Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1978 5 Ragnheiður Steindórs- dðttir Framhaldsleik- rit í útvarpi: Spennan eykst með hverjum þætti „Leindardómur leiguvagnsins“ nefnist leikrit, sem í kvöld hefur göngu sína í útvarpi og hefst kl. 21.50. Leikritið verður síðan flutt næstu fimm sunnudaga á sama tíma. Leikritið „Leindardómur leigu- vagnsins" er sakamálaleikrit og eru höfundar þess Fergus Hume og Michael Hardwicke. Þýðinguna gerði Eiður Guðnason, en leikstjóri er Gísli Alfreðsson. í stærstu hlutverk- unum eru Jón Gunnarsson, Rúrik Haraldsson, Ragnheiður Steindórs- dóttir, Sigurður Karlsson og Baldvin Halldórsson. Leikurinn gerist í Ástralíu fyrir 100 árum. Maður finnst myrtur, og margir eru líklegir til að hafa framið ódæðið. Spennan eykst með hverjum þætti, og óhætt mun að segja að leiguvagninn „leiki“ ekki minnsta hlutverkið. Michael Hardwicke er kunnur fyrir að búa sögur og leikrit til útvarpsflutnings, m.a. þætti um þann fræga Sherlock Holmes, sem fluttir hafa verið hér í útvarpinu. r Utvarp mánudagskvöld kl. 22.50: Kvartett eftir Giuseppe Verdi Kvöldtónleikar hefjast í útvarpi annað kvöid klukk- an 22.50. Þá leikur Enska kammer- sveitin kvartett fyrir strengjasveit eftir Giuseppe Verdi. Stjórnandi er Pinch- as Zukerman. Felicja Blumental og Sinfóníuhljómsveitin í Vín leika „Concertstuck" fyrir píanó og hljómsveit op. 113 eftir Anton Rubinstein. Stjórnandi er Helmuth Fro- schauer. Við tlvtjum bflinn- ið fljúgið í frfið Það er fátt skemmtilegra en ferðalag á eigin bíl í út- löndum, það geta þeir staðfest sem reynt hafa. Við bjóðum tíðar skipaferðir til fjölmargra hafna í Evróþu, t.d. Antwerpen, Felixstowe, Gautaborgar, Hamborgar, Kaupmannahafnar og Rotterdam. Senda má bílinn til einnar hafnar og heim aftur frá annarri höfn, ef þess er óskað. Leitið upplýsinga um áætlanir okkar og hin hagstæðu farmgjöld. HE EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Pósthússtræti 2 sími 27100. í dag kl. 11.00 hefst í útvarpi messa í Laugarneskirkju.. Sóknarpresturinn, séra Jón Dalbú Hróbjartsson, þjónar fyrir altari. Séra Kristján Valur Ingólfsson prédikar. Organleikari er Gústaf Jóhannesson. Sunmferð78ÍSfc GRIKKLÁND AÞENUSTRENDUR RHODOS SKEMMTISIGLING Dagflug á þriðjudögum. Nýr og heillandi sumarleyfis- staður Islendinga. Yfir 1000 farþegar fóru þangað á síðasta ári þegar Sunna hóf fyrsta íslenska farþegaflugið til Grikklands og hafa margir þeirra pantað í ár. Þér getið valið um dvöl í frægasta tískubaðstrandarbæjum Gylfada í nágrenni Aþenu, þér gatið dvalið þar á íbúðarhótelinu Oasis, bestu íbúðum á öllum Aþenu- svæðinu með hótelgarði og tveimur sundlaugum, rétt við lúxusvillu Onassis-fjölskyldunnar, góðum hótelum, eða rólegu grísku umhverfi, Vouliagmeni, 26 km frá Aþenu. Einnig glæsileg hótel og íbúðir á eyjunum fögru, Rhodos og Korfu að ógleymdri ævintýrasiglingu með 17. þús. lesta skemmtiferðaskipi til eyjanna Rhodos, Krítar og Korfu, auk viðkomu í Júgóslavíu og Feneyjum. Hægt er að skipta Grikklandsdvöl, og velja viku með skemmtiferðaskipinu, og 1 eða 2 vikur á Aþenuströndum eða eynni Rhodos. Reyndir íslenskir fárastjórar Sunnu og íslensk skrifstofa. Einnig Sunnuflug til: MALLORCA dagflug á sunnudögum COSTA DEL SOL dagflug á föstudögum COSTA BRAVA dagflug á sunnudögum ÍTALÍA dagflug á þriöjudögum KANARfEYJAR dagflug á fimmtudögum PORTÚGAL dagflug á fimmtudögum SUNNA %\ 5 ( ó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.