Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978 45 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI — EFNAHAGSIVIAL,— ATHAFNALlF. Hið „gamla, góða” rifjað upp Jónas H. Ilaralz. bankastjóri. þannig hærri hlutdeild af sparnað- inum. Ef fjármögnun afurðalána á að flytjast til viðskiptabankanna, þarf að stokka bankakerfið upp, sameina þarf banka og fækka þeim og síðan þurfa allir bankarn- ir að sinna öllum tegundum bankaviðskipta. Ef litið er í ársskýrslur Lands- bankans fyrir árin 1976 og 1977 kemur í ljós, að samræmi er ekki ætíð á milli útlána og innlána í einstökum landshlutum. Hverjar eru helztu orsakir þessa? Skýringarnar eru ýmsar. I fyrsta lagi er hér um heildartölur að ræða, þ.e.a.s. endurseld afurða- lán eru talin með og hefur þetta afar mismunandi áhrif eftir lands- hlutum. í öðru lagi má benda á að 35% innlána viðskiptabankanna eru þegar bundin við innborgun, sem þýðir í raun að aðeins 65% innlána eru til ráðstöfunar. í þriðja lagi eru markaðssvæði útibúanna mismunandi. Sum úti- búanna fá innlán af sama svæði og þau lána til. Önnur, eins og t.d. Akureyri og Eskifjörður, lána til miklu stærra svæðis en þau taka við innlánum frá. I fjórða lagi geta tiltölulega lág útlán samanborið við innlán staðið í sambandi við góða stöðu fyrirtækja og almenna velmegun á svæðinu. Hvað viltu segja um þá gagnrýni sem fram hefur komið á bankana hvað varðar fjölda útibúa og starfsmannafjölda? Sú gagnrýni, sem komið hefur fram á fjölda útibúa, hefur beinst að fjölda útibúa á Reykjavíkur- svæðinu. Ég hefi ekki orðið var við gagnrýni á opnun útibúa annars staðar, enda þótt þau útibú geti ekki gefið mikið í aðra hönd, nema bætta þjónustu við íbúana á staðnum. Sannleikurinn er hins vegar sá að ákveðin stærð útibúa er æskilegri en önnur og þá ekki eingöngu út frá sjónarmiði annars aðilans heldur beggja. I rekstri of stórra eininga glatast persónulegt samband. Tölvuvæðing stuðlar einnig að því, að smærri einingar geti veitt sömu þjónustu og nái svipaðri hagkvæmni og þær stærri. Af þessum ástæðum er eðlilegt, að útibúin á Reykjavíkur- svæðinu yrðu fleiri en þá jafn- framt smærri en þau eru. Starfs- mannafjöldinn er áreiðanlega í hærra lagi, sem stafar af viðleitni bankanna til að geta haldið uppi sómasamlegri þjónustu við við- skiptavinina á mesta annatíma dagsins og mánaðarins. Eigi að gera samanburð við hin Norður- löndin í þessu sambandi er nauð- synlegt að gera sér grein fyrir því að bankavenjur eru þar aðrar en hér. Bankaheimsóknir virðast tíð- ari hér á landi og meiri þörf fyrir persónulega þjónustu. Verðbólgan hefur einnig leitt til þess að afgreiðslum hefur fjölgað til mikilla muna, mun meira en nemur fjölgun starfsfólks. Svo er tölvuvæðing komin lengra þar en hér, en reynsla Landsbankans sýnir, að í þeim deildum, sem lengst er komið með að tölvuvæða, hefur orðið fækkun á starfsfólki. Hver er árangurinn af tölvuvæð- ingunni að öðru leyti? Merkasta skrefið á þessu sviði var stigið með stofnun Reiknistofu bankanna, segir