Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1978 • Að tvcnnum kosninnum af- stöðnum ákváðu Morgunblaðs- menn í K«“r að bregða sér út í sólskinið ok eijja dulitið stefnu- mót við þjóðina og kanna hvort hún hefði beðið nokkra hnekki á sál eða Iikama þegar hundrað manns ætluðu öll f einu að fara þingmannaleið. Við RAX Ijósmyndari lögðum því land undir hjól að kynna okkur ástandið hcr í nærlÍKgjandi kjör dæmum eftir að framboðshetjur hafa riðið um héruð misjafnlega hvatleKa og á misgangþýðum ga“ðingum. Þegar við hittum þjóðina að máli reifuðum við ýmis mál í anda kosningaferðalaga. Fyrst ræddum við um húsafriðun. húsa- ieigu og ýmis mál tengd byggingariðnaðinum við hina athaf nasömu skipuleggjendur og arkitekta hins nýja Grjótaþorps sem nú má líta við Laugarnes- skólann í höfuðborginni. Eins og í hinu upprunalega Grjótaþorpi eru hér hús öll úr timbri, en mikillar fjölbreytni gætir þó í meðferð þessa ágæta byggingarcfnis. íbúar þorpsins tjáðu okkur að þarna væri víða unnt að fá leigt húsnæði. þar sem híbýlin væru einatt stór og rúmgóð. vorum við sérstaklega beðnir að vekja athygli á einkar huggulegri risibúð með útsýni yfir Laugardalinn, sem fengist leigð án nokkurrar fyrirfram- greiðslu. Grjótaþorpsbúar stund- uðu húsasmiðar af mikilli atorku og voru auðsjáanlega stoltir af nýbyggðri kirkju, en örðugt reyndist að afla vitneskju um kirkjusókn í hverfinu. Sagði okkur þó hugur um að hún væri tæplega mikil, þar eð kirkjan er gluggalaus, til að nýta timbrið sem best. bað kom í ljós að í þessu Grjótaþorpi eins og hinu eiga sumir margar húseignir, en enginn hinna meiri háttar húseig- enda í hverfinu var til viðtals við Morgunblaðið. Úr hinu nýja Grjótaþorpi héld- um við til Hafnarfjarðar til að kanna ástandið í Reykjaneskjör- dæmi. Þar var einkum fjallað um sjávarútveg og sérstaklega um grásleppuveiðar. í firðinum voru ungir sveinar að ufsaveiðum, en á milli aflahrota gáfu þeir sér þó tíma til að aðstoða við uppskipun. # Otrúlegir hlutir að gerast í sögu farþegaflugs: Nýlega kom út bók eítir bandaríska blaðamanninn og rithöfundinn John G. Fuller er nefnist „Draugurinn f flugi 401“ (The Gost of Flight 401). í bókinni fjallar Fuller um ýmsa undarlega atburði sem átt hafa sér stað frá því að fyrsta júmbóþotan fórst á Vesturlöndum, en það var á Florida þann 29. desember árið 1972. Flugvélin var í eigu bandariska flugfélagsins „Eastern Airlines“ og með henni fórst 101 maður, en 75 komust lífs af. Flugvélin sem fórst Tristar þota L-1011 og var tekin í notkun í ágúst 1972. Þegar hún fórst hafði hún flogið yfir Látnir flugmenn ganga aftur og birtast fvrrverandi starfs- grape-aldin og varð smátt og smátt stærra og hreyfði sig líkt og það væri lifandi. Hún hugsaði með sér að ef hún reyndi að horfa ekki á það hyrfi það eflaust. Eftir stutta stund leit hún við aftur og sá þá að reykskýið var orðið að manns- andliti og líktist gráhærðum manni með spangargleraugu. Ginny varð svo hrædd að hún þaut út. Um það bil mánuði seinna varð önnur flugfreyja í flugvél af sömu gerð fyrir svipaðri vettvang önnur flugfreyja en hún gat heldur ekki fengið neinar upplýsingar hjá mannin- um. Þær kölluðu því á einn flugmann vélarinnar til þess að biðja hann um að bera kennsl á starfsbróður sinn þar sem mað- urinn bar einkennisbúning Eastern Airlines. Flugmaðurinn varð skelfingu lostinn þegar hann sá manninn og hrópaði upp yfir sig: „Guð minn góður, þetta er Bob Loft.