Morgunblaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1978 Bára Garðarsdóttir. Myndin er tekin á setustofu fæðiní?ardeildar Landspítalans. Ljósm. Kristinn. Gaman eftir á að hafa uppUfaðþetta — sagði Bára Garðarsdótt- ir sem ól tvíbura í flugvél — ÞETTA gekk allt saman fljótt fyrir sig og eðlilega miðað við þessar aðstæður, fyrst kom stelpan og strákurinn um tíu mínútum síðar sagði Bára Garðarsdóttir, en hún ól tvíbura í flugvél á leið frá Bolungarvik til Reykjavík í fyrradag. — Læknirinn sagði að þetta hefðu verið þær lengstu 40 mínútur sem hann hefði lifað, sagði Bára, en hann hefur ekki tckið á móti börnum áður við þessar aðstæður. bað var héraðslæknirinn í Bolungarvík.Helgi Jónsson, og vann hann mjög gott starf að því er ég fékk bezt séð. því ekki er þægilegt að athafna sig í þröngri flugvél. Bára Garðarsdóttir og maður hennar Jóhann Friðbjörnsson hafa verið búsett í Bolungarvík síðan skömmu fyrir áramót og er þessi fæðing fyrsta fæðing Báru. Þau eru Reykvíkingar, en Bára sagði að þau ráðgerðu að búa áfram á Bolungarvík. Ég reyni án efa að haga því svo til að næsta fæðing hjá mér verði á fæðingardeild, sagði Bára ennfremur, en það er gaman svona eftirá að hafa upplifað atburð sem þennan Ég var aðeins búin að finna fyrir verkjum fyrr um daginn og síðan ágerðust þeir þegar á leið og ákveðið var að ég færi suður. en við áttum ekki von á að ég fæddi þarna í vélinni. Ég geri ráð fyrir að vera hér syðra nokkurn tíma, en þar sem börnin áttu ekki að fæðast fyrr en í september þá eru þau í hitakassa og verða það fram í septembermánuð. Bára var við vinnu í frystihúsi þar til á laugardag, þar sem hún sagðist ekki hafa átt von á' sér fyrr en í september, en hún vissi að hún gekk með tvíbura. Henni heilsaðist vel og sagði að börnin væru einnig við góða heilsu eftir atvikum. Hún kvað veruna á fæðingardeild Landspítalans góða, þar væri bæði góður aðbúnaður og gott starfsfólk. Styrkir Alþýðuflokks frá bræðraflokkunum: 20 milljónir króna þegar staðfestar LJÓST er að á síðastliðnum þremur árum hefur verulcgt fjármagn streymt að utan til Alþýðuílokksins og Alþýðublaðsins og lætur nærri að staðfest fjárhæð sé rétt tæplega 20 milljónir íslenzkra króna á núverandi gengi. Vantar þá upplýsingar um fjárframlög finnskra jafnaðarmanna til Alþýðuflokksins. Um mánaðamótin birtist í Morgunblaðinu viðtal við Benedikt Gröndal, formann Alþýðuflokks- ins, þar sem hann sagði að greiðsla inn á reikning norræna upplýs- ingasjóðsins, sem er sjóður, sem Alþýðuflokksmenn stofnuðu í Landsbankanum fyrir norræna féð, næmi um 5 til 6 milljónum króna. Benedikt tók ekki fram í viðtalinu þá, hvort hér væri um að ræða greiðslu síðastliðins árs eða fram til þess tíma er lögin um bann við fjárhagsstuðningi við íslenzka stjórnmálaflokka tóku gildi. Morgunblaðið reyndi árangurslaust í gærkveldi að ná tali af Benedikt Gröndal til þess að spyrja um þetta misræmi. Benda allar líkur til að Benedikt muni hafa átt við eitt ár en ekki þrjú, er hann ræddi um fjárhagsstuðn- ing norrænna jafnaðarmanna við Alþýðuflokkinn og Alþýðublaðið. Morgunblaðið