Jónas. Með því samstarfi geta bankarnir hagnýtt sér nýjustu tækni á hverjum tíma og unnt er að leysa fleiri verkefni en ella. Mun sá árangur væntan- lega koma enn betur í ljós síðar meir. Merkustu áfangar, sem náðst hafa fram til þessa, eru án efa sameiginleg úrvinnsla ávísana, og þar með fullkomin dagleg ávísanaskipti, og tenging lands- byggðarinnar við tölvu Reikni- stofu bankanna. Að kveldi senda útibúin í síma upplýsingar til tölvunnar, sem síðan sendir þær sömu leið til baka að vinnslu lokinni. Nauðsynlegar upplýsingar liggja því fyrir á hverjum morgni. Þessi nýju vinnubrögð geta með öllu komið í veg fyrir misnotkun ávísanareikninga, þar með taldar ávísanakeðjur, sem því miður voru of mikil brögð að áður. í ársskýrslu Landsbankans kem- ur fram að hann er hluthafi í The Scandinavian Bank Ltd. í London. Hvert var markmiðið með þessari fjárfestingu? Hlutafé Landsbankans er nú 3.2% af heildarhlutafé upp á £20 milljóna og er það hlutfallslega mikið þegar tekið er tillit til stærðar Landsbankans. Þessi eign hefur öll árin gefið af sér arð og orðið verðmeiri með árunum. Megintilgangurinn með fjárfest- ingunni var að tryggja greiðari aðgang að lánamörkuðum í London en áður voru fyrir hendi. Hefur þetta tekist og sérstaklega komið smærri viðskiptavinum bankans til góða. Sem hluthafi í SBL er Landsbankinn þekktari erlendis en áður var. Unnt hefur reynst að auka samkeppnina milli erlendra lánastofnana, sem vilja lána fé til íslenzkra aðila, en það hefur aftur leitt til hlutfallslega lægri kostnaðar við lántökuna til hagsbóta fyrir viðskiptavini bank- ans og þjóöina alla. Rekstrarskilyrði atvinnuveganna Er hér var komið sögu undum við okkar kvæði í kross og lögðum fyrir Jónas Haralz nokkrar spurn- ingar um rekstrarskilyrði atvinnu- veganna og spurðum því fyrst um stöðu atvinnuveganna í dag? Af þeim gögnum, sem við höfum yfir að ráða, má sjá að árið 1976 hafi verið mjög gott ár í flestum greinum og hið sama mætti reyndar segja um fyrri hluta ársins 1977, sagði Jónas. Eftir mitt síðasta ár hafa hins vegar orðið mikil umskipti til hins verra, ekki síst hefur rekstrarstaða sjávarút- vegsfyrirtækja versnað mikið, þó þar megi greina á milli landshluta og fyrirtækja. Sjaldan hefur verið jafn mikill mismunur á rekstrar- niðurstöðum fyrirtækja í sjávarút- vegi og að undanförnu. Kemur nú vel í ljós, hvaða fyrirtækjum tókst í tíma að laga sig að breyttum aðstæðum. Einnig kemur vel í ljós hversu mikla þýðingu heilbrigð fjárhagsleg uppbygging og góð stjórnun hafa. Vaxtahækkun kem- ur t.d. ekki mikið niður á fyrir- tækjum með rétta fjárhagslega uppbyggingu, því hjá þeim er fjármagnskostnaður jafnan lítill hluti heildarútgjalda. Hvert er gildi hinnar svokölluðu hávaxtastefnu, og þá sérstaklega með tilliti til þeirrar stöðu sem allflest fyrirtæki búa við í dag? Ég tel ekki rétt að nefna stefnuna í vaxtamálum hávaxta- stefnu. Markmiðið er, að vextirnir séu í samræmi við verðbólgustigið, og þar sem það hefur verið hátt, hljóta vextir einnig