Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. JONÍ 1978 - Vinstri menn í stúdentaráði neita að for- dæma morð Aldo Moros Á stúdentaráðsfundi, sem haldinn var 6. júní sl., báru lýðræðissinnaðir stúdentar fram tillögu um fordæmingu á morðinu á Aldo Moro fyrrum forsætisráðherra Italfu. Tillögu þessa felldi meirihluti vinstrimanna, sem samþykkti aðra tillögu í staðinn, þar sem „harmað“ var að svo hefði farið. í tillögu lýðræöissinna var einnig kveðið á um að stúdentar lýstu áhyggjum sínum með þá uggvænlegu þróun, sem átt hefur sér stað í sumum lýðræðisríkjum Vestur-Evrópu, þar sem hryðju- verkamönnum hefur með pólitísk- um ofbeldisverkum tekist að stofna lýðræðinu í hættu. „Lýð- ræðisríkin hljóta að snúast gegn þessari hættu, og efna viðnám sitt. gagnvart slíkum ofbeldismönnum. Sú hætta er mikil, sé aðgát ekki höfð, að réttarríkið truflist smám saman, um leið og það bregst við þessari hættu, í það að verða vörður en ekki verndari frjáls samfélags," segir m.a. í tillögu lýðræðissinna. Tillagan var þannig orðuð að allir þeir sem í raun vilja berjast gegn ofbeldisverkum hryðjuverka- manna áttu að geta samþykkt hana, sagði einn fulltrúa lýðræðis- sinna. Asgrímur, Sverrir og Bragi í Nor- ræna húsinu LAUGARDAGINN 8. júlí verður ppnuð sýning á verkum þeirra Ásgríms Jónssonar, Braga Ás- geirssonar og Sverris Haralds- sonar í Norræna húsinu og verður þetta sérstök sumarsýn- ing hússins. Myndirnar eftir Ásgrím Jónsson eru allt landslagsmyndir, sem fengnar eru að láni hjá Ásgríms- safni og verða þær til sýnis í innri sainum. Myndir þeirra Braga og Sverris hafa fæstar komið fyrir almenningssjónir áður og verða þær sýndar í fremri salnum. Gítarnámskeið SÍMON ívarsson mun verða með námskeið í gítarleik í sumar eins og undanfarin fimm sumur. Nám- skeiðið stendur í tvo mánuði, júlí og ágúst, og í lokin verður haldinn músíkfundur þar sem nemendur spila sjálfir.Kennslan fer fram í Blindraheimilinu við Hamrahlíð. Símon stundar nám í gítarleik við tónlistarháskólann í Vínar- borg. Hann er orðinn Islendingum að góðu kunnur úr fjölmiðlum og af ferðum sínum um landið og tónieikahaldi. Útvarp Reykjavík A1IÐMIKUDKGUR 28. júní MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. (7.20 Morguníeikfimi). 7.55 Morgunbæn 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbi. (útdr.). 8.35 Af ýmsu tagii Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnannai Gréta Sigfúsdóttir byrjar að lesa þýðingu sina á sögunni „Katrínu í Króki“ eftir Gunvor Stornes. 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Til- kynningar. 9.45 Iðnaður. Umsjónarmað- uri Pétur Eiríksson. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Kirkjutónlisti Agnes Giebel, Marga Höffgen, Ilans-Joachim Rotzsch og Theo Adam syngja með kór Tómasarkirkjunnar í Leip- zig „Gott ist mein König“, kantötu nr. 71 eftir Johann Sebastian Bach, Gewand- haushljómsveitin leikur meði Kurt Thomas stjórnar. 10.45 Eg vil fara upp í sveit. báttur um sumardvöl ung- linga í sveit. Harpa Jósefs- dóttir Amin tekur saman. 11.00 Morguntónleikari Christian Ferras og Pierre Barbizet leika Sónötu fyrir fiðlu og píanó nr. 2 í d-moll op. 121 eftir Robert Schu- V mann Búdapest kvartettinn og lágfiðluleikarinn Walter Trampler leika Kvintett nr. 1 í F-dúr op. 88 eftir Johannes Brahms. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. SIÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnunai Tónleikar. 15.00 Miðdegissagani „Angelína“ eftir Vicki Baum. Málmfn'ður Sig- urðardóttir les (12). 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Nýjasta tækni og vísindi (L) Umsjónarmaður Sigurður II. Richter. 21.00 Charles Dickens (L) Breskur myndaflokkur. 13. og síðasti þáttur. Minningar Efni tóifta þáttan Dickens vekur mikla reiði í „- Bandaríkjunum þegar / hann skrifar harða gagn- 15.30 Miðdegistónleikar a. Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur „Orfeus í undirheimum“, forleik eftir Jacques Offenbach; Charles MacKerras stj. b. Tékkneska fílharmóníu- sveitin leikur „Gullrokk- inn“, sinfónískt ljóð op. 109 eftir Antonín Dvorák( Zdenék Chalabala stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphornt Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Litli barnati'minni Gi'sli Ásgeirsson sér um ti'mann. Lundúna og kemur m.a. á munaðarleysingjahæli. Börnin þar eru svo fátæk að þau verðá að selja sápur og handklæði sem þau fá gefins. Kynnin af þessum börnum hafa djúp áhrií á rithöfundinn og þeirra verður víða vart í síðari verkum hans. býðandi Jón O. Edwald. 