Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1978 11 Samnorrænt tíma- rit í málvísindum Campbell t.v. veitir verðlaununum viðtöku úr hendi Ralph Saunders yfirmanns björgunarsveita bandaríska flughersins. Björguðu 17 manns- lífum á síðasta ári CLARENCE C. Campbell, yfirmanni björgunarsveit- ar varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli, var nýverið veitt sérstök viðurkenning fyrir framgöngu í björgun- armálum á s.l. ári, þegar björgunarsveitinni tókst að bjarga a.m.k. 17 mannslíf- um. Þetta eru verðlaun sem veitt eru árlega innan björgunarsveita banda- ríska flughersins. Hæstur meðalaldur Ef til vill hafa fáir veitt athygli frétt sem lesin var í fréttatíma hljóðvarps í síðustu viku. Þar sagði að skv. tölum Sameinuðu þjóðanna væru Islendingar nú í fyrsta sinn sú þjóð sem hæstum meðalaldri nær. Þetta þýðir að barn sem fæðist á Islandi hefur meiri líkur til langlífis en börn annarra þjóða. I blaðagreinum og víðar hafa kennarar í innhverfri íhugun einmitt haldið því fram að jákvæð- um fréttum af þessu tagi myndi fara fjölgandi hérlendis eftir því sem tala þeirra sem iðka inn- hverfa íhugun nálgaðist það að vera 1% af íbúatölu landsins. Tæknin innhverf íhugun er þekkt og viðurkennd aðferð til að öðlast djúpa hvíld og minnka streitu eða óeðli í starfsemi líkamans. Þegar streitan hverfur koma sjálfkrafa fram jákvæðir eiginleikar eins og skýrari hugur^ víðsýni og aukin sköpunarhæfni. I stuttu máli má segja að rannsókn- ir gerðar á innhverfri íhugun (the Transcendental Meditation technique) sýna að með aðferðinni hægir á hrörnun líkama og huga en andlegur og líkamlegur þróttur eykst. Batnandi mannlíf í Keflavík Maharishi Mahesh Yogi setti fram þá tilgátu árið 1962 að ef 1% íbúa samfélags iðkaði innhverfa íhugun styrktust jákvæðir straumar þjóðlífsins en ólán eins og t.d. glæpir, slys og veikindi minnkuðu. — Það kann að virðast undarlegt að einföld og auðlærð huglæg þroskaaðferð geti haft afgerandi áhrif á tíðarandánn. En með innhverfri íhugun er ein- staklingurinn að draga næringu frá grunnsviði lífsins, vitundinni, sem er svið óendanlegra sam- tengsla, og þess vegna glæðast öll svið lífsins við iðkunina og áhrifin takmarkast því ekki við iðkandann einan. Síðan Maharishi setti fram þessa tilgátu hafa rúmlega þúsund borgir og bæir víða um heim náð 1% markinu og alls staðar kemur í ljós minnkun á fjölda afbrota. í fyrra náðu Keflavík og Njarðvík- urnar 1% markinu fyrstar ís- lenskra bæja og samkvæmt tölum rannsóknarlögreglunnar í Kefla- vík fækkaði afbrotum á þessu svæði um tæplega 22% í fyrra — og það sem af er þessu ári hefur sú þróun haldið áfram. Aðrir bæir hérlendis er nálgast 1% markið eru höfuðborgarsvæðið, Akranes, Selfoss, Borgarnes og Egilsstaðir. Innhverf íhugun í sumarfríinu Innhverf íhugun er kennd á stuttum námskeiðum af kennurum sem hlotið hafa til þess sérstaka þjálfun hjá Maharishi Mahesh Yoga. Islenska íhugunarfélagið gekkst fyrir um 20 slíkum nám- skeiðum á síðastliðnum vetri og munu þau nú hefjast á ný eftir nokkurt hlé vegna sumarleyfa. Námskeiðin byrja alltaf með almennum kynningarfyrirlestri en að honum loknum geta menn ákveðið hvort þeir vilja taka fullan þátt í námskeiðinu eða ekki. Næsti kynningarfyrirlestur verður hald- inn í kvöld kl. 20.30 í fundarsal Islenska íhugunarfélagsins að Hverfisgötu 18 (gegnt Þjóðleik- húsinu). Þar verður