Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1978 Eftirspurn eftir skötusel fer vax- andi innanlands „ÞEIR, SEM koma einu sinni og biðja um skötusel, koma venju- legast aftur og biðja um meira," Ráðstefna öryggis- eftirlita Norður- landa að Laugum í DAG hefst að Laugum í S-Þing- eyjarsýslu ráðstefna Öryggiseftir- lita Norðurlandanna og er þetta í annað sinn sem slík ráðstefna er haldin á íslandi. Friðgeir Gríms- son öryggismálastjóri ríkisins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ráðstefnan hæfist kl. 9.30 í dag og lyki að kvöldi 30. júní. Kvað hann að ráðstefnan yrði að nokkru leyti einnig haldin í Húsavík og að fuiltrúar á ráð- stefnunni myndu fara í kynnis- ferðir, t.d. að Kröflu. Var lögð niður MORGUNBLAÐINU hefur verið bent á mishermi sem fram kemur í samtali þar sem minnzt er á Verzlun Magnúsar Benjamins- sonar. — Leiðréttingin cr svo- hljóðandis „I samtali við Sverri Agnars- son úrsm. í Morgunblaðinu 23.6 1978 talar hann um, að úrsmíða- verslun Ilermanns Jónssonar úrsm. við Ilallærisplanið svo kallaða. sem hann vinnur við, sé clsta úrsmíðavcrslun landsins stofnsctt 1880. Ilér skýtur nokk- uð skökku við. Vcrslun Magnúsar Benjamíns- sonar úrsmm.. sem stofnsett var 1881 var svotil allan sinn starfs- tima í þessu húsi, Veltusundi 3, en var lögð niður 31. des. 1976 og er því ekki starfandi lengur. Ilermann Jónsson úrsm. versl- ar nú aðeins í sama húsnæði og þessi forna og vclþekkta verslun var rckin í í 95 ár.“ Útflutnings- bann áfram MORGUNBLAÐIÐ spurði í gær Guðmund J. Guðmundsson, for- mann Verkamannasambands Is- lands, hvort sambandið myndi ekki áflétta útflutningsbanni, nú þegar því takmarki væri náð að ríkisstjórnin hefði beðizt lausnar. Guðmundur kvaðst ekki sjá ástæðu til þess að aflýsa útflutn- ingsbanni á meðan „kjaraskerð- ingarlög" ríkisstjórnarinnar væru enn í gildi. Því myndi VMSÍ enn bíða og sjá hverju fram yndi áður en slík ákvörðun vrði tekin. U U.YSIM.ASIMINN KK: 3^22480 / iHorfliinbTnöií) sagði Gudmundur Óskarsson framkvæmdastjóri Fiskbúðarinn- ar Sæbjargar, þegar Morgunblað- ið spurði hann hvort eftirspurn eftir skötusel færi vaxandi. Guðmundur kvað að lengi hefði verið svo, að fáir hefðu beðið um skötusel, en á sfðustu árum hefði orðið hér mikil breyting á, enda væri skötuselur einhver bezti fisktir sem hugsazt gæti til matar, og Ifkur humri á bragðið. Þá væri hægt að matreiða hann á ýmsa vegu og hefðu margir gaman af þvf. Að sögn Guðmundar þá kostar kflóið af skötuselshala 700 kr., og er þá fiskurinn roðflettur og búið að skera allt brjósk í burtu. Að- eins iftill hluti skötuselsins væri nýtanlegur, þar sem haus hans væri grfðarstór og stærsti hluti fisksins. — Sakar ekki... Framhald af bls. 32 myndanir fyrst á eftir. Við höfum kallað saman okkar nýja þing- flokk f þinghúsinu klukkan 5 á morgun. Þar munum við byrja á þvf að bera saman bækur okkar. F'undur með flokksstjórn Alþýðu- flokksins verður boðaður allra næstu daga.“ Morgunblaðið spurði þá Bene- dikt, hvort Alþýðuflokkurinn skipti um herbergi við Framsókn- arflokkinn f þinghúsinu. Bene- dikt sagði: „É g skal ekki segja, ég ætla að máta herbergið á morgun við þennan nýja þingflokk, en ekki vil ég leyna því, að við sem þarna höfum verið — það eru ekki margir af þessum núverandi þingflokki — höfum tekið ást- fóstri við þetta herbergi. Þetta var guðfræðideildin á árum. þeg- ar Háskólinn var f húsinu og þar hefur í sjálfu sér farið vel um okkur, þótt allar horfur séu á þvf, að þar verði þröngt." Lúðvík Jósepsson formaður Al-, þýðubandalagsins var f gær innt- ur eftir áliti sfnu á þessu tilboði Ólafs Jóhannessonar og var svar hans á þessa leið: „Mér er það Ijóst að einn af þeím kostum, sem geta komið upp er að Alþýðubandalagið og Al- þýðuflokkurinn myndi minni- hlutastjórn með stuðningi Fram- sóknarflokksins. En ég vil hins vegar ekkert segja um þennan