Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JUNI 1978 í cina rauðleita húsinu við Fjölnisveg býr mcrk listakona, ok flestum kunn. Vigdís Krist- jánsdóttir. Morgunblaðið sótti hana heim nú í vikunni og átti við hana stutt spjall í tilefni af sýningu hennar á vatnslita- myndum í Norræna húsinu, sem hún kallar „Vetrarblóm- ið“. En flestar myndirnar eru af íslenzkum jurtum og blóm- um en íslcnzka flóran er henni huglcikið viðfangsefni og hefur verið um langa tíð. Það er ekki að sökum að spyrja að íbúð hennar er skreytt veggteppum og vatnslitamynd- um og þar ríkir kyrrð og ró. I stofunni heyrðum við þó eitt- hvert þrusk, sem við gátum ekki skilgreint en höfðum þó hugboð um að eitthvert dýr væri þar á ferli. I ljós kom að það var skjaldbaka listakonunnar, Haddi, meðalstór grísk land- skjaldbaka sem lætur sig litlu varða þótt ókunnugir strjúki skel hennar, því að sögn eigand- ans þekkir hún ekki sína nán- ustu. „Ég held að greyið sé að kalla á maka,“ segir Vigdís og hnykk- ir höfðinu í átt að horninu, þar sem skjaldbakan krafsar von- laust í vegginn. „Ég hafði ætlað mér að sofa í dag,“ segir Vigdís ofurlítið þreytulega. „Ég er lasin eins og við var að búast, komin á þennan virðulega aldur. Annars er ég alveg hætt að botna í aldrinum." Vigdís Kristjánsdóttir er á 74. aldursári sínu og þrátt fyrir veikindi ber hún aldurinn vel. Hún er fædd að Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit 1904 þar sem faðir hennar var bóndi. Hún var aðeins eins árs gömul þegar móðir hennar féll frá og var Vigdís yngst og bróðir hennar elztur, fjögurra ára gamall. Eftir lát móðurinnar fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og var Vigdísi þá komið í fóstur hjá aldraðri konu til fjögurra ára aldurs en þá tók móðursystir hennar við uppeldinu. „Ég hef haft opinn huga og augu gagnvart listinni frá önd- verðu. Ég lærði fyrst að fara með vatnsliti í Landakotsskóla. Þar kynntist ég ensku vatnslita- aðferðinni, þar sem hvíti litur- inn er pappírinn sjálfur. Snemma fór ég að tína upp alla kvöldskóla, sem möguleiki var á að sækja. Sótti tíma hjá Stefáni Eiríkssyni og Ríkharði Jónssyni, en þeir kvöldskólar voru til húsa í menntaskólanum. „Ég hef alltaf unnið í sprett- um,“ segir Vigdís. „Líklega hef ég gengið fram af mér í vinnu. En nú orðið get ég ekki lengur lagt nótt við dag. Hér áður fyrr vaknaði ég upp um miðjar nætur; þá sá ég hugmyndirnar fæðast fyrir framan mig eins og myndir af filmu og ég varð að festa þær á pappírinn. Því stökk ég fram úr rúminu og málaði í ofboði eins og hver mínútu væri Ef ég á nokkur ár ólifuð nenni ég ekki að eyða tíma mínum í að eltast við fólk, sem vill vera laust við mig. Sjálf er ég það þrjósk að ég læt ekki segja mér Haddi krafsar árangurslaust í vegginn í leit að maka, að sögn eigandans. Ég er svo sem ekki bamanna bezt og fer mínu fram hvað sem hver segir... Rætt við Vigdísi Krístjánsdóttur listakonu sú síðasta. Þá var gaman að lifa. Þetta kalla ég að vera lifandi. En síðan komu veikindi til sögunnar bæði hjá mér og aðstandendum og þá snerist blaðið við ... Það er naumast að tippið er upp á skjaldbökunni," segir Vigdís og breytir um umræðu- efni. „Æ, ég hef gefið mér svo lítinn tíma til að hjala við hana blessaða. Þessi