Morgunblaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1978 11 Chon Gi Cap scndihcrra og túlkur hans. / Askorun frá N-Kóreu Nýr sendiherra kynnti hana hér al Ghasmi, höfðu einnig reynt að samrýma sjónarmið sín, en forsetinn lézt eins og kunnugt er af völdum spreng- ingar í tösku sérlegs sendi- manns stjórnar Suð- ur-Yemens, er gekk á fund hans með áríðandi skilaboð. Ali skellti skuldinni sam- stundis á fjandmenn sína innan flokksins, en Ismail svaraði fyrir sig með því að senda Kúbumenntað herlið sitt gegn forsetanum. Kemur fram í nýjasta tölublaði Newsweek, að Sovétmönnum hafi augsýnilega verið svo mikið kappsmál að steypa Ali að þeir hafi látið hernaðar- sérfræðinga Austur-Þjóð- verja skipuleggja aðförina. Búist er við að Sovétmenn hafi mjög styrkt stöðu sína á Arabaskaga í kjölfar þessara atburða. Fattah Ismail, sem er 36 ára gamall fyrrverandi skólakennari, hefur treyst sig í sessi. Raddir eru þó uppi um að enn örli á valdabaráttu innan „Þjóðfrelsishreyfing- arinnar“. í því sambandi hefur arabískur diplómat lýst arftaka Alis í forsetaem- bætti, Hasani, sem „sérgóð- um tækifærissinna". En hvort sem um innanrík- isbaráttu er hér að ræða eða ekki er ljóst að atburðirnir hafa afleiðingar, sem snerta heiminn í kring. Að vísu er þess ekki að vænta að Sovét- menn sjái ástæðu til að koma ár sinni miklu betur fyrir borð í Suður-Yemen en þeir hafa nú þegar gert. Þeir hafa þegar hernaðaraðstöðu í landinu og hefur Aden tekið við sem helzta flotabækistöð Ráðstjórnarríkjanna á þess- um slóðum síðan þeir töpuðu Berbera. Einnig er í landinu að finna vopnabúr í jarð- byrgjum rík af drápsvélum, sem hægðarleikur er að flytja yfir til Afríku ef þurfa þykir. Það land, sem eflaust uggir mest um rás atburða á horni Arabaskaga, er Saudi- Arabía, sem allt til þess að kommúnistar losuðu sig við Robay Ali, höfðu reynt að kaupa sér áhrif í landinu. Þannig höfðu Suður-Yemen- ar bæði lofað Saudi-Aröbum og þegið fjárstyrki fyrir að hætta stuðningi við Dhofari-uppreisnarmenn í nágrannaríkinu Oman. Osk Saudi-Araba um að Suður-Yemenar bæru Marx og verk hans út á hauga bar hins vegar ekki árangur og ótrúlegt að svo verði hér eftir. I rauninni bendir margt til að skorist geti í odda með Yemen-þjóðunum tveimur á næstunni. „Yemenar kunna vel að verða vitni að blóðbaði, sem gerir borgarastríðið í Líbanon að smámunum í samanburði við það,“ er haft eftir diplómat í Beirút ný- lega. Þessi vísbending hljóm- ar alls ekki ólíklega, þegar tekið er tillit til viðbragða, sem fram komu á fundi Arababandalagsþjóðanna í Kairó, sem kallaður var saman að kröfu Norður-Yem- ena. Fréttir berast um vax- andi viðbúnað við landamæri Suður- og Norður-Yemen og talið að Arababandalaginu sé ósárt um þótt látið verði sverfa til stáls gegn komm- únistastjórninni í Aden. En slík samstaða meiri- hluta Arabalanda lofar þó litlu. Það er táknrænt fyrir það tortryggnislega and- rúmsloft, sem virðist ríkja í Arabalöndunum, að í sömu viku og hreinsanir áttu sér stað í Yemen lýsti forsætis- ráðherra írans því yfir, að stjórn sín hefði gefizt upp á öllum tilraunum til að mynda varnarbandalag með ná- grannaríkjum. Á meðan vold- ugri Arabalönd bera meiri kvíðboga fyrir hvoru öðru en rauða járnhælnum skyldi engan undra þótt áfram verði bisað með hamri og sigð undir heitri sól á hvítum sandi. (The Economist, Associat- ed Press, Newsweek) - gp CIION Gi Cap. hinn nýi scndi- hcrra Norður-Kórcu hcr á landi. boóaói til blaóamannafundar í fyrradaj;. Þar lýsti hann ána'Kju sinni mcð að vcra kominn til íslands. cn hann hcfur aðsctur í Svíþjóð. Hann sajjði. að langt væri á milli íslands og N-Kórcu cn löndin ættu það samcijiinlcat að vcra bæði lítil oj; friðclskandi. Aðalerindi fundarins var að kynna plafííí á ensku máli, sem samið er í Norður-Kóreu og heitir: „Áskorun til stjórnmálaflokka, almennra samtaka og friðelskandi fólks í öllum löndum heims. (I tilefni mánaðarins, sem helgaður er sameiginlegu átaki þeirra afla sem andvíg eru Bandaríkjunum og berjast fyrir burtför ameríska hersins frá Suður-Kóreu).“ Mán- uðuðurinn, sem nefndur er, stend- ur frá 25. júní til 27. júlí. Túlkur sendiherrans las plaggið upphátt en það eru 9 síður. Þar er gerð grein fyrir eflingu ameríska hers- ins í Suður-Kóreu og vígbúnaði Bandaríkjamanna þar. í plagginu er skorað á alla að stuðla að brottflutningi hersins og samein- ingu klofinnar Kóreu. Undir áskorunina skrifa: Verka- mannaflokkur Kóreu, Kóreanski lýðræðisflokkurinn, Chondoist Chongu flokkurinn, Nefnd frið- samlegrar sameiningar föður- landsins, Félag landbúnaðarverka- manna í Kóreu, Félag lýðræðis- sinnaðra kvenna í Kóreu, Sam- band bókmenntafélaga í Kóreu, Kristilega sambandið, Budda-sam- bandið, Blaðamannafélag Kóreu og Félag lýðræðissinnaðra lög- fræðinga í Kóreu. Sendiherrann svaraði síðan nokkrum fyrirspurnum blaða- manna um afstöðu Norður-Kóreu til Bandaríkjanna. Kom fram að N-Kóreumenn hafa ekki yfir atómsprengju að ráða en munu ávallt leggja fullt kapp á að verja land sitt. 5 skip með 1780 lestir af kolmunna TREG veiði hcfur verið hjá kolmunnaskipunum að undan- förnu. en í gærmorgun lönduðu fimm þeirra samtals 1780 lestum. Jón Kjartansson var með lang- mestan afla. samtals 800 lestir. og er þá húinn að fá rúmlega 1900 lestir í tveimur veiðiferðum. í Neskaupstað lönduðu: Börkur 300 lestum, Sigurðuí 200 lestum og tvílembingsbátarnir Örn og Albert 180 lestum-. Hafa tilraunir þeirra með tvílembingsvörpuna gengið mjög vel, og það eina sem á hefur bjátað er að kolmunninn hefur ekki verið í nógu þéttum torfum. Á Eskifirði landaði Jón Kjartansson 800 lestum og Grind- víkingur 300 lestum. Ismail ásamt núverandi forseta Suður-Yemens. Ali Nasser Mohammed Iiasani. RANDVER Þaó stendur mikió tií Plata sumarsins. 14 skínaná sólarlög. RANDVER Það stendurmHad til slttinor S. 28155 og 19490.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.