Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1978 17 Hjaltí Geir Kristjánsson, formaður Verzhmarráðs felands: Að kosningum loknum Nú að kósningum loknum og þegar stjórnmálamennirnir hafa metið niðurstöður þeirra, hefjast umræður um það, hvernig stjórna skuli landinu, og hverjir skuli skipa ráðherraembætti. Mikilvægt er, að í þeim umræðum geri allir sér ljóst, að fjárhag atvinnuveg- anna er þannig komið vegna langvarandi verðbólgu að við blasir samdráttur framleiðslunnar og hnignandi lífskjör, ef verðbólg- an fær að æða áfram óhindrað. Að vísu má fresta samdrættinum með enn frekari innflutningi erlends fjármagns, en slík ráðstöfun frest- ar ekki kjaraskerðingunni. Hún birtist þá í auknum vaxtagreiðsl- um til útlanda. Þess vegna er ástæða til að brýna fyrir stjórn- málamönnum, að það skiptir meira máli hvernig stjórnað er, heldur en hver gerir það. Það er von mín, að sá, sem frumkvæðið tekur í þeim umræð- um, leggi megináherzlu á sam- stöðu um stjórn efnahagsmála, og geri nákvæma áætlun um hvernig stöðva skuli verðbólguna. Reynsl- an sýnir, að náist ekki samstaða um efnahagsáætlun fyrir stjórnar- myndun milli væntanlegs meiri- hluta, næst hún enn síður, eftir að ráðherrarnir eru seztir í stólana. Leggjum niður vopnin Á undanförnum árum höfum við lagt áherzlu á nauðsyn þess að taka upp nýja stefnu í atvinnumál- um, þar sem skýrari afstaða yrði tekin til þess, hvort efnahagskerfi landsins skuli byggt á grundvelli markaðsbúskapar eða miðstýring- ar. Vel má viðurkenna, að bæði kerfin geta náð nokkrum árangri en sá sem ékki ákveður í hvorn fótinn hann ætlar að stíga nær engum árangri. Átök milli stríð- andi stjórnmálaafla um það, hvora leiðina skuli fara, eiga verulega hvernig gæti sú sáttagerð orðið? Til þess að svara þeirri spurningu, verðum v.j að átta okkur á tilganginum. Hvað á að vinnast? Það á að stöðva verðbólguna. Ef það tekst, er tilganginum náð. Ef það mistekst, mistekst allt annað. Baráttan gegn verðbólgunni Baráttan gegn verðbólgunni verður að byggjast á styrkingu markaðskerfisins, a.m.k. þess hluta efnahagskerfis landsins, sem lýtur að framleiðslu og dreifingu á vörum og þjónustu á alinennum markaði. Aftur á móti er hægt að skipta framleiðslunni með marg- víslegum hætti, án þess að það þurfi að skapa verðbólgu. sér nauðsynlegt, þ.e. verðmyndun, skipan banka- og iánsfjármála og gjaldeyrismála, en allt veltur þetta á því, að hin stríðandi öfl fáist til að leggja niður vopnin. Varðandi gengisskráningu kem- ur tvennt til greina. Taka upp fast óbreytanlegt gengi, en það mundi hafa í för með sér, að sérhver mistök við skiptingu framleiðsl- unnar bitnuðu mest á þeim sjálf- um, sem mistökin gerðu, í atvinnu- leysi vegna stöðvunar fyrirtækj- anna. Þar- sem líklegt er, að talsverð mistök verði gerð í upphafi, og atvinnuleysi er illt við að búa, er þó sennilega heppileg- ast, að hlutlaus þriðji aðili eins og Seðlabanki íslands ákvarði gengið, sem er það sama og segja, að að þegar metin er hæfni manna til að skipa ráðherraembætti þá getur hana verið að finna alveg eins utan þings og innan. Það hefir oftast viðgengist að fela ráðherrum fleiri en eitt ráðherraembætti. Þetta getur stundum lánazt, en hefur þó óefað kostað þjóðina miklu meira fé, en sparast í ráðherralaunum. Sér- stakega þegar