Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1978 15 PALESTÍNUMENNi Augljós tengsl eru milli hryðjuVerkasamtaka Palestínumanna og v-þýzkra hópa, og eru Entebbe-flugránið og gísling arabísku olíuráðherranna í Vín 1975 skýrustu dæmin um það. Augljós höfuðpaur þessara afla er hinn alræmdi Carlos, sem m.a. hefur skipulagt „erlendu deildina" innan PLFP, en hann heldur sig einkum í írak, Líbýu og Aden um þessar mundir. Eftir dauða Haddads, leiðtoga „erlendu deildarinnar" í apríl s.l., er framtíð erlendu deildarinnar óráðin í bili, en sýnt þykir að hún taki upp nána samvinnu við A1 Fatah á næstunni með hryðjuverk í ísrael sem forgangs- verkefni. Talið er að A1 Fatah hafi engu minna bolmagn nú en fyrir innrás ísraelsmanna í S-Líbanon, en „Svarti september", sem er deild í A1 Fatah, stóð m.a. fyrir blóðbaðinu á Ólympíuleikun- um í Múnchen 1973. Ný viðhorf í barátt- unnigegn hryðju- verkum? NÝLEGA gerðust þau tíðindi, að búlgörsk stjórnvöld handsömuðu fjóra v-þýzka hryðjuverkamenn og framseldu þá, en þetta var í fyrsta sinn, sem kommúnista- ríki veitir slíka aðstoð. Sú spurning vaknar hvort þetta boði breytta stefnu kommún- istaríkja í Austur-Evrópu varðandi vinstri sinnaða hryðjuverkahópa, sem berjast fyrir kommúnískri byltingu, en hugsazt getur að í Búlgaríu hafi tilviljun ein ráðið framgangi málsins. Þar var v-þýzkur fangavörður í sumarleyfi þegar hann kom auga á „gamlan kunningja", Till Meyer, þar sem hann sprangaði um í sólskininu á Svartahafsströndinni, en hann hafði flúið úr fangelsi í maí s.l. meðan réttarhöld vegna Lorenz-málsins stóðu yfir. A Ítalíu gerðist það um sömu mundir að forsprakkar „Rauðu herdeildanna" voru dæmdir í 13—15 ára fangelsi fyrir glæpi sína. Ófremdarástand er enn ríkjandi í landinu eftir að lík Aldo Moros fannst, ekki sízt vegna þess að lögreglunni hefur orðið lítt ágengt í leit að þeim, sem þar voru að verki. Hryðjuverk eru ekki nýtt vopn í pólitískri baráttu, en breyttar aðferðir hafa komið til sögunnar, eins og t.d. flugrán. Það, sm einkum setur svip sinn á hryðjuverk undanfarinna ára, er samræm- ing og alþjóðleg tengsl, svo og fjöldi fórnarlambanna og þjóðfélagsstaða þeirra. Hér fer á eftir greinargerð um ástand mála á þesum vettvangi, sem nýlega birtist í The New York Times: JAPANi Sterk tengsl eru milli palestínskra hryðjuverkamanna og Japans, en „Japanski rauði herinn" með sína 20 liðsmenn undir forystu hinnar herskáu Shigenobu, hefur staðið fyrir flugránum og átti auk þess aðild að blóðbaðinu á Lod-flugvelli árið 1972. Síðasta afrek þessa harðsnúna hóps var ránið á japönsku farþegaþotunni í september s.l., en þá sleppti glæpaliðið gíslum sínum í staðinn fyrir 6 félaga sína og sex milljón dala llausnargjald. j h. —i ji EVRÓPAi ítalskir hryðjuverkamenn undir forystu „Rauðu herdeildanna" eru um þessar mundir í broddi fylkingar vinstri öfga- og ofbeldismanna í Evrópu. Á vígaslóð þeirra liggja 16 lík og að minnsta kosti 25 manns sem særzt hafa alvarlega, en afdrifaríkasti glæpur þeirra er tvímæla- laust ránið og morðið á Aldo Moro. Auk a.m.k. þriggja hópa í Róm starfa „Rauðu herdeildirnar“ af miklum móði í Mílanó, Genúa og Tórínó, þar sem Renato Curcio og félagar hans voru dæmdir nýlega. „Herdeildirnar" líta á ítalska