Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1978 31 Langþráður sigur hjá Reyni Skozkur milliríkjadómari var línuvörður! REYNIR úr Sandgerði vann langþráðan siftur í gærkvöldi þegar liðið lagði Ármann að velli á Laugardalsvellinum 3i2. Reyni hafði ekki tekizt að skora mark í fimm síðustu ieikjum sfnum en í gærkvöldi brutu Reynismenn ísinn og skoruðu þrjú mörk. Unnu þeir verðskuldaðan sigur í fjörugum og skemmtilegum en jafnframt hörðum leik. Leikurinn gat ekki hafizt fyrr en 20 mínútum eftir auglýstan leik- tíma, þar sem annar línuvörðurinn lét ekki sjá sig. Skozki milliríkja- dómarinn Alexander, sá sem dæmir landsleikinn við Dani í kvöld, hljóp í skarðið og var á línunni fyrstu mínúturnar þar til íslenzkur línuvörður birtist. í fyrri hálfleiknum sóttu liðin á báða bóga en Ármann tók óverðskuld- aða forystu á 20. mínútu þegar Einar Guðnason skoraði eftir herfileg mistök í vörn Reynis. En ekki leið mínúta þar til Reynir hafði jafnað, Ómar Björnsson með skalla eftir góða fyrirgjöf Þórðar Marelssonar frá hægri. Á 43. mínútu tóku Reynismenn forystuna með glæsimarki Hjartar Jóhannssonar. Hann skaut af 20—25 metra færi og boltinn fór í „vinkilinn og inn“ eins og sagt er í strákaknattspyrnunni. Reynismenn léku undan vindi í f.h. og í þeim seinni hafði Ármann vindinn í bakið. Þrátt fyrir það var það Reynir sem tók forystuna á 10. mínútu seinni hálfleiks þegar Þórður Marelsson sendi boltann fyrir markið frá hægri til Ómars Björnssonar, sem lagði boltann fyrir sig, lék upp að markinu og skoraði af öryggi. Eftir þetta sóttu Ármenningarnir mun meira en tókst aðeins að skora einu sinni. Markið skoraði Viggó Sigurðsson á 30. mínútu seinni hálfleiks með góðu skoti af vítateig eftir auka- spyrnu. Bæði liðin fengu ágæt tækifæri sem ekki nýttust, t.d. átti Pétur Brynjarsson í Reyni þrumu- skot í þverslá í fyrri hálfleik. Reynismenn börðust af miklum krafti í þessum leik og uppskáru árangur erfiðisins. Unnu þeir verðskuldaðan sigur. Beztu menn liðsins að þessu sinni voru þeir Ómar Björnsson, Júlíus Jónsson og Jón Örvar markvörður, sem stóð sig mjög vel í lokin þegar mest reyndi á hann. Hjá Ármanni var Þráinn Ásmundsson beztur en miðverðirnir Kristinn og Gunnar voru einnig góðir. Dómari var Þorvarður Jónsson og hafði góð tök á leiknum en hann lét þó viðgangast óþarfa hörku og slagsmál á stundum. — SS. Sigurður tíl Olympia? SIGURÐUR Sveinsson, hinn ungi stórefnilegi handknattleiks- maóur i Þrótti er um Þessar mundir i Helsingborg í Svípjóð til Þess að kynna sér aðstæöur hjó sænska 1. deildarliðinu Olympia. Eru miklar líkur á pví að Sigurður geri samning við félagið og leiki með pví næsta vetur. Einn íslendingur lék meö Olympia í fyrra, Ólafur Bene- diktsson markvörður. — SS. Sanngjarnarí úrslit vart hugsanleg HAUKAR og Fylkir skildu jafnir suður á Hvaleyrarholtsvelli í gærkveldi og voru pað bestu hugsanlegu úrslit miðað við gang leiksins. A köflum var leikurinn bara nokkuð Þokkalegur og á köflum var hann líka grófur og lélegur. Framan af fyrri hálfleik geröist fátt markvert, bröltu flestir leikmanna þá um vallarmiðjuna. Nokkrar sóknar- lotur beggja liða brotnuðu þó á síöustu stundu inni í vítateignum. Haukar fengu sitt fyrsta færi á 10. mínútu, en Ögmundur markvörður var á réttum stað. Upp úr miðjum hálfleiknum fengu áhorfendur að berja augum einhverja óskiljanieg- ustu afbrennslu sem sést hefur. Örn Bjarnason, markvörður Hauka missti þá boltann fyrir tærnar á Herði Antonssyni og sá gerði sér lítið fyrir og skaut framhjá af aöeins 