Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978
55
Maður og hestur
George J. Housen
SAGA HESTALÆKNINGA
Á ÍSLANDI. 359 bls.
Bókaforl. Odds Björnssonar.
Akureyri, 1977
ÞEGAR mér barst þessi bók í
hendur lenti hún einhvern veginn
undir staflanum — var þetta_ekki.
fyrir dýralækna og aðra sér-
fræðinga? Raunvísindamenn! Víst
er þetta fræðilegt rit en eigi að
síður alþýðlegt. Því þetta er ekki
læknisfræði heldur þjóðfræði eða
þjóðháttafræði og á því heima við
hliðina á Islenskum þjóðháttum
Jónasar frá Hrafnagili og öðrum
slíkum ritum. Höfundur stendur
því betur að vígi en margur sem
fjallað hefur um íslenska þjóð-
hætti að hann hefur rannsakað
sambærilega hluti erlendis og
getur því oft bent á hliðstæður við
íslenskar venjur frá öðrum
löndum, oftast okkur nálægum.
íslenskar heimildir hans eru bæði
munnlegar og prentaðar en fæstar
mjög gamlar. Til dæmis nefna
íslendingasögur »engin dæmi um
aðgerðir á hrossum. í Biskupa
sögum eru lækningar á hestum
tíðast nátengdar dýrlingatrú og
áheitum.«
Þó bókin sé kennd við lækningar
eru þetta ekki aðeins frásagnir af
gömlum íslenskum lækningar-
aðferðum heldur er þarna að finna
ærinn fróðleik um mann og hest
hérlendis aldirnar í gegnum, eða
með öðrum orðum samskipti
manns og hests, meðferð manna á
hestum og ýmiss konar hjátrú
hestinum tengda.
Hesturinn hefur öðrum húsdýr-
um fremur snert viðkvæman
streng í þjóðarsálinni, um hann
— Viðskipta-
síða
Framhald af bls. 44.
Haralz hvert álit hans væri á
viðhorfi almennings til atvinnu-
rekenda og viðhorfi atvinnurek-
enda til almennings.
Einna mest áberandi, er hinn
almenni skilningsskortur á hlut-
verki fjármagns og ágóða. Það
fjármagn, sem fyrirtækin ráða
yfir, hagnýta þau í eigin þágu, en
um leið í þágu alls þjóðfélagsins.
Samkeppni á mnlendum og erlend-
um mörkuðum á að tryggja, að féð
sé nýtt á sem hagkvæmastan hátt
fyrir alla aðila. Agóðinn er vitnis-
burður um, að fyrirtækið sé vel
rekið og geti haldið áfram að auka
og bæta starfsemi sína. Sá ágóði
verður ekki aðeins til við hækkun
tekna heldur ekki síður við það, að
kostnaði sé haldið í skefjum.
Sjálfsagt er, að verkalýðshreyfing-
in fylgist vel með þróuninni á
hverjum tíma og reyni að gæta
þess, að meðlimir hennar og
neytendur yfirleitt njóti góðs af
auknum afrakstri. Hins vegar er í
því sambandi nauðsynlegt að líta
yfir lengri tíma en ekki aðeins á
næsta leiti. Atvinnureksturinn
verður að byggja upp með það
fyrir augum, að hann geti tekið við
auknum mannafla og greitt hærri
laun á löngu árabili. Víðsýni í
þessum efnum hefur oft skort á
undanförnum árum og því er hætt
við, að starfsemi verkalýðsfélag-
anna hafi oft og tíðum haft öfug
áhrif við það, sem til var ætlast.
Atvinnureksturinn ætti að reka
fyrir opnari tjöldum en nú er. Það
háir þessu, að mörg fyrirtæki hér
eru smá og svo heldur skilnings-
skorturinn sjálfsagt aftur af
atvinnurekendum með almenna
upplýsingamiðlun. Með auknum
skilningi og viðurkenningu á
nauðsyn hagnaðar fyrirtækja,
bæði þeim og þjóðfélaginu til
hagsbóta, mun upplýsingastreymi
milli almennings og atvinnurek-
enda væntanlega aukast, sagði
Jónas Haralz bankastjóri að lok-
um.
BóKmennlir
eftir ERLEND
JÓNSSON
hafa skáldin ort og ekki sparað
lofið. Og meðferð manns á hesti
hefur löngum þótt opinbera inn-
ræti manns. Vitanlega hefur
hesturinn á hverjum tíma þolað
svipað atlæti og þjóðin í landinu,
hvorki betra né verra. Ennfremur
hefur hánn með aldanna rás lagað
sig að landsháttum hér, orðið
þolinn og úthaldsgóður á erfiðu
landslagi og í harðri veðráttu. Það
hefur höfundur þessarar bókar
tekið með í reikninginn. Enn-
fremur má af frásögnum hans
ráða að hesturinn er að vissu leyti
viðkvæm skepna þó hann sé
annars harðgerður og sterk-
byggður. Og þar sem hann var
fyrst og fremst burðardýr og
mikið á hann lagt sá þess fljótt
merki ef eitthvað amaði að honum.
