
hafa villt okkur sýn
Jónas Haralz var spurður að því
í upphafi, hvort ráðstöfunartekjur
þjóðarbúsins hefðu ekki í raun
rýrnað á árunum 1971-1977, þar
sem viðskiptajöfnuður okkar var
óhagsstæður öll þessi ár og auk
þess hækkaði greiðslubyrðin af
erlendum lánum verulega?
I rauninni hafa þær ekki minnk-
að segir Jónas, þar sem viðskipta-
kjörin hafa farið batnandi á
tímabilinu og aldrei verið eins góð
og nú. En þessi viðskiptakjarabati
hefur þó villt okkur sýn. Það er
vissulega áhyggjuefni, hvað fram-
leiðniaukning á hvern vinnandi
mann hefur verið lítil um langt
skeið og farið minnkandi. Lífs-
kjarabatinn hefur fyrst og fremst
byggst á góðum viðskiptakjörum
en ekki framleiðniaukningu. Það
getur varla talist raunhæft að
gera ráð fyrir stöðugt batnandi
viðskiptakjörum, og þess vegna er
mikilvægt að reyna að búa í
haginn fyrir meiri framleiðni-
aukningu en verið hefur. Það er
hins vegar erfitt að ná verulegri
framleiðniaukningu, þegar verð-
bólga er jafnmikil og verið hefur
undanfarin ár. Ekki síst af þessari
ástæðu er nauðsynlegt að dregið sé
úr hraða verðbólgunnar.
Hver eru áhrif stöðugs við-
skiptahalla á erlendar skuldir?
Vissulega hafa erlendar skuldir
aukist vegna hallans og hljóta að
halda áfram að aukast meðan
hann er við líði. A hinn bóginn tel
ég lækkun erlendra skulda ekki
vera neitt sérstakt kappsmál, segir
Jónas. Það sem tryggja þarf í
framtíðinni er að þau aukist ekki
frekar en orðið er og allra síst
vegna framkvæmda, sem lítið gefa
af sér. Greiðslubyrðin af erlendum
lánum var um 14% af heildar
útflutningstekjum á síðasta ári og
gert er ráð fyrir, að þessi tala
hækki lítilsháttar á þessu ári.
Hins vegar er þetta talsvert lægri
tala en áætlanir sögðu fyrir um og
stafar það af hærra útflutnings-
verðlagi en gert var ráð fyrir.
Island nýtur nú mikils trausts á
erlendum fjármagnsmörkuðum.
Mikil breyting varð til batnaðar í
þessu efni á árinu 1976. Það sem
mestu ræður um þetta er sú
staðreynd, að Islendingar hafa
ávallt staðið í skilum og sýnt, að
þeir séu færir um að komast yfir
mikinn efnahagsvanda, eins og
gert var 1967-1969 og aftur
1974-1975.
Rekstrarskilyrði
bankastofnana
Kerfisbundinn sparnaður, þ.e.
lögboðinn sparnaður ýmis konar,
hefur farið vaxandi á sama tíma
og hlutdeild ríkisins í frjálsum
sparnaði hefur einnig vaxið. Hef-
ur, að þínu mati, ekki verið tekið
nægilegt tillit til hins mikilvæga
hlutverks bankastofnana við varð-
veislu og dreifingu á sparnaði
landsmanna, og hver eru áhrif
þessarar þróunar á þjónustu
bankastofnana við atvinnufyrir-
tæki?
Undanfarin sex ár hefur vax-
andi verðbólga, sífellt neikvæðari
raunvextir og aukin útgáfa verð-
tryggðra ríkisskuldabréfa beint
sparifé frá bönkunum. Afleiðingin
er sú, að ráðstöfunarfé bankanna
hefur rýrnað um þriðjung að
raungildi á þessum árum. Jafn-
Heimildt Seðlabanki íslands
hliða þessu leiðir sjálfvirkt af-
urðalánakerfi til þess, að hlutfalls-
lega meira fer til slíkra lána og því
er minna til ráðstöfunar til þeirra
aðila, sem ekki njóta afurðalána,
eða ekki njóta þeirra að fullu s.s.
iðnaðar, verzlunar, þjónustustarf-
semi ýmis konar og einstaklinga.
Hlutdeild þessara aðila í útlánum
hefur því minnkað áberandi. Þegar
hlutdeild bankanna í sparnaði
minnkar, hefur það margvíslegar
afleiðingar, það eru bankarnir,
sem sjá atvinnuvegunum fyrir
rekstrarfé og fjárfestingarlánum
til skamms tíma. Bankarnir geta
tryggt sveigjanleika í útlánum í
•samræmi við efnahagsþróunina,
en í farvegum kerfisbundins
sparnaðar er þessi sveigjanleiki
ekki fyrir hendi. Mikill hluti
kerfisbundins sparnaðar nær ekki
til atvinnulífsins, og sá hluti, sem
þangað rennur, nýtist illa af
ýmsum orsökum, m.a. vegna þess,
að ekki er tekið nægilegt tillit til
arðsemi eins og bankarnir verða
að gera sjálfra sín vegna.
Nú hafa raunvextir verið nei-
kvæðir all lengi, hvaða áhrif hefur
þetta haft fyrir bankastofnanir
almennt?