að vera háir, án þess að rétt sé að tala um hávaxtastefnu. Vextir hafa áður fyrr ekki verið í nægulegu sam- ræmi við verðbólguna. Hækkun vaxta að undanförnu miðar að auknu samræmi og þar með að því að draga úr slæmum afleiðingum verðbólgunnar. Ekki má gleyma því mikilvæga atriði, að vextir eru aðeins verð á þjónustu, sem fyrirtækin hagnýta sér. Eðlilegt er að verð þeirrar þjónústu sé í samræmi við verð annarrar þjón- ustu og almennt verðlag á hverjum tíma. Keppikeflið hlýtur því að vera að draga úr almennri hækkun verðlags. Þá lækka vextirnir sjálf- krafa. Aukið samræmi á milli vaxta og verðlags stuðlar raunar að þessum árangri. í framhaldi af þessu, hvað viltu segja um þá ákvörðun Seðlabank- ans um að halda vöxtum óbreytt- um að sinni? Sú ákvörðun byggist á þeirri skoðun, að dregið geti úr hækkun- um verðlags síðari hluta ársins, ef allt sé með felldu. Augljóst er hins vegar, að ef annað verður upp á teningnum, hljóta vextir að hækka á nýjan leik. Hver telur þú að verði áhrif nýju skattalaganna og væntanlegs staðgreiðslukerfis skatta? Skattaiögin tel ég til mikilla bóta fyrir atvinnulífið og þjóðina í heild. Aftur á móti hef ég aldrei talið neinn sérstakan ávinning af staðgreiðslukerfi skatta, sagði Jónas Haralz. Þeirri hagræðingu, sem staðgreiðslukerfinu er ætlað að ná, tel ég mega ná á einfaldari hátt. Hvað bankana áhrærir eru í nýju lögunum varðveitt ákvæði eldri laga um skattfrelsi sparifjár í öllum meginatriðum. Hins vegar er nú kveðið á um, að sparifé sé framtalsskylt. Að lokum spurðum við Jónas Framhald á bls. 55 Gamla Bíó sýnir um þessar mundir kvikmvndina „THE GREAT CARUSÖ". Kvikmynda- félagið Metro Goldwyn lét gera þessa mynd i tilefni af því að 80 ár voru liðin frá fæðingu Enrico Carusos. Hann fæddist í borginni Napólí á Ítalíu árið 1873. Carúsó kom fyrst fram opinberlega í óperuhlutverki í fæðingarborg sinni. Til gamans má geta þess, að Carúsó var mjög snall skopmynda- teiknari. Myndin „THE GREAT CARUSO", sem er breiðtjalds- mynd, er í eðlilegum litum og er byggð á ævisögu Carusos, sem rituð var af ekkju hans Dorothy Caruso. Ég sá þessa mynd fyrir mörgum árum síðan. Nú fyrir nokkrum dögum sá ég hana aftur og sá sannarlega ekki eftir því. Hjarta mitt fylltist af gleði og hrifningu og þó ég sé aldinn að árum, gat ég varla tára bundist. Ég gleymdi stað og stund og mér fannst ég vera í annarri, veröld heldur en okkar, eins og hún er nú. Hinn stórkostlegi söngvari Mario Lanza fer með aðalhlut- verkið, „CARUSO". Lanza er kurteis, glaður, myndarlegur og það var eins og hann væri umvafinn einhverjum geislaljóma og röddin er alveg yfirnáttúruleg. Lanza nam söngnám við Julian-söngskólann í New York borg. Hann er af ítölsku bergi brotinn. Ég hef lesið ævisögu Carusos og Lanza kemur „öllu til skila". Hann er klæddur í frakk- ann góða með plusskragann og i gráu legghlífunum og ekki vantar „temperamentið“ (listamanns- skapið). Hann syngur 27 lög í myndinni. Má þar nefna: „CELESTE AIDA" úr óperunni „AIDA“, LA DONNA E