Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978 Vopnafjarðarhúsin í Árbæjarsafni VOPNAFJARÐARIIÚSIN svonefndu eru að rísa neðst í túni Árbæjar. en það eru tvö gömul vcrzlunarhús frá því um miðja síðustu öld. sem þurftu að víkja fyrir öðrum framkvæmdum við höfnina á Vopnafirði, og Þjóðminjasafnið tók við þeim. Voru húsin rifin, og þeim fundinn staður í Árbæjarsafni. Stærra húsið, sem nefnt var Beykishús eða Kvernhús, var reist í fyrrasumar, og nú er verið að reisa minna húsið, sem var kallað Kjöthús eða Ullarhús. Sagði Pétur Jónsson, sem hefur umsjón með verkinu, að það sé eins og púsluspil að raða saman viðum hússins, þó merktir séu. Hér stendur Pétur á myndinni við húshornið á Bcykishúsi og í baksýn sést grunnurinn á Ullarhúsinu. Ljósmyndina tók E.B. Ilúsunum var valinn staður neðst í túninu svo þau standa nokkuð eðlilega neðst í byggðinni eins og þau stóðu við sjóinn á Vopnafirði. En í þeim mun Þjóðminjasafn sýna ýmsa gripi og verður það góð viðbót við Árbæjarsafn. á Bolungarvík Bolungarvík, 1. júlí UNDANFARNA daga hafa starfsmenn frá verktakafyrirtæk- inu Véltækni h/f unnið að lagn- ingu kantstcina á þær götur hæjains sem lagðar hafa verið bundnu slitlagi. Að sögn Stefáns Veturliðasonar bæjartæknifræðings er reiknað með að lagður verði kantsteinn á um 4000 metra, og er áætlað að kostnaður við verkið verði um 8 milljónir króna. Ákveðið hefur verið að frestá um sinn frágangi gangstétta þar sem í athugun er hvort hagkvæmt yrði að setja upp fjarvarmaveitu fyrir byggðarlagið, og yrði þá dreifikerfi hennar komið fyrir í gangstéttunum. Nú er bundið slitlag á um 70% gatnakerfis bæjarins en stórátak var gert í þeim efnum á s.l. sumri. Ekki eru fyrirhugaðar neinar framkvæmdir á því sviði í sumar, en unnið verður á þeim götum sem næst verða teknar fyrir. Það er jafnan mikil grózka í byggingamálum okkar Bolvíkinga. Nú eru til að mynda 16 einbýlis- hús í byggingu auk þess er á byrjunarstigi 20 íbúða fjölbýlis- hús, 6 íbúðir fyrir aldraða og 4 leigu- og söluíbúðir. Á næstunni er gert ráð fyrir að hefja byggingu dagheimilis, og er fyrirhugað að gera það fokhelt fyrir haustið. í sumar verður hafin bygging íþróttahúss og er fyrirhugað að vinna að því verki fyrir 10—15 milljónir. Gunnar Eyjólfur Guðmundsson: Fréttabréf frá Noregi Frelsið má ekki glatast Hátíðahöldin á þjóðhátíðar- degi Norðmanna 17. maí fóru fram, svo sem venja er, með ræðuhöldum, skrúðgöngum og dansleikjum. Að sögn kunnugra kom fram óvenju sterk áminning um það sem gerðist vorið 1940, þegar Norðmenn misstu frelsi sitt, og urðu síðan að lúta erlendri harðstjórn um 5 ára skeið. Á því tímabili var ritfrelsi og mál- frelsi afnumið, og bannað var að efna til hátíðahalda á þjóðhátíð- ardeginum. Óheimilt var þá að draga norska fánann að húni, að öðrum kosti gátu viðkomandi átt á hættu fangelsi eða líflát. Á þeim tíma öðluðust Norðmenn dýrkeypta reynslu, en þá fyrst kunna menn að meta lýðræði og frelsi. Þessvegna ber að hafa varnir