einn og sami maður á að gegna tveimur viðamiklum ráðherraembættum, eða tveimur óskyldum embættum. Það er því ástæða til að taka skipan ráð- herraembætta til endurskoðunar. Sérstaklega er mikilvægt, að menntamálaráðherra, heilbrigðis- ráðherra og samgönguráðherra séu ekki að fást við aðra og óskylda hluti. Hér er um að ræða þau ráðherraembætti, sem verja Sáttagerð stríðandi afla sök á þeirri verðbólgu og verð- mætasóun, sem hér viðgengst. Ekki verður snúið af verðbólgu- brautinni fyrr en einhvers konar sátt kemst á milli þessara afla. Þar sem allt útlit er fyrir, að fjármagnsskortur lami athafnalíf- ið í landinu innan fjögurra ára, ef ekkert verður að gert, verða allir landsmenn bæði launþegar og atvinnurekendur, að taka höndum saman og leggja niður vopnin, þótt ekki væri nema í fjögur ár. Við skulum ekki vera svö andvaralaus að telja okkur trú um, að atvinnu- leysi sé eitthvað, sem alltaf er hægt að bægja frá dyrum Islend- inga. Það hlýtur að vera okkar höfuðkeppikefli, að halda uppi fullri atvinnu hér á landi, þrátt fyrir víðtækar aðgerðir í efna- hagsmálum, sem óneitanlega þarf að gera. Eigi hin stríðandi öfl að sættast, Ég legg því til, að hin stríðandi öfl í þjóðfélaginu geri með sér fjögurra ára sátt þess eðlis, að atvinnurekendur fái að framleiða við þau skilyrði, sem hreinn markaðsbúskapur býður uppá og lögð verði áherzla á að finna þá skiptingu þjóðarframleiðslunnar, sem launþegar geta við unað. Aðalkrafan, sem atvinnurekendur gera, er sú, að verðbólgan verði stöðvuð tafarlaust, en það er sama og að gera þá kröfu, að engu sé skipt, fyrr en þess hefur verið aflað. Slík sátt gæti falið í sér, að fulltrúar launþega fengju aukin áhrif á skattlagningu einstaklinga og tekjutilfærslur ríkisvaldsins til einstaklinga, en atvinnurekendur fengju að hafa það fyrirkomulag á framleiðslukerfinu, sem þeir telja markaðurinn ákveði það, ef gjald- eyrisverzlunin er gefin frjáls. Ný stjórn Þegar málefnalegur grundvöllur hefur verið lagður, er kominn tími til að ræða, hverjir skuli skipa hin einstöku ráðherraembætti, en fyrr ekki. Það er ekki ætlan mín að leggja þar mikið til málanna, en þó er ástæða til að vekja athygli á nokkrum staðreyndum. Allir flokkar eru í þeirri að- stöðu, að vissir þingmenn gera kröfu til ráðherrastöðu í krafti vinsælda, aldurs eða áhrifa, án tillits til hæfni þeirra að fram- fylgja þeim málefnum, sem unnið er að. Hér reynir því á þann, sem stjórnina myndar, að veikja hvorki stjórnina með því að ganga fram hjá forystumönnum né með því að ganga fram hjá hæfileikamönnum. Vil ég benda á í þessu sambandi, 60% þess fjár, sem í ríkiskassann kemur. Öll fyrirtæki myndu kerfj- ast þess, að yfirmenn svo stórra málaflokka sinntu starfi sínu óskiptir. Þó að þessi dæmi, séu nefnd getur þetta einnig átt við önnur ráðherraembætti. Á hinn bóginn er ekki þar með sagt, að ekki megi sameina ráðuneyti. T.d. má á það benda að mjög heppilegt getur verið að sami maðurinn sé utanríkis- og viðskiptaráðherra. Stærstu hagsmunir okkar erlendis eru viðskiptahagsmunir og eitt mikilvægasta atriði viðskiptalífs- ins er útflutningur. Aðalatriðið er þó, að væntanleg stjórn geri sér glögga grein fyrir hvernig hún ætlar að stjórna, áður en hún tekur til starfa. Fleiri en ein leið liggja að því takmarki: Að stöðva