Morgunblaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1978 7 „Ótrúlega ör afturför“ Ein lofsverðasta ný- breytni sjónvarpsdag- skrár á Þessu ári voru vel unnír og skemmtilega framsettir fræðslubættir um efnahagsmál, sem hagfræðingarnir dr. Þrá- inn Eggertsson og Ás- mundur Stefánsson sáu um. Vonandi verður framhald á slíkri fróð- leiksmiðlun í höndum Þeirra félaga. Sá fyrrnefndi ritar einkar athyglisverða grein í dagblaðið Vísi sl. mánudag. Þar segir m.a.: „Efnahagsvandinn er efnahagslegur, hvorki sálfræðilegur né pólitísk- ur. Vandamálin má leysa án Þess að leita aðstoðar innlendra eða erlendra geðlækna og stjórnmála- fræöinga. En Þennan vanda verður ný ríkis- stjórn aö skilja — annars verður ekki von um ár- angur í efnahagsstefnu hennar. — Rætur verð- bólgunnar og upplausn- arinnar í efnahagsmálum, sem keyrt hefur úr hófi á áttunda tug aldarinnar, eru einkum tvær, fjár- málaóreiða og öldukast í utanríkisverzluninni. Fjármálaóreiðuna má rekja til ára vinstri stjórn- arinnar 1971—1974. Á árunum eftir 1971 varð ótrúlega ör afturför í stjórnarfari á islandi. Á nokkrum misserum var farið áratugi aftur í tím- ann. Góðum fjármála- venjum og reglusemi var varpað fyrir borð, og á ýmsum sviðum tók vinnubrögöum að svipa til frumstæðra Þróunar- ríkja.“ Þessari staðhæf- ingu til rökstuðnings nefnir greinarhöfundur eyðileggingu verðjöfnun- arsjóðs fiskiðnaðarins, subbulega meðferð ríkis- fjármála, söfnun óreiðu- skulda hjá opinberum stofnunum og 42% aukn- ingu fjármunamyndunar í landinu (1971) án Þess að dregið hafi verið úr sam- neyzlu eða einkaneyzlu. „Beljur á svelli eöa naut í flagi“ Síðar í greininni segir: „Eins og kunnugt er setur hlátur að mörgum AlÞýöubandalagsmönnum Þegar minnst er á lögmál markaðarins. Þessi lög- mál eru Þó fyllilega viður- kennd af sósíalískum iwxsftnn1 Dr. Þráinn Eggertsson. hagfræðingum í A- Evrópu, sem hallast að markaðssósíalisma. Aðrir erlendir sósíalistar hafa tekið upp miðstýringu og áætlunarbúskap en Það boöa AlÞýðubandalags- menn ekki heldur. Stefna Þeirra, sem mótast hefur í stjórnarandstöðu, virö- ist oft beinast að skemmdarverkum á markaðskerfinu; væntan- lega í Þeirri góðu trú, að Þar sé um umbætur að ræða. Lögmál efnahags- lífsins eru talin lítið ann- að en áróöursbrellur kapitalista. AlÞýðubandalagsmenn eru Því ýmist eins og beljur á svelli eða naut í flagi, Þegar kemur að efnahagsmálum. í raun bjóöa Þeir ekki upp á neitt hagkerfi. íslenzkur sósialismi er sveita- mennska. Skynugir menn um efnahagsmál virðast ekki komast til áhrifa í AIÞýöubandalaginu. Þaö sést m.a. á Þeirri botnlausu vanþekkingu leturbr. Mbl.) sem birtist í bæklingi um efnahags- mál er gefinn var út nú fyrir kosningarnar og mikið veifað. Mikið hljóta Það að vera Þungbær örlög að vera skynsamur sósíalisti á íslandi." „Hagfræöi áranna 1971 — 1974 var vond“ „Menn greinir á um kosti markaðsbúskapar og áætlunarbúskapar ...