Noregs sem sterkastar, svo hægt verði að snúast til varnar af meiri þrótti en vorið 1940. Þesi orð og fleiri, varðandi það að standa sem sterkastan vörð um frelsi lýðs og lands, komu fram í sjónvarpi, útvarpi og á hátíðasvæðum, víða um landið. Ástæðan fyrir þessu er m.a. sú að mörgum finnst Sovétríkin viðsjárverður ná- granni, bæði vegna þess að þau virða ekki nörsk lög á Sval- barða, og eins vegna ágreinings um markalínuna á Barentshaf- inu. Herstöðvar Rússa á Kola- skaganum, nokkra kílómetra frá norsku landamærunum, eru og ógnun við fámennt norskt varn- arlið á norðurslóðum. Frydenlund heimsækir Kína Um páskana brá Knut Fryd- enlund, utanríkisráðherra Nor- egs, sér austur til Kína og dvaldi þar nokkra daga í boði kín- versku stjórnarinnar. Kínversk- ir ráðamenn ræddu m.a. al- þjóðamál og minntu sérstaklega á hættuna frá Sovét, og versn- andi sambúð Rússa og Kínverja. Einnig bentu þeir á að Noregur og Kína byggju við svipaðar aðstæður, þegar haft væri í huga að bæði löndin ættu landamæri að Sovétríkjunum. Nauðsyn bæri til að vera á verði gegn útþenslustefnu Sovet- manna, sem stefndu leynt og ljóst að heimsyfirráðum. Varn- arbandalag vestrænna þjóða, NATO, mætti ekki láta blekkj- ast af friðartali þeirra, né afvopnunartillögum, þar sem hagsmunir Rússa og A-Evrópu- kommúnista væru efstir á blaði. í blaðaviðtali eftir heimkom- una, kom m.a. fram að Fryden- lund telur að Kínverjar muni nú á næstunni kappkosta að efla sem mest samvinnu við vestræn lýðræðisríki, bæði á sviði versl- unar, stjórnmála og hernaðar. Augljóst er að yfirgangur Rússa á landamærum Kína gerir sitt að verkum til þess að Kínverjar sjá sig neydda til að ganga í lið með Vesturveldunum. Neysla áfengis minnkandi? Samkvæmt opinberum skýrsl- um virðist svo sem áfengis- neysla Norðmanna fari heldur minnkandi. Árið 1976 var áfeng- isneyslan 4,38 lítrar af hreinum vínanda að meðaltali á íbúa, en nú sl. ár aðeins 3,1 lítri. Til samanburðar má geta þess að árið 1976 var Svíþjóð með 5,9 1, Finnland 6,4 1 og Danmörk 9,2 I. Nú ber þess að geta að verð á áfengum drykkjum hefir hækk- að mjög síðustu misserin, og er HÉR á landi hafa verið staddir tveir kórar frá Norður-Noregi, Bardufoss Korforening og Sangkoret Várkad, og hafa þeir dvalið á bæjum í uppsveitum Árnessýslu. Flúðakór og Árneskór voru gestgjafar norsku kóranna og skipu- lögðu þeir fyrir þá skemmtiferðir um ná- grennið. Fulltrúi frá norsku kór- unum, Jarle Jacobsen, kom að máli við Morgunblaðið og bað það að koma á framfæri þakklæti til gest- gjafanna fyrir frábærar móttökur. Sagði hann Norðmennina gjarnan vilja fá tækifæri til að hitta íslensku vinina ein- hvern tímann seinna í Noregi og geta þá endur- goldið gestrisnina. Þessi mynd var tekin á söngskemmtun. sem efnt var til í Félagsheimilinu Árnesi. Það er norska kórfólkið sem hér sést á sviðinu í Árnesi. Ljósm. Sig. Sigm. Norskir kórar heimsækja söngfólk í Ámessýslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.