Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 1
Sunnudagur 25. júní 1978 Bls. 33-64 „Kemnrmjög áwartaðfmna svo míkið al djrgripum nrjsilfri á íslandi” Víða um landið er vitað um gamla silfurgripi, en þar sem þeir hafa aldrei verið rannsakaðir í heild er ekki til nein heildarskrá yfir þá né ljósmyndir af þeim. Ekki hefur verið vitað nákvæmlega hvað þeir eru gamlir né hvaðan þeir hafa komið. Þó ber þess að geta að á árunum 1908—1915 ferðaðist Matthías Þórðarson um landið og skráði silfurgripi f kirkjum. Undanfarið hafa ferðast um landið tveir íslendingar, Þorvaldur Friðriksson og Lilja Árnadóttir, og einn Dani„ Ole Villumsem Krog, við rannsóknir á þessum hlutum og hafa þau stuðst við skrá þá er Matthías Þórðarson gerði. Skoðuðu þau silfurgripi í kirkjum og einnig í einkaeign. Tóku þau ljósmyndir af þessum hlutum og skráðu þá. Að þessu verki hafa staðið danska þjóðminjasaf nið í samvinnu við þjóðminjasafn íslands. Kaffikanna úr eigu Magnúsar Ketiissonar sýslumanns og er nafn hans grafið í hana. Kannan er gcrð í Kaupmannahöfn árið 1799, en er nú geymd á Þjóðminjasafninu. - segir Ole Villomsen Krog sem ásamt tveimor íslendingnm hefnr íerðast nm landið og rannsakað gamalt silfor Blönduósi var síðan farið beint til Reykjavíkur. Nú voru Vest- firðirnir eftir en þar sem of tímafrekt þótti að aka um þá alla var samið við presta og sóknarformenn á hinum ýmsu stöðum þar um að senda þá gripi sem þar væri að finna til Reykjavíkur þar sem þeir yrðu rannsakaðir og ljósmyndaðir. I þessum ferðum var bæði skoðað danskt og íslenskt kirkjusilfur og ennfremur eitt- hvað af silfri í einkaeign. Aðalmarkmið þessa verks er að fá vitneskju um handverk silfursmiðanna og hvernig þeir unnu. Einnig er athyglisvert hverjir keyptu silfrið og hvers vegna það kom til íslands og hvenær. Ennfremur hvað hefur orðið um það frá því það kom til landsins. Ole yiilumsen Krog, Ijósmyndari með meiru, heldur hér á gömlum kaleik úr Seiárdalskirkju. Er hann gerður í Kaupmannahöfn árið 1765. Daninn, Ole Villumsen Krog, er ljósmyndari og hefur hann sérhæft sig í silfurljósmyndun, en hann skrásetur einnig silfrið. I viðtali við Morgunblaðið sagði hann að haustið 1976 hefði Politiken útgáfufyrirtækið haft samband við hann, en það hafði áður gefið út skrá um gamalt danskt silfur og silfursmíði. Útgáfufyrirtækið hafði í hyggju að gefa bókina út í nýrri og bættri útgáfu og til þess þurfti að afla nýrri upplýsinga. Áður hefur silfur verið rannsakað með þessum hætti í Færeyjum, Noregi og í Danmörku, en ekki hér á Islandi þar sem talið var að þar væri ekki neitt merkilegt silfur að finna. Villumsen Krog hafði þá samband við Þór Magnússon, þjóðminjavörð, og fékk þær upplýsingar hjá hon- um að hér væri eitthvað af dönsku silfri, en ekki væri þó fullkannað hversu mikið. Ástæða þótti því til að kanna þessi mál nánar og eftir að fjármagn til rannsókna hefði verið útvegað í Danmörku og íslandi, hjá danska mennta- málaráðuneytinu, þjóðhátíðar- sjóði í ár og öðrum sjóðum sem styrkja hugvísindaleg verkefni hófst starfið. Hér er því um að ræða rannsókn sem bæði löndin vinna að í sameiningu. Rannsóknastarfið hófst í fyrrasumar og stóð þá yfir í sjö vikur og var þá um það bil hálfnað. Farið var þá um Vesturland og Suðurland. Ljóst var á þessu stigi rannsóknanna að mikið var eftir og var því hafist handa um að útvega meira fé til rannsóknanna og þar sem árangur af fyrri ferðum var mjög góður tókst það. í ár byrjaði rannsóknastarfið í apríl. Byrjað var í A-Skaftafellssýslu og höfðu rannsóknamenn þar bækistöð í skólanum á Djúpa- vogi. Söfnuðu þeir hlutum úr nágrenninu og fluttu til skólans þar sem þeir voru skráðir og myndaðir. Næst var farið til Egilsstaða og sama vinnuaðferð notuð þar, þ.e. aðsetur var haft í skólanum og hlutir í nágrenn- inu skoðaðir þar. Ferðinni var svo haldið áfram til Húsavíkur, Akureyrar og loks til Blönduóss og kirkjusilfur í nágrenni þess- ara staða rannsakað. Frá Bræddu gömlu silfurmunina upp Að sögn Villumsen Krog voru Danir mun háðari breytingum í stíl og tísku en íslendingar. Þegar nýjungar komu fram á því sviði voru gömlu silfurmun- irnir bræddir upp og nýir gerðir í þeirra stað sem þá uppfylltu kröfu tímans. íslendingar voru mun óháðari slíkum utanað- komandi breytingum þannig að hlutirnir hafa varðveist betur hér á íslandi. Einnig ber það oft við í Danmörku að þegar fjárhagserfiðleikar steðjuðu að, voru silfurgripirnir bræddir upp og silfrið bitað til annarra hluta. Sjá næstu sfðu Kaieikur úr kirkjunni á Hvammstanga. Ilann er frá árinu 1822 og er eftir íslenskan siifursmið, Helga Þórhallsson, en töluvert finnst af gripum eftir hann á Norðurlandi. Eggert Jónsson gaf kirkjunni kaleikinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.