Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978 27 Þorvaldur Þorsetinsson framkvæmdastjóri: Hið svokallaða tómatamál Vegna æsifregna í ýmsum fjöl- miðlum að undanförnu varðandi tómata og nýtingu þeirra, svo og sökum þess hve erfitt hefur reynst að koma í heilu lagi og óbrengluðu, upplýsingum og skýringum til almennings um þetta efni, er grein þessi rituð, ef til þess mætti verða að athugulir lesendur sæju í gegn um þann blekkingarvef, sem Dag- blaðið og Neytendasamtökin hafa reynt að spinna um hið svokallaða tómatamál. Hið rétta er að Sölufélag garðyrkjumanna fleygir aldrei nýtanlegum tómötum á haugana, nema í þeim undantekningartil- fellum, eins og nýlega átti sér stað, að ekki var hægt að taka þá alla til vinnslu, sökum síendurtekinnar tækjabilunar hjá vinnsluaðilan- um. Það er því ekki alls kostar rétt að umframframleiðslu þeirri, sem tilfellur tímabundið árlega, sé hent, enda er venjulega engin fyrirstaða á því að fullnýta vöruna. Hitt er svo annað mál, að verð það sem framleiðendur fá fyrir tómatana til niðursuðu er sáralítið og eru þau viðskipti frá því sjónarmiði hreint ekki eftirsókn- arverð, ef annarra kosta er völ. Allt tal um að tómötum sé hent á haugana fremur en að selja þá almenningi, nýja eða unna (tóm- atsósa) er því markleysa ein og einungis þyrlað upp tii að ná „æskilegum“ æsifregnastfl. Eg bið lesendur að virða fyrir sér og íhuga nokkrar tiltölulega ljósar staðreyndir, og fella síðan sinn dóm byggðan á réttum forsendum. Að sjálfsögðu geri ég ráð fyrir að öllum sé ljóst að tómatar, eins og allar aðrar framleiðsluvörur, þurfi að kosta eitthvað. Garð- yrkjustöðvar eru dýr atvinnutæki og sömuleiðis rekstur þeirra og viðhald. Undir þessu verða tekjur af uppskerunni að standa, ef þessi tiltölulega ungi atvinnuvegur á ekki að leggjast niður. Lífsafkoma þeirra fjölskyldna, sem þennan atvinnuveg stunda, er undir því komin að áætlanir um uppskeru og verð standist nokkurn veginn. Margt getur spillt þeirri mynd. Óhagstætt veðurfar, jurtasjúk- dómar, skordýr o.fl. og fl., getur bæði tafið uppskeru, rýrt hana og spillt á margvíslegan hátt. Slíka áhættu verða garðyrkjubændur ávallt að taka. Þetta gerir atvinnu- veginn ærið áhættusaman. Ekkert er öruggt, hvorki magn, gæði né heldur verðið, sem fyrir uppsker- una fæst. Enginn aðili í okkar velferðarríki (?) tryggir þessum framleiðendum eitt eða neitt, enda hafa þeir aldrei farið fram á niðurgreiðslur, útflutningsbætur, eða aðra þá styrki og fyrirgreiðsl- ur, sem svo mjög eru í tísku nú, og ég kann hvorki nöfn né önnur -skil á. Þeir vilja enn um sinn a.m.k. treysta á dómgreind al- mennings! enda þótt framleiðsla þeirra við fyrstu sýn geti virst nokkuð dýr samanborið við mikið niðurgreiddar samkeppnisvörur, s.s. ost og kjöt, þá er raunin oftast önnur þegar betur er að gáð. „Patent-lausn" ríkisvaldsins, að taka úr einum vasa borgaranna og láta í hinn, hlýtur brátt að ganga sér til húðar. Þegar þar að kemur mega garðyrkjubændur vel við una að hafa ekki tekið þátt í þeim skrípaleik. A undanförnum árum og ára- tugum telur SFG sig hafa reynt allar hugsanlegar leiðir til að láta neytendur njóta hins frjálsa hagkerfis. Sú sem áður fyrr reyndist best, mikil verðlækkun um háuppskerutíma hinna ein- stöku grænmetistegunda, virðist á síðustu árum óðaverðbólgu og brenglaðs verðskyns almennings, hafa lítil áhrif til söluörvunar. Fyrir fáum árum var reynd kynningarsala (útsala) á gúrkum um 3ja vikna skeið. Verðið var lækkað um helming (50%) frá sumarverði (áætl. framleiðslu- kostnaðarverði) og þetta auglýst dag