Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1978 3 Háskólabókasafn: Horfir í óefni með bókakaup KOMIN er út ársskýrsla Iláskóla- bókasafns fyrir árið 1977 og er í henni greint frá því helzta sem gerðist í málefnum safnsins á liðnu ári. Kemur fram í inngangi að ritinu að nú beri að brúa á sem skynsamlegastan hátt það árabil sem framundan sé þar til ný bókhlaða kemst í gagnið og hafa Mmskélmhókmsmfn AI.BEMNAR UWt,ÝSINOAR NOTENDAWÓNUSTA BÓKAKAUP NÝKOHIO SAFNEFN! SejALOSKRAfl FLOKKUNABKESO NOTKUN SPJALDSKBÍB SPJALDSKRARSPJALD — SÝnUbom UM LÁN BITA LESTtlABADSTAOA SAFNOEILOIR HASKÓLABÓKASAfNS NOKKRAR SÉRSKRAR - LJÓSRITUN ýmsar endurbætur verið gerðar á húsnæði aðalsafnsins og tekið hefur verið á leigu húsnæði undir geymslusafn. Sá vandi stendur þó óleystur að í aðalsafni eru einungis örfá lessæti, segir í skyrslunni og þætti það víðast óviðunandi ástand. „Full ástæða væri til að leggja niður sumar hinna smærri lesstofa og koma upp allríflegu lestrarhús- næði í sem mestri nánd við aðalsafn og yrði starfsmaður þar til umsjónar og fyrirgreiðslu daglangt. Þetta yrði almennt lestrarrými þar sem stefnt væri að a.m.k. þrefalt betri nýtingu en nú tíðkast í lesstofum Háskólans," segir ennfremur. Þá segir um fjárhagsáætlun safnsins að hlutur þess í heildar- rekstrarkostnaði Háskólans nokk- ur undanfarin ár hafi fallið úr 3.8% árið 1973 í 2,9% skv. áætlun fyrir 1978 og er frá því greint að erlendis er talið að hlutfallið þurfi að vera 6%. „Séu einstakir rekstrarliðir safnsins hins vegar bornir saman innbyrðis, kemur í ljós, að bóka- kaupin hafa orðið verst úti á síðustu misserum. Þau tóku til sín 31,6 undraðshluta rekstrarfjár safnsins 1976, en einungis 20,8 árið 1977. Að krónutölu stóð fjárveiting til bókakaupa í stað þessi ár og hækkun 1978 var svo óveruleg að í algjört óefni horfir, svo að gerður verður sérstakur reki að því að fá þennan lið hækkaðan við næstu fjárlagagerð," segir í skýrslu háskólabókasanfsins, en háskólabókavörður er Einar Sigurðsson. Maðurinn og hafíð: Siglt kringum Eyjar fyrir hádegi — lokasamkoman í kvöld Menningardögunum í Eyjum lýkur í kvöld og verður lokasam- koman í samkomuhúsinu kl. 19:30 í kvöld. í gær var fjölbreytt útidagskrá, sem ýmis félög í Eyjum höfðu undirbúið og sýndu t.d. unglingar sprang, björgunar- æfingar voru sýndar og slökkvi- liðsæfingar og sérstök dagskrá var síðan síðdegis í Herjólfsdal. I dag á dagskráin að hefjast með siglingu umhverfis Eyjar með Herjólfi og verða leiðsögumenn þeir Ási í Bæ og Árni Johnsen og verður lagt af stað kl. 10. Klukkan 11 er síðan sjómannamessa og eftir hádegi er sýning hjá Leik- brúðulandi, orgeltónleikar, dag- skrá Verkakennafélagsins Snótar er fjallar um baráttu verkakvenna og endurtekin verður blönduð dagskrá laga og ljóða. Sem fyrr segir verður síðan lokadagskráin í samkomuhúsinu í kvöld kl. 19:30. Samkór Vestmannaeyja flutti verkið Dufþekja á menningardögun- um í Vestmannaeyjum, en þeim lýkur í kvöld. Ljósm. Sigurgeir. Sigurgeir Jónsson kennari og æskulýðsfuiltrúi afhent verðlaun í teikni- og ritgerðarsamkeppni barna. Sigurdís Harpa Arnarsdóttir sigraði í teiknisamkeppninni og Páll Kristjánsson í ritgerðarsam- keppninni. fm i Bezta fjárfestingin er í góöri heilsu og hamingju LÆGSTU FARGJÖLDIN BESTU GISTISTAÐIR ÍSLENSKT STARFSFÓLK, ÖRUGG ÞJÓNUSTA EN SPARAR HVERJUM FARÞEGA SAMT TUGl ÞÚSUNDA pann Costa del Sol — brottför á sunnudögum Örfá sæti laus í júlí-ágúst Laus sæti í sept.-okt. Verð frá kr. 90.300 Costa Brava — uppselt í allar feröir Lignano - Gullna ströndin — brottför á fimmtudögum Örfá sæti laus í júlí-ágúst Laus sæti 7. sept. Verð frá kr. 89.800 AUSTURSTRÆTI 17, II. hæö, símar 26611 og 20100 Portoroz - Porec — uppselt í allar ferðir Vouliagmeni Örfá sæti laus 6. og 27. júlí og 10. ágúst Uppselt 24. ágúst Laus sæti 14. sept. Verð frá kr. 129.500 Grikkland . MWlll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.