Morgunblaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1978
Pltrgii Útgefandi tnlilfifeifr hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Rítstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Rítstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100.
Auglýsíngar Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands.
1 lausasölu 100 kr. eintakið.
Upprætum inn-
rætingarstarfið
Fulltrúi Alþýðubandalagsins í fræðsluráði Reykjavíkur, Hörður
Bergmann bar fram athyglisverða fyrirspurn í fræðsluráði í
tilefni af forystugrein í Morgunblaðinu um pólitíska innrætingu í
skólum. Spurningin og svar fræðslustjóra er þess eðlis, að ástæða
er til að fjalla lítillega um hvort tveggja.
Hörður Bergmann beinir tveimur spurningum til Kristjáns J.
Gunnarssonar, fræðslustjóra, og fjallar hin fyrri um það, hvort
fræðslustjóra sé kunnugt um einhverja skóla í Reykjavík, þar sem
pólitísk innræting fari fram en hin síðari, hvort fræðslustjóri telji
ástæðu til að kanna málið sérstaklega. Fræðslustjóri svarar á þá
leið, að honum hafi engar „formlegar kvartanir borizt" um að
pólitísk innræting fari fram og að hann hafi enga “rökstudda
vitneskju" um að svo sé. Með tilvísan til þess telur hann ekki ástæðu
til að kanna málið sérstaklega.
Svar Kristjáns J. Gunnarssonar er eftirtektarvert fyrir þá sök,
að fræðslustjóri tekur sérstaklega fram, að honum hafi ekki borizt
„formlegar" kvartanir og að hann hafi ekki „rökstudda" vitne'skju
um slíka pólitíska innrætingu. Þessi orð liggur beint við að skilja
á þann veg, að þótt fræðslustjóra hafi ekki borizt „formlegar"
kvartanir, kunni honum að hafa borizt óformlegar kvartanir. Og
þótt fræðslustjóri hafi ekki „rökstudda" vitneskju um slíka
misnotkun aðstöðu má skilja orð hans á þann veg, að hann búi yfir
vitneskju, sem erfitt kunni að vera að rökstyðja með dæmum.
Það er vitað, að pólitísk innræting fer fram í framhaldsskólum.
Þetta vita nemendur og þetta vita foreldrar, sem fylgjast með námi
barna sinna. En þessi misnotkun er hins vegar með þeim hætti að
það er erfitt að rökstyðja staðhæfingar um hana einfaldlega vegna
þess, að börn og foreldrar skirrast við að blanda sér opinberlega
í deilur af þessu tagi. Þetta fólk veit mæta vel hvers konar ofsóknir
það ætti yfir höfði sér af hálfu kommúnista ef það gengi fram fyrir
skjöldu og gerði grein fyrir dæmum af þessu tagi og það óttast, að
börn þeirra foreldra, sem reiðubúnir væru til að nefna rökstudd
dæmi, yrðu lögð í einelti af hálfu þeirra kennara, sem hlut ættu
að máli. Þess vegna er afar erfitt að leggja fram rökstudd dæmi
um pólitíska innrætingu. Þó er frægt dæmið úr skóla í Kópavogi
þar sem áróðurspési Fylkingarinnar var tekinn til kennslu, en
kennarinn þekktur Alþýðubandalagsmaður. Auðvitað er sá
möguleiki fyrir hendi, að skólayfirvöld setji eftirlitsmenn með
kennslu í þeim greinum, þar sem grunur leikur á, að tilraun sé gerð
til pólitískrar innrætingar en þeir tiltölulega fáu kennarar, sem hér
eiga hlut að máli eiga auðveldan leik á borði að hafa hægt um sig
á meðan.
Það er auðvitað í fulivissu þess, að þannig sé málum háttað, sem
fulltrúi Alþýðubandalagsins ber fram spurningar sínar til
fræðslustjóra í því skyni að fá umsögn frá honum um, að ekkert
sé að. Hörður Bergmann veit ofurvel, að núverandi fræðslustjóri er
fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og einn
af forystumönnum þess flokks á sviði menntamála. Með því að fá
yfirlýsingu frá honum um, að ekkert sé athugavert í skólakerfinu
í þessum efnum, gerir Alþýðubandalagið sér vonir um, að málið
verði úr sögunni. Fræðslustjóri hefur svarað þessari spurningu á
þann veg, sem embættisskylda hans býður honum, en það er á
misskilningi byggt, ef Alþýðubandalagsmenn telja þetta mál úr
sögunni.
Það er staðreynd, sem foreldrar skólabarna og unglinga verða að
horfast í augu við, að í vissum námsgreinum er af tiltölulega
fámennum hópi kennara haldið uppi pólitískri innrætingu. Þessi
misnotkun aðstöðu verður ekki stöðvuð nema foreldrar taki höndum
saman um það að gera börnum sínum kleift að komast í gegnum
skólakerfið á þann veg, að þau geti myndað sér sjálfstæðar skoðanir
um mál en verði ekki að sæta því á viðkvæmasta þroska- og
mótunarskeiði að verða fyrir tilraunum óprúttinna manna til þess
að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir þeirra í framtíðinni.