átti í gær viðtöl við framkvæmdastjóra jafnaðar- mannaflokka á Norðurlöndum og spurðist fyrir um fjársendingar þeirra til Alþýðuflokksins. Ekki tókst að ná tali af Ulf Sundqvist, framkvæmdastjóra finnska jafnaðarmannaflokksins, en hann Lögðu nið- ur vinnu Verkamcnn í vöruskálum Eim- skips lögðu niður vinnu f gærdag eftir kaffi vegna ágreinings sem kom upp við útreikning verðbóta, en málið var leyst siðdegis í gær. er í sumarbústað, þar sem ekki er sími. Sven Dahlin, framkvæmdastjóri sænska jafnaðarmannaflokksins, sagði að flokkur hans hefði á hverju ári sent fjárhæð sem væri á bilinu 35 til 40 þúsund sænskar krónur og hefði hluti þess fjár farið inn á norræna reikninginn í Landsbankanum, en hluti þess farið í að greiða ferðakostnað og farseðla fyrir íslenzka jafnaðar- menn á ráðstefnur og námskeið Framhald á bls. 18 Nýtt loðnuverð -15,50 kr. kílóið Kaupendur segja að hagsmunir verksmið janna séu sniðgengnir YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað í gær lágmarksverð á loðnu veiddri í sumar og haust, eða á timabilinu frá 15. júlí n.k. til 31. desember n.k. oger lágmarksverð á kíló kr. 15.50. Á vertíðinni í fyrrasumar- og haust voru greiddar kr. 10.20 á kíló. Á fundi Yfirnefndarinnar f gær létu fulltrúar kaupenda bóka eftir sér að þetta verð sé alltof hátt og tryggði loðnuflotan- um mikinn hagnað. Nýja loðnuverðið er miðað við 16% fituinnihald og 15% fitufrítt þurrefni, en í fyrra var verðið miðað við 14% fituinnihald. Breyting sú, sem nú er gerð, er vegna niðurstöðu mælinga á meðalfituinnihaldi á s.l. sumri. Kristján Eldjárn forseti íslands: Ákvördunar ekki langt að bída Loðnuverðið breytist um 85 aura til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert prósent sem fituinnihald breytist frá viðmiðun og hlutfalls- lega fyrir hvert 0,1%. Verðið breytist um 85 aura til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem þurrefnismagn breytist frá viðmiðun og hlutfallslega fyrir hvert 0,1%. I fréttatilkynningu frá Verðlagsráði sjávarútvegsins segir að verðið sé uppsegjanlegt frá 1. september n.k. og síðan með viku fyrirvara. Nýja loðnuverðið var ákveðið af oddamanni og fulltrúum seijenda í nefndinni gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda, sem gerðu grein fyrir atkvæði sínu, eins og áður segir og er bókun þeirra eftirfarandi: „Fulltrúar kaupenda óska bókað, að þeir mótmæli þessari verðákvörðun, þar sem oddamaður hefur við áætlanagerð um tekjur og gjöld verksmiðjanna sniðgengið öll meginsjónarmið fulltrúa kaupenda, að því er virðist í þeim tilgangi einum að verða við ítrustu Framhald á bls. 18 „ÞESS er nú ekki langt að bíða að það verði tekin ákvörðun um hvernig Flytja út niðursoðna rækju fyrir 90 millj. kr. á mánuði LAGMETISIÐJAN Garði h.f. og fyrirtækið Triton í Reykjavík hafa nú gert samning við stærsta lagmetisdreifingaraðila í V-býzkalandi um framleiðslu á niðursoðinni rækju fyrir þarlendan markað og eru nú framlciddar 14 þús. dósir á dag í niðursuðuverksmiðjunni í Garðinum og er verðmæti mánaðarframleiðslunnar um 92 millj. kr. miðað við