Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1978 23 Rætist langþráður draumur í kvöld? ÍSLENDINGAR og Danir leika landsleik í knattspyrnu á Laug- ardalsvellinum í kvöld klukkan 20.00. Dómari verður skozk- ur en línuverðir ís- lenskir. Landsleikur- inn í kvöld verður 103. landsleikur ís- lendinga og sá^l3. á móti Dönum. íslend- ingum hefur aldrei tekist að sigra Dani í landsleik í knatt- spyrnu en tvívegis gert jafntefli, 1 — 1 og 0—0. Af þessum 12 leikjum hafa 7 verið leiknir á íslandi en 5 í Danmörku. Reynist talan 13 happatala fyrir okkur og rætist sá langþráði draumur okkar um að sigra Dani? Úr því fáum við skorið á Laugardals- vellinum í kvöld. Síð- asti landsleikur land- anna fór fram í Ala- borg 9. okt. 1974 og þá höfðu Danir heppn- ina með sér er þeim tókst að sigra 2—1 í jöfnum og spennandi leik. Fjórir nýliðar eru í íslenska liðinu sem leikur í í kvöld og verður fróðlegt að fylgjast með þeim, jafnframt því sem þetta er í fyrsta sinn sem landsliðið leikur undir stjórn hins nýja landsliðsþjálfara dr. Youry Ilit- chev. Islenska landsliðið hefur dvalið frá því á sunnudagskvöld á Þingvöllum við æfingar en kemur í bæinn í dag. Mbl. hefur áður sagt frá hverjir leika í kvöld en við birtum þau aftur lesendum til glöggvunar. Islenska landsliðið: Árni Stefánsson Jönköping, Þor- steinn Bjarnason ÍBK, Árni Á LANDSLEIKNUM milli íslendinga og Dana í kvöld mun sölufólk frá FEF selja landsliöstreflana góöu. Er ástaeða tll að benda fólki á aó kaupa þá og hvetja með því Sveinsson ÍA, Gísli Torfason ÍBK, Jóhannes Eðvaldsson Cel- tic, Jón Gunnalugsson í A, Janus Guðlaugsson FH, Jón Pétursson Jönköping, Dýri Guðmundsson Val, Atli Eðvaldsson Val, Hörð- ur Hilmarsson Val, Karl Þórð- arson IA, Guðmundur Þor- björnsson Val, Teitur Þórðarson Öster, Pétur Pétursson ÍA og Arnór Guðjohnsen Víkingi. Danska landsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum: Ole Kjær Esbjerg, Heino Hansen Munster, Per Poulsen B 1903, Sören Lerby Ajax, Henning Jensen Fredrikshavn, Per Rönt- landsliöiö íslenzka en það hefur sýnt sig að því fleiri treflar sem sjást því hressilegri og jákvæöari verður stemmningin og þar með eykst baráttuandinn. ved Werder Bremen, Jens Ber- telsen Esbjerg, Niels Tune St. Pouli, Peter Poulsen Köge, Frank Arnesen Ajax, Preben Elkjær Lokeren, Lars Lundkvist Skovbakken, Benny Nielsen Anderlecht, Henrik Agerbeck KB. Sjö atvinnumenn eru í liði Dana. Vonandi rætist sá langþráði draumur að sigra Dani í knatt- spyrnulandsleik á Laugardals- vellinum í kvöld. Áhorfendur mega ekki láta sinn hlut eftir liggja í að hvetja landann til sigurs í leiknum. Landsliöstreflar þessarar gerðar voru fyrst prjónaðir í vetur fyrir Heimsmeistarakeppnina í hand- knattleik. Þeir eru í íslenzku fánalitunum. Landsliðstreflar til sölu 1 kvöld Svipmyndir frá HM • Mario Kentpes stekkur hér hátt í loft, og fagnar fyrsta marki sínu í úrslitaleiknum. Fólkið á áhorfendapöllunum hyllir hann lika ákaft. Fögnuðurinn 1' Argentinu eftir að sigur vannst í heimsmeistarakeppninni var með ólikindum. Dansað var á götum úti og fólkið blés í lúðra og barði bumbur. Myndin sýnir mannfjöldann sem safnaðist saman fyrir framan Plaza-hótelið í Buenos Aires, en þar fór fram lokahóf keppninnar og verðlaunapeningar afhentir með meiru. Lið Hollands mætti ekki í hófið að þeim sökum, að ekki var hægt að tryggja öryggi leikmanna á þeirri stuttu leið sem bíllinn, sem átti að flytja liðið, átti að fara. Á myndinni eru þeir Kempes (t.h.) og markvörðurinn Fillol, sem fyrirliði þótti eiga átti sinn stóra þátt í sigrinum með því að sýna snilldarmarkvörslu einna bestan leik allra í öllum leikjum keppninnar og fá aðeins á sig 4 mörk. Hér fallast , ... > .. þeir í faðma er sigurinn var í höfn. * UrSlltaleiKnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.