kost og ég kem til með að ræða þessi mál við mfna félaga, þegar ég kem suður. Við munum skoða þennan möguleika fljótlega en inn í þetta grfpa mörg önnur atriði, áður en hægt er að tala um þetta sem eiginlegan kost." Aðspurður um, hvort Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið væru ekki með þvf að mynda minnihlutastjórn með' hlutleysi Framsóknarflokksins, að leggja Ifftaug þeirrar stjórnar upp í hendurnar á framsóknarmönnum og gefa þeim tækifæri til að höggva á þegar þeim þætti henta. sagðist Lúðvfk ekki vilja láta hafa neitt eftir sér um þessa spurn- ingu. í viðtali við dagblaðið Tfmann f gær, er Geir Hallgrfmsson forsæt- isráðherra spurður álits á þeim möguleika að Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið myndi stjórn með hlutleysisstuðningi núverandi stjórnarflokka. Geir segir í viðtalinu: „Ég tel f hæsta máta óeðlilegt að Sjálfstæðis- flokkurinn verði til þess að Ijá þeim stuðning, en bendi auðvitað á að næstkomandi miðvikudag mun miðstjórn og þingflokkur Sjálfstæðismanna halda fund og ræða þá meðal annars leiðir til nýrrar stjórnarmyndunar. Eins og fram hefur komið er Sjálfstæð- isflokkurinn enn sem áður eini flokkurinn sem myndað gæti stjórn með þátttöku aðeins eins annars flokks og sú sérstaða veitir honum sérstakt svigrúm í fslensk- um stjórnmálum, þar sem hinir verða að standa að þriggja flokka stjórn." Jón Skaftason fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir í viðtali við Tfmann f gær: „Ég tel sjálfsagt. eftir svo mikinn kosningasigur Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins, að þeir myndi minnihlutastjórn, að þeim verði gefið tækifæri til að koma fram með sín úrræði og fram- kvæma þau. Þjóðin á rétt á þvf, að þessir flokkar sanni I verki þau| ráð sem þeir búa yfir.“ Guðmundur H. Garðarsson fyrr- verandi þingmaður Sjálfstæðis- flokksins segir f viðtali við Morg- unblaðið f gær: „Alþýðuflokkur- inn og Alþýðubandalagið gáfu mikil fyrirheit og lofuðu fólkinu miklu. Nú er rétt að þeir standi við stóru orðin. Þessir flokkar eiga að mynda rfkisstjórn með hlutleysi Sjálfstæðisflokksins, þeim ber skylda til að leggja fram tillögur og raunveruleg ráð um framtfðarvelferð þjóðarinnar." — Forsetinn... Framhald al bls. 32 sunnudag í júní, svo sem lög gera ráö fyrir, en ríkisstjórnin tók við völdum 28. ágúst 1974. Áður en ríkisráðsfundur var haldinn í gærmorgun, kom ríkis- stjórnin saman til stutts fundar. Þann fund sátu sex ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, var ekki kominn til borgarinnar og Halldór E. Sigurðsson, samgöngu- ráðherra situr nú fund í Svíþjóð þar sem fjalláð er um samgöngu- mál. — íþróttir Framhald af bls. 31. dyr af Ögmundi markverði. Og á lokamínútunni komst Guðjón Sveins- son í gott færi, en enn var Ögmundur á réttum stað. í síðari hálfleik skiptust liðin á sóknum, en fátt spennandi átti sér stað fyrr en á 28. mínútu, þá tók Hörður Antonsson hornspyrnu frá hægri, sem Örn markvöröur kleif hátt í loft upp til að góma, of hátt, því hann missti jafnvægið og skall illa á völlinn og missti frá sér boltann. Þar beið Hilmar eftir honum og skoraði örugglega, en Örn meiddi sig illa. Hann var nokkuð óöruggur eftir atvikið og í tengslum við það var bjargað á línu frá Herði Antonssyni og Hörður varð síðan sjálfur fyrir með afturendann mínútu síðar. Adam var aðeins 5 mínútur í Paradís og Guöjón Sveinsson jafnaði eftir þóf í teig Fylkis. 