Morgunblaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JULÍ 1978
+ Eiginmaöur minn, stjúpfaöir og bróöir okkar,
GUNNLAUGUR EGILSSON,
tkiptljóri,
Sörlaskjóli 66,
lézt aðfararnótt laugardagsins 8. júlí.
Jóhanna Jóhannesdóttir, Ágúst Ormsson,
Sveingeróur Egilsdóttir, Egill Egilsson.
t
Sonur minn
GEIR GUNNARSSON
rítstjóri
Hverfisgötu 28,
Reykjavík
andaöist í Landakotsspítala aó morgni 10. júlí.
Sigríöur Siggeirsdóttir
t
Maöurinn minn
BJÖRGVIN FRIÐRIKSSON
kleeöskeri
Grýtubakka 6, Rvk.
andaðist á Borgarspítalanum sunnudaginn 9. júlí.
Fyrlr hönd barna okkar og systkina hins létna,
Arnfríóur Jónsdóttir.
t
Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
STEFANÍA MARTEINSDÓTTIR,
Árgilsstöðum,
veröur jarðsungin aö Breiöabólsstaö í Fljótshlíö, laugardaginn 15. júlí kl. 2.
Blóm vinsamlega afþökkuö.
Arngrímur Jónsson,
Jón Arngrímsson,
Guórún Arngrímsdóttir, Benjamín Jóhannesson,
Ágústa Arngrímsdóttir, Sœmundur Óskarsson,
Marta Arngrímsdóttir, Svavar Friöleifsson
og barnabörn.
Útför
t
SÉRA SIGURDAR LÁRUSSONAR
fyrrverandi prófasts í
Stykkishólmi
veröur gerö frá Dómkirkjunni, föstudaginn 14. júlí kl. 1.30.
Siguröur Reynir Pótursson,
Bragi Jósepsson.
t
Konan mín og móöir okkar,
GUÐRÚN M. SKÚLADÓTTIR,
Hringbraut 111,
Reykjavík
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. júlí kl. 1.30.
Eysteinn Eymundsson
og börn.
Fósturfaöir okkar
ÓSKAR N. ERLENDSSON,
klϗskerameistari,
Laugavegi 147 A
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju flmmtudaginn 13. júlí kl. 3 (kl. 15).
Guóríóur Pálsdóttir,
Ruth Pálsdóttir,
Guóbjörg Pélsdóttir,
Guörún Pálsdóttir.
t
Hugheilar þakkrr fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför,
JÓHÖNNU JÓHANNESDÓTTUR,
Háteigsvegi 24.
Albert Þorgeirsson,
og aörir aöstandendur.
t
Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns míns
og sonar,
GEIRS GUÐMUNDSSONAR,
frá Mörk,
Strandgötu 89,
Hafnarfirói.
Þuríður Jóhannesdóttir,
Agnes Erlendsdóttir.
Rannveig Þorsteins-
dóttir - Minningarorð
Fædd 22. október 1899
Dáin 27. júní 1978
Rannveig var fædd aö Kvíg-
indisfelli í Tálknafirði þ. 22.
október 1899. Foreldrar hennar
voru hjónin Þorsteinn Árnason, f.
8. júlí 1867 — d. 16. ágúst 1929, og
Guöbjörg Bárðardóttir, f. 13.
nóvember 1867 — d. 27. febrúar
1939.
Börn Guðbjargar og Þorsteins
voru, talin i aldursröð: Óli Krist-
inn (dó ungbarn), Árni Gunnar,
Rannveig, Bárður, Friðþjófur,
Þorsteinn og Óli Kristinn. Hún
kveður þennan heim síðust sinna
systkina.
Rannveig ólst upp á Kvígindis-
felli til fermingaraldurs, þá fluttu
foreldrar hennar að Lambeyri í
Tálknafirði, þar sem þau bjuggu
til ársins 1921, er þau brugðu búi
og fluttu til Patreksfjarðar, var
Þorsteinn þá farinn að heilsu og
kom því í hlut eldri barnanna að
sjá fyrir heimilinu með móður
sinni.
