Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1978 17 Áhyggjur manna á Vesturlöndum um vaxandi mátt Sovétmanna varna þeim oft að koma auga á að Moskvuyfirvöld eru einnig þjökuð af alvarlegum vandamál- um. Þessi vandamál eru engu síður svo margvísleg og í mörgum tilvikum djúpstæð að umræða um styrk Sovét- manna, sem ekki tekur tillit til þeirra hlýtur að vera ófullnægjandi og sennilega villandi einnig. Engum blöðum er um það að fletta, að hernaðarmáttur Sovétmanna er mesta áhyggjuefni Vesturlandabúa. Hann er nú talinn jafnbrýna kjarnorkuvopnaútbúnaði Bandaríkj- anna í grófum dráttum og skara fram úr viðbúnaði Atlantshafsbandalagsins í Evrópu á nokkrum sviðum. En rannsóknir á sovéska hagkerfinu sýna þó að Kreml hefur aðeins náð þessum árangri með geysilegum fórnum, bæði efnahagslegum og félagslegum. Erástæða til að óttast Sovétríkin? Víða brotalamir á ríkisbúskapnum Sennilega er helmingur alls vélaútbúnaðar, sem framleiddur er í Sovétríkjunum, hernaðarút- búnaður af einhverju tagi. í raun þýðir þetta að fjárfesting verður að sitja á hakanum, sem nauð- synleg ’er til þess að sovéski iðnaðurinn geti svarað kröfum tímans. Hafi Sovétmenn fært miklar fornir til þess að geta staðið jafnfætis Vesturlöndum hernaðarlega, er víst að það mun kosta þá enn meira haldi víg- búnaðarkapphlaupið áfram. Margir hafa reynt að segja til um hvað gerast muni í sovéskum efnahgsmálum á næstu 10 árum og kemur öllum saman um að hagvöxtur muni minnka hlut- fallslega jafni, og þétt. Árið 1980 er talið að hann geti numið 3 til 3.5 af hundraði, en það er sama, eða ívið lægra, hlutfall og menn vænta í vestrænum iðnríkjum. Fjárfestingu, sem til þyrfti til að standa Bandaríkjunum á sporði í nýju vígbúnaðarkapp- hlaupi, yrði að taka úr sjóðum, er hlutfallslega rýrna stöðugt, jafn- framt því sem fjárfestingin sjálf yrði hlutfallslega hærri en í fortíðinni þar eð Sovétmenn standa Bandaríkjamönnum langt að baki í mikilvægum efnum eins og tölvutækni í hernaði. Tæknileg vanþróun þýðir að Sovétmenn geta því aðeins jafnað reikninga við Bandaríkjamenn í vígvélaframleiðslunni að þeir hirði minna um fullnýtingu hráefna. Svo dæmi sé tekið þá eru orrustuflugvélar þeirra allt of þungar samanborið við þær sem smíðaðar eru á Vesturlöndum og eldflaugar þeirra óþarflega stór- ar. Enginn vafi leikur á að Sovét- stjórnin gæti haldið áfram að kreista fé út úr efnahagskerfinu, ef þurfa þætti, í þeim tilgangi að greiða fyrir nýjar vígvélar. Nýj- asta sönnunin í þessu efni kom fram í viðbrögðum Sovétmanna við óvæntri tillögu Carters Bandaríkjaforseta um að skera niður við trog eldflaugaforða þjóðanna beggja, en Sovétmenn töldu að slíkt kæmi þeim sjálfum illa. Sovétstjórn sendi ögrandi skeyti til Washington þar sem fram kom að hún kærði sig ekki um endurnýjað vígbúnaðarkapp- hlaup en „að hún hefði áður fært fórnir til að viðhalda kröftum sinum.“ Varaði hún Bandaríkja- stjórn við að Sovétmenn gerðu það aftur ef nauðsyn krefði. Framhald á bls. 30 á sl. ári var innan við 3 milljarða. Á kjörtímabili núverandi ríkis- stjórnar hafa ríkisútgjöld minnk- að úr 31% af þjóðarframleiðslu í 27%. Ríkisfjárfesting minnkaði að magni um 16% í fyrra og mun minnka um 9% á þessu ári. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um það, að verulegur árangur hefur náðst í efnahagsmálum á síðustu fjórum árum, árangur, sem koma mun næstu ríkisstjórn til góða, þegar hún tekur til við að leysa aðsteðj- andi vandamál, sem eru mikil vegna þess að launakostnaður er langt umfram greiðslugetu at- vinnuvega þrátt fyrir febrúarlög- in. Tvær meginástæður má nefna til þess að skýra, hvers vegna núverandi ríkisstjórn mistókst að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Hin fyrri er pólitísks eðlis. Á Viðreisnarárunum var gott sam- band