Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978 25 Birgir ísL Gunnarsson: 1 tilefni laugar- dagsleiðarans Þegar ég var í menntaskóla, fengum við í okkar bekk eitt sinn það ritgerðarverkefni hjá íslenzkukennaranum að leggja út af orðum Bjarna Thorarensen í kvæðinu um Odd Hjaltalín: „en lastaðu ei laxinn, sem leitar móti straumi sterklega og stiklar fossa.“ Við strákarnir í bekknum skrifuðum • allir ritgerðir í hefðbundnum stíl um hinn sjálfstæða einstakling, sem ekki lætur skoðanir fjöldans aftra sér frá því, sem hann sjálfur telur sannast og réttast. Einn góður vinur minn brá þó út af þessu; hann náði ekki því hugarflugi, sem kennarinn ætlaðist til og skrifaði ritgerð um laxveiðiferð, sem hann hafði farið í með foreldrum sínum sumarið áður. Það þótti kennar- anum vera út í hött. Þetta atvik rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég las laugardags- leiðara Morgunblaðsins. Ber þar tvennt til. Annars vegar erum við nefndir í sömu andrá í greininni, ég og laxinn hans Bjarna Thorarensen og þykir heldur munur á okkur. Hins- vegar finnst mér leiðarinn út í hött sem svar við þeirri grein, er ég skrifaði og birtist á sömu síðu í blaðinu. Megininntak þeirrar greinar, sem ég ritaði, var skilgreining frá mínum sjónarhóli á þeirri gífurlegu breytingu, sem orðið hefur á tiltölulega fáum árum á þætti fjölmiðla í stjórnmálabar- áttu. Það er óhrekjanleg staðreynd að í kosningunum fyrir aðeins fjórum árum studdu öll dagblöð í landinu hvert sinn stjórnmálaflokk. I kosningabar- áttunni þá birtist þessi stuðningur í skrifum forystu- greina, uppsetningu pólitískra frétta og í margskonar öðrum pólitískum skrifum blaðanna. A þessu hefur nú orðið sú breyting að tvö dagblöð, þ.e. síðdegisblöð- in Vísir og Dagblaðið, telja sig vera frjáls og óháð og styðja ekki ákveðinn stjórnmálaflokk. Þessi blöð eru nú næst stærstu blöð landsins. Frá sjónarhóli þess, sem þátt tekur í stjórnmálum, er hér um mikla breytingu að ræða. Eg er þeirrar eindregnu skoðunar að Sjálfstæðismenn hafi ekki áttað sig á henni fyrir síðustu kosningar, en látið fram- bjóðendum annarra flokka, einkum Alþýðuflokksins, um það að notfæra sér þjónustu síðdegisblaðanna. Eg tel því að Sjálfstæðismenn þurfi að breyta vinnubrögðum sínum. Frambjóðendur og forystumenn flokksins geta ekki lengur lagt það í hendur ritstjóra Morgun- blaðsins og Vísis að skrifa og móta hinn pólitíska áróður. Þeir verða sjálfir að leggja þar meira af mörkum en áður. Meginmarkmið greinar minnar var að benda á þetta. Ekkert var á það minnst í greininni, hvort þetta væri til góðs eða ills og í þessu fólst engin gagnrýni á Morgunblaðið. Hér er um að ræða ákveðna þjóðfélagslega þróun, sem bregðast verður við á réttan hátt. Sjálfur hef ég notið dyggilegs og drengilegs stuðnings Morgunblaðsins meðan ég var borgarstjóri og í kosningabaráttu fyrir tvennar borgarstjórnarkosningar og það sama geta forystumenn flokksins á sviði landsmála sagt. Þennan stuðning blaðsins við Sjálfstæðisflokkinn á örlaga- stundum met ég mikils og vonast ég til að flokkurinn og forystumenn hans megi njóta hans áfram. Það breytir hins- vegar ekki þeirri staðreynd, að Morgunblaðið er ekki eins áhrifamikið í skoðanamyndun fólks eins og áður var. Um það er ekkert að sakast við Morgun- blaðið. Blaðið hefur verið braut- ryðjandi í frjálsræðisátt