“ Það varð grafarþögn en síðan gerðist nokkuð sem enginn hefur getað Flugvél af gerðinni Tristar-þota L-1011. Það var nákvæm- leKa flugvél af þessari ncrö sem fórst. þúsund flugtíma og átti að baki yfir fimm hundruð lendingar. Vélin var framleidd af Lock- heed-fyrirtækinu og var útgáfa þess af Boeing 747 og Douglas DC-10. Flugvélin var tæknilega mjög fullkomin og einnig var farþegarýmið mjög þægilega útbúið. Flugvélin kom til New York frá Tampa þann 29. desember 1972. Flugmennirnir þrír, Bob Loft, Albert Stockstill og Don Repo voru allir mjög reyndir og hæfir í sínu starfi. I fluginu frá New York til Miami voru 163 farþegar og áhöfnin var 13 manns. Aætlað var að lenda í Miami um kl. 23.32. Þegar flugvélin nálgaðist Miami-flug- völlinn uppgötvaði Loft að ljósið sem átti að loga þegar nefhjól flugvélarinnar var niðri logaði ekki. Um tvennt gat verið að ræða. Annaðhvort var peran sprungin eða þá hjólið var ekki komið niður. Flugmennirnir voru vissir um það að það væri peran sem hefði sprungið, en til öryggis var flugturninn á Miami látinn vita um bilunina og fékk flugvélin þá fyrirskipun um að fljúga í 2000 feta hæð í hring yfir Miami á meðan bilunin var athuguð. En í þessu hringflugi hrapaði flugvélin niður í svæði er nefnist „The Everglades." Bob Loft lést um klukkustund eftir að flugvélin hrapaði, Stockstill lést samstundis en Don Repo hlaut höfuðáverka og lést í sjúkrahúsi í Miami sólar- hring eftir slysið. Eins og áður segir kostaði slysiö 101 mann lífið en 75 manns lifðu það af. Stuttu eftir flugslysið var flugvél af sömu tegund og sú sem farist hafði á flugi á sömu flugleið og hin vélin hafði verið á þegar hún fórst. Ein flugfreyj- an, Ginny að nafni, var að sinna störfum sínum í eldhúskróknum og var að undirbúa matarbakk- ana fyrir farþega: Þá tók hún eftir daufri reykmyndun á glerrúðu í hurð sem var þar. Reykskýið var á stærð við reynslu og Ginny hafði orðið fyrir. Flugfreyjan, Sis Patter- son, var á gangi um farþega- rýmið og taldi farþegana. Skyndilega sá hún flugmann í einkennisbúningi sitja í einu sætanna, en hún hafði ekki tekið eftir honum og bað hann að flytja sig þar sem að sæti hans væri ætlað öðrum. Flugmaður- inn svaraði ekki, heldur starði hann beint fram fyrir sig. Hún bað hann um skýringu á veru hans þarna og spurði hann hvort hann væri farþegi eða teldist til áhafnar, en hann svaraði ekki, heldur starði aðeins fram fyrir sig eins og áður. Skömmu síðar kom á gefið nokkra skýringu á. Hinn ókunni flugmaður hvarf bók- staflega fyrir framan augun á þeim. í febrúar 1974 varð flugfreyja í flugvél af sömu gerð og sú sem fórst fyrir svipaðri reynslu og starfssystir hennar Ginny hafði áður orðið fyrir. Á rúðuna á ofnhurðinni þar sem matur farþeganna er hitaður birtist andlit Don Repos. Flugfreyjan náði í skyndi í annan flugliða til að sýna honum og bar hann strax kennsl á andlitið sem andlit Don Repos, en hann hafði þekkt hann vel í lifanda lífi. En svo byrjaði andlitið að tala, og Framhald á hls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.