núvcrandi gengi. Rækjan hefur líkað mjiig vel í býzkalandi og hefur v-þýzki kaupandinn óskað eftir meira magni í viku hverri. þannig að nú á að rcyna að auka framleiðsluna í rösklega 16 þús. dósir á dag. Dr. Örn Erlendsson fram- kvæmdastjóri Triton sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að sá samningur, sem gerður hefði verið við v-þýzka fyrirtækið, væri mjög góður og væri bindandi a.m.k. næstu 10 mánuðina. Kvað Örn nú verið búið að flytja út niðursoðna rækju fyrir 150 millj. kr. frá því að framleiðslan hefði hafizt í byrjun sumars. Verðmætaaukning við fram- leiðslu niðursoðinnar rækju er töluverð miðað við að flytja rækjuna frosna eða niðurlagða út, og er verðmætaaukningin um 14% cif. þegar búið er að draga umbúðakostnað fra, en umbúðirn- ar eru keuptar að utan. Örn sagði, að nú framleiddi Lagmetisiðjan úr tveimur tonnum af frosinni rækju á dag, en rækjan væri ýmist keypt frá Vestfjörðum eða Norðurlandi. Sem stæði væri framleiðslan 14 þús. dósir á dag, en í hverri dós væru 200 grömm nettó. Þannig væru nú framleiddar 80,500 dósir af rækju í Garðinum á hverri viku. Verðmæti vikufram- leiðslunnar væri um 23 millj. kr. og á mánuði 92 millj. kr. „Sökum þess hve rækjan hefur selzt vel á v-þýzka markaðnum hefur v-þýzki kaupandinn og dreifingaraðilinn beðið okkur um að reyna að auka framleiðsluna í Framhald á bls. 18 stjórnarmyndunarviðræð- ur skuli hefjast,“ sagði Kristján Eldjárn forseti íslands er Mbl. spurði forsetann síðdegis í gær um stjórnarmyndunarmál. Forsetinn sagðí að í gær hefðu formenn Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins, Lúðvík Jósepsson og Benedikt Gröndal, skýrt honum frá því, „að óformlegar viðræður þeirra væru komnar í þann áfangastað sem væri fullnægjandi í bili“. Mbl. spurði forsetann hvort hann hygði á frekari viðræður við formenn stjórnmálaflokka og hvort ákvörðunar hans varðandi stjórnarmyndunarviðræður væri ef til vill að vænta í dag, miðvikudag, og kvaðst forsetinn vilja svara því með tilvísun til þess sem eftir honum er haft í upphafi fréttarinnar. Á leið til sjúkrar konu í Hrafn- tinnuskeri ÞEGAR Morgunblaðið var aí fara í prentun í nótt var þyrla með björgunarlið frá varnar- liðinu að búa sig undir sjúkra- flug í Landmannalaugar þar sem frönsk stúlka var sjúk í Hrafntinnuskeri. Ymsum erfiðléikum" var bundið að komast í Laugarnar vegna þoku og erfiðra lendingarskilyrða í Hrafn- tinnuskeri. í fyrradag flutti varnarliðið sjúka íslenzka konu á sjúkrahús í Bretlandi, en konan sem er ófrísk varð að gangast undir aðgerð þar í skyndi. HtHtOMM vnm imilWMI M*I«M«»I »»»»«»»*«» Rússneskt skemmtiferðaskip, Maxim Gorki, var á ytri höfninni í Reykjavík í gær með ferðamenn af ýmsu- þjóðerni. Skjálftarnir lognast út af „Skjálftarnir hérna hjá mér eru að lognast út af eins og s.l. nótt þegar hlé varð á í nokkra klukku- tírna," sagði Bryndís á skjálfta- vaktinni í samtali við Morgunblað- ið í gærkvöldi, en hún kvað alla vísipdamenn vera á þönum út og suður um Gjástykki til þess að kanna jarðhitasvæðin þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.