Morgunblaðið - 02.07.1978, Page 24

Morgunblaðið - 02.07.1978, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1978 . + Útför fööur okkar, Helga Geirsaonar, kennara, Laugarvatni, er lést 27, júní verður gerö frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 4. júlí kl. 15.00 Börnin. + RANNVEIG ÞORSTEINSOÓTTIR frá Kvígíndiafelli, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 4. júlí kl. 13.30. Rafn Franklín Guöbjörg Sigvaldadóttir, Ólafur bórarínaaon. Eiginmaöur mlnn og faöir okkar, BJARNf SIGMUNÐSSON MMtéri, andaöist á Hrafnistu 28. júní. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. júlí kl. 3. Guérún snorradóMir, Inga Bjarnadóttir, Snorri Bjarnason, Björgvin Bjamaaon, Boaai Bjarnaaon. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginkonu, móöur, tengdamóöur og ömmu, SIGÞÓRU BJARGAR ÁSBJÖRNSDÓTTUR, Hollubraut 1, Hafnarfiröi. Borgsteinn Sigurósson, Ásbjörn Borgstoinsson, Bryngeróur Bryngeirsdóttir, Sigbóra B. Áabjörnsdóttir, Bryngeir Ásbjðrnsson, Bergsteinn Ásbjörnsson, Lovísa Áabjörnsdóttir. + Þökkum Innllega auösýnda samúö og vlnarhug vlö andlát og jarðarför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa JÓHAN RÓNNING Svava Rönning, Áata Sylvfa, Níls H. Zlmsen, og börn. + Viö þökkum innilega öllum þeim, sem auösýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa. GÍSLA JÓNSSONAR, frá Helgastöóum, Sérstakar þakkir viljum viö færa öllum þeim, sem hjúkruöu honum í veikindum hans. Sólborg Sigmundsdóttir, börn, tengdasynir og barnabörn + Viö færum þakkir öllum þeim sem heiöruöu minningu MAGNUSAR MAGNÚSSONAR ritstjóra. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug vegna andláts og jaröarfarar móöur okkar ÁGÚSTU S. PÁLSDÓTTUR Mávahlíð 37. Fyrír okkar hönd og annarra vandamanna. Guðrún Á Símonar, Sigríóur Símonardóttir. Ragnheiður Sturlaugs dóttir — Minning Ragnheiður Sturlaugsdóttir, sem borin verður til grafar frá dómkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 3. júlí kl. 13.30, lézt á heilsugæzlustöðinni á Egilsstöðum 25. júní síðastliðinn. Hún fæddist í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd 6. júlí 1893, dóttir hjónanna Stur- laugs Tómassonar bónda þar og seinni konu hans, Herdísar Kristínar Jónsdóttur frá Skarðs- stöðum. Ragnheiður var tveggja ára að aldri, er hún fluttist með foreldr- um sínum til Akureyja á Breiða- firði og ólst þar upp. Fyrri kona Sturlaugs var systir Herdísar, en með henni átti hann átta börn, sem öll eru látin. Þau Herdís og Sturlaugur eignuðust 14 börn og komust 10 þeirra til fullorðinsára, en af þeim eru nú fjórar systur eftir á lífi. Þær eru Sigurborg, í Stykkishólmi, Júlíana, í Hreiður- borg í Flóa, Asta, í Reykjavík og Unnur, sú yngsta, sem býr í Keflavík. Ragnheiður dvaldi í heimahús- um til 18 ára aidurs en þá fór hún í vist til séra Ólafs í Hjarðarholti. Tvítug fluttist hún til Reykjavíkur og vann á ýmsum stöðum til ársins 1917, er hún réð sig sem innan- búðarstúlka til Kristínar Jóns- dóttur Hagbarð, sem rak matvöru- verzlun á Laugavegi 26 og var hjá henni fram til ársins 1942. Árið 1946 varð hún forstöðukona fyrir þvottahúsinu Ægi og gegndi því starfi í tíu ár. Eins og af framangreindu má ráða einkenndist líf Regnheiðar tengdamóður