Þessi áhrif eru tvennskonar,
segir Jónas, þ.e.a.s. áhrif á sparn-
aðarvenjur og áhrif á viðhorf
lántakenda. Fyrir þeim, sem spara
fé í bönkum, vakir ekki fyrst og
fremst hagnaður heldur öryggi.
Séu raunvextir nálægt núlli varð-
veita menn eignina án þess að hún
skili hagnaði. í löndum þar sem
verðbólga er lítil eru sparisjóðs-
vextir ekki hærri en 2-3%. Séu
raunvextir aðeins lítið eitt nei-
kvæðir, eins og var hér á landi
milli 1950 til 1970, virðist sparnað-
ur í bönkum haldast í horfinu.
Neikvæðir raunvextir um allt að
20-30% leiða hins vegar til þess að
sparnaður dregst ört saman.
Öryggisleysi grípur um sig, og
viðbrögð þeirra, er í hlut eiga, geta
því orðið harkaleg. Sú hækkun
nafnvaxta, er hófst 1974, og þá
ekki síst sú ráðstöfun að vísitölu-
hinda vexti að hluta til, hefur
orðið til þess að draga mjög úr
neikvæðum raunvöxtum, sem aft-
ur hefur leitt til þess að sparnaður
í bönkum hefur ekki haldið áfram
að minnka. Ahrif neikvæðra raun-
vaxta á sparnaðinn eru því fyrst
og fremst þau, að hann leitar frá
bankastofnunum en ekki til þeirra.
Sé litið á áhrifin útlánsmegin, er
fyrst og fremst um það að ræða,
að lántakendur þurfa ekki að ná
arði af því, sem þeir verja fénu tii,
þegar raunvextir eru nejkvæðir.
Eftirspurn eftir lánsfé verður því
miklu meiri og árangur fjárfest-
ingar lakari.
Hver hefur reynslan verið af
hinum sérstöku gjaldeyrisreikn-
ingum?
Ég tel, að það skref hafi verið til
mikilla bóta, segir Jónas Haralz.
Betra er að erlendur gjaldeyrir í
eigu íslendinga sé geymdur hér á
landi og geti orðið til almennra
hagsbóta. Þetta fé er nú hluti
gjaldeyrisforðans, en í framtíðinni
má einnig nýta það til lána, sem
þá koma í stað erlendra lána
atvinnufyrirtækja eða opinberra
aðila.
Er að þínu mati æskilegt að
auka frjálsræðið í gjaldeyrismál-
um með tilliti til þeirrar reynslu
sem fengist hefur t.d. með því að
heimila fyrirtækjum að afla sér
erlends lánsfjár í ríkara mæli en
nú er?
Mitt álit er, segir Jónas, að ekki
sé unnt að stjórna peningamálum
án þess að hafa full umráð á
erlendum lántökum. Þegar við
búum við jafn miklar sveiflur og
raun ber vitni, er sterk stjórn
peningamála forsenda þess að
árangur náist í efnahagsmálum í
heild. Ég er af þessum sökum ekki
hlynntur frekara frjálsræði en nú
er í þessum efnum, segir Jónas.
Um leið bendir hann þó á, að
honum sé full ljóst að hlutur
atvinnuveganna í erlendum lán-
um, séu skip og flugvélar undan-
skilin, sé hlutfallslega lítill og
opinberir aðilar eigi hér mestan
hlut að máli. Æskilegt sé hins
vegar, að auka verulega úthlutun
ferðamannagjaldeyris. Meðan
verðbólga sé við líði, og gengisfell-
ingar óhjákvæmilegar, verði þó að
fara að öllu með gát, aukið
frjálsræði komi við þær aðstæður
ekki til greina nema undir allnánu
eftirliti.
Seðlabankinn hefur fjármagnað
afurðalánin með bindiskyldu á
innlán viðskiptabankanna. Telur
þú æskilegt að einfalda þetta kerfi
og flytja afurðalánin til viðskipta-
bankanna alfarið?
Vissulega er það æskilegt, segir
Jónas, en erfiðleikarnir á því eru
fyrst og fremst fólgnir í uppbygg-
ingu bankakerfisins. Meðan aðeins
sumir bankanna stunda afurða-
lánaviðskipti, geta þeir, sem ekki
hafa þau með höndum, einbeitt sér
að ákveðnum viðskiptum og náð
Ileildarútlán 1977
Sparlinnlan ínnlánsstofnana Í961-19y7
i
Vegið
meðaltal
soarivaxta
Raunvextir
œ. v.vísitölu
þjóðarútgj.
Spariinnlán
í hlutfalli
við verga
þjóðarframl.
(%) (%) (%)
1961 7,42 - 2,5 27
1962 7,45 - 2,8 29
1963 7,49 - 0,3 30
1964 7,51 - 5,2 28
1965 7,52 - 2,5 28
1966 7,57 - 2,1 28
1967 7,61 4,2 31
1968 7,64 - 6,9 31
1969 7,63 - 12,0 28
1970 7,63 - 4,1 27
1971 7,64 - 2,0 27
1972 7,64 -* 3,1 25
1973 9,15 - 13,0 22
1974 11,70 - 21,8 19
1975 13,89 - 23,0 18
1976 14,65 - 12,1 17
1977 15,97 - 12,3 17