Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1978 13 Norska Konunglega siglinga- klúbbsins. Hann er nú heiðursfor- seti Alþjóðlega kappsiglinga- félagsins. Hann er ávallt viðstaddur árlega kappróðrar- keppni að Handö við Suðurenda Oslófjarðar. Þar dvelur hann á sumrin — en Konungssnekkjan Norge liggur við akkeri úti á firðinum. Norge var gjöf frá norsku þjóðinni til Hákonar konungs eftir seinni heims- styrjöldina. Stríðsárin í Noregi Ólafur Konungur lítur á sig sem dæmigerðan fulltrúa norsku kyn- slóðarinnar frá árunum milli stríða. „Við höfðum upplifað mestu eyðileggingu og óhamingju í okkar heimsálfu svo öldum skipti. Við vorum fullviss um að stríð væri nokkuð sem aldrei myndi endurtaka sig.Nú er vitað að sagan endurtók sig og að í þetta sinn slapp Noregur ekki. Norska þjóðin veitti mótstöðu við innrás Þjóðverja árið 1940 Þegar baráttunni lauk í Norður- Noregi og sýnt var að Hákon konungur yrði að flýja Noreg bauðst Ólafur krónprins til að verða eftir í landinu. Ríkisstjórnin afþakkaði boðið, en þakkaði og mat við hinn unga mann umh- yggju þá sem hann sýndi þjóð sinni. Konungur og ríkisstjórn fóru til Bretlands. Þar tók Ólafur þátt í öllum norsku athöfnunum á árun- um 1940—1945. Hann sat í ríkis- ráðinu, fór og hitti norska sjó- menn þegar þeir komu í höfn, skoðaði herdeildirnar sem börðust undir norskum fána og talaði til landa sinna í ólöglegu útvarpi, sem þeir hlustuðu á í hinu hertekna landi. Mikilvægust voru þó þau sam- bönd sem hann kom á við Banda- ríkin. Hann ferðaðist þar um og fór og skoðaði norsku herdeildirn- ar sem voru í þjálfurn í Kanada. Ólafur kynntist Roosevelt forseta og fór um hann fögrum orðum. Á stríðsárunum notaði norska ríkis- stjórnin þessi tengsl við æðstu menn í Bandaríkjunum, þegar mikið lá við, og kynna þurfti vilja Norðmanna. Ólafur var settur yfirmaður norska heraflans frá 1. júlí 1944 — hann lét af þeim störfum 15. júlí 1945. Krónprinsinn lét sér ekki nægja að vera aðeins tákn, heldur vann hann mikið og ferðaðist um. Enn eru sagðar sögur meðal liðsforingja frá þessum tíma af hinum löngú stundum sem yfir- maður heraflans vann og hélt fundi í Kingston House í London. Hann sá um að í síðustu átökunum á norskri grund yrði allur liðtækur liðsauki sendur þangað. í þeirri baráttu var framlag Norðmanna sjálfra mjög mikilvægt, en í henni tóku þátt hinn stóri kaupskipa- floti, norski sjóherinn, flugherinn, og landher, sem í voru meðal annars flóttamenn frá Svíþjóð. Skipafloti Vestmannaeyinga fylgir Noregskonungi til hafs. Ólafur um borö í konungssnekkjunni Norge. Sunnudaginn 13. maí steig Ólaf- ur krónprins á land í Osló eftir að Þjóðverjverjar höfðu gefizt upp. Hann ók um höfuðborgina í herbúningi, var viðstaddur endur- opnun hæstaréttar og á fimm ára afmæli brottfarar fjölskyldu sinn- ar frá Tromsö tók hann á móti föður sínum og bauð hann velkom- inn heim fyrir hönd þjóðarinnar. Vígslan 21. desember 1957 féll það í hlut Ólafs að tilkynna norsku þjóðinni dauða konungsins. Hákon hafði verið veikur í tvö ár fyrir lát sitt. Þá tók Ólafur, samkvæmt stjórn- arskránni, við ríkinu og konungs- tigninni