21.50 Landsmót hestamanna á Skógarhólum Stutt mynd um landsmótið. Einnig verður mynd frá Evrópumóti íslenskra hesta. sem haldið var í rýni um veru sína þar. og Danmörku í fyrra. ekki bætir úr skák að 22.05 íþróttir nýjasta skáldsaga hans Umsjónarmaður Bjarni veldur vonhrigðum í Eng- Felixson. Dickens á ferð um götur 23.40 Dagskrárlok ..... u ÆKMM MIÐVIKIJDAGUR 28. júní 17.40 Barnalög 17.50 Ég vil fara upp í sveit, endurtekinn þáttur frá morgni sama dags. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. KVÖLDIÐ_____________________ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Sinfóníuhljómsveit íslands leikur í útvarpssal Konsert fyrir fagott og strengjasveit eftir Gordon Jacob. Einleikarii Hans P. Franzson. Stjórnandii Páll P. Pálsson. 20.00 Á níunda tímanum Guðmundur Árni Stefánsson og Hjálmar Árnason sjá um þátt með blönduðu efni fyrir ungt fólk. 20.40 íþróttir, Ilermann Gunnarsson segir frá. 21.00 Sellókonsert í e-moll op. 85 eftir Edward Elgar, Jacqueline du Pré og Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikat Sir John Barbirolli stjórnar. 21.30 Ljóð eftir bórodd Guðmundsson frá Sandi. Höfundur les. 21.45 Ljóðasöngvar eftir Franz Schubert, Gérard Souzay syngur, Dalton Baldwin leikur á pi'anó. 22.05 Kvöldsagani „Dauði maðurinn“ eftir Hans Scherfig, Óttar Einarsson les (8). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Djassþáttur f umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Þrettándi og síðast þátturinn f breska myndaflokknum um Charles Dickens er á dagskrá sjónvarpsins f kvöld kl. 21.00 og nefnist hann „Minningar.“ bátturinn er um fimmtfu mfnútna langur og þýðandi er Jón O. Edwald. Morgunstund barnanna: Framhald af sögunm um „Katrínu í Króki” í MORGUNSTUND barnanna i dag byrjar Gréta Sigfúsdóttir lestur nýrrar barnasögu er hún hefur býtt úr norsku. Nefnist hún „Katrín í Krókl1* og er eftir Gunnvor Stornes. Gunnvor Stornes býr á svelta- setri í Hálogalandi í Noröur-Nor- egi. Hún er formaður rithöfundafé- lags í Norður-Noregi og skrifar mikið fyrir útvarp. Einnig yrkir hún Ijóö og skrifar byggðarsögur ásamt sögum handa börnum. Sagan af „Katrínu í Króki“ er framhald af sögu er Gréta las ( Morgunstundinni í fyrra. Fjallar hún um litla stúlku, sem býr á sveitabýli í Norður-Noregi, um móður hennar sem er ekkja, ömmu hennar og afa, frænda og vinnumann á býlinu ásamt fieira fólki. Einnig koma Samar nokkuö við sögu og kynnist Katrín litla samatelpu á svipuðu reki og hún og verða þær vinkonur og heim- sækja hvor aðra. Farandsali nokk- ur kemur líka talsvert viö sögu o.fl. o.fl. Þetta er sveitasaga og gerist um haust og einnig kemur fram í henni lýsing á lifnaöarháttum Sama. Að sögn Grétu Sigfúsdóttur hefur hún nýlokiö við þýöingu sögunnar og hefur hún ekki komið hér út á prenti. Nýjasta tækni og vísindi: Fiskar notað- ir við meng- unarvarnir Á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 20.30 er þátturinn „Nýjasta tækni og vísindi“ í umsjá Sigurðar H. Richters. í viðtali viö Morgunblaöiö sagöi Siguröur að í þættinum myndi hann sýna sjö myndir um ýmis óskyld efni. Fjallar fyrsta myndin um tæki sem hægt er að tengja viö plötuspilara, þegar spilaöar eru rispaöar plötur. Tækið þagg- ar þá niður í rispuhljóðunum svo þau heyrast ekki. Næsta mynd fjallar um fiska sem notaöir eru í sambandi við mengunarvarnir. Fiskarnir eru haföir í kerjum þar sem neyslu- vatn er tekið inn í vatnsveitukerfi og er fylgst mjög náið meö allri líkamsstarfsemi þeirra, en fiskar eru mjög viðkvæmir fyrir öllum breytingum. Þegar einhverjar breytingar eru sjáanlegar á líkamsstarfsemi fiskanna er hægt aö' gera viöeigandi ráöstafanir. Sýnd veröur mynd um notkun rafeindabúnaðar við flokkun á kartöflum, sem flýtir mjög fyrir því starfi. Önnur mynd, sem sýnd verður, fjallar um sjón ungbarna og rannsóknir sem geröar hafa veriö á því sviði. Ljóst er af þeim aö ungbörn byrja mun fyrr aö skynja hluti í kringum sig en áöur var taliö. Einnig veröur sýnd í þættinum mynd er segir frá því hvernig lögreglan getur notaö nýja tækni við aö rannsaka dekkjaför bifreiöa sem síöan geta gefiö upplýsingar um þaö um hvernig bifreiö er aö ræöa. Auk þessara mynda veröa í þættinum sýndar tvær aörar myndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.