í ís- lenzkri blaðamennsku og nýtur þess í því að það er útbreiddasta og mest lesna blað landsins og upplag þess vex stöðugt. Morgunblaðið þarf því ekki að sýna þá viðkvæmni, sem birtist í leiðaranum, þótt á það sé bent, að almenningur lætur nú í vaxandi mæli einnig aðra fjöl- miðla hafa áhrif á skoðanir sínar. Birgir ísleifur Gunnarsson Auðvitað væri það auðveldast fyrir okkur Sjálfstæðismenn að hafa þetta með gamla laginu og sjálfur verð ég að viðurkenna, að það er áhyggjuefni í hvaða átt hin svokallaða „frjálsa pressa" hefur verið að fara á Vesturlöndum á undanförnum árum. Það er nefniilega mmikið til í því, sem fram kom í ræðu hjá Solzhenitsyn, er hann hélt við Harvardháskóla á dögunum, þegar hann sagði að yfirborðs- mennska og fljótfærni væru ein megin sjúkleikamerki tuttugustu aldarinnar á Vestur- löndum og birtust þau hvergi með gleggri hætti en í „press- unni“. Síðan sagði hann: „Blöðin eru orðin öflugasta valdið í vestrænum löndum, valdameiri en löggjafarvaldið, fram- kvæmdavaldið og dómsvaldið. Þess vegna spyr maður: Til hvaða laga sækir þetta afl vald sitt, hver hefur kosið það og gagnvart hverjum ber það ábyrgð." Þessi orð eru um- hugsunarverð, ekki sízt fyrir þá, sem blaðamennsku stunda og úr þeim hópi hér á landi tel ég að síðdegisblöðin eigi hvað helzt að hugleiða þessi orð skáldsins. Engum er hollt að ofmeta sjálfan sig. Það vona ég að Morgunblaðið geri sér grein fyrir. Morgunblaðið hefur ávallt verið „mitt blað“ og er það enn, þótt ég átti mig á því, að blaðið er ekki eins áhrifamikið í skoðanamyndun fólks og það var fyrr á timum. Ég trúi því ekki að vinir mínir á Morgun- blaðinu geri sér ekki einnig grein fyrir því. Hvernig sem því er varið, þá er það pólitísk nauðsyn fyrir Sjálfstæðisflokk- inn að gera sér þess fulla grein. Ef sú verður ekki raunin, þá kann svo að fara, að flokkurinn verði ekki einu sinni „síðdegis- flokkur", heldur kvöldrabbsam- koma, þar sem ég, vinir mínir á Morgunblaðinu og fleiri góðir menn hittist yfir kaffibolla til að orna sér yfir minningunni um það, hvað það hafði verið gaman að lifa, þegar flokkurinn okkar var stór og stæltur. Auðvitað má það aldrei gerast. Þannig verður að halda á málum að flokkurinn verði ávallt morgunflokkur — flokkur hins nýja dags — og fyrir því munum við að sjálfsögðu berjast, þótt stundum kastist í kekki og oft að ástæðulausu. Landsmót hestamanna í Skógarhólum: A annað þúsund útlending- ar koma gagngert á mótið Halli og Laddi skemmta ásamt föður sínum FJÖLBREYTT skemmtidagskrá verður flutt á kvöldvökum Lands- móts hestamanna í Skógarhólum en kvöldvökur verða bæði föstudags- og laugardagskvöld og hef jast bæði kvöldin kl. 21. Það er Klemenz Jónsson, leikari, sem jafnframt er hestamaður eins og flestir skemmti- kraftar, sem fram koma á kvöld- vökunum, sem hefur haft veg og vanda af undirbúningi þeirra. Kynnir á kvöldvökunum verður Gunnar Eyjólfsson, leikari, en bæði kvöldin kemur Hornaflokkur Kópa- vogs fram undir stjórn Björns Guðjúnssonar. Á föstudagskvöldið verða það þeir Lárus Sveinsson og Sveinn Birgisson sem blása til leiks og munu þeir ríða inn á svæðið. Börn og unglingar sýna ýmsar greinar hestamennsku undir stjórn Kolbrúnar Kristjánsdóttur og Ragnars Tómassonar, Guðmundur Jónsson syngur og Gunnar Eyjólfs- son les Fáka eftir Einar Benedikts- son. Þá