Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1978
VtH>
k’Arr/NU
I sp.
iVc'
Ilór eru töflur við stelsýki. —
En ef þær nú duga ckki íæknir,
Kæti læknirinn þá ekki útvegað
mér vasatölvu?
'Oo'O.
Farðu variesa, þcir eru fljótir
að afgreiða umferðarlaKabrot-
in í þcssum bæ!
EnKar áhyKKÍur af okkur hér.
Ek á ógreidda skatta og Gjald-
heimtan finnur mig ábyggi-
lega!
Samvizkan — æðri
rödd í brjósti okkar
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Nú stendur yfir Ólympíumót í
tvímenningi í New Orleans. Sví-
arnir Anders Morath og Per-Olav
Sundelin náðu þriðja sæti í
undankeppninni í opna flokknum
en efstir urðu Ghagas og
Assumpaco frá Brasilíu. Ekki
hefur fréttst um árangur fjiig-
urra íslenskra þátttakenda í
mótinu.
Spilið í dag kom fyrir í 3. umferð
undankeppninnar og að öllu eðli-
legu hefðu Svíarnir fengið góða
skor fyrir það. Anders var í vestur
og gaf en n-s voru á hættu.
Norður
S. 10
H. 1096
T. D94
L. DG8642
COSPER 7739
Vestur
S. 7
H. ÁK5
T. G106532
L. K53
Austur
S. ÁKG83
H. DG42
T. K8
L. 97
Ég sé aö hún er með kíkinn að horfa hingað til
okkar. — Bölvuð forvitnin!
„Hinir lengra komnu stjarnbúar
munu leitast við að blása okkur
mönnum í brjóst þeim hugsunum,
sem hjá þeim eru allsráðandi, og
því hugarfari, sem einkennir þá
(hina lengra komnu) framar öðru.
Við getum nokkuð ráðið í
hverjar muni vera helstu eigindir
hugsana þeirra og hugarfars, því
mestu hugsuðir jarðar okkar og
þeir, sem notið hafa æðri vitsam-
banda og lífsambanda öðrum
fremur, hafa birt meðbræðrum
sínum og samstirningum eitthvað
af þeim boðskap og þeirri speki og
visku, sem þeir hafa orðið aðnjót-1
andi frá lengra komnum viskuver-
um.
Auk æðri lífsambanda hinna
meiri háttar spekinga og vitfröm-
uða jarðar okkar, hefur hver
einstakur maður í sér fólgna meiri
og minni hæfileika til að njóta
sambands- og vitmagnanar frá
æðri lífverum. Eitt öruggasta
dæmi þess sambands er samvisk-
an, sem vakir í brjósti hvers
einasta manns og hefur meiri og'
minni áhrif á alla hugsun, fram-
komu og líferni hvers einstaklings.
Samviskan er rödd hinna lengra
komnu. Hún er vottur þess visku-
aðstreymis, sem hver maður nýtur
frá lengra komnum viskuverum
annars staðar í geimi.
Reynum að gera okkur einhverja
grein fyrir þeim helstu hugsunum,
sem okkur berast frá lengra
komnum stjarnbúum:
Samviskan, rödd hinna lengra
komnu í hugskoti okkar, bendir
okkur á hvað rétt sé og rangt. Hún
hvetur okkur til góðra verka,
hvetur til samúðar og mildi
gagnvart öllu lífi, sem við erum í
snertingu við. Hún hvetur til
góðverka og góðrar breytni. Hún
varar okkur við illri framkomu. Ef
við gerum einhverjum illt, manni
eða dýri, finnum við til eins konar
innri sársauka. Samviskan ásakar
okkur þá fyrir það, sem betur væri
óunnið. Áhrif frá hinum lengra
komnu eru þannig stöðugt að verki
í hugum allra manna sem leiðbein-
ingar og viðvaranir í hversdags-
legum athöfnum hvers einasta
manns. Þetta sýnir hversu æðra
samband er okkur nærri og hve
það er eðlilegur þáttur í daglegu
lífi okkar allra.
En svo lágróma virðist samvisk-
an oft vera í brjósti okkar, að við
heyrum varla til hennar. Reynum
því ávallt að hlusta vel á rödd
hennar, þótt dauf' sé stundum, og
fara eftir ráðum hennar og aðvör-
unum. Ingvar Agnarsson.“
• Áfengt öl
bætir ekki
ofdrykkjuböl
„I byrjun þessa árs stóðu þessi
athyglisverðu orð í „Dagblaðinu".
„Enn eykst sala áfengra drykkja
þrátt fyrir allt bruggið. Lang-
mesta salan var í útsölunum í
Reykjavík 1977, hátt í sex mill-
jarða króna.“ (Dagbl. 28. jan.
1978.)
Það er gömul en ekki ný reynsla,
að þeir, sem áfengra drykkja
neyta, þjást af þorsta. Þótt mikið
sé drukkið af gosdrykkjum og öli,
dugir það skammt, þegar líkaminn
er orðinn sjúkur af vínanda-
eitrinu. Læknar hafa sagt, að
vínandinn eyði vökva úr líkaman-
um, og þetta verður ekki lagfært
nema með því að hætta að neyta
eiturs áfengisins. Þorstinn er ein
hin sárasta tilfinning mannsins.
Þess vegna halda áfengissjúkling-
ar áfram að drekka. Þarf ekki að
telja það upp, hvernig áfengis-
neyslan brýtur niður allt líf
mannsins.
Raddir heyrast nú um það, að
hér eigi að stórauka sölu áfengs
öls, með öðrum orðum: Halda
drykkjusýkinni við. „Þetta verður
miklu betra ástand,“ segja menn.