milli forystumanna Sjálf- tæðisflokksins og forystu verka- lýðshreyfingarinnar enda þótt hún væri í höndum stjórnarandstæð- inga að mestu leyti. Segja má, að um skeið á Viðreisnarárunum hafi ríkt eins konar óformlegur kjara- sáttmáli af þeirri tegund, sem Alþýðuflokkurinn talar um nú. Enginn vafi er á því, að Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, hefur lagt á það megináherzlu allt kjörtímabilið að treysta slíkt samband milii ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingar. Það hefur ekki tekizt sem skyldi fyrst og fremst vegna þess, að forystumenn verkalýðssamtakanna hafa ekki treyst samstarfsflokki Sjálfstæð- ismanna í þessari ríkisstjórn. Margt veldur því en þó ekki sízt hvernig brottför forseta Alþýðu- sambandsins úr vinstri stjórninni var háttað vorið 1974 er hann leit svo á, að Ólafur Jóhannesson hefði í raun sparkað sér úr vinstri stjórninni. Sá viðskilnaður vinstri stjórnarinnar við forseta ASÍ hefur ekki stuðlað að traustu sambandi milli núverandi ríkis- stjórnar og verkalýðssamtaka. Síðari ástæðan fyrir því, að ríkisstjórninni mistókst að ná tökum á verðbólgunni var sú, að hún var ekki tilbúin til þess að beita svo sterkum samdráttarað- gerðum, að til atvinnuleysis leiddi. í engu nágrannalanda okkar hefur tekizt að ná verðbólgustiginu niður án þess að til verulegs atvinnuleysis kæmi. Oft er vitnað til þess árangurs, sem Bretar hafa náð í baráttunni gegn verðbólg- unni en menn gleyma jafnan að geta þess, að í Bretlandi ríkir mikið atvinnuleysi. Sömuleiðis er vitnað til V-Þýzkalands sem dæmi um góða efnahagsstjórn en þess er heldur ekki getið að þar ríkir mikið atvinnuleysi. Sömu sögu er að segja af öðrum Norðurlöndum. Okkar litla þjóðfélag þolir ekki atvinnuleysi, sem er mesta böl, sem hægt er að hugsa sér. Hefði ríkisstjórnin nú við lok kjörtíma- bilsins sýnt fram á verulegan árangur í baráttu gegn verðbólg- unni en með því að atvinnuleysi hefði orðið, hefði áfellisdómur kjósenda orðið enn þyngri. Ríkis- stjórnin tók við slíku feni í efnahagsmálum, að fjögur ár hafa ekki dugað til þess að komast upp úr því. Kjósendur eru óánægðir með það og þeirra var rétturinn og valdið til þess að láta þá óánægju í ljósi. Sjálfstæðisflokkur og verkalýðssamtök Eftir fylgistapið í þingkosning- unum bíða Sjálfstæðismanna mik- il verkefni við að vinna upp það sem tapazt hefur. Eitt mikilvæg- asta viðfangsefnið á næstu misser- um verður að bæta samband Sjálfstæðisflokksins við launþega- samtökin og efla stöðu Sjálfstæð- ismanna innan þeirra. Verkalýðs- samtökin tortryggja ríkisstjórn, sem Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur eiga aðild að. Ráð- stafanir þær, sem sú ríkisstjórn hefur þurft að gera, hafa veikt stöðu Sjálfstæðisflokksins meðal launþega. Þá stöðu þarf að styrkja á ný. Ekki bætir úr skák, að tveir helztu verkalýðsforingjar Sjálf- stæðisflokksins, þeir Pétur Sig- urðsson og Guðmundur H. Garð- arsson féllu út af þingi. Það gerir þetta verkefni enn erfiðara en ella. I raun voru þeir báðir felldir í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrr í vetur. Um það var fjallað í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á sínum tíma við takmarkaða hrifningu margra Sjálfstæðis- manna. Staðreyndin er auðvitað sú, að menn virðast þurfa aðra hæfileika til þess að ná kosningu í prófkjöri heldur en til þess að ná til kjósenda í almennum kosning- um. Prófkjörin hafa veikt Sjálf- stæðisflokkinn en ekki styrkt hann. Fall tveggja helztu verka- lýðsforingja Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri sl. haust varð flokknum örlagaríkt í þessum kosningum. Sjálfstæðismenn verða að skilja, að stærð Sjálfstæðisflokksins og styrkur felst í því, að flokkurinn hefur spannað yfir breitt skoðana- svið. Launþegasamtökin eru