Því fer hins vegar fjarri, að hér sé einungis um mál foreldra að
ræða. Skólastjórar, sem ábyrgð bera á skólastofnunum, bera líka
ábyrgð á því, að pólitísk innræting fari ekki fram undir þeirra
handarjaðri. Önnur skólayfirvöld, sem hafa með að gera umsjón með
skólastarfinu, geta heldur ekki skotið sér undan ábyrgð-á því, að
slík misnotkun fari fram í skólum, sem þessi yfirvöld bera ábyrgð
á. Kennarasamtök eiga ekki að þola það, að fámennur hópur manna
verði til þess að tortryggni skapist meðal foreldra í garð kennara
og starfa þeirra. Skólakerfið í heild sinni verður að géra sér grein
fyrir því, að traust er ekki til staðar meðan foreldrar vita, að
mstakir kennarar halda uppi pólitískri innrætingu. Allir þessir
Mlar eiga hér hlut að máli. Allir þessir aðilar vita, þó að þeir muni
ki fást til að staðfesta það opinberlega, að pólitísk innræting fer
am í skólum. Foreldrar og skólayfirvöld verða því að taka höndum
man um að uppræta þessa innrætingarstarfsemi. Þar þarf hlutur
ræðsluráðs Reykjavíkur líka til að koma.
/
Sigríður Asgeirsdóttir, hdl.:
í leiðara Morgunblaðsins hinn
8. júlí s.l. gefur að líta furðuleg
skrif, sem ekki verða túlkuð
öðruvísi en ómakleg árás á Birgi
ísleif Gunnarsson, árás úr
launsátri, þar sem leiðarahöf-
undur þorir ekki að láta nafns
síns getið, en skýlir sér á bak við
Morgunblaðið.
Bera þessi skrif leiðarahöf-
undar öll merki taugaveiklunar,
sem virðist vera sprottin af ótta
við það, að síðdegisblöðin kunni
að vera orðin áhrifameiri fjöl-
miðlar en sjálft Morgunblaðið.
Eftir að hafa hælt Morgun-
blaðinu fyrir „frjálshyggju og
algerlega opna fréttamennsku",
þvælist leiðarahöfundur út í að
gorta af áhrifum blaðsins á
gang ýmissa mála á sviði
sig ekki á því, að „síðdegishlut-
leysið", sem hann kallar svo, er
fyrst og fremst fólgið í því, að
menn þora að hafa skoðanir og
birta þær á prenti undir fullu
nafni og jafnvel með mynd af
sér, en forðast það að ata menn
auri, úr launsátri, með dylgjum
og aðdpóttunum eins og siður er
sorpblaðahöfunda.
Þótt Morgunblaðið kappkosti
að þvo af sér Sjálfstæðisflokks-
stimpilinn, hvort sem það er af
ótta við að missa lesendahópinn
eða af einhverjum öðrum ástæð-
um, þá held ég að blaðinu væri
hollt að minnast þess, að án
samstarfsins við Sjálfstæðis-
flokkinn væri blaðið harla lítils
virði og á ég þá ekki við þær
fyrirgreiðslur, sem blaðið kann
að njóta sem flokksblað.
Ef Morgunblaðinu finnst það
Við MorgunMaðsmenn
mennta og lista. Út yfir tekur
þó, þegar hinn ókunni leiðara-
höfúndur gefur í skyn, að
Morgunblaðið hafi haft áhrif á
ákvörðun meirihluta fyrrver-
andi borgarstjórnar um að
senda hið svokallaða Ármanns-
fellsmál til saksóknara, en um
það segir hann orðrétt: „Vert er
fyrir Birgi Isleif Gunnarsson og
fleiri, að íhuga það, að Morgun-
blaðið hefir verið andstætt
Sjálfstæðisflokknum í ýmsum
málum og gagnrýnt hann, enda
þótt blaðinu hafi ekki þótt
ástæða til að fara í andstöðu við
meirihluta Sjálfstæðisflokksins
j Reykjavík, meðan Birgir
Isleifur var borgarstjóri. Þó
krafðist blaðið þess að Ár-
mannsfellsmálið s.n. væri sett í
rannsókn. Var eftir því farið
eins og kunnugt er. „(tilv.
lýkur, leturbr. m.)