1 — 1 urðu lokatölurnar. Vignir Þorláksson var aö mati undirritaös besti leikmaöur Hauka, en í rauninni var liðið afar jafnt. Hjá Fylki var bakvörðurinn Kristinn góður, en var seinn í gang. Hilmar átti einnig góða spretti og Ögmundur var öryggið sjálft í markinu. -99- — Hestur brann Framhald af bls. 32 Stfflisdal orðið var við brun- ann, en blæjalogn var um nótt- ina og reyk hafði ekki lagt yfir bæinn. Utihúsið voru fyrir 250 fjár, auk þess sem stór hlaða og hesthús voru sambyggð og vélahús, sem rafstöð bæjarins var f. Slökkt var á ljósavélinni kl. 00.30 f fyrrinótt og var þá ekki hægt að sjá neitt óvana- legt. — Skipaðir yfirmenn Framhald af bls. 2 dóttur kennara og eiga þau 2 börn. Gunnar G. Þorsteinsson er 32 ára gamall Reykvíkingur. Hann varð stúdent frá MR 1966 og lauk viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1972. Hann starfaði hjá Olíufélaginu hf frá 1972 til 1974 er hann tók við starfi skrifstofustjóra Verðlags- skrifstofunnar. Hann er kvæntur Báru B. Oddgeirsdóttur flugfreyju og eiga þau 2 börn. — „Við þurfum meirihlutastjóm,, Frámhald af bls. 3. segja af sér eins og gert var ráð fyrir, þegar gengið var til kosninga. Þeir flokkar, sem að stjórninni stóðu, gengu óbundn- ir til kosninga og því er þetta í rökréttu framhaldi af því. Við þessar kosningar hafa orðið töluverðar breytingar á fylgi flokkanna en um það hvaða afleiðingar það hefur í för með sér vitum við ekki í dag.“ „Ráðherrastólar ekki stólar til að sitja í ævilangt“ „Ég svara engu um það, því við höfum marg sagt það að við vinnum eftir málefnum," sagði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra er hann var spurður um, hvaða mögu- leika hann teldi á myndun næstu ríkisstjórnar og hvort Framsóknarflokkurinn kæmi til með að taka þátt í henni. „Úrslit kosninganna og þau tíðindi, sem nú hafa gerst, eru mjög merki- leg, því þarna hefur orðið meiri sveifla en átt hefur sér stað lengi. Það er hins vegar ekki alveg nýtt, því það er nokkuð langt síðan stórar sveiflur sem þessi byrjuðu en það var í forsetakosningunum síðast og þær hafa farið vaxandi síðan.“ „Ég er alveg tilbúinn til að hverfa úr ráðherrastólnum hve- nær sem er, það eru ekki stólar til að sitja í ævilangt," sagði Vilhjálmur og aðspurður um það hvernig honum hefði þótt að vera ráðherra sagði hann: „Öll störf, sem ég hef unnið hafa mér líkað vel, þau hafa verið hvert öðru betra, hvort sem þau hafa verið heima í sveitinni eða hér. Ég hef alls staðar umgengist gott fólk.“ — Staksteinar Framhald af bls. 7 pings sem utan, og að koma ó svonefndum kjarasáttmála, sem allan vanda á aö leysa ...“ Ennfremur segir Tíminn: „Því var lýst yfir af forystumönnum Fram- sóknarflokksins í kosn- ingabaráttunni, að flokk- urinn myndi ekki sækjast eftir pví að vera í ríkis- stjórn, ef hann yröi fyrir verulegu tapi í kosning- unum. Það eru eðlileg viðbrögð.“ Og annað síð- degisblaðanna hefur eftir formanni Framsóknar- flokksins j gær: „Ég er peirrar skoðunar að Framsóknarflokkurinn eigi að veita minnihluta- stjórn Alpýðubandalags og Alpýðuflokks hlutleysi." Þjóðviljinn: „Ekki hægt aö tala um hrein- an vinstri sigur“. Forystugrein Þjóðvilj- ans í gær fjallar ekki um viðbrögð Alpýðubanda- lagsins til stjórnarmynd- unar. Hún snýst einungis um pað að mikla hlut Alpýðubandalagsins í kosningunum og töl- fræðilegar vangaveltur par að lútandi. Ragnar Arnalds segír í viðtali viö Þjóðviljann aö hann hafi Það „óneitanlega á til- finningunni að hann (sig- ur Alpýöuflokksins) standi á nokkuð ótraust- um grunni". Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóö- viljans. segir í blaði sínu: „Það eru okkur vissulega nokkur vonbrigði að Al- Þýðuflokkurinn vinnur nokkru meira fylgi heldur en Sjálfstæðisflokkurinn tapar og Þar af leiðandi er ekki hægt að tala um hreinan vinstri sigur.“ Ragnar Arnalds segir ennfremur: „Viö hljótum að eiga viðræður við fulltrúa AlÞýðuflokksins ... eina stóra spurningin er, hvort AlÞýðuflokkur- inn hallar sér til vinstri eöa hægri.“ Lúðvík Jósepsson segir og: „Ætli Það verði ekki Þannig að við verðum að nota Al- Þýðuflokkinn og Alpýðu- flokkurinn að nota okk- ur.