öflug- ustu félagsmálasamtök okkar tíma. Sjálfstæðisflokkurinn er annar stærsti launþegaflokkur landsins. Það er beinlínis broslegt, þegar talað er um „verkalýðsflokk- ana tvo“ þ.e. Alþýðuflokk og Alþýðubandalag af þeirri einföldu ástæðu, að Sjálfstæðisflokkurinn er mun öflugri verkalýðsflokkur en Alþýðuflokkurinn og það er stuðningur Sjálfstæðismanna sem hefur tryggt Alþýðuflokknum þá áhrifastöðu, sem hann hefur haft í verkalýðssamtökunum undan- farna áratugi. Sjálfstæðisfólk þarf að bera gæfu til að efla verkalýðsforingja Sjálfstæðisflokksins til áhrifa á ný innan flokksins. Ef það gerist ekki munu fjölmargir kjósendur, sem veitt hafa Sjálfstæðisflokknum stuðning, komast að þeirri niður- stöðu, að flokkurinn hafi engan áhuga á fylgi launþega. Það dugar ekki að tala fagurlega til launþega heldur verður að sýna í verki áhuga á málefnum þeirra, bæði með stefnumörkun flokksins, að- gerðum í ríkisstjórn og þeim áhrifum, sem verkalýðsforingjar úr röðum Sjálfstæðismanna hafa innan flokksins og á stefnumótun hans. Ekkert verkefni við uppbygg- ingu Sjálfstæðisflokksins á næstu árum er mikilvægara en einmitt þetta. Skilji Sjálfstæðisfólk þetta ekki er mikil hætta á ferðum. Sjálfstæðis- flokkurinn og æskan Sagt er, að hinir ungu kjósendur hafi ekki greitt Sjálfstæðisflokkn- um atkvæði í þessum kosningum. Vel má það vera rétt. í því sambandi er þó rétt að minna á, að unga fólkið hlýtur að hafa stutt Sjálfstæðisflokkinn dyggilega í kosningunum 1974, ella hefði hann ekki unnið slíkan kosningasigur sem þá. Margar ástæður geta legið til þess, að ungir kjósendur hafi ekki leitað til Sjálfstæðisflokksins að þessu sinni. Morgunblaðið kann ekki svör við því frekar en aðrir. En á ýmislegt má benda. Það er álkunna, að ungt fólk á aldrinum 20—30 ára er vinstri sinnaðra en áður var. Vinstri bylgja, sem hófst út í löndum _á árunum upp úr 1968 hefur riðið yfir okkur eins og aðra. En margt bendir líka til þess, að hún sé að fjara út og að skoðanaskipti séu að verða í hópi þess æskufólks, sem er í framhaldsskólum en enn ekki komið á kosningaaldur. Það kemur í ljós í næstu kosningum, hvort svo er í raun. Spyrja má, hvort viðnám Sjálf- stæðisflokksins gegn þessari vinstri bylgju, sem gengið hefur yfir meðal æskufólks, hafi verið nógu sterkt og skipulegt. Spyrja má, hvort viðnám Sjálfstæðis- flokksins gegn þeirri pólitísku misnotkun, sem átt hefur sér stað í skólum landsins, hafi verið nægilega öflugt, ef það hefur þá verið eitthvert. Spyrja má, hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi í stefnumörkun sinni komið nægi- lega til móts við hugmyndir nýrrar kynslóðar, sem á margan hátt hefur ánnað verðmætamat en fyrri kynslóðir. Spyrja má, hvort æskulýðssamtök Sjálfstæðis- flokksins hafi verið nægilega opin fyrir nýjum hugmyndum um framþróun þjóðfélagsins, sem bryddað hefur á í röðum æsku- fólks. Spyrja má, hvort Sjálfstæð- isflokkurinn hafi lagt nægilega áherzlu á framgang ýmissa hags- munamála ungs fólks t.d. í sam- bandi við húsnæðismál. Spyrja má, hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi skilið nægilega vel vanda þess stóra hóps ungs fólks sem er að berjast í námi bæði heima og er- lendis. Þannig má lengi halda áfram að spyrja spurninga, sem svör eru ekki til við í dag. Morgunblaðið ásakar engan og varpar ekki sökinni á sambands- leysi Sjálfstæðisflokksins við æsk- una á herðar einum fremur en öðrum. Morgunblaðið varpar þess- um spurningum til umhugsunar fyrir Sjálfstæðismenn og aðra, því að ljóst er að samhliða bættum tengslum við verkalýðssamtök og öflugu starfi innan þeirra hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að snúa sér að því á næstu misserum að skilja æskuna betur, en honum hefur tekizt að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.