Morgunblaðið - 02.07.1978, Side 16

Morgunblaðið - 02.07.1978, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1978 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldúr Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Augiýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. ó mðnuði innanlands. i lausasölu 100 kr. eintakió. Særsta verkefní í lands- málum á næstu árum er vafalaust lagning varan- legra vega. Á örfáum ára- tugum hefur verið byggt upp víðtækt vegakerfi og segja má, að flestar byggð- ir séu nú í sæmilegu vegasambandi, enda þótt sum byggðarlög og jafnvel heilir landshlutar eins og t.d. Vestfirðir búi enn við slæmar samgöngur að vetri til. Lagning þessa vega- kerfis, þótt um malarvegi sé að ræða, er mikið afrek fyrir fámenna þjóð, sem býr í stóru landi. Þegar við hugsum til þess, að við erum margfalt fámennari þjóð en t.d. Danir, en búum í stærra landi, og höfum komið því öllu í einhvers konar vegasamband verður kannski ljóst, að afrek hefur verið unnið með lagningu þeirra vega, sem fyrir eru. En áfram þarf að halda og með vaxandi bílaeign almennings eru meiri kröf- ur gerðar til veganna en áður. Á síðustu tveimur áratugum hefur orðið bylt- ing í gatnagerð í þéttbýli. Reykjavíkurborg undir for- ystu Sjálfstæðismanna var í fararbroddi í þessari gatnagerðarbyltingu en aðrir þéttbýlisstaðir hafa fylgt í kjölfarið og á undanförnum árum hefur verið gert stórátak í gatna- gerð í kaupstöðum og kauptúnum um land allt. Nú er röðin komin að þjóðvegakerfinu. Fyrir kosningar lagði Sjálfstæð- isflokkurinn fram áætlun um lagningu varanlegs slitlags á vegi landsmanna á 15 árum. Hafi einhver haldið, að hér væri um kosningabrellu að ræða, er það áreiðanlega á misskiln- ingi byggt. Ekki verður dregið í efa, að verði Sjálfstæðisflokkurinn aðili að nýrri ríkisstjórn muni flokkurinn leggja áherzlu á, að þessi vegaáætlun verði tekin upp í málefna- samning nýrrar ríkis- stjórnar. Verði Sjálfstæð- isflokkurinn utan ríkis- stjórnar munu þingmenn hans vafalaust fylgja þessu máli fram á Alþingi. Þjóð- vegakerfi landsins stenzt ekki lengur þær kröfur, sem til þess eru gerðar. Sýnt hefur verið fram á, að það er ekki meira átak fyrir þjóðina alla að koma byggöum landsins í sam- band við varanlega vegi en það var fyrir Reykvíkinga á sínum tíma að malbika allar götur þorgarinnar á 10 árum. í vegaáætlun Sjálfstæðisflokksins var skilmerkileg grein gerð fyrir því, hvernig fjár- magna ætti þessar vega- framkvæmdir, og getur enginn haldið því fram, að lagðar séu fram áætlanir um kostnaðarsamar fram- kvæmdir án þess að þess sé getið, hvernig eigi að afla fjár til þeirra. Varanleg vegagerð um landið allt er í raun nýtt landnám fyrir okkur Is- lendinga. Gatnagerð 1 Reykjavík og öðrum þétt- býlissvæðum hefur ger- breytt svipmóti borgar og kaupstaða og kauptúna. Öll er þessi byggð hreinlegri og fallegri en áður var. Hið sama mun verða, þegar varanlegir vegir hafa verið lagðir um landið allt. Landið mun breyta um svip. Það verður hreinna og fallegra. Tækifæri fólks til þess að ferðast með þægi- legu móti um landið marg- faldast. Hinar dreifðu byggðir verða í betra vega- sambandi en áður. Fjár- hagslegur sparnaður vegna minna viðhalds á bílum og minni notkunar eldsneytis verður geysilegur. Öll rök hníga að því, að varanleg vegagerð verði næsta stór- átak í málefnum lands og þjóðar. Morgunblaðinu er vel ljóst, að slíkar áætlanir kunna að mæta efasemdum í þeim landshlutum, sem ekki eru komnir í vegasam- band nema hluta úr ári eins og t.d. á Vestfjörðum. Það er