2—3 metra færi. Nokkrum mínútum síöar skallaði Hilmar Sighvatsson í þerslá Haukamarksins eftir aukaspyrnu. Undir lok hálfleiksins, áttu Haukarnir sín augnablik og átti þá fyrst Vignir Þorláksson stórbrotiö skot af a.m.k. 40 metra færi sem skall á þverslánni, sannkallaöir „Arie Haan“ taktar. Upp úr frákastinu var einnig hætta viö mark Fylkis, en voðanum var vísað á Framhald á bls. 18 Sjá einnig íþróttir á bls. 23 r • Hilmar Sighvatsson skorar mark Fylkis gegn Haukum. • Mynd þessi var tekin af landsliöinu í sundi skömmu fyrir brottförina til ísraels, þar sem fram fer átta landa keppni dagana 4,-5. júlí. Landsliðið í sundi farið til ísraels í GÆR lagði sundlandslið íslands upp í ferð til ísraels, þar sem taka á þátt í hinni árlegu átta landa keppni. Hinar þjóðirnar sjö eru Spánn, Wales, ísrael, Skot- land, Noregur, Belgía og Sviss. íslendingar hafa ávallt nema einu sinni hafnað í neðsta sætinu, en það var árið 1973, sem íslendingar höfnuðu í 7. sæti. íslensku keppendurnir eru þessir: Axei Alfreðsson, Bjarni Björnsson, Brynjólfur Björnsson, Hermann Alfreðsson, Hafliði Halldórsson, Hugi Harðarson, Steinþór Guðjónsson, Guðný Guðjónsdóttir, Sonja Hreiðars- dóttir, Þóranna Héðinsdóttir, Ólöf Eggertsdóttir og Þórunn Alfreðs- dóttir. Keppt verður í eftirfarandi greinum: 100 og 200 metra bringu- sundi, 100 og 200 metra flugsundi, 100, 200, 400, 800 og 1500 metra skriðsundi og 4x100 metra skrið- sundi, 400 m og 4x100 m fjórsundi, 100 og 200 metra baksundi. Fyrirliði liðsins er Bjarni Björnsson, þjálfari er Guðmundur Harðarson, liðsstjóri er Þórður Gunnarsson og í fararstjórn er auk þess Hafþór B. Guðmundsson. í vikunni afhenti Sundfataverk- smiðjan Speedo sundfólkinu búninga og aðra nauðsynlega hluti en Sundsambandið hefur gert samning við fyrirtæki þetta um keppnis- og æfingaklæðnað. Ahuginn á HM kostaði hann Iffið Knattspyrnuáhugamaðurinn Ray- mond Trichard trá París var ákveðinn í því að fylgjast með öllum þeim leikjum í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu sem sjónvarpið sendi út. Jafnvel þó þaö kosti mig lífið þá vil ég ekki missa af neinum þeirra. Hann varð þó að gjalda með lífi sínu, því að er hann var að horfa á leik Ítalíu og Hollands varð kona hans svo reið — hún hafði fengið nóg af því góða — og sótti haglabyssu húsbóndans og skaut hann til bana. Að undanförnu hafa eiginkonur um víöa veröld kvartað yfir þeim mikla áhuga sem menn þeirra sýndu HM-keppninni í Argentínu. Kvöld eftir kvöld létu þeir fara vel um sig og höfðu ekki augun af sjónvarpinu, og horfðu á hvern leikinn af öðrum. Þegar hin 48 ára gamla Claudia Trichard hafði orð á því við mann sinn hvert þau ættu að fara saman í sumarfrí, og hann bað hana að þegja á meðan knattspyrnuleikurinn færi fram í sjónvarpinu, var henni allri lokiö og lét til skarar skríða, fór fram í eldhús, sótti haglabyssu og skaut eiginmann sinn til ban; og slökkti síðan á sjónvarpinu. 13 ára gömul dóttir hjónanna tilkynnti lögreglunni morðið. Heimslið í knattspymu Að heimsmoistarakcppninni í knatt spyrnu lokinni var valið hcimslið, og ícr valið hér á cftir. v\ej tAS'^eL.j>ie» : ICCA eiki- re- •NvJttAC- Ilcllström Svíþjóð Nclinho, Brasilíu Passarclla, Argcntfnu Krol, Hollandi Tarantini, Argcntfnu Ilaan, Hollandi Ardiles, Argcntfnu Kcmpcs, Argentfnu Rcnc van dc Kerkhof. Holiandi Luquc, Argcntfnu Bcttcga, ítalfu Nafn féll niöur Vegna mistaka féll niður nafn blaöamanns á leik KA og Víkings á Þriðjudag. Textann ritaði Gunnar Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.