Til Reykjavíkur flyst Rannveig
um 1930 og var eftir það lengst af
í vist á ýmsum stöðum hér í borg
og einnig á ísafirði og Patreks-
firði.
Rannveig giftist aldrei, en eign-
aðist einn son, Rafn Franklín
Olgeirsson, f. á Siglufirði 13. júlí
1931. Var hann, að hennar sögn,
mesta gæfa lífs hennar, þó oft
væri úr litlu að spila og erfitt á
þeim árum að vera einstæð móðir.
Um tíma varð hún að láta hann
frá sér og var hann í fóstri hjá
Ólafíu Vigfúsdóttur í Reykjarfirði,
frá sjö til tíu ára aldurs.
Rafn er kvæntur myndarkonu,
Guðbjörgu Sigvaldadóttur úr
Reykjavík, og eiga þau vistlegt
heimili að Þórsgötu 3. Börn þeirra
eru: Guðrún Rannveig, f. 5. apríl
1955 Örn, f. 10. júlí 1957, Rannveig,
f. 22. desember 1962, og Rafn, f. 24.
ágúst 1965.
Árið 1861 gerist Rannveig ráðs-
kona hjá Ólafi Þórarinssyni versl-
unarmanni að Ránargötu 50 og
hélt heimili fyrir hann upp frá því
til dauðadags. Biður hann mig að
flytja hér sínar hjartans bestu
þakkir fyrir öll hennar störf og
frábæra umönnun er hún sýndi
honum og hans heimili þe'nnan
tíma.
Hún Rannveig lét aldrei mikið
yfir sér og aldrei heyrði ég hana
hafa hátt, en hún vann verkin sín
af stakri trúmennsku og dyggð.
Alltaf hlý og góð við alla. Hygg ég
það hafa verið mikla gæfu Óla
frænda míns að fá Hana sem
ráðskonu, er hann var orðinn
ekkjumaður og átti erfitt og
einmanalegt líf, eins og oft vill
verða hjá þeim, er missa sína
nánustu löngu fyrir aldur fram.
Ekki talaði hún mikið um sig og
sína, en það var greinilega stolt og
hreykin amma, sem kom með
myndirnar af sonarbörnunum og
sýndi manni, ef maður spurði um
þau.
Hún hlaut þá náð að þurfa ekki
að heyja langt dauðastríð, en hún
veiktist hastarlega þ. 26. júní og
var látin að morgni næsta dags,
27. júní.
Aðstandendum Rannveigar
votta ég mína dýpstu samúð og bið
guð að blessa þau um ókomin ár.
Guð blessi minningu hennar.
Rúna Knútsdóttir.
Minning:
Aðalheiður Sigurö-
ardóttir frá Leiti
Fædd 30. maí 1915
Dáin 14. júní 1978
Hún Heiða frá Leiti er dáin. Við
höfum þekkzt alla ævi. Það er því
margs að minnast. Margs að sakna
við leiðarlok. Mig langar því til að
minnast hennar örfáum orðum,
þótt ég vildi gjarnan, að þar yrði
meiri myndarbragur á, því að fátt
veit ég um ættir hennar.
Foreldrar hennar, Jónína Sig-
urðardóttir og Sigurður Jónasson
bóndi, voru bæði skagfirzk að ætt
og fluttu til Dýrafjarðar skömmu
fyrir aldamót, og hófu búskap á
Leiti.
Þau bjuggu þar allan sinn
búskap til 1952 að þau fluttust til
Reykjavíkur og áttu hér heimili
hjá dætrum sínum og létust þar á
háum aldri.
Þessum hjónum varð 6 barna
auðið og eitt þeirra var Aðalheið-
ur.
Hún fæddist á Leiti á fögru vori
30. maí 1915, og ólst þar upp á
góðu heimili í glöðurn systkina-
hópi.
+
Þökkum innilega alla vináltu og samúö okkur sýnda viö fráfall og jarðarför,
ELÍNAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
frá Löndum, Vestmannaeyjum.