skiljanlegt. En þessari nýju vegaáætlun sjálfstæðismanna er ekki ætlað að draga úr fram- kvæmdum við slíka vega- gerð úti á landsbyggðinni. Hér eiga því hagsmunir einstakra byggðarlaga ekki að rekast á. Hitt er svo annað mál, að meðal þeirra ráða sem beita þarf gegn verðbólg- unni er að draga úr opin- berum framkvæmdum. Einhverjum kann því að sýnast það skjóta skökku- við að hvetja til baráttu gegn verðbólgunni og hvetja til verðbólguauk- andi framkvæmda. En hér þarf að velja og hafna. Varanleg vegagerð á að vera forgangsframkvæmd og draga á úr öðrum framkvæmdum hins opin- bera á móti. Varanlegir vegir um allar byggðir landsins á 15 árum er heiliandi og stórbrotið við- fangsefni. Heillandi og stór- brotið verkefni I Reykjavíkiirbréf Laugardagur 1. júlí ... Fylgi Sjálfstæðis- flokksins fyrr og nú Sjálfstæðisflokkurinn fékk í þingkosningunum á sunnudaginn var minna fylgi meðal kjósenda en nokkru sinni fyrr í sögu flokksins. Hlutfall Sjálfstæðisflokksins af greiddum atkvæðum var 32,7%. Aður hafði það hlutfall lægst verið 36,2% í kosningunum 1971. Þegar atkvæðahlutfall Sjálfstæðisflokks- ins er skoðað frá uphafi til þessa dags kemur í ljós, að fylgi flokksins er mest, þegar hann er í stjórnarandstöðu eða við lok slíks tímabils en töluvert minna að jafnaði, þegar flokkurinn er í stjórn. Þetta kemur í ljós, þegar hlutfallstölur flokksins frá 1931 eru skoðaðar. I öllum kosningum, sem fram fara á árunum milli 1930—1940 hefur Sjálfstæðis- flokkurinn yfir 40% greiddra atkvæða. Hæst komst atkvæða- hlutfall Sjálfstæðisflokksins í þingkosningum 1933 er hann fékk 48,2% greiddra atkvæða. Mestan hluta þessa tímabils er Sjálf- stæðisflokkurinn utan ríkisstjórn- ar enda er þetta helzta valdatíma- bil Framsóknarflokksins í íslenzk- um stjórnmálum. Undir lok ára- tugarins tekur Sjálfstæðisflokkur- inn þátt í þjóðstjórn og í næstu kosningum á eftir, sumarið 1942 fer atkvæðahlutfall flokksins í fyrsta sinn niður fyrir 40%. í öllum alþingiskosningum, sem fram fara á fimmta áratugnum var kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins fyrir neðan 40%. Allan þann áratug er Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn, ef undan er skilið tímabil utanþingsstjórnarinnar. I alþingiskosningunum 1953 fór hlutfall Sjálfstæðisflokksins niður í 37,1% og hafði þá aldrei verið lægra. Þær kosningar fóru fram eftir þriggja ára samstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks. I þingkosningunum 1956 fór fylgi flokksins aftur upp fyrir 40% og var það í fyrsta sinn frá 1937, sem það gerðist. í þing- kosningunum 1956 fékk Sjálf- stæðisflokkurinn 42,4% greiddra atkvæða. í þeim kosningum háttaði þannig til, að Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur höfðu myndað svokallað „Hræðslubanda- lag“, sem var kosningabandalag þessara tveggja flokka, myndað í því skyni að nota rangláta kjör- dæmaskipan til þess að tryggja þessum tveimur flokkum meiri- hluta á Alþirigi, enda þótt þeir hefðu langt frá því meirihluta meðal kjósenda og voru helztu reiknimeistarar flokkanna tveggja í þeim kosningum Ólafur Jóhannesson og Gylfi Þ. Gíslason. Þessi tilraun mistókst en hún hefur vafalaust verið ástæðan fyrir því, að Sjálfstæðisflokkurinn hlaut svo hagstæða útkomu í þeim kosningum, en þá hafði flokkurinn um sex ára skeið verið í stjórnar- samstarfi við Framsóknarflokk- inn. Vinstri stjórn var mynduð 1956 og í fyrstu kosningum, sem fram fóru eftir að valdatíma hennar lauk, vorið 1959, fékk Sjálfstæðis- flokkurinn enn yfir 40% greiddra atkvæða, nánar tiltekið 42,5%. Um