verðbólguna og auka þjóð- artekjur. Sigurgeir Sigurðsson; Hvad á hún ad heita? VIÐ höfum haft Rauðku, Viðreisn, Ölafíu og nú síðast „kaupránsstjórn“. Minnihlutastjórn krata og komma hlýtur að koma. Hver vill vera pabbinn? Minningarorð. Krafla skal hún heita í raun á ekki að þurfa að ræða aðra möguleika en minnihluta- stjórn Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags. Þessir tveir flokkar hafa báðir í pokahorninu lausn á öllum okkar efnahagsmálum að eigin sögn. (Fyrir kosningar að vísu.) Ekki skal hér getum leitt að því, hvort svo er, en almenningur, sem kaus, þá hlýtur að gera þessa kröfu. Bæði í gamni og alvöru þá virðist nafnið Krafla hæfa best undir þessum kringumstæðum. Minnihlutastjórn Hvað er minnihlutastjórn? spyr einhver. Jú það er stjórn sem hefur ekki þingmeirihluta til að koma málum sínum gegn um Alþingi nema með stuðningi annarra flokka. Þar sem augljóst er á þróun undanfarinna ára, að ríkis- stjórnir á Islandi ráða ekki lengur ferðinni í landsmálum, þá virðist rökrétt að láta „verkalýðsflokkana" eða full- trúa þeirra á Alþingi leysa þá flækju, sem upp er komin og stafar af skipulegri baráttu þeirra fyrir niðurlægingu Alþingis í augum almennings. Nú geta þeir ekki lengur gagn- rýnt, nú eru þeir undir gagn- rýni. Þá verður mikið verk að sannfæra almenning um, að nú verði allt gott sem frá Alþingi kemur, þar sem þar sitji nú „fjöldi verkalýðssinna“. Hver á svo að vera pabbinn? En nú vandast málið. Leikur- inn hefst og allir vilja vera með. Hver á að vera pabbinn? Jæja, þeir jafna þetta eins og í góðu sögunum. Auðvitað verður sá pabbinn, sem hefúr mestu reynsluna, bjó með henni Ólafíu hérna um árið. En án gamans, einhver afkastamesti dóms- málaráðherra, sem þjóðin hefur átt, var ekki lögfræðingur, ekki einu sinni rannsóknarblaða- maður. Ekki er að efa að hægt verði að fylla í öll hlutverkin og það á mettíma. Minningarorð Ekki er hægt að ganga svo hjá garði, að minnast ekki þeirra liðnu. Sú stjórn, sem setið hefur undanfarin fjögur ár, á eftir að fá frekar góða dóma hjá sagn- fræðingum komandi ára. Eitt höfuðverkefni, landhclgismálið, sem leyst var sv.o vel, að aðdáun vakti um allan heim, kemur til með að marka þessari stjórn sess í sögunni. Það að tryggja þjóðinni áframhaldandi sess meðal vestrænna lýðræðisþjóða var ennfremur verk, sem komandi kynslóðir þakka. En hvað varð þá þeirri látnu að fjörtjóni? Jú, það er rétt þó merkilegt megi virðast, það var „verðbólga", arfurinn frá Ólafíu, sem grandaði henni. Meðan hún fór eftir ráðleggingum lækn- anna batnaði henni og lands- menn héldu að mesta hættan væri liðin hjá, en svo komu skottulæknarnir til sögunnar í líki „verkalýðsforingjanna“ og tóku af henni meðulin og fyrirskipuðu blóðtöku, sem hlaut að enda á einn veg, með ósigri. Kraíla Krafla verður skipuð nýju fólki að mestu. Fólki sem telur sig í nánara sambandi við launafólk í landinu en sú stjórn sem var. Landsmenn hljóta að gera þá kröfu til sigurvegaranna að þeir beiti ráðum sínum, sem þeir kunnu á kosningafundum og í sjónvarpsumræðum. Ekki síður hljótum við að gera þá kröfu til væntanlegrar stjórnarandstöðu að hún veiti sigurvegurunum ráðrúm til að sýna getu sina með því að gefa þeim nokkuð svigrúm til athafna. á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.