“, segir greinarhöfund- ur. „Hins vegar deila skyn- samir menn ekki um hlutverk verðjöfnunar- sjóða eða um afleiðingu af 40% aukningu fjár- munamyndunar á Þenslutímum, ef neyzla er ekki skert. Deila má um kosti veröstöðvunar á verðbólgutímum. Hins vegar á ekki aö deila um Það að hallarekstur verð- ur að jafna með styrkjum og til að greiöa styrkina verður að afla fjár með sköttum eða lántökum hjá almenningi. Aðferð óreiðuskuldanna styður enginn skynsamur mað- ur. Hlutverk hins opin- bera er deiluefni. Hins vegar á ekki að deila um Það, hvort ráðlegt sé aö auka útgjöld ríkisins á Framhald á bls. 18 Einnig fyrirliggjandi eftirtaldar stæröir af bátavélum, MeðeSaðnskrúfubúnadar. LANDSMÓT HESTAMANNA — 1978 — Haldið að Skógarhóium 12.—16. júlí Miðvikudagur 12. júlí Kl. 10.00 Stóðhestar dæmdir. Dómarar starfa allan daginn. Fimmtudagur 13. júlí Kl. 10.00 Kynbótahryssur dæmdar. Kl. 13.00 Spjaldadómar gæðinga í B-flokki. Kl. 15.00 Kynning söluhrossa. Föstudagur 14. júlí Kl. 13.00 Öllum einstaklings kynbótahrossum og gæðingum riöið inn á völl. Kl. 13.30 Mótið sett af formanni Landssambands hestamannafélaga, Albert Jóhannssyni. Kl. 14.00 Spjaldadótar gæðinga í A-flokki. Kl. 14.30 Kynbótahryssur kynntar. Kl. 15.00 Unglingakeppni 10—12 ára. Kl. 16.00 Stóöhestar kynntir. Kl. 17.30 Undanrásir kappreiða — stökk 250 m, 350 m og 1500 m brokk — fyrri spretti. Kl. 20.00 Gæðingaskeið á Suðurbraut. Kl. 21.00 Kvöldvaka (sérstök dagskrá). Laugardagur 15. júlí Kl. 10.00 Kynning á söluhrossum. Kl. 13.00 Stóðhestar — dómum lýst. Kl. 14.00 Töltkeppni — keppt til úrslita. Kl. 15.30 Kynbótahryssur — dómum lýst. Kl. 16.00 Unglingakeppni 13—15 ára. Kl. 17.00 Brokkkeppni — seinni sprettur. Kl. 17.15 Skeið — fyrri sprettur. Kl. 17.30 Milliriðlar í 350 m og 800 m stökki. Kl. 18.00 Söluuppboð á hestum. Kl. 21.00 Kvöldvaka (sérstök dagskrá). Sunnudagur 16. júlí Kl. 11.00 Helgistund í Hvannagjá, Hr. Sigurbjörn Einarsson biskup prédikar. Kl. 12.30 Hornaflokkur Kópavogs leikur undir stjórn Björns Guðjónssonar. Kl. 13.00 Hópreið hestamanna inn á mótssvæði. Kl. 13.10 Ávörp flytja landbúnaðarráöherra og formaður stjórnar B.í. Kl. 14.00 Kynbótahryssur í dómhring — verðlaun afhent. Kl. 14.30 Stóðhestar í dómhring — verðlaun afhent. Kl. 15.30 10 bestu gæðingar í A-flokki — verðlauna- afhending. Kl. 16.00 10 bestu gæðingar í B-flokki — verölauna- afhending. Kl. 16.30 Verðlaunaafhending, unglingar, tölt og gæðingaskeið. Kl. 17.00 Seinni sprettur skeiö — verölaunaafhend- ing. Kl. 17.30 Úrslit kappreiöa, stökk: 250 m, 350 m, 800 m — verðlaunaafhending. Kl. 19.00 Dregið í happdrætti landsmóts hesta- manna. Formaður framkvæmdanefndar, Bergur Magnússon slítur mótinu. Framkvæmdanefnd. landsmóts, áskilur sér rétt til breytinga á dagskrá. Dansléikir verða haldnir föstudags- og laugardags- kvöld að Aratungu og Borg. Hljómar leika fyrir dansi í Aratungu og Kaktus að Borg. Hittumst á Skógarhólum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.