og varð hann Ólafur V. Hann kaus sér sömu einkunnarorð og faðir hans hafði gert: „Allt fyrir Noreg“. Ólafur vildi að hann yrði vígður konungur í dómkirkjunni í Þránd- heimi þrátt fyrir að krýningarat- höfnin hafði verið lögð niður af Stórþinginu árið 1908. Hann var vígður Noregskonungur 22. júní 1958. Eftir vígsluna ferðaðist hann um land sitt. Árið 1929 kvæntist Ólafur frænku sinni Martha Sofia Lovisa Dagmar Thura, dóttur Karls Svíaprins og Ingeborg prinsessu. Stærsta brúðargjöf þeirra var frá norskum manni í utanríkisþjón- ustunni, en hann gaf þeim jarð- eignina að Skaugum í Asker. Ólafur og Martha eignuðust þrjú börn, Ragnhildi, Ástríði og Har- ald, sem varð krónprins við lát afa síns. Konungstignin í Noregi er ekki aðeins tákn heldur starfar kon- ungur með ríkisstjórninni. Hann stjórnar ríkisráðsfundi í hverri viku. Sinn fyrsta ríkisráðsfund sat Ólafur 1921, „án atkvæðisréttar, eða ábyrgðar" Hann hefur því setið ríkisráðsfundi nú í hálfa öld, og sótt alla þá fundi sem mögulegt var. Hann segir það hafa verið fróðlegan skóla og að mörgum stjórnmálamánninum hafi hann kynnzt á sínum ferli. Samkvæmt stjórnarskrá setur hann og slítur þingi ár hvert. Við ríkisstjórnarbreytingar spyr hann fráfarandi forsætisráðherra hvern hann eigi að kalla í höllina og fela stjórnarmyndun. Undirskrift hans er nauðsynleg á mörgum opinber- um skjölum og ákvörðunum. Ólafur er sérstaklega geðþekkur maður og hamingjusamur. Hann er glaðlyndur og hefur mikla tilfinningu fyrir sögulegum at- burðum. Hann trúir að framfarir í tækni og vísindum megi nota til að stuðla að öryggi og velmegun í heiminum. Hann trúir á bjartsýni og að hún ein geti leitt heiminn áfram. Jón Hannesson end- urkjörinn formaður Launamálaráðs BHM Aðalfundur launamálaráðs BHM var haldinn í orlofsheimilum bandalagsins að Brekku í Biskups- tungum laugardaginn 6. maí s.l. Jón Hannesson, formaður launamálaráðs, greindi frá starf- semi ráðsins síðasta starfsár. Fram kom í skýrslu stjórnar, að starfsemin einkenndist mikið af undirbúningi og gerð nýrra kjara- samninga í lok síðasta árs. Árni Konráðsson, gjaldkeri launamálaráðs, gerði grein fyrir reikningum ráðsins og kynnti fjárhagsáætlun fyrir næsta starfs- ár. Var hvort tveggja samþykkt athugasemdalaust. Að loknum nokkrum umræðum um samþykktir launamálaráðs fór fram stjórnarkjör. Eftirtaldir voru kosnir í stjórn launamálaráðs fyrir næsta starfsár: Formaður: Jón Hannesson, Félagi mennta- skólakennara, varaform.: Már Pétursson, Lögfræðingafélagi ís- lands, ritari: Grétar Guðbergsson, Félagi ísl. náttúrufræðinga, gjald- keri: Árni Björnsson, Félagi íslenskra fræða og meðstj.: Sólveig Jóhannesdóttir, Félagi háskóla- menntaðra kennara. Þetta einbýlishús á Flötun- um er til sölu Gallar eru á húsinu, metnir á 7.5 milljónir króna í mars 1978. Allar nánari upplýsingar um húseignina fást hjá eiganda, síma 38019 og hjá Júpiter og Mars h/f. Símar 11041, 17955 og 16396. VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í ÞÚ AL'GLÝSIR l'M ALLT LASD ÞF.GAR Þl AUG- LÝSIR í MORGUNBLADLM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.