Morgunblaðið - 25.06.1978, Síða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978
KRABBAMEIN
í tilefni af nýafstöðnu þingi krabbameinsfélaganna á Norðurlöndum, sem haldið var í Reykjavík í s.l. viku, hafði Morgunblaðið
tal af fjórum læknum, þeim dr. Ólafi Bjarnasyni formanni Krabbameinsfélags íslands, dr. Gunnlaugi Snædal formanni
Krabbameinsfélags Reykjavíkur, Hrafni Tulinius yfirlækni krabbameinsskrár Krabbameinsfélags íslands og Guðmundi
Jóhannessyni yfirlækni leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins.
Skýrðu þeir m.a. frá því nýjasta í meðhöndlun læknavísindanna á þessum skæða sjúkdómi, sem einu nafni er kallaður
krabbamein. Rætt var m.a. um hina gífurlegu aukningu er orðið hefur á brjóstakrabba meðal ísl. kvenna og þær aðrar tegundir
krabbameins er aukist hafa undanfarið, um starfsemi leitarstöðvarinnar og ættgengi krabbameins.
Síðasta vopnið í
baráttunni við
krabbameinið á sviði
ónæmisfræðinnar
Sjúkdómar hafa fylgt mannkyn-
inu frá upphafi og eins lengi og
elztu heimildir greina hafa ill-
kynja æxli verið þekkt sem sjúk-
dómur. Sá sjúkdómur sem flestir
álíta marga sjúkdóma alveg eins
og vírussjúkdómar eru af mörgum
gerðum og tegundum. Fáir sjúk-
dómar fylla almenning þó eins
mikilli skelfingu og krabbamein.
Krabbamein sem hrjáði Forn-
Egypta jafnt sem nútímamenn er
til í eins mörgum tegundum og
líffærin eru mörg. Skilgreining á
krabbameini er: Krabbamein er
tegund illkynjaðra æxla. Æxlis-
vöxtur er staðbundinn ofvöxtur í
vefjum líkamans, sem hefur brot-
izt undan þeim áhrifum sem halda
frumuvexti innan eðlilegra marka.
Eitt af aðaleinkennum illkynja
æxlisvaxtar er að æxlisfrumur
berast frá frumæxli, dreifast um
líkamann og mynda svokölluð
meinvörp á víð og dreif.
Þekking manna á æxlisvexti fór
f.yrst fram er menn gátu farið að
skoða vefi og frumur í smásjá á
síðustu öld. Frumkvöðlar á því
sviði voru Þjóðverjarnir Schwann
og hinn heimsþekkti prófessor í
meinafræði, Rudolph Virchow.
Tiðni brjóstakrabba
stóraukist á íslandi
Krabbamein er fyrst og fremst
flokkað eftir því í hvaða líffærum
það kemur fyrir. Til skamms tíma
var magakrabbi mest áberandi á
íslandi og er ísland með þremur
hæstu löndum í heimi í tíðni
magakrabba ásamt Japan og
Chile.
Tíðni brjóstkrabba hefur hins
vegar stóraukist á Islandi, síðasta
ár komu fram samkvæmt krabba-
meinsskránni um 76 tilfelli og
ímyndi maður sér að þróunin verði
söm og jöfn næstu áratugi eða
fram að aldamótum gæti tala
þeirra er létust af brjöstkrabba
farið upp í annað þúsund.
Tíðni magakrabba hefur hins
vegar lækkað um þriðjung síðast-
liðna fjóra áratugi og sérstaklega
síðasta áratuginn og láta ýmsir
dr. Ólafur Bjarnason formaður
Krabbameinsfélags íslands.
sér detta í hug að ein orsökin gæti
verið breyttar neysluvenjur Is-
lendinga. Fólk neytir ferskari
fæðu, neysla á garðávöxtum hefur
aukist. I stað saltkjötsins og
saltfisks sem áður var iðulega á
borðum landsmanna. En við söltun
er saltpétur notaður ásamt matar-
saltinu, sem við meltingu myndar
nítrósamín, en það hefur valdið
krabbameini í tilraunadýrum.
Tíðni lungnakrabba hefur aukist
geysilega síðastliðinn áratug hér-
lendis samanborið við nágranna-
þjóðir okkar og þá sérstaklega hjá
konum. Meginorsök lungnakrabba
er talin stafa af sígarettureyking-
um. Til skamms tíma var tíðni
lægst hjá íslenzkum körlum sam-
anborið við hin Norðurlöndin en
hæst hjá íslenzkum konum síðast-
liðið ár.
Brjóstkrabbinn er nú algengasti
illkynja sjúkdómur hjá konum á
íslandi og er um tuttugu prósent
af illkynja' æxlum kvenna.
Aðrar algengar krabbameins-
tegundir hér á landi eru t.d.
leghálskrabbi, en hann er tiltölu-
lega auðvelt að greina á frumstigi
og hafa leitarstöðvar krabba-
meinsfélaganna á íslandi náð það
frábærum árangri í meðhöndlun á
leghálskrabba að það hefur vakið
mikla athygli erlendis. Til dæmis
má benda á það að síðasta ár
fundust aðeins þrjú tilfelli á
íslandi og þar af tvö hjá konum,
sem ekki höfðu komið í skoðun.