dýr þurfa alveg eins á blíðu að halda og aðrar lífverur. Ég á kisu út í bílskúr, sem ég kalla „Húsbónda". Ég fann þetta litla grey, aðeins tveggja mánaða gamalt. Hún var heimilislaus og falleg eins og engill. Hvað gat ég gert við vesalinginn annað en að taka hana í faðminn og fara með hana heim. Hún heldur sig nú mest úti í bílskúr og þegar spurt er um hana segi ég að húsbónd- inn sé á skrifstofunni." Vigdís segist vart hafa ætlað að treysta sér að sýna í Norræna húsinu en um það hafi hún verið beðin fyrir tveimur mánuðum. Fólkið í Norræna húsinu hefur verið bæði elskulegt og kurteist við mig. Þið vitið kannski hvernig þessi andi er og hefur verið á meðal listamanna. Annars leið- ist mér að kvarta ... Friðrik Sophusson: Hefjum nýja sókn Hefjum nýja sókn Er nokkur furða þótt unga fólkið sé orðið dauðleitt á pólitík- inni? Eru ekki stefnur flokkanna allt sama tóbakið? Og það, sem boðið er upp á, sami grautur í nokkrum mismunandi löguðum skálum? Skiptir nokkru máli hverjir eiga aðild að ríkisstjórn? Er ekki hver ríkisstjórnin annarri lík? Allar ætla að leysa vandamálin, draga úr verðbólgunni, en engri tekst það. Þannig og þessu líkt hugsa eflaust margir þessa dagana. Og þá vaknar spurningin: Skiptir, þegar öllu er á botninn hvolft, nokkru máli hvar atkvæðið lendir í næstu kosningum? Það er sama hver verður kosinn því að sami rassinh er undir þeim öllum. En er þetta svona einfalt? Getur verið að í raun skipti engu rháli hvorir fari með völd sósíal- istar eða sjálfstæðismenn? Við skulum skoða það aðeins nánar. Tvær meginstefnur Það er rétt að ágreiningurinn er minni og ekki jafnauðsær og áður. Áróðursbrögð ýmissa aðila hafa leitt til þess, að hugtök hafa ekki sömu merkingu og fyrr eða hafa mismunandi merkingu eftir því hver notar þau. Þannig tala engir meira um frelsi, mannréttindi og lýðræði en þeir sem hneppa fólk fjötra, troða á sjálfsögðum réttindum einstaklinganna og eru einráðir í ákvörðunum sínum. En eftir sem áður má greina tvær meginstefnur í íslenzkum stjórnmálum: Frjálshyggjuna og skipulagshyggjuna. Frjálshyggju- menn vilja draga úr ríkisumsvif- um og telja að einstaklingurinn eigi að skipa öndvegið. Skipulags- hyggjumenn vilja aftur á móti efla ríkisvaldið til að geta stýrt þjóðfélaginu inn á „æskilegar" brautir. Frjálshyggjumenn vilja dreifa valdinu þannig að hver og einn ráði sem mestu um lífshætti sína, aðstöðu og umhverfi. Skipu- lagshyggjumenn telja að vald- dreifing og aukið athafnafrelsi einstaklinganna leiði til stjórn- leysis þar sem Iögmál frumskóg- arins ríki. Þeir vilja skipuleggja líf fólks og telja sig þekkja þarfir þess betur en það sjálft. Frjáls- hyggjumenn styðja sjálfsákvörð- unarrétt einstaklinganna og telja tilgang samfélagsstofnana vera að þjóna almenningi samkvæmt ósk- um hans. Skipulagshyggjumenn- irnir telja hins vegar að það sé skylda _ stoínananna (t.d. skól- anna) að innræta skoðanir sem leiði til breytinga í þjóðfélaginu í þá átt sem þeir telja æskilegar. Frjálshyggjumenn telja að listin eigi a vera frjáls og óbundin. Skipulagshyggjumenn segja að ekkert sé list nema hún flytji „réttan" boðskap. Og þannig mætti lengi telja. Frjálshyggjumenn hafa sam- einazt í einum flokki, Sjálfstæðis- flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur einnar stéttar heldur flokkur fólks úr öllum hópum þjóðfélagsins. Hann vill vinna að stéttasamvinnu. Skipu- lagshyggjumenn eru í mörgum vinstri flokkum. Þeir ýta undir stéttastríð og sundrungu og ala á öfund og afbrýðisemi. Landvarnir í stað varnarleysis Auk þessa grundvallarágrein- ings sem ríkir í íslenzkum stjórn- málum er ennfremur ágreiningur um öryggismál þjóðarinnar. Vinstri flokkarnir vilja annað, hvort landið varnarlaust eða telja að varnar- og öryggismál séu gjaldmiðill í stjórnarmyndunar- samningum. Margir jafnaðar- menn hafa margoft ítrekað að þeir vilji varnarliðið burt þótt því sé ekki flíkað þessa dagana. Sjálfstæðismenn telja það hins vegar vera skyldu íslenzku þjóðar- innar að tryggja varnir landsins í samræmi við íslenzka hagsmuni. Það, sem nú hefur verið sagt, ætti að nægja til að sýna fram á að það er raunverulegur munur á stefnum íslenzkra stjórnmála- flokka. Nýir frambjóðendur Undanfarna daga og vikur hafa nýir frambjóðendur verið í sviðs- ljósinu. Þeim er ætlað að vera aðdráttarafl fyrir unga kjósendur. Alþýðubandalagið stillir nú upp tveimur nýjum mönnum í vonar- sæti. Hvorugur þeirra kemur úr verkalýðshreyfingunni. Hvorugur þeirra hefur nokkru sinni difið hönd í kalt vatn. Annar vinnur við þá iðju að skrifa níðgreinar í Þjóðviljann. Hinn er þekktastur fyrir að fara á milli flokka og selja sig hæstbjóðanda fyrir vegtyllur og metorð. Þetta eru fulltrúar flokks sem kallar sig verkalýðs- flokk. Alþýðuflokkurinn býður upp á Friðrik Sophusson. ungan mann af góðum ættum sem sér siðleysi og spillingu í hverju horni. Hann er sérfræðingur í öllu sem hann hefur ekki vit á en vefst tunga um tönn og fer undan í flæmingi þegar komið er að kjarna málsins. Báknið burt Sjálfur er ég einn hinna nýju frambjóðenda sem fólk kýs um í næstu kosningum. Ég -er ekki prófessor í stjórnmálafræðum né heldur ritstjóri flokksmálgagns. Þaðan af síður er ég sjálfskipaður siðgæðisvörður þjóðarinnar. Af- skipti mín af stjórnmálum hafa aðallega verið á vettvangi ungs sjálfstæðisfólks sem á undanförn- um árum hefur mótað sína eigin stefnu og birt þjóðinni undir kjörorðinu Báknið burt. Sú stefna grundvallast á frjálshuggjunni og hefur vakið verulega athygli vegna hreinskilinna yfirlýsinga og raunhæfra lausna. Okkur, sem að þessari stefnumótun höfum unnið, er ljóst að hún nær ekki vinsæld- um þeirra sem trúa á forsjá ríkisvaldsins. En við vonumst til þess að hún fái hljómgrunn hjá því unga fólki sem vill standa á eigin fótum, taka á sig ábyrgð og njóta verka sinna. Hefjum nýja sókn Unga fólkið vill ekki boð og bönn. Það vill ekki að einhverjir embættismenn í bákninu segi því fyrir verkum. Unga fólkið vill sjálft fá að ráða sér, fá tækifæri til að takast á við vandamálin og leysa úr þeim eins og því þykir bezt. Þess vegna hafnar unga fólkið bónbjargarviðhorfum vinstri manna. Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki stærsti flokkur þjóðarinnar ef hann hefði ekki ætíð notið stuðn- ings unga fólksins umfram aðra flokka. Sá stuðningur á meðal annars rætur að rekja til þess að sjálfstæðisstefnan gerir ráð fyrir svigrúmi og frelsi fyrir þá sem vilja fyrst gera kröfur á hendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.