MOBILE" úr op. RIGOLETTO, „E LAUCEVAN LE STELLE" úr óp. „LA TOSCA", „CHE CELIDA MANINA" úr op. „LA BOHEME", „CIELO E MAR“ úr óp. „LA GIOCONDA", „VESTI LA GIUBBA" og „RESTATIVO" úr óp. I PAGLIACCI og yndislegu smá- lögin, sem flestir kannast við: A MARICHIEARE, A VUCHELLE, LA DANZA, TORNA A SURRIENTO, MATTINATA, BECAUSE O.FL. Ungir sem aldnir ættu að sjá „THE GREAT CARUSO". Unga fólkið hlustar ekki aðeins á fagra tónlist flutt af hinum stórkostlega Mario Lanza, heldur lærir það kurteisi og skemmtilega framkomu og það er því miður að gleymast. Veröld sem var, en er ekki lengur til. Lífið hér áður fyrr er svo ólíkt lífinu eins og það er nú til dags. Hin aldna sveit mun rifja upp „gömlu góðu dag- ana“ Þegar hið góða, glaða og mannlega var í heiðri haft. Notið hið gullna tækifæri og hlustið á hinn glæsilega MARIO LANZA í „THE GREAT CARUSO" í Gamla Bíói og það verður ykkur eins og mér ógleymanleg stund. Ég vil svo þakka forráðamönnum Gamla Bíós fyrir að hafa nú á skömmum tíma sýnt 2 dásamlega gamlar kvikmyndir, fyrst BEN HUR og nú „THE GREAT CARUSO“. Bjarni Sveinsson. Keflavík: Tveir dreng- ir á reiðhjóli fyrir bíl TVEIR drengir, 5 og 10 ára, slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl í Keflavík í gær. Drengirnir voru á sama reiðhjólinu og fóru inn á aðalbraut þar sem fólksbíll ók. Var þetta á mótum Máfabrautar og Hringbrautar. Annar drengurinn brotnaði á upphandlegg og hin' skarst á fæti. Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum:' VERÐTRYGGÐ SPARISKIRTEINI RÍKISSJÓÐS: Kaupgengi Yfirgengi pr. kr. 100,- miöað við innlausnar- verö Seðla- bankans 1967 2. flokkur 2492.75 34.9% 1968 1. flokkur 2171.52 19.4% 1968 2. flokkur 2042.09 18.7% 1969 1. flokkur 1522.71 18.8% 1970 1. flokkur 1399.83 55.6% 1970 2. flokkur 1021.92 18.9% 1971 1. flokkur 962.60 54.5% 1972 1. flokkur 838.90 19.0% 1972 2. flokkur 718.07 54.5% 1973 1. flokkur A 552.00 1973 2. flokkur 510.19 1974 1. flokkur 354.36 1975 1. flokkur 289.72 1975 2. flokkur 221.10 1976 1. flokkur 209.29 1976 2. flokkur 169.95 1977 1. flokkur 158.15 1977 2. flokkur 132.22 1978 1. flokkur 100.00 VEÐSKULDABRÉF*: Kaupgengi pr. kr. 100- 1 ár Nafnvextir: 26% 79- 2 ár Nafnvextir: 26% 70.- 3 ár Nafnvextir: 26% 64- x) Míöaö er við auðseljanlega fasteign. Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: Söiugengi pr. kr. 100- 1974 — D 388.22 (10% afföll) 1974 — E 274.73 (10% afföll) 1974 — F 274.73 (10% afföll) 1975 — G 171.57 (19.3% afföll) HLUTABRÉF: Verslunarbankinn Kauptilboö óskast ÞiÁnrcnincARPciAC íjiaadí hp. VERÐBRÉFAMARKAÐUR Lækjargötu 12 — R (Iðnaðarbankahúsinu) Sími 2 05 80. Opið frá kl. 1 3.00 til 16.00 alla virka daga. Hlutfallsleg aukning inn- og útlána LÍ^ 1976 - 1977 Innlán títlán ’ 77 ’ 76 ' 77 76 % % % % Reykjavík 38 37 33 13 í safjórdur 65 49 55 35 Akureyri 52 49 55 28 Eskifjördur 38 24 43 lo Höfn í Hornafirdi 45 47 46 38 Selfoss 45 35 53 28 Heimildi Ársskýrslur Landsbanka ísl. 1976 og 1977

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.