eftir dag. Gerð var úrslitatil- raun til að láta neytendur njóta hinnar tímabundnu umframfram- leiðslu með þessum vægast sagt mjög hagstæðu kjörum. Því miður varð árangurinn nær enginn. Söluaukningin nam aðeins fáum prósentum, sem hvergi nægði til að greiða auglýsinga- kostnaðimn hvað þá annað. Þetta var dapurleg, en því miður ekki einstæð reynsla, og árangurinn síst til þess fallinn að hvetja til frekari álíka tilrauna í náinni framtíð. Til að skýra þetta betur, skal ofangreind reynsla sett upp í eftirfarandi dæmi. (Til hægðar- auka, þar sem það breytir engu um niðurstöðu, eru notaðar tilbúnar þægilegar tölur): Til eru í birgðum 1000 kg ai kr. 1000 = kr. 1.000.000. Að óbreyttu verðlagi er fyrir hendi sala til neytenda á 500 kg a) kr. 1.000 eða Kr. 500.000. Afgangur- inn,-500 kg. fer til vinnslu a) kr. 50 “ 25.000 Nettó söluverðmæti því Kr. 525.000 Til þess að komast hjá svo mikilli vinnslu vilja framleiðendur láta neytendur njóta þessa tíma- bundna offramboðs og ákveða 50% verðlækkun, í trausti þess að allt (eða a.m.k. megnið) seljist, og að þeir, þó síðar verði, njóti einnig góðs af í aukinni neyslu. En útkoman verður þessi: Við lækkunina reynist söluaukn- ingin aðeins 10% (reyndar of hátt áætlað), eða 50 kg. Salan eftir lækkun er því aðeins 550 kg. h ) kr. 500, eða kr. 275.000 Afgangurinn 450 kg. fer til vinnslu a) kg. 50 eða kr. 22.500 Samtals Kr. 297.500 Við einfaldan samanburð sést þá, að tapið miðað við að halda óbreyttu verði (lækka ekki), er kr. 227.500. Hvaða lærdóm má af þessu draga? 1. Verðbreyting af þessu tagi virðist nær engin áhrif hafa til aukningar neyslu. 2. Fyrir og eftir lækkun fer nær sama magn til vinnslu. 3. Við lækkunina nær tvöfaldast tap framleiðenda, sem var þó ærið fyrir. Ýmsir hafa látið í ljósi að undanförnu efasamdir um, að staðhæfingar SFG um árangur verðlækkana séu réttar. Hafa þeir haldið því fram, og virðast gera enn, að með „hóflegu verði“ (hvaða verð sem það svo annars er) megi selja alla framleiðsluna beint til neytenda, jafnvel einnig þegar mest berst að um háuppskerutím- ann. Eru þar Neytendasamtökin fremst í flokki, sem vænta má, og er ekkert nema gott eitt um það að segja, svo fremi sem þau haldi ekki á lofti órökstuddum fullyrðingum eða beinlínis rógi, sem ekki sæmir þeim félagsskap, sem eðli sínu samkvæmt á að vera vandur að virðingu sinni. Allt tal um að SFG sé einokun- arstofnun fellur marklaust niður, þar sem hér er um opinn og frjálsan félagsskap að ræða, sem enginn framleiðandi er í nema af frjálsum og fúsum vilja. Ýmsar garðyrkjustöðvar eru utan félags- ins og hafa selt og selja enn framleiðsluvörur sínar í beinni samkeppni við félagið. Fullyrðingar um að framleiðsla garðyrkjustöðva sé illa skipulögð, og að hægt sé að ráða því hvenær og hversu mikið af uppskeru hverrar tegundar komi á markað, bera vægast sagt vott um litla þekkingu á tiltölulega einföldum náttúrulögmálum. Sá sem slíku gæti ráðið, yrði að hafa vald á sól og regni, birtu og yl, myrkri og kulda m.ö.o. vald á sjálfum náttúryöflunum. Þó ísl. neytendasamtökin séu öflug og máttur þeirra mikill, dreg ég mjög í efa getu þeirra í þessum efnum, og lái ég þeim það ekki. Hitt hlýt ég að átelja að forsvars- menn samtaka, sem vilja láta taka sig alvarlega, skuli ekki kynna sér einföldustu staðreyndir þeirra mála, sem þeir fjalla um, áður en um þau eru gerðar ályktanir og þær sendar fjölmiðlum til birting- ar í æsifregnastíl. En hvað sem hver segir fer náttúran sínu fram, og það jafnvel þó ýmislegt sé reynt til að hafa þar áhrif á, mönnum til hagræðingar og