haustið það ár fóru enn fram kosningar vegna breyttrar kjör- dæmaskipunar og þá fór flokkur- inn niður fyrir 40%. Með Viðreisnarstjórninni, sem kom til valda haustið 1959 komu ferskir vindar inn í íslenzkt stjórnmálalíf. Hún varð vinsæl ríkisstjórn enda losaði hún um margvísleg höft, sem þjakað höfðu þjóðina í áratugi. I kosningunum 1963 sem fram fóru eftir fyrsta kjörtímabil Viðreisnarinnar verðlaunuðu kjósendur Sjálf- stæðisflokkinn fyrir góða frammi- stöðu og varð atkvæðahlutfall hans 41,4%. í þingkosningunum 1967 fór kjörfylgið hins vegar niður í 37,5% og enn niður í 36,2% en þá hafði Sjálfstæðisflokkur verið í ríkisstjórn samfellt í 13 ár. Að loknu vinstri stjórnartíma- bili 1971—1974 vann Sjálfstæðis- flokkurinn enn á ný stórsigur og hlaut 42,7%. Af þessu yfirliti má sjá, að það er nokkurn veginn meginlína í kjörfylgi Sjálfstæðis- flokksins, að hann hefur yfir 40% greiddra atkvæða í stjórnarand- stöðu, en fer niður fyrir þetta mark, þegar hann hefur átt sæti í ríkisstjórn um skeið. Fylgistapið nú Vafalaust verður ýmsum að orði eftir þetta yfirlit, að þetta sé nú gott og blessað en Sjálfstæðis- flokkurinn hafi í þessum kosning- um farið langt niður fyrir það, sem hann hafi lægst farið áður og það hljóti að vera Sjálfstæðismönnum áhyggjuefni. Þetta er vissulega rétt. Fyrsta verkefnið er að leita orsakanna til þessa fylgistaps. Þegar litið er yfir feril núverandi ríkisstjórnar síðustu fjögur ár kemur í ljós, að Sjálfstæðisflokkn- um hefur tekizt að leysa tvö höfuðmál, sem flokkurinn lagði megináherzlu á í þingkosningun- um 1974. Þessi tvö mál eru áframhaldandi varnarsamstarf við Bandaríkin og útfærslan í 200 sjómílur. Raunar er útfærslan í 200 sjómílur, þorskastríðið, sem fylgdi í kjölfar hennar og þeir samningar, sem ríkisstjórnin gerði við Breta og V-Þjóðverja, sem tryggðu, að þeir eru nú fyrir fullt og allt horfnir á brott af íslenzkum fiskimiðum, slíkt afrek í íslenzkri stjórnmálasögu, að jafnvel þótt þessi ríkisstjórn hafi tapað 10 þingsætum í kosningunum á sunnudaginn var, mun hennar minnzt síðar meir, sem þeirrar ríkisstjórnar, sem markað hefur einna dýpst spor í sögu íslands á síðari hluta þessarar aldar. Þriðja höfuðverkefnið, sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði áherzlu á í kosningabaráttunni 1974 var að koma verðbólgunni niður á hæfilegt stig. Það mistókst og það er áreiðanlega meginástæð- an fyrir því, að fylgistap stjórnar- flokkanna varð svo mikið, sem raun ber vitni um. En um leið og játa ber hispurslaust, að ríki- stjórninni hafi mistekizt að koma verðbólgunni niður á hæfilegt stig er mikilvægt, að gera sér grein fyrir þvi, að efnahagsstefna hennar hefur samt sem áður borið margvíslegan árangur, þótt hún hafi ekki skilað því sem öllu skipti. Ragnhildur Helgadóttir gerði glöggan samanburð á viðskilnaði vinstri stjórnar og árangri núverandi ríkisstjórnar í efna- hagsmálum í grein, sem hún skrifaði í Morgunblaðið hinn 21. júní sl. Þar þendir hún m.a. á eftirtaldar staðreyndir: Þegar vinstri stjórnin tók við var verðbólgan 7%. Þegar hún fór frá var hún 54%. Fyrir einu ári var verðbólgan komin niður í 26%. Nú er hún áætluð 26% á ári. Þetta er árangur en ekki nægilegur. Þegar vinstri stjórnin fór frá var viðskiptahallinn 11,5%. Á þessu ári verður hann 0,5%. Viðskilnaður vinstri stjórnar við ríkisfjármálin var slíkur, að raun- verulega má segja, að hallinn á ríkissjóði hafi numið um 20 milljörðum króna á ári á núgild- andi verðlagi. Hallinn á ríkissjóði i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.