minnar ekki af stórviðburðum. Hún yfirgaf á unga aldri heimabyggð sína og fluttist til borgarinnar eins og fjöldi ungmenna, sem uppalinn var í sveit. En Ragnheiður kunni frá mörgu að segja. Hún var ættræk- in, mannblendin og vinföst og hélt sambandi við fjölda ættingja og kunningja. Akureyjar og allt breiðfirskt var Ragnheiði alla tíð hugleikið. Þar hafði hún alizt upp á góðu heimili og þótt börnin væru mörg var aldrei þröngt í búi. Eyjarnar voru gjöfular og faðir hennar dugandi bóndi og frá æskuárum átti hún góðar endur- minningar. Hún var fróð um breiðfirskar ættir og átti margar sögur i handraðanum af gömlum breiðfirskum sjósóknurum og lífi þar. Eitt mesta happ Ragnheiðar í lífinu var án efa, er hún réð sig til Kristínar Hagbarð. Kristín var merkiskona, sem á unga aldri sigldi til Kaupmannahafnar til að afla sér menntunar. Hún rak lengi matvöruverzlun á Laugavegi 26 með myndarbrag og mun hún m.a. hafa verið fyrsti matvörukaup- maður í Reykjavík, sem seldi heitan mat í búð sinni. Þær Kristín og Ragnheiður bjuggu í sama húsi og verzlunin var í og var heimilið gestkvæmt. Þar kom fjöldi fólks, utanbæjarmenn og Reykvíkingar, og sagði Ragnheið- ur oft frá ýmsu, er fyrir bar á þessum árum. Það var skemmtilegt að hlusta á frásagnir Ragnheiðar af fólkinu, sem kom á Laugaveginn. Höfðingj- ar jafnt sem nauðþurftamenn voru þar á ferð, menntamenn, lista- menn og kynlegir kvistir; sem sagt gamla góða Reykjavík, sem nú er horfin og við þekkjum einungis í bókum eða af afspurn. Kristín og Ragnheiður tóku tvö börn í fóstur, Sigurð, sem dó úr barnaveiki tveggja ára að aldri, og Jóhann Bernharð, sem þær ólu upp og komu til mennta. Jóhann var þekktur íþróttamaður og braut- ryðjandi í íþróttablaðamennsku í höfuðborginni. Hann var kvæntur Svövu Þorbjarnardóttur og áttu þau þrjár dætur. Jóhann lézt árið 1963 aðeins 44 ára að aldri. Ragnheiður giftist ekki en eignað- ist eina dóttur, nöfnu hennar Jónsdóttur, sem gift er undirrituð- um. Ragnheiður Sturlaugsdóttir var orðinn fullorðin, er leiðir okkar lágu saman. Hún var enn fríð kona og virðuleg, en af myndum af henni ungri má sjá að hún var bæði fögur og tíguleg. Hún hafði ákveðnar skoðanir og var óhrædd að halda þeim fram og hún var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Ragnheiður hlýtur að hafa verið góður stjórnandi. Fjöldi stúlkna vann undir hennar stjórn á þeim árum, sem hún vann úti og héldu þær flestar tryggð við hana og heimsóttu oft þótt langt væri um liðið síðan þær störfuðu hjá henni. Síðast í fyrra komu tvær frúr, sem verið höfðu vinkonur hjá Kristínu Hagbarð þegar þær voru Framhald á bls. 27 VATNSNUDDTÆKIÐ FRÁ GROHE ER BYLTING Það er eins og að hafa sérstakan nuddara i baðherberginu heima hjá sér, slík eru áhrif vatnsnuddtækisins frá Grohe. Frábær uppfinning sem er orðin geysivinsæl erlendis. Tilvalið fyrir þá sem þjást af vöðvabólgu, gigt og þess háttar. Hægt er að mýkja og herða bununa aö vild, nuddtækið gefur 19-24 lítra með 8.500 slögum á mínútu. Já, þaö er ekkert jafn ferskt og gott vatnsnudd. En munið að það er betra að hafa „orginal" og það er GROHE. Grohe er brautryðjandi og leiðandi fyrirtæki, á sviði blöndunartækja. RR BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.