Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDÁGUR 17. JÚNÍ 1978 Ilcllar í Landssvcit. „Falleg mynd og rétt lýsing á þjóðlífnlu,, - í nágrenni Heklu eru bandarískir kvikmyndagerdarmenn ad kvikmynda barnasöguna „Hestarnir á Miklaengi” I fljótu bragði virtist allt eðlilegt á Hellum í Landssveit er Morgunblaðsmenn renndu í hlaðið. Hellar er lítill, friðsæll bær skammt frá Heklu. Þar býr Filippus bóndi ásamt 5 sumarunglingum. En úti í litlu gripahúsi flæktist hundurinn á bænum milli fóta bandarískra kvikmyndagerð- armanna. Og á meðan Thomas Harwartz fylgdist gaumgæfilega með því í gegnum myndavélarlinsuna, þegar kálfunum var gefin sama gjöfin aftur og aftur, þutu félagar hans fjórir um allt húsið, út í grenjandi rigninguna og upp á þak, til þess að kálfhausarnir fengju rétta lýsingu. Sérstök ljóssía á myndavélinni átti svo að gefa útkomunni fornan blæ. Hér var verið að taka kvikmynd eftir bandarískri barnabók, Hestarnir á Miklaengi, sem gerist við rætur Heklu. Dan Smith og Gary Templeton. leikstjóri. Leituðum íyrst að góðri barnasögu sem hefði selst vel. bað vildi svo til að sú ákjósanlegasta Kerist á íslandi. Sigurður Ragnarsson aðstoðarleikstjóri og Gunnar Bjarnason. sem hefur verið Bandaríkjamönnunum til aðstoðar af hálfu Sambandsins. íslenzkir aðilar fengu handritinu breytt „Filippus hefur alveg opnað heimili sitt fyrir okkur, — við mættum þess vegna brjóta leirtau- ið og snúa öllu við“, sagði Gunnar Bjarnason, en hann hefur verið Bandaríkjamönnunum til aðstoðar af hálfu S.Í.S. „Þetta er lítil barnasaga með fjölda teikninga, sem kom út í Bandaríkjunum fyrir mörgum árum. Hún fjallar um tvö börn, sem fara á hestum að veiða lax og lenda í alls kyns ævintýrum, meðal annars snjöstormi og eld- gosi úr Heklu. Þessi bók fór að seljast mikið eftir ferð, sem farin var á íslenzkum hestum yfir þver Bandaríkin á sínum tíma, og í framhaldi af þeirri ferð, leitaði kvikmyndafélagið til S.Í.S. Sam- bandið og Flugleiðir buðu síðan fram aðstoð sína, gegn því að handritinu yrði breytt eilítið til raunsærri myndar af landi og / þjóð. Þannig fara nú börnin að leita fjár en ekki veiða lax, og bæði snjóstorminum og eldgosinu er sleppt úr myndinni, en hins vegar lenda börnin í jarðskjálfta í Hekluhlíðum. Höfuðmarkmið okk- ar var að sjá svo um, að myndin yrði ekki óeðlileg og um leið íslenzk. Og ég er mjög hrifinn af mörgum atriðum í myndinni. Enda hafa þessir menn unnið verk sitt af mikilli nákvæmni." Svo virtist vera. Bandaríkja- mennirnir höfðu verið frá kl. 10 um morguninn að undirbúa kvik- myndun u.þ.b. 10 sekúndna atriðis. Og þeir voru enn að, er Morgun- blaðsmenn fóru rétt fyrir kl. fjögur. Ekki heimilda- mynd um ísland Það er fyrirtækið Evergreen Products sem gerir kvikmyndina. Eigendur þess eru tveir menn, Gary Templeton og Dan Smith. Sá fyrri telst leikstjóri .myndarinnar. Þeir félagar kváðu fyrirtækið einkum hafa sérhæft sig í kvik- myndum upp úr barnabókum. Síðan sæi fyrirtækið Phoenix Film í New York um dreifingu þeirra, einkum í skóla um öll Bandaríkin. Með þessu móti fengju börn að sjá kvikmyndir upp úr bókum sem þau hafa lesið, og ætti það að virka sem hvatning til aukins lestrar. „En þetta er ekki kennslumeðal sem slíkt, tók Dan Smith fram. „Hér er bara um að ræða mismun- andi tjáningarform, og myndin segir skáldaða sögu eins og bókin." En hvers vegna var einmitt þessi bók valin til kvikmyndunar? Þeir félagar sögðu það ekki hafa ráðið valinu, að hún gerðist á Islandi. „Við erum ekki að gera heimildarmynd um ísland, heldur mynd eftir barnasögu", sagði Dan. „Þess vegna leituðum við fyrst að góðri barnabók, sem hefði selzt vel, og það vildi svo til, að bókin sem okkur leizt hvað bezt á gerist á Islandi. Að vísu er þetta ein fárra bóka um Island, sem finna má almennt í bókasöfnum í Bandaríkjunum. Höfundurinn, Lonzo Anderson, hafði verið á íslandi fyrir 12 til 13 árum, og það var hann sem benti okkur á reiðina miklu yfir Bandaríkin. í framhaldi af þeim atburði ákváð- um við að reyna að ná sambandi við íslenzka aðila varðandi töku myndarinnar, Þeir Smith og Templeton sögðu helzta muninn á bókinni og myndinni þann, að þeir væru ekki, eins og höfundur bókarinnar, að reyna að lýsa sem flestum hliðum landsins jafnhliða þræðinum. „Fólk var að spyrja okkur," sögðu þeir, „hvort við ætluðum virkilega að kvikmynda þetta allt á einni eyju.“ Gary Templeton bætti því svo við síðar, að kannski hefðu þeir fyrst tekið endanlega ákvörð- un um að sleppa eldgosinu, þegar þeir sáu frammistöðu eins slíks í Disney-mynd skömmu eftir kom- una til landsins, sem átti að gerast á svipuðum slóðum. Auk þess væri í barnammyndinni „happy-end- ing“, og það væri í rauninni lítill „happy-ending", sem hefði spúandi eldfjall í bakgrunninum. Það kom í ljós, að dreifing myndarinnar á vegum Phoenix Film er mjög mikil, og auk þess, e.f útkoman er nógu góð, verður myndin einnig sýnd í sjónvarps- stöðvum. Hins vegar sögðu þeir Smith og Templeton að myndin væri ekkert styrkt af sjónvarpinu, enda hefði slíkur stuðningur haft í för með sér alls kyns skorður varðandi tíma og annað. „Við vinnum fyrst myndina eins vel og við getum, og sjáum svo til með dreifingu", sagði Templeton. Gunnar Bjarnason benti einnig á það landkynningargildi sem kvik- myndin gæti haft, einkum hvað varðaði ull og íslenzka hesta, sem kæmu mikið við sögu. „Tvennt er öruggt,“ sagði hann, Þetta verður Biirnin tvö í myndinni lcika Anní Sigíúsdóttir og Guðmundur Sigfússon, en Reynir Aðalstcinsson lcikur fiiðurinn. (Jti í gripahúsi reyndi kvikmyndatökumaðurinn, Tom Harwartz, að finna beztu lausnina. Aðrir á myndinni eru Glen Kershaw, Dan Ducovney og Reynir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.