“ Ennfremur: „Ég svara engu um Þaö hvaða skilyrði verða sett fyrir samstarfi ýmist við Þenn- an flokk eða hinn“ (að- spurður um Natóaöild). „Við erum ekki Þau börn í pólitík að við svörum einu eða neinu um Það fyrirfram, hvaða atriði við setjum sem skilyrði ... “ „Vil gera allt til þess að sigurvegararnir sýni hvað í þeim býr“ „Ég tel að sigurvegararnir í þessum kosningum eigi að fá tækifæri til að spreyta sig. Það er rétt að þeir hafa ekki meirihluta á Alþingi en við framsóknarmenn erum sjálfsagt réiðubúnir til að athuga með að veita þeim hlutleysi. Við höfum ekki rætt þennan möguleika í þingflokki okkar, en persónu- lega vil ég gera allt til þess að þeir geti sýnt hvað í þeim býr,“ sagði Ólafur Jóhannesson, er hann kom til ríkisstjórnarfund- arins og var spurður um mögu- leika á myndun næstu rikis- stjórnar. „Það hefur verið góð sam- vinna innan þessarar ríkis- stjórnar og hún hefur margt gott gert en sumt hefur henni mistekist eins og gengur," sagði Olafur aðspurður um störf síðustu stjórnar. „Minnihlutastjórn er ekki líkleg til að ráða fram úr þeim vanda, sem við er að glíma“ Gunnar Thoroddsen félags- málaráðherra sagði aðspurður um störf síðustu ríkisstjórnar: „Það hefur verið unnið að mörgum góðum og merkum málum, sem hafa náðst fram á þessu tímabili. Og samstarfið milli stjórnarflokkanna hefur verið gott.“ Næsta ríkisstjórn? „Við þurfum að fá stjórn, sem styðst við meirihluta Alþingis og þá á ég við meirihlutastjórn. Minnihlustastjórn er ekki líkleg til að ráða fram úr þeim vandamálum sem við er að glíma. Ég tel að stjórn Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags, sem hafa aðeins 28 þingmenn af 60, yrði of veik og völt og ég tel að það mundi tæplega veita henni nægan styrk, þó hún fengi flokk til að veita sér hlutleysi og þannig afstýra vantrausti. Flokkur, sem veitir hlutleysi tekur vitanlega á sig vissa ábyrgð á tilveru og verkum slíkrar stjórnar." — Aftenposten... Framhald af bls. 2 reikning hafa komið peningar frá öllum Norðurlöndunum. Ég fylgist ekki það vel með því frá viku til viku, að ég hafi handbæra tölu um það, hve mikið það er, en ég sagði blaðamönnunum að við hefðum tekið ákvörðun um það að þessi aðstoð mætti nema rúmlega einum og hálfum mannslaunum. Var það ætlun okkar að aðstoðin yrði aldrei meiri en það. Veit ég ekki betur en við það hafi verið staðið." „Þetta er annar handleggur málsins," sagði Benedikt Gröndal, „hinn er sá, að nú um nýárið runnu út samningar okkar við Vísisút- gáfuna eins og allkunnugt er, skrifað hefur verið um og við skýrðum frá. Þá kom til tals, að hreyfingarnar á Norðurlöndum, sem eru bæði jafnaðarmanna- flokkarnir og verkalýðssambönd- in, sem hafa mikið samstarf innbyrðis, reyndu að veita okkur bráðabirgða hjálp til þess að komast yfir útgáfu Alþýðublaðsins fram á mitt ár. í sambandi við þetta þá var búið að yfirfæra í gegnum pappírsverksmiðjuna inn á reikning hjá þessari smiðju fjárhæð, sem ég hygg að hafi verið um það bil 150.000 krónur. Þetta vr einfaldasta leiðin, þar sem tilviljun réð því að Blaðaprent verzlar við norska pappírsverk- smiðju. Hins vegar er mér upp- hæð, sem nemur 575 þúsund krónum algjörlega óskiljanleg — og hvernig hún sé til komin." Benedikt Gröndal kvað Alþýðu- flokkinn gera fjárhag sinn upp á 2ja ára fresti og fylgir það starfstíma flokksþings, sem haldin eru annað hvert ár. Flokksþingin eru haldin að hausti, svo að reikningsárið miðast við ágúst eða september. Þeir reikningar, sem ná yfir öll þessi viðskipti, verða því gerðir upp nú síðari hluta sumars. Sagði Renedikt að þetta mál ætti þá að komast á hreint. Þá kvað hann alla þessa fjárstyrki hafa átt sér stað fyrir lagasetninguna á síðasta þingi, sem bannaði stjórn- málaflokkum að taka við erlendu fé til rekstrar blaða eða til eigin rekstrar. Um leið og lögin hafi verið skrifuð, sagðist Benedikt hafa skrifað bréf og sent utan til jafnaðarmannaflokkanna og skýrt þeim frá staðreyndum laganna. Síðan hefði enginri fjárstyrkur borizt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.