fjallað um áhrif íhugunarinnar á einstakling- inn og samfélagið. Einnig verður haldinn fyrirlestur á Akureyri að' Möðruvöllum (MA) fimmtudaginn 6. júlí kl. 20.30. Jón Halldór Hannesson kennari í Innhverfri íhugun Þjóðhátíð Islendinga í Lundúnum Islendingafélagið í Lundúnum minntist 17. júní með kvöldboði í Washington-hótelinu. Ólafur Guð- mundsson formaður félagsins bauð gesti velkomna en Sigurður Bjarnason sendiherra flutti ræðu fyrir minni lýðveldisins. Að lokum var stiginn dans. Fyrr um daginn höfðu íslenzku sendiherrahjónin móttöku í sendi- herrabústaðnum. Rúmlega 300 manns eru nú í íslendingafélaginu í Lundúnum. Fréttaritari. NÝKOMIÐ er út fyrsta hefti nýs, samnorræns tímarits í málvísind- um, Nordic Journal of Lingustics, sem gefið er út af Háskólaforlag- inu í Osló undir ritstjórn Evens Hovdhaugens, prófessors í al- mennum málvísindum í Ósló, og tíu manna ritnefndar, sem í eiga sæti málvísindamenn frá ýmsum háskólum á Norðurlöndum, þ.á m. prófessor Hreinn Benediktsson. Að útgáfu þessa tímarits stend- ur nýstofnað málvísiitdafélag, Nordic Association of Linguists. Félag þetta á rætur sínar að rekja til Fyrstu alþjóðaráðstefnunnar um norræn og almenn málvísindi, sem haldin var í Háskóla íslands sumarið 1969 að frumkvæði próf. Hreins Benediktssonar. En að undirbúningi ráðstefnunnar stóð hópur málvísindamanna frá flest- um háskólum á Norðurlöndum, og var hún styrkt af Norræna menn- ingarsjóðnum og mörgum öðrum aðiljum. Önnur ráðstefnan af þessu tægi var haldin í Háskólanum í Umeá í Svíþjóð sumarið 1973, og var þá kjörin nefnd til að undirbúa stofnun norræns málvísindafélags, en það var síðan stofnað formlega á þriðju ráðstefnunni, sem haldin NcsdicJoumalof Linguistics Vbkimel btonber 1-1978 var í Texasháskóla í Bandaríkjun- um vorið 1976. í fyrstu stjórn félagsins eiga • sæti: Forseti: Stig Eliasson, dósent, Uppsölum; varaforseti: próf. Hreinn Benediktsson, Reykjavík; ritari: próf. Alvar Ellegárd, Gautaborg; gjaldkeri: Mirja Saari, dósent, Helsinki; meðstjórnendur: próf. Einar Lundeby, Ósló, próf. Kristian Ringgaard, Árósum, próf. Carl- Jón Halldór Hannesson; Gott lífáíslandi Eric Thors, Helsinki, og Próf. Gun Widmark, Uppsölum. Fyrirlestrar á áðurnefndum ráðstefnum hafa verið gefnir út að þeim loknum, og hafa öll þessi þingrit borið sama bókartitil, The Nordic Languages and Modern Linguistics, sem voru einkunnar- orð fyrstu ráðstefnunnar 1969. Fyrsta bindið kom út 1970 á vegum Vísindafélags Islendinga, 2. bindið 1975 á vegum sænsks vísinda- félags, Kungl. Stytteanska Samfundet, en 3. bindið er nýkom- ið út hjá Háskólaforlaginu í Texas. Fjórða ráðstefnan verður haldin í Osló í júní 1980. Að auki gengst félagið svo fyrir árlegum fræða- fundum, sem haldnir hafa verið í ýmsum háskólum á Norðurlönd- um. Tímarit félagsins, Nordic Journal of Linguistics, mun koma út tvisvar á ári. Aðalgreinin í fyrsta heftinu fjallar um aðblástur lokhljóða í íslenzku („On the Phonology of Icelandic Preaspiration“, bls 3—54) og er eftir Höskuld Þráinsson cand. mag., sem vinnur nú að doktorsrit- gerð í málvísindum í Harvardhá- skóla í Bandarikjunum. Auk tímaritsins gefur Nordic Association of Linguists út frétta- bréf, Nordic Linguistic Bulletin, sem hóf göngu sína 1977 og er ætlað að koma út allt að fjórum sinnum á ári. (Fréttatilkynning).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.