Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JULI 1978 Hafnarfjarð- arkirkja IIAFNARFJARÐARKIRKJAi Messa kl. 11 árd. í dag. Séra Bjarni Sigurðsson lektor frá Mosfelli annast messugjörðina. Séra Gunn- þór Ingason. — Þórður kosinn Framhaid af bls. 32 er Islendingum heimilt að veiða 1.524 hvali, en þó má ársveiði aldrei fara fram úr 304 langreyð- um. Alþjóða hvalveiðiráðið hefur aldrei áður sett slíkan kvóta sem þennan — því allir aðrir kvótar eru veittir frá ári til árs. Er það eingöngu vegna þess að álitið er að stofninn sé það sterkur að hann þoli slíkan kvóta. Þá er óbreyttur kvóti að því er varðar sandreyðina 84 hvalir á ári. Þá er kvótinn um veiðar búrhvala rúmlega 600 hvalir, en sá kvóti nær til mun stærra svæðis. Hafa íslendingar aldrei veitt nema eitthvað á annað hundrað hvali af þeirri tegund. Eins og áður segir var Þórður Asgeirsson kjörinn formaður al- þjóða hvalveiðiráðsins til næstu þriggja ára. í ráðinu eru 17 þjóðir og hafa nokkrar þjóðir nú tilkynnt að þær muni ganga í ráðið. Eru það þjóðir eins og Chile, Spánn og Perú. Ráðið heldur árlega fundi, — en fráfarandi formaður var Astralíumaður, Bollen að nafni. Þessar þjóðir eiga aðild að ráðinu: Argentína, Brasilía, Kanada, Ástralía, Frakkland, Danmörk, Island, Japan, Mexíkó, Holland, Nýja Sjáland, Noregur, Suður- Afríka, Panama, Rússland, Banda- ríkin og Bretland. Panama hefur tilkynnt að það hyggist segja sig úr ráðinu, enda stunda Panamabú- ar engar hvalveiðar. Þeir Þórður, Kristján og Jón munu nú halda til Kaupmanna- hafnar, þar sem haldinn verður fundur í boði dönsku ríkisstjórnar- innar. Á fundinum verður fjallað um nýja stofnskrá fyrir alþjóða hvalveiðiráðið. — Formennsku- deilan óleyst Framhald af bls. 32 um þetta deilumál, en á borgar- stjórnarfundi næstkomandi fimmtudag mun eiga að kjósa í Hafnarstjórn, en kosningu í hana var frestað á sínum tíma. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu mun Guðmundur J. Guðmundsson hafa tryggt sér stuðning a.m.k. tveggja borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins, þeirra Guðrúnar Helgadóttur og Guðmundar Þ. Jónssonar. Óvíst er um afstöðu Þórs Vigfússonar borgarfuli- trúa. — Alþýðublað- ið 4 síður Framhald af bls. 2 Gylfi Þ. Gíslason sagði að Árni Gunnarsson ritstjóri Alþýðublaðs- ins væri nú staddur erlendis, þannig að honum fjarstöddum væri ekki unnt að segja hvernig mál skipuðust er hann tekur sæti á Alþingi, „en hann verður alla vega ritstjóri fyrst um sinn“. Þeir Haukur Helgason og Vilmundur Gylfason annast ritstjórn blaðsins í fjarveru Árna. Gylfi sagði að Alþýðublaðið hefði notið vaxandi fylgis Alþýðu- flokksins að undanförnu og hefðu blaðinu bætzt áskrifendur um og eftir alþingiskosningarnar. Ekki kvaðst Gylfi geta sagt til um í hve stóru upplagi Alþýðublaðið yrði gefið út nú, né heldur vildi hann nefna ákveðinn áskrifendafjölda. — Hrapaði Framhald af bls. 32 hætti slysið varð né heldur hversu langt drengurinn féll, en bergið er hæst 15,3 metrar. Félagi drengsins leitaði hjálpar og var lögreglunni tafarlaust tilkynnt um atburðinn. Drengur- inn var fluttur í sjúkrahúsið í Keflavík og þaðan í slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík. \ Black s Decken Mest selda garðsláttuvél landsins Hin vinsæla rafknúna Black & Decker MEÐ NÝTT ÚTLIT STÆRRI MÓTOR OG TVÖFALDA EINANGRUN D. 808 525 w m/ grasskúffu Slær blautt gras Stutt og langt — stökkt og gróft aö yðar vilja. ÓDÝR - LÉTT - HANDHÆG Lítið inn á næsta útsölustað. G. Þorsteinsson & Johnson ÁRMÚLA 1 - SÍMI 85533 SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég stjórna bekk ungs fólks. Þau spurðu mig, hvert væri hið eiginlega gildi Biblíunnar á þeim tímum vísinda, sem við lifum á. Hvernig get ég svarað þessu? Ég þykist vita, að sumt af þessu unga fólki hafi sjiurt um, hvaða erindi Biblían ætti við okkar tíma. Ég trúi því, að engin bók í víðri veröld eigi eins vel við okkar tíma og Biblían og að líf okkar verði tómt og snautt án kenninga hennar. Það er ekki lengra síðan en í morgun, að ég las þessi orð: „Orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar og er vel fallið til að dæma hugsanir og hugrenningar hjartans. Og enginn skapaður hlutur er honum hulinn, en allt er bert og öndvert augum hans, sem hér er um að ræða“. (Hebr. 4,12-13). Þessi lýsing