Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1978 5 Farnir til kol- munna- veiða BATARNIR tveir, sem sjávarút- vegsráðuneytið hefur tekið á leigu í sumar til kolmunnaveiða, áttu að halda á miðin frá Reykjavík seint í gærkvöldi, en bátarnir eru Örn KE og Albert GK. Verða bátarnir með svonefnda tveggja báta vörpu og er danskur skipstjóri, vanur slíku veiðarfæri, um borð í öðru'm bátnum. I fyrstu halda bátarnir til veiða á Dohrnbanka, en ef ekki gengur vel þar, er gert ráð fyrir að þeir reyni fyrir sér úti fyrir Austur- landi, en þar hefur Börkur NK veitt vel af kolmunna undanfarin tvö ár. Myndina tók Ól.K.M. þegar verið var að ganga frá vírunum á vörputromlunni um borð í Erni í gær. Nýir læknakandi- datar komnir í störf nú — en vandamál geta komið upp í haust — ÞAÐ hefur alltaf verið nokkurt vandamál að koma öllum þessum fjölda nýútskrifaðra lækna til starfa á spítölum kandidatsti'mann, en því hefur að mestu leyti verið bjargað nú. Vera kann þó að einhver vanda- mál rísi upp í haust þegar skipta þarf um staði, en okkur er skyit að vera ákveðinn tíma á hand- læknisdeild og ákveðinn tíma á lyflæknisdeild, sagði Benedikt Sveinsson læknir á Húsavík, sem er formaður Félags ungra lækna í samtali við Mbl. — Stundum getur komið fyrir að læknakandídatar þurfi að bíða eftir plássi á næstu deild, hélt Benedikt áfram. Hann var að því spurður hvort atvinnuhorfur hjá læknum nú væru verri þegar svo margir hafa útskrifast á síðustu árum, þ.e. milli 60 og 70 fyrir tveimur árum, 35 í fyrra og 47 nú. — Um atvinnuhorfurnar er það að segja að þessi fjöldi fær ekki vinnu hérlendis nema vegna þess að svo og svo mikill hluti lækna fer til framhaldsnáms erlendis að loknu kandídatstímabilinu eða strax og lækningaleyfi er fengið, en ég held þó að þetta verði ekki til vandræða. A næstu árum munu færri útskrifast úr læknadeild vegna nokkurra takmarkana, sem settar hafa veriö,o g verður það áreiðanlega þannig að ekki verður hægt að fá menn í allar stóður sem fyrir eru á spítölum og við höfum bent á að eitthvað þurfi að gera til að sporna við þeirri þróun. Helzt 34 fulltrúar á ráðstefnu um NORRÆN stjórnvaldaráðstefna um húsnæðismál hófst að Höfn á Hornafirði í gærdag og lýkur henni væntanlega á morgun. Ráðstefna þessi er haldin árlega til skiptis í löndunum fimm og er þetta í fjórða skiptið. sem hún er haldin hér á landi. Ráðstefnan er sótt af um 34 fulltrúum húsna'ðis- málastofnana og húsnæðisráðu- neyta allra ianda, segir í frétt Ilúsnæðismálastofnunar. l>á scgir ennfremuri Meðal viðfangsefna hennar að þessu sinni er flutningur árs- þyrfti að gefa læknum tækifæri til að stunda framhaldsnám að nokkru leyti hér heima og þá myndu þessi vandamál minnka að nokkru. — Annars er eitt sem við erum einna óánægðastir með, sagði Benedikt, og það er að ekki skyldi hafa verið haft samráð við okkar félag þegar ákveðið var að lengja kandídatstímann í héraði úr 3 mánuðum í sex og höfum við nýlega mótmælt því. Félag ungra lækna hefur m.a. séð um ráðningarmál lækna á kandídatstímanum og sagði Bene- dikt að félagið væri tiltölulega nýendurvakið. Auk þess að sinna ráðningarmálum hefur það ýmis- legt varðandi fræðslumál á sinni könnu og sagði Benedikt að á nýafstöðnum fundi allra slíkra félaga á Norðurlöndum, sem var í Reykjavík, hefði einmitt verið fjallað um skipulag kandídats- ársins og á fundi sem halda ætti í Kaupmannahöfn í haust ætti að ræða um störf lækna meðal annarra stétta á sjúkrahúsum. Að lokum sagði Benedikt að til að kanna nánar um atvinnuhorfur meðal lækna á íslandi á næstu árum hefði verið samþykkt á læknaþingi á Akureyri um síðustu helgi að kannað yrði hversu margir íslenzkir læknar væru í námi og starfi á Norðurlöndunum, hver þörfin væri hérlendis og hvernig atvinnuhorfurnar væru í hinum ýmsu sérgreinum hér á landi. Norrænni húsnæðismál skýrslna, umræður um íbúðafram- leiðslu og þróunartilhneigingar hennar í löndunum öllum á árunum 1976—1985, stuðningur hins opinbera við íbúðarhúsnæði á Norðurlöndum. Einnig verður fjallað um kostnað þann, sem samfara er rekstri, viðhaldi og upphitun íbúðarhúsnæðis, um hús- næðisaðstæður sérhópanna og leiðir til úrbóta fyrir þá, um hlutfallið milli launatekna og húsnæðiskostnaðar og, síðast en ekki sízt um leiðir til endurnýjun- ar eldri hverfa í borgum og bæjum. Verö 9.950 - Stærðir 35—46 Litur Ijósbrúnn. lunga mjúkt skinn Barnaskór stæröir verö fi 18—23 3.950,- 23—29 4.600,- 23—29 4.500.- Barnaskór stærðir verö frá 28—39 3.500 — 3.950 Austurstræti 10 sími: 27211 Rétt spor í rétta átt, sporin íTorgiðt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.