Við skulum athuga, hvað frænd-
þjóðir okkar segja um áfenga ölið.
Félagsmálaráðherra Svíþjóðar,
Rune Gustavsson, segir eftir 10
ára reynslu af milli-ölinu:
„Áfengisvandamálið er enn mesta
félagslega vandamálið. Ég er
þeirrar skoðunar, að á 10 ára
tímabili milliöls á markaði í
Svíþjóð hafi grunnur verið lagður
að drykkjusýki, sem muni brátt
valda miklum vanda.“ (Dagur,
Akureyri, 12 apríl 1978.)
Suður
S. D96542
H. 873
T. Á7
L. Á10
Eftir eðlilegar sagnir varð
Anders sagnhafi í þrém gröndum
og norður spilaði út laufsexi.
Suður tók á ás, spilaði aftur laufi,
sem vestur gaf og norður hugsaði
sig örlítið um áður en hann spilaði
þriðja laufinu og Anders fékk
slaginn. Hann virtist öruggur um
að norður ætti ekki tígulás og
svínaði tígultíu, sem suður tók og
skipti í hjarta.
Sagnhafi tók slaginn á hendinni
og vonaðist til, að tíguldrottningin
kæmi í kónginn en þegar það tókst
ekki virtist útlitið ekki gott. En
Anders kom auga á ólíklegan
möguleika.
Hann tók á hjartadrottningu og
spilaði aftur hjarta á ásinn. Þá
hafði hann náð góðri talningu.
Norður hafði sýnt þrjú hjörtu, sex
lauf og tíguldrottninguna átti
hann eftir. Hann gat því átt aðeins
einn spaða. Og að þessu athuguðu
var auðvelt fyrir Evrópumeistara
að finna níunda slaginn. Hann
spilaði spaða, tía, gosa, drottning
og þá varð suður að gefa
vinningsslaginn.
MAÐURINN A BEKKNUM
Framhaldssaya eftir Georges Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði
77
nokkrum persónulegum mun-
um niður í tiisku eins og henni
lægi sem allra mest á að
komast í burtu.
— Við getum haldið samtali
okkar áfram þegar út er
komið.
Ok þegar hann beygði sig
niður til að taka upp töskuna
hrópaði hún.
— Sko! til! Þér eruð svona
riddaralegur.
Dyrnar voru opnar inn í litlu
daKstofuna á neðri hæðinni.
Mariette Gihon stóð hreyfinK'
arlaus i gættinni ok andiit
hennar afmyndað.
— Ilvert ert þú að fara?
— ÞanKað sem lögreglufor-
inginn segir til um.
— Eruð þér að handtaka
hana?
Hún þorði ekki að segja
fleira. Hún horfði á eftir þeim
þegar þau gengu út um dyrnar,
Kekk svo út að glugganum og
lyfti gluKKatjöldunum upp.
Maigret * setti töskuna inn í
bflinn og sagði við Lapointe.
— Ég sendi mann hingaö
sem tekur við af þér. Þegar
hann kemur hraðar þú þér til
okkar á Brassiere dc la Re-
pubiique.
— Já, húsbóndi góður.
Ilann gaf skipun til bílstjór-
ans.
— Komum okkur af stað!
— Til Brassiere de la Re-
publique?
— Til að byrja með.
Það var skammt frá. Þau
settust við borð og létu lítið
fara fyrir sér.
— Eg þarf að hringja. Það
er hollast fyrir yður sjálfa að
þér reynið ekki að stinga af á
meðan.
- Já.
Ilann hringdi til skrifstofu
sinnar og gaf Torrence fyrir-
mæli. Þegar hann kom aftur
pantaði hann drykki handa
þeim. —
— Hvar er Marco.
— Ég veit það ekki. Þegar
þér komuð í fyrsta skipti bað
Mariette mig að fara og
hringja til hans og segja að
hann mætti hvorki hringja né
koma fyrr en hún léti vita.
— Ilvenær hringduð þér til
hans.
— Ilálftima eftir að þér
fóruð. Frá veitingahúsi á
Boulevard Voltaire.
— Töluðuð þér við hann
persónulega?
— Nei. Ég talaði við þjón á
harnum í Rue de Douai.
— Og hvað hcitir hann?
- Felix.
— Og barinn?
— Le Poker d'As.
— Og síðan hefur ekkert frá
honum heyrzt?
— Nei og hún er alveg viti
sínu fjær. Áuðvitað gerir hún
sér líka Ijóst að hún er tuttugu
árum eidri en hann og hún er
sannfærð um að hann sé á
stöðugu kvennafari.
— Er hann sjálfur með pcn-
ingana?
— Ég veit það ekki. Hann
kom daginn þann.
— Ilvaða dag?
— Daginn sem hr. Louis var
myrtur.
— Ilvað var klukkan þegar
hann kom í Rue D’Angouleme?
— Fimm. Þau fóru saman
inn til Mariette.
— Fór hún ekki líka inn í
herbergi hans?
— Það getur vcr verið. Ég
veitti því ekki eftirtekt. Hann
fór klukkutíma síðar. Ég
heyrði útidyrnar skella á hada
honum.
— Hcfur hún ekki reynt að
senda boð til hans fyrir ykkar.
miiligöngu?
— Nei, hún hefur sjálfsagt
gert ráð fyrir að lögreglan
fylgdist með okkur.
— Ilafði hún grun um að
síminn var hleraður?
— Já, áreiðanlega. Hún er
mjög slóttug. Ék er ekki
sérlega hrifin af henni. en ég
get ekki annað en vorkennt