á Biblíunni ætti að sýna okkur, hversu mikilvægt það er, að við látum Guð tala til okkar af síðum hennar. Því aðeins getum við séð okkur, eins og Guð sér okkur. Því aðeins getum við þekkt Guð eins og hann er í raun og sannleika. Lesum Biblíuna rækilega, og hún á hjálp í allri þörf hjartna okkar og lífs. Látum hinar helgu ritningar vera leiðbeinanda okkar, og við komumst að raun um, að vegurinn jafnast og vilji Guðs verður augljós. Margt annað mætti nefna, en þetta vil ég segja að lokum: „Þegar við biðjum Guð að tala til okkar, er við lesum Biblíuna, gerir hann það ævinlega." — Telja sig hafa náð árangri Framhald af bls. 2 málefnum ekki síður fyrir Islend- ins?a en aðra ö({ einnig viljum við benda á að við fordæmum ofveiði hvala hvar sem er í heiminum, höfum t.d. í huga Spán og Færeyjar, sem við nefndum áðan, og Japani og aðra sem hafa gengið nærri stofnum hvala víðs vegar um heim. Aðspurðir um frekara framhald á næsta sumri kváðust þeir ekki vita alveg um, en ráðgerðu þó að koma aftur og þá reynslunni ríkari og betur undir það búnir að takast á við hvalveiðiskipin. Sögðu þeir að kvikm.vndað hefði verið nokkuð mikið í ferðinni og myndu þeir e.t.v. koma hingað í vetur þegar myndin væri tilbúin til að kynna hana íslendingum. — Sadat Framhald af bls. 29. Ég sneri heim frá Israel. Sam- staða hafði náðzt í tveimur grundvallaratriðum: engin styrj- öld framar milli þjóða okkar og trygging öryggis þjóða okkar. Ég ávarpaði egypzka þingið og skýrði frá ferðinni og málflutningur minn fékk nær óskoraðan stuðn- ing. Ég þori ekki á þessari stundu að segja hvað framtíðin muni fela í sér. En sjálfur veit ég að ég mun standa við friðarfrumkvæði mitt. Ég mun ekki láta mér úr greipum ganga neitt það tækifæri sem gæti leitt til sæmandi og nauðsynlegs friðar í Miðausturlöndum. (hk þýddi, stytti og endursagði) — Er ástæða til að óttast Sovétríkin? Framhald af bls. 17. En þaö er erfitt að trúa að þetta sé það sem í rauninni vakir fyrir Sovétmönnum. Sovétríkin eiga við annað varnarvandamál að stríða fyrir utan það, er að Vesturlöndum snýr; gagnvart nágrönnunum í austri, Kínverjum. Margir vest- rænir hernaðarsérfræðingar hafa um skeið verið uppveðraðir af karpi Kínverja og Kremlverja. Hefur mörgum þeirra verið boðið til Kína, þar sem þeir hafa þóknast gestgjöfum sínum með yfirlýsingum um ágæti þess að Kínverjar myndi hernaðarlegt mótvægi gegn Sovétríkjunum. En jafnframt því að hernaðar- sérfræðingar á Vesturlöndum líta til Kínverja með velþóknun staf- ar af þeim umyrðalausri ógn í augum Moskvuyfirvalda. Hafa sovéskir embættismenn látið í veðri vaka að hin nýja kínverska forysta sé ekki hótinu skárri en stjórn Mao formanns. í veigamikilli grein í síðustu viku sakaði málgagn sovéska kommúnistaflokksins, Pravda, Kínverja um að búa sig undir þriðju heimsstyrjöldina. I kjölfar hennar birtist önnur þar sem látið var að því liggja að ráðgjafi Carters Bandaríkjaforseta í öryggismálum, Zbigniew Brzezinki, hefði í nýafstaðinni ferð sinni til Peking samþykkt „á andsovéskum grundvelli sameig- inlega stjórnmálastefnu með Kína varðandi fjölda alþjóðlegra vandamála." Sovétmenn hafa enn ekki borið Vesturlöndum á brýn hernaðarsamvinnu við Kínverja. Á hinn bóginn eru þeir greinilega þess uggandi að Bretar og aðrar Vesturevrópuþjóðir kunni að selja Kínverjum vopn. (Kínverjar hafa látið í ljós áhuga á svo- nefndri „Harrierþotu" Breta). Málsvarar vopnasölu til Kína hafa ekki hugleitt afleiðingar slíkra viðskipta til enda. Að minnsta kosti hafa Bretar enn ekki gert upp hug sinn um hvort salan myndi láta meira illt en gott af sér leiða. En Sovétmenn eru ekki í vafa. Hafa þeir þegar varað vestur-evr- ópskar ríkisstjórnir við of nánu samstarfi við Kínverja og sagt að það gæti skaðað tengsl þeirra og Moskvuyfirvalda „óbætanlega." Svo mikið má fullyrða að Vesturlönd eiga ekki í baráttu við eftirfarandi vandamál: að dragn- ast með hagkerfi, sem getur ekki annað hvort tveggja þörfum hers og borgara, að minnsta kosti ekki jafn harðan, auk þess að eiga yfir höfði sér hugsanlegan óvin bæði í austri og vestri. Augsýnilega eru vandamál þessi alvarlegri og langlífari en svo að ástæða sé til að líta á Sovétríkin sem stórveldi sem fyrirstöðulaust geti farið sínu fram í heiminum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.