Fyrir hönd vandamanna.
Sigríöur Friöriksdótlir,
Friörik Ásmundsson.
+
Innilegar þakkir til alira er auösýndu samúö og hlýhug viö andlát og úfför
eiginmanns míns og fööur okkar,
KONRÁÐS GÍSLASONAR,
Stóra-Kálfalæk.
Ingibjörg Haraldsdóttir
og börn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför,
RAGNHEiDAR STURLAUGSDÓTTUR.
Ragnheióur Jónsdóttir,
Páll Halldórsson,
og börn.
Nú eru fimm þessara systkina
horfin yfir landamærin miklu. En
ein systirin, hún Jóhanna er á lífi.
En þær systur, hún og Aðalheiður,
áttu heimili saman alla tíð. En nú
er fósturdóttir þeirra hún Svan-
hildur hjá Jóhönnu og styður hana
eftir föngum af ræktarsemi og
nærgætni.
Fjölskyldan, fólkið á Leiti voru
nágrannar okkar að Hrygg, þar
sem ég átti mína bernsku og æsku.
Vinátta mikil var þar milli bæja
og varð næstum sagt að börnin litu
hvert annað sem systkini í leikjum
og störfum.
Þar er margra sólskinsstunda að
minnast. Og það vildi ég þakka hér
heilshugar.
Heiða var nokkrum árum eldri
en ég. Og ég leit jafnan upp til
hennar með aðdáun. Hún fór
snemma að vinna við hin fjöl-
bre.vttu sveitastörf bæði úti og
inni, sem þá tíðkuðust í íslenzkri
sveit.
Það voru flest erfið störf. En
Heiða hlífði sér hvergi, dugmikil,
traust og trú í einu og öllu. Síðar
hóf hún hússtörf utan heimilis. En
atvinnule.vsið var þá nær algjört
og laun nánast engin, nema fæði
handa verkafólkinu.
En ætti einhver bágt, þótti
sjálfsagt að hlaupa undir baggann.
Og þar var Aðalheiður jafnan
fremst í flokki frá bernskudögum
og alla ævi sína. Það var gott að
njóta þeirrar hjálpar. Hún var
glöð og létt í lund, og henni fylgdi
jafnan birta og bros, sól og vor.
Hún var gædd sérstæðri kímni-
gáfu, sem gladdi alla, en særði
engan.
Síðar á ævinni fór hún að
heirnan til starfa að vetrinum. En
ávallt kom hún heim á sumrin til
að hjálpa foreldrum sínum einkum
eftir að aldur færðist yfir þau.
En árið 1952 flutti fjölskyldan á
Leiti suður eins og áður er sagt. Og
hér í borginni áttu þau heima.
Hún fylgdi foreldrum sínum og
hjá þeim systrum áttu þau athvarf
og fagurt friðsælt ævikvöld.
Hér í Reykjavík vann Heiða í
Ölgerðinni alla tíð frá komu sinni
suður eða í 25 ár. Og frá
forstjórahjónunum var hún að
koma, þegar hinzta kallið kom
óvænt og skyndilega.
Þjónusta hennar var sönn og
unnin af trúmennsku, alúð og
fórnarlund án hinnar köldu kröfu
handa sjálfri sér fyrst. Allir báru
traust til hennar og virðingu fyrir
henni að verðleikum, heiðvirð og
heilsteypt kona, sem ávann sér
vináttu samferðafólks síns í öllu.
Þótt Heiða væri létt í lund og
sæi jafnan hið broslega bezt, þá
sigraði hún jafnan í kappræðum.
Hún var hreinskilin og hispurslaus
í orðum og framkomu og hafði á
öllu gát.
Ég bið systur hennar Jóhönnu
og Svanhildi Árnadóttur, fóstur-
dóttur þeirra, styrks og huggunar
í söknuði þeirra.
Síðasta ferð hennar var vestur
um daginn til að sjá æskustöðv-
arnar í okkar fögru heimabyggð,
Framhald á bls. 18