kommúnista- flokkinn sem erkióvin og hindrun þess að hægt verði að koma þjóðfélaginu á heljarþröm þannig að „alþýðan" geti tekið völdin. V-þýzkir hryðjuverkamenn vinna að sama markmiði, en lögreglan telur að til viðbótar um 100 manna harðlínukjarna sé við að etja um 500 stuðningsmenn. I V-Þýzkalandi hefur hryðjuverkamönnum verið skipt í þrjár kynslóðir: Baader, Meinhof og félaga þeirra, Haagsinna, sem m.a. sáu um árásina á sendiráðið í Stokkhólmi um árið og morðin á Buback saksóknara, Ponto og Schleyer, en loks er „2. júní-hreyfingin“, sem er annarleg fyrir fleira en blóðþorsta, því að þar eru herskáar konur að heita má einráðar. ÞJÓÐERNISSINNAR. í Evrópu láta' þjóðernissinnaðir hryðjuverkahópar að sér * kveða á nokkrum stöðum, og er írski \ lýðveldisherinn þar sýnu stórtækastur. . 1850 manns hafa látið lífið á Norður-ír- * landi í blóðugum átökum undanfarinna níu - ára, en þessa stundina eru flestir IRA-for- ' kólfar undir lás og slá eða í felum. Helztu f öfgaöfl innan IRA hafa haft venju fremur 4 hægt um sig að undanförnu, en ástæða er £ til að óttast að þau láti til skarar skríða m nú í júlímánuði. í Frakklandi hafa _ hryðjuverk helzt tíðkazt á Korsíku þar sem sprengjutilræði hafa verið tíð, ekki sízt á þessu ári. í Bretagne er ofbeldishreyfing, 1 sem berst fyrir sjálfsstjórn, og sama er að y segja um Baskaland, nyrzt á Iberíu-skaga, \ en þar er ETA-hreyfingin atkvæðamest, þrátt fyrir það að héraðið hefur fengið takmarkaða sjálfsstjórn. Loks er að geta , Suður-Mólúkka í Hollandi, Jar ' zJl ^ — S-AMERIKA. Á hryðjuverkaslóðum í S-Ameríku er nú minna um að vera en oftast áður s.l. 15 ár, en að undanförnu hafa útsendarar herforingjastjórna í Argentínu, Chile, Bólivíu, Brazilíu, Paraguay og Uruguay útrýmt fjölmörgum vinstri öfgamönnum, sem fetuðu í fótspor Che Guevara og Fidel Castro, en aðrir eru í útlegð. Af alræmdum hreyfingum í álfunni má nefna Tupamaros í Uruguay, „Byltingar- her alþýðunnar" og Monteneros í Argentínu, en hótanir Montenero um að láta til skarar skríða í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu án þess að til tíðinda drægi, benda til þess að hreyfingin sé lítils megnug. I Mið-Ameríku hefur hryðjuverka- samtökum orðið meira ágengt, einkum í Guatemala, E1 Salvador og Nigaragua. sem fjórum sinnum hafa gengið berserksgang með árásum og mannránum. FALNi Á nokkrum árum hefur HF- FALN-hryðjuverkahópurinn í Bandaríkj-' ' j unum staðið fyrir 60 sprengjutilræðum í v n* fjórum borgrm, en FALN berst fyrir jáf sjálfstæði Puerto Rico. Þrír helztu forkólf- ar hópsins ganga lausir, en þeir eru V-, grunaðir um að hafa skipulagt sprengjutil- ræði í Chicago og New York. me&k\ ÞESSAR telpur, sem eiga hcima í Árbæjarhverfinu hér í bænum, hafa afhent Sjálfsbjörg Landssamb. fatlaðra 7250 króna ágóða af hlutaveltu sem þær efndu til ásamt fleiri krökkum þar í hverfinu. — Á myndinni eru Guðný Baldursdóttir, og Dagný Guðmundsdóttir. — Á myndina vantar Karl Guðmundsson, Svanlaugu Þorsteinsdóttur og Lilju Hreiðarsdóttur. ÞESSAR telpur, Anna Guðrún Ólafsdóttir og Jóna Björg Björnsdóttir efndu til hlutaveltu að Eyjabakka 14 Breiðholts- hverfi, til ágóða fyrir Styrktarfél. vangefinna. Söfnuðu þær 5600 krónum til félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.