Krabbamein í blöðruhálsi karla
hefur stóraukist á Islandi. Sé
miðað við bráðabirgðatölur frá
1977 komu fram 77 tilfelli, sem er
ekki endanleg tala miðað við 17
tilfelli árið 1967. Eins og með
flestar tegundir krabbameins er
algengast að fórnarlömbin séu
miðaldra og eldra fólk. Því er
krabbamein í blöðruhálsi algeng-
ast hjá körlum á sextugs til
sjötugs aldri. Um orsakir er ekki
vitað annað en að á þeim aldri eiga
hormónabreytingar sér stað í
líkamanum. Einnig er hugsanlegt
að veirur komi til sögunnar.
Nútímameðhöndlun
á krabbameini
Fyrsta stig nútímameðhöndlun-
ar á krabbameini er að fjarlægja
æxlið með skurðaðgerð. Geisla-
Framhald á bls. 62.
Geislameðferð á krabbameini byggist nær eingöngu á Kobolt-tækinu
sem er á Landsspítalanum. Það var fyrir forgöngu og framlag
Krabbameinsfélagsins og Oddfellowa að þetta tæki var keypt til
landsins á sínum tíma.
Þing krahhameinsfélaganna á
Norðurlöndum var nýlega haldið
hér í Reykjavík. í sambandi við
það var haidin ráðstefna sem
fjallaði um fjölskyldurgengi og
ættgengi krabbameina. Hrafn
Tulinius yfirlæknir krabbameins-
skrár Krabbameinsfélags íslands
sagði m.a. um ráðstefnu þessa.
„Á þinginu kom fram að þær
krabbameinstegundir sem geta
talist arfgengar í venjulegum
skilningi eru sára sjaldgæfar. í
öðru lagi kom það fram að
aðstaða ættfræðirannsókna er
bctri hér en víðast hvar annars
staðar í heiminum. Ástæðan fyrir
því er óvenju góð þekking þjóðar-
innar á ættum sínum, góðar
upplýsingar um þá sem eru
lifandi og er þar þjóðskráin
þýðingarmcst, ásamt nákvæmum
upplýsingum um krabbamcin á
undanförnum áratugum hjá
Krabbameinsfélagi íslands. Gögn
þau sem Erfðafræðinefnd hefur
safnað og komið upp eru einnig
æjiig þýðingarmikil.
Upplýsingasöfnun á fleiri svið-
um heilbriðgismálanna skiptir
einnig máli.
Á þinginu var rætt um aðferðir
Ilrafn Tulinius yfirlæknir
krabbameinsskrár Krabbameins-
félags íslands.
scm hægt er að beita við rann-
sóknir á fjölskyldufylgni þegar
hún er svo lítil eins og hún er í
flestum krabbameinssjúkdómum.
Raunaryru ckki allir á cinu máli
um það að nokkrar hinna aigcng-
ari krabbameins tegunda séu
arfgengar. Þó bendir flest til að
svo sé. Aðferðirnar, sem hægt er
að beita til að sýna fram á slíkt
fjölskyldugengi, eru flóknar. Sú
aðferð sem notuð hefur verið á
íslandi hefur verið að afla upplýs-
inga um alla þjóðina, upplýsing-
ar um alla með ákveðið krabba-
mein og upplýsinga um ættingja
þeirra. Aðrar aðferðir eru til og
þckktastar eru þær sem nota
samanburð á tvíburum og
reynslu þeirra.
„Flest erindin
fjölluðu um
brjóstakrabbamein“
Á þinginu var fjallað um ýmsar
tegundir krabbameins og einna
flest erindin fjölluðu um brjósta-
krabþamein. í lokaerindi þingsins,
sem var flutt af dr. David
Anderson, lagði hann áherzlu á
fjölbreytileikann í sjúkdómum
sem einu nafni kallast krabbamein
í brjóstum og benti á líkur til þess
að einstaka tegundir sem við
kunnum ekki að greina enn þann
dag í dag erfðust frekar en hinar
tegundirnar.
Tvíburarannsóknir frá Dan-
mörku, sem eru mjög ítarlegar og
nákvæmar, benda til þess að líkur
ættingja sjúklinga með krabba-
mein í brjósti á því að sýkjast af
krabbameini séu heldur meiri en
hinna en munurinn er svo lítill að
hann reyndist ekki tölfræðilega
marktækur. Slík aukning, ef sönn
reynist, er svo lítil að hún skiptir
ekki máli fyrir einstaklinginn.
Engin ástæða er til þess að
hræðast sjúkdóminn vegna þess að
náinn ættingi hafi hann.
Rannsóknir til þess að leiða í
ljós hvort á Islandi væri hægt að
sýna fram á ættgengi bjrósta-
krabbameins hófust fyrir sjö til
átta árum og er ekki lokið enn.
Tíðni brjóstakrabbameins hefur
aukizt mjög á Islandi og þegar
miðað er við fæðingarár sjúklinga
Framhald á bls. 62.
Um fjölskyldugengi og
ættgengi krabbameins
Breytingar á tíðni algengustu krabbameina.