hagsbóta. Þannig ákveður náttúran tíma tómatuppskeru hér á landi mánuðina maí til nóv/des. Á s.l. ári (flest ár eru nokkuð svipuð að þessu leyti) skiptist magn það, sem SFG fékk til sölumeðferðar, þannig: Maí 24556 kg Júní 91494 kg Júlí Ágúst Sept Okt Nóv. Des. 74614 kg 53151 kg 46255 kg 27276 kg 8935 kg 1327 kg Þorvaldur Þorsteinsson. í þessum tölum er ekki innifalið það magn, sem framleiðendur utan SFG settu á markað, en gera má ráð fyrir að það skiptist hlutfalis- lega svipað eftir framleiðslumán- uðum. Af ofangreindu má sjá: 1. Engir tómatar koma á mark- að yfir vetrarmánuðina, að frá- dregnu örlitlu magni í nóv., des. 2. Framleiðslan skiptist mjög ójafnt yfir sumarmánuðina, maí/ sept. 3. Hámark framleiðslunnar er í júní/júlí. Það þarf mikla óskhyggju til að gera ráð fyrir, að ísl. neytendur fylgi í einu og öllu náttúrulögmáli tómatuppskerunnar og hafi t.d. enga lyst á tómötum yfir vetrar- mánuðina. Að þá fari fyrst að langa í bragð í maí, en gleypi í sig tómata í júní og júli, og síðan fari lystin jafnt og þétt minnkandi, þar til hún hverfur alveg á ný. Trúir þessu nokkur nema e.t.v. Dagblaðið og stjórn Neytendasam- takanna? Snúum nú dæminu við og gerum ráð fyrir að allir tómatarnir í júní seljist greiðlega. Hvað þýðir það? Því er fljótsvarað. Mikill hörgull yrði á tómötum allt árið nema í 1—3 vikur um háuppskerutímann. Myndu neytendur verða ánægðir með það? Um þetta mætti margt fleira segja, en það verður að bíða betri tíma, enda tími til kominn að fara að geta hins hjákátlega þáttar Neytendasamtakanna í þessu máli. Ef marka má leiðara Dagblaðs- ir.s í dag, vakti það Neytendasam- tökin af Þyrnirósarsvefni með frétt sinni um tómatahneykslið og blés þeim lífsanda í nasir. Var það vonum seinna að þau vöknuðu, en þó skýring á því, að í svefnrofan- um senda þeir frá sér til allra fjölmiðla nær ársgamalt bréf (21.7.1977) til mín, um mál sem þá var á döfinni og átti við allt annað ástand á allt öðrum tíma. Ýmis- legt er þó svipað nú og þá (og er raunar ávallt á þessum árstíma), og ástæðulaust að kasta svo ágætu bréfi, sem vel má nota einu sinni enn ef þörf krefur, enda virðist sumum óþarfi að skipta um skoðun, jafnvel þótt stangast sé á við staðreyndir. Best að segja eins og kerlingin: Þetta er mín skoðun og hún er rétt, og fara svo að lúlla aftur. Ég vil þó nota tækifærið á meðan líkindi eru til að stjórn Neytendasamtakanna sé enn vak- andi, og minna hana á svarbréf mitt dags. 5. ágúst 1977, þar sem ég þakka áhuga neytendasamtak- anna og býðst til að mæta hjá þeim á fundi til frekari umræðna, sem ég læt í ljósi von um að leitt gæti til nánara samstarfs og bættrar þjónustu við neytendur. Annaðhvort hefur svefninn ver- ið siginn á brá, eða stjórn NS hefur ekki nokkurn áhuga á þessu boði mínu, sem raunar stendur enn og mun standa, þar til (ef) þegið verður. í nefndu bréfi Neytendasamtak- anna til mín eru eftirfarandi 4 ábendingaratriði varðandi fullnýt- ingu tómata og gúrkna. 1) Selja aftur í verzlunum gúrkur og tómata 2. flokks á lágu verði eins og fyrr. 2) Frysta niðurskornar gúrkur og selja á betri. 3) Selja á heildsöluverði og með afslætti kassa af gúrkum og tómötum beint til neytenda og auglýsa slíka sölu vel. Framhald á bls. 31 YAMAHA m. & í 4 « í Viö bjóöum úrval af hinum þekktu Yamaha utanborösmótorum á góöu veröi og meö góöum greiösluskiimál- um. 7 stæröir eru fáanlegar 3.5, 5, 8, 9.5, 28, 40 og 55 hestafla. Geriö góö kaup, því aö næstu sendingar hækka í veröi. BÍLABORGHF SMIÐSHÖFÐA 23, SÍMI 81265.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.