Hér eru á ferðinni alvarlegir
hugarórar hins ókunna leiðara-
höfundar, sem hann hefði ekki
átt að setja á prent, nema undir
fullu nafni og helst með mynd
af höfundi, eins og annað hinna
ógnvekjandi síðdegisblaða gerir
í sínum leiðurum. Annað getur
varla talist ábyrg blaða-
mennska. Það er því engin
ástæða fyrir fyrrverandi méiri-
hluta Sjálfstæðismanna í borg-
arstjórn að taka þegjandi við
þessum aðdróttunum. Hið sanna
í málinu er það, að meirihlutinn
tók ákvarðanir sínar í Ár-
mannsfellsmálinu eftir eigin
samvisku og án nokkurra utan-
aðkomandi áhrifa á fundi í
meirihlutaflokknum. Meira að
segja var blaðafulltrúi Morgun-
blaðsins ekki staddur á þeim
fundi.
Það er sárgrætilegt að horfa
uppá Morgunblaðið sjálft falla í
þá gryfju að birta sorpskrif á
síðum sínum og það í leiðara
blaðsins. En svo mikil er ör-
vænting leiðarahöfundar, sem
telur sig og Morgunblaðið vera
eitt og hið sama, að hann áttar
standa höllum fæti í samkeppn-
inni við síðdegisblöðin, þá vil ég
í allri vinsemd benda því á að
taka up nýtískulegri vinnubrögð
eins og þau hafa gert og umfram
allt að gera sér grein fyrir því,
að „algerlega opin frétta-
mennska" þýðir hispurslausar
umræður um menn og málefni
skrifaðar undir fullu nafni
fréttamanna og ritstjóra,
starfsheitið eitt nægir ekki.
Reykjavík 9. júlí 1978
Sigríður Ásgeirsdóttir hdl.
Aths. ritstj.
Sigríði Ásgeirsdóttur til upp-
lýsingar skal þess getið, þótt það
ætti að vera óþarfi, að forystu-
greinar Morgunblaðsins eru
ritaðar á ábyrgð ritstjóra blaðs-
ins og skv. þeirra ákvörðun. Hún
þarf því ekki iangt að leita
þeirra, sem að hennar mati gera
„ómaklega árás á Birgi ísleif
Gunnarsson, árás úr
launsátri...“
Landsmót hestamanna á Skógarhólum:
„Þetta er ofsalega g;
HESTAMENN eru pessa dagana
margir í óða önn að undirbúa sig
fyrir Landsmót hestamanna, sem
haldið verður aö Skógarhólum í
Þingvallasveit um næstu helgi.
Þegar eru nokkrir hópar hesta-
manna og pð einkum keppendur
komnir á mótssvæðið til að æfa par
hross sín. Hópar eru á leið til
mótsins ríðandi en peir sem
skemmra purfa að fara eru ekki enn
lagöir upp. Meðal peirra atriöa, sem
eru nýlunda á landsmótum hesta-
manna er sérstök keppni unglinga.
Alls taka um 40 unglingar pátt í
peirri keppni en henni er skipt í tvo
aldursflokka, 10 til 12 ára og 13 til
15 ára. Morgunblaðsmenn heim-
sóttu í gær hóp unglinga frá
Hestamannatélagínu Fáki í Reykja-
vík, sem voru aö æfa fyrir keppnina
á landsmótinu á bænum Austurkoti
í Flóa.
fíætt vid krakka
úr Fáki, sem æfa
fyrir unglinga-
keppni mótsins
Sárstök unglingakeppni
í fyrsta skipti á
landsmóti
„Þessi samvera krakkanna hér í
Austurkoti er í senn lok á mjög
ánægjulegu samstarfi, sem við höf-
um átt meö þeim í vetur og þjálfun
fyrir unglingakeppnina á landsmót-
inu,“ sagöi Ragnar Tómasson en
hann og Kolbrún Kristjánsdóttir hafa
haft umsjón meö unglingastarfi Fáks
frá því í vetur og þjálfað þann hóp
Fákskrakka, sem keppir á Landsmót-
inu. Þaö verða 13 krakkar, sem taka
þátt í unglingakeppninni fyrir hönd
Fáks og hafa 12 þeirra verið í
Austurkoti frá því á sunnudagskvöld.
í dag, miðvikudag, er ætlunin aö
Hópurinn, sem Þátt tekur í unglingakeppninni á mótinu fyrir Fák, sést hér ásamt Þeim Kolbrúnu Kristjánsdóttur
og Ragnari Tómassyni, sem annast hafa Þjálfun krakkanna nema hvað tvo keppendur vantar á myndina. Á myndinni
eru frá vinstri: Tómas Ragnarsson, Sigríður Stefánsdóttir, Orri Snorrason, Þórunn Eyvindsdóttir, Kristján Ingvarsson,
Kolbrún, Asta Sigurjónsdóttir, Ester Harðardóttir, Dagný Ragnarsdóttir, Þórður Þorgeirsson Ragnar Styrmir
Snorrason og Jenný Magnúsdóttir. Ljósm. Kristján.