Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1978 Ródesískir öryggisverðir við lík Bretanna sem þjóðernissinnaðir skæruliðar myrtu í trúboðsstöð skammt frá austurlandamærum landsins um síðustu helgi. Ródesía: F jórir stuðningsmenn Muzorewa drepnir Salisbury 27. júní AP. FJÓRIR félagar í UANC — þjóðernissinnahreyf- ingu Abels Muzorewa biskups — hafa verið drepnir á óróasvæði í Ródesíu er þeir voru að reyna að komast í sam- band við skæruliða og fá þá til að leggja niður vopn, að því er háttsettur embættismaður flokksins sagði í dag. Hann sagði að þeir hefðu látið lífið í þágu friðarins. Dagblaðið Zimbabwae Times nafngreindi hina látnu og var einn þeirra prestur, annar félagi í miðnefnd sem annast menningar- og félagsmál, ungur piltur og kona. Blaðið sagði að morðingjarnir Lohr am Main, Vestur-Þýzkalandi, 26. júní — Reuter. TALIÐ er að fimmtiu manns að minnsta kosti hafi særst er gassprenging varð í Lohr í Suður-býzkalandi í dag. Þrjár byggingar í nágrenni slysstaðar- ins eyðilögðust í sprengjunni. Að sögn lögreglu var enn óvíst um orsakir sprengingarinnar þeg- ar síðast fréttist, en talið að skurðgrafa hafi komið við gas- leiðslu með þeim afleiðingum að gas lak út. Fjögur fórnarlambanna voru alvarlega meidd. hefðu grafið fórnarlömb sín en leit stæði yfir að líkum þeirra. Þessi morð, sem gerast í suð- austur Ródesíu, eru annað atvik Veðrið Amslerdam 15 sól Apena 33 bjart Berlín 15 akýjaó Brússel 18 skýjaó Chicago 31 rigning Kaupmannah. 14 rigning Frankfurt 17 rigning Genf 14 rigning Heisinki 18 sól Jerúsalem 30 sól Jóhannesarb. 15 sól Lissabon 24 sól London 14 bjart Los Angeles 24 skýjað Madrid 23 sól Miami 31 mistur Montreal 26 skýjað Moskva 26 bjart New York 24 bjart New York 24 bjart Ósló 19 sól París 17 skýjað Rómaborg 20 rigning San Francisco 18 skýjað Stokkhólmur 16 rigning Tel Aviv 28 mistur Tókíó 25 skýjað Toronto 29 rigning Vancouver 21 sól Vínarborg 18 skýjað sinnar tegundar á einum mánuði og þykir meirihátar áfall fyrir þá blökkumannaleiðtoga sem leita eftir því að draga úr ólgunni í landinu. í Iok maí voru fjórir félagar úr flokki séra Sithole drepnir af skæruliðum. Bæði ættflokkar þeirra Sithole ZANU, og Muzorewa, UANC, eru aðilar að samsteypustjórn landsins sem býr nú landsmenn undir algera kú- vendingu á stjórn þess. Stjórnin hefur reynt að tryggja frið í landinu, en ættflokkaóeirðir hafa verið mjög tíðar. Bæði UANC og ZANU hafa reynt að ná sambandi við skæruliða til að fá þá til að virða samkomulagið þar sem Smith forsætisráðherra skuld- bindur sig til að fá svertingjum stjórn landsins í hendur. 21 fórst í járnbraut- arslysi Nýju Delhi 27. júní — AP. FLUTNINGALEST rakst á farþegarútu á krossgötum í gær, og lézt 21 maður og 35 slösuðust. Lestin kom á mikl- um hraða og ók í gegnum bílinn og nánast skar hann í tvennt. Einhverra hluta vegna höfðu stöðvunarljós fyrir bílaumferð ekki kviknað við krossgötumerkið. 50 særðust í sprengingu nn UULL n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.