Þá voru reyndar lækningar. Nú má
• virðast sem þær hafi í mörgum ef
ekki flestum dæmum verið kuklið
eitt. En minna má á að manna:
lækningar voru lítt vísindalegri. I
orðabók Menningarsjóðs er orðið
hrossalækning þýtt með tvennu
móti; annars vegar »það að lækna
hesta« en hins vegar »harðneskju-
leg eða subbúleg læknisaðferð«.
Margar sögur hafa verið sagðar
af ratvísi hesta. Einn kaflinn í
bókinni heitir Leiðindi og strok.
Þar er meðal annars drepið á
söguna af Hvíthófi vsem seldur
var frá Rirnshúsum til
Vestmannaeyja árið 1906 og sá
aldrei glaðan dag úr því. Eftir eitt
ár hafði átthagaþráin þjarmað svo
að honum, að hann gat ekki
afborið þetta lengur, en henti sér
í hafið og hugðist synda til lands,
og sannarlega var hann á réttri
leið. En þetta sama kvöld voru
þrír menn að koma úr róðri á
opnum bát vestan fyrir Eyjar, og
er þeir fóru framhjá Faxaskeri,
stóð Hvíthófur á skerinu að hvíla
sig, en þaðan er styst til lands.
Hann hefur sannarlega verið
búinn að mæla það út, hvar állinn
var mjóstur, enda þótt hann yrði
honum of breiður. En til lands
komst hann að lokum, því út við
Þjórsá fannst hann rekinn.« Þá
nefnir Houser ýmis ráð sem beitt
var gegn stroki, t.d. að teyma hest
þrjá hringi kringum bæ,
rangsælis, strá salti í eyru honum
og fleira í svipuðum dúr.
Houser getur þess í formála
hvernig hann safnaði efni til
bókarinnar. Kveðst hann hafa
safnað heimildum »frá eldri bænd-
um og þeim sjálflærðu mönnum,
er fengist hafa við lækningar á
hestum. Nöfn þeirra fékk ég frá
Þjóðminjasafni, prestum, dýra-
læknum, sýslumönnum, póstmeist-
urum og lögregluþjónum,« segir
Houser.
Mest hefur hann þó sótt til
Karólínu Einarsdóttur frá Miðdal
og Magnúsar Einarssonar dýra-
læknis. Magnús samdi Dýra-
lækningabók sem gefin var út
1931. Aðalheimildirnar um alþýð-
legar dýralækningar frá honum
runnar eru þó ekki úr henni heldur
úr ritgerð sem Magnús samdi fyrir
sænskan mann, Paul Heurgren að
nafni. Sá samdi rit sem hann
nefndi Húsdýrin í norrænni
alþýðutrú. Um íslenska þáttinn í
því riti er það að segja að
Heurgren studdist við áðurnefnda
rltgerð sem Magnús hafði tekið
saman gagngert fyrir hann og sent
honum. Frumrit Magnúsar hefur
glatast, eða að minnsta kosti ekki
komið í leitirnar enn sem komið
er. Samantekt hans — eða brot úr
henni — er því ekki að hafa annars
staðar en í hinni sænsku bók.
Það var 1971 að Houser var
veittur styrkur úr Vísindasjóði til
að vinna þetta verk. Þeir peningar
hafa skilað sér.
Þetta er bók fyrir hestamenn.
En fyrst og fremst er þetta bók
fyrir þá sem láta sig varða gamla
íslenska þjóðhætti. Útgáfan er
vönduð, skilmerkileg grein gerð
fyrir heimildum svo dæmi sé tekið.
Og í bókarlok er bæði skrá yfir
atriðisorð og nöfn þeirra manna
sem nefndir eru í bókinni.
Erlendur Jónsson.
INGOLFS-CAFE
Bingó sunnudag kl. 3
Spilaöar veröa 11 umferöir
Boröapantanir í síma 12826
á fullri feró festi
# _ . # . .. # Grindavík
í Fesíi í kvöld frá
10-2.
Sætaferðir frá B.S.Í. kl. 9 og
Torgi Keflavík kl. 22.15.
INGÓLFS-CAFÉ
GÖMLU DANSARNIR í KVÖLD KL. 9
Hljjómsveit Guðjóns
Matthíassonar leikur
AÐGÖNGUMIÐASALAN ER OPIN FRÁ KL. 7
SÍMI 12826.
i SigtáiX |
H Bingó kl. 3 í dag. |
Bl Aðalvinningur vöruúttekt fyrir kr. 40.000.— m
G]G3G]G]gG]G]gggG]G]gggggggg]E]
17. júní-kaffi
Kaffiveitingar veröa í dag kl. 3—6.
Veriö velkomin
I
(fcjarnarbúft
Hljómsveitin
m
m
m.
m
m.
y>$
y>c
m
m?
m
m-
m
m.
m
m
m
m.
m.
m
yti
m
m
m
17.
HÓTEL BORG
17.
Það munar engu að líta við á
Borginni og sjá hvað er aö
gerast.
Fjölbreyttur hátíðamatseðill
fyrir alla
Hljómsveitin Meyland ífullu
#« ■■ ■
fjori
Allir salir opnir
Dansaö í rökkurhúmi viö kertaljós til kl.
2 eftir miönætti. Hótel Borg
:!<Jf
>35
::
<<&
>^
m