verður sýndur kerruakstur, heybandslest fer um völlinn, Flúða- kórinn syngur og Flosi Ólafsson, Sigríður Þorvaldsdóttir og Magnús Ingimarsson flytja leikþátt. Sennilega munu Halli og Laddi, sem að þessu sinni koma fram ásamt föður sínum, vekja einna mesta athygli á kvöldvökunni á laugar- dagskvöldið. Af öðrum atriðum þá um kvöldið má nefna að Jón Sigurbjörnsson syngur einsöng, fél- agar úr þjóðdansafélagi Reykjavíkur sýna þjóðdansa, vísnaþáttur verður í umsjá Gunnars Eyjólfssonar, Róbert Arnfinnsson skemmtir ásamt Hornaflokki Kópavogs, tvöfaldur kvartett hestamanna syngur og að síðustu stjórna þeir Lárus Sveinsson og Garðar Cortes fjöldasöng. Að lokinni kvöldvökunni á laugardags- kvöldið verður tendraður varðeldur. LANDSMÓT hestamanna Verður haldið í Skógarhólum í Þingvalla- sveit um næstu helgi. Eins og fram kemur r frétt blaðsins sl. sunnudag verður mótið formlega sett á föstudag en bæði á miðviku- dag og fimmtudag fara fram dómar kynbótahrossa og scinni daginn verða auk þess gæðingar í B-flokki dæmdir, söluhross kynnt og undanrásir kappreiða í 250 metra, 350 metra og 800 metra stökki. Forráðamenn mótsins eiga von á því, að ef veður verður gott geti lagt leið sína á mótið milli 10 og 20 þúsund manns. Og þegar er vitað að hingað koma á annað þúsund útlendingar gagngert til að fylgjast með mótinu og þar af eru milli 600 og 700 frá Vestur-Þýska- landi en flestir koma með skipu- lögðum hópferðum hingað. Það fólk, sem kemur til með að dvelja á mótssvæðinu dvelur þar í tjöldum og eru tjaldstæði eins og fram kemur á meðfylgjandi korti bæði utan og innan girðingar í Skógarhójum. Beitargirðingum fyrir hross verður ekki skipt niður að öðru leyti en því að sýningar- hross verða í austustu girðingunni á mótssvæðinu og Leirdalnum og langferðahross á túninu í Svarta- gili.* Sörli og Fjöður keppa til heiðurs- verðlauna NOKKRU færri kynbótahross verða sýnd á þessu landsmóti en á undanförnum landsmótum hesta- manna. Er ástæða þess sú að meiri kröfur hafa nú verið gerðar til gæða hrossanna, sem á mótinu verða sýnd. Að sögn Þorkels Bjarnasonar hrossaræktarráðu- nauts hjá Búnaðarfélagi íslands, verða nær 100 kynbótahross sýnd á mótinu en þau voru valin úr milli 500 og 600 hrossum víðs vegar um land. — Mér líst vel á þennan hóp og hann er tölvert jafnbetri að gæðum heldur en var fyrir 4 árum, sagði Þorkell. Einn stóðhestur, Sörli 653 frá Sauðárkróki, keppir á mótinu til heiðursverðlauna sem stóðhestur með afkvæmum. Sörli var sýndur með afkvæmum á landsmótinu 1974 og fékk þá fyrstu verðlaun. Ekki er ráðið hvaða afkvæmi verða sýnd með Sörla en þau verða valin úr hópi þeirra hrossa, sem keppa á mótinu. Þrír aðrir stóðhestar verða sýndir með afkvæmum en þeir eru Þáttur 722 frá Kirkjubæ, Stjarni 610 frá Bjóluhjáleigu og Fáfnir 747 frá Laugarvatni. Kynbótahryssan Fjöður frá Tungufelli verður sýnd með afkvæm- um á mótinu og keppir hún þar til heiðursverðlauna en auk þess verða fimm hryssur sýndar með afkvæm- um og eru það: Nös frá Skáney, Drottning frá Reykjum, Stjarna frá Kirkjubæ, Blesa frá Hlíð undir Eyjafjöllum og Elding frá Akureyri. Samtals verða sýndir 11 stóðhest- ar 6 vetra og eldri, 5 vetra stóðhest- arnir verða 14 og stóðhestar 4 vetra 8. Hryssur 6 vetra og eldri verða 27 og fimm vetra hryssur 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.