Morgunblaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1978 15 Þetta gerðist 12. júlí Obreytt stefna í Máritaníu París, 11. júlí — Rcuter. „ÞRÁTT fyrir hyltingu í Mári- taníu mun stjórn landsins fylgja vestrænum ríkjum að málum eins og fyrrverandi forseti landsins, Mouktar Ould Daddad,“ sagði í yfirlýsingu frá hinni nýju sjórn Vestur-Afríku lýðveldisins Máritaníu. Sagði í fréttum frá Márítaníu, sem bárust til Parísar í dag, að herforingjabyltingin sem fór fram án blóðsúthellinga hefði orðið vegna mikils ágreinings innan- lands og spennu. Diplómatar í París álíta að hin nýja herfor- ingjastjórn í Márítaníu undir forystu Mustapha Ould Mohamm- ed Salek muni ekki gera neinar stórvægilegar breytingar á stefn- unni. Máritanía á í deilum um Sahara við Frakkland, Alsír og Marokkó. Þegar síðast fréttist, áður en fjarskiptasamband við höfuðborg- ina Nouakchott var rofið í gær- kvöldi, var allt með kyrrum kjörum en útgöngubann hafði verið fyrirskipað. Hin opinbera fréttastofa Saudi-Arabíu skýrði frá því að Ould Salek ofursti hefði tjáð stjórn Saudi-Arabíu að nýja stjórnin mundi standa við allar skuldbindingar Máritaníu við er- lend ríki, þ.á m. Arabaríkin og ríki múhameðstrúarmanna. Sagði fréttastofan enn fremur að Ould Salek hefði tekið á móti sendi- herra Saudi-Arabíu og tjáð honum að byltingin hefði orðið vegna Framhald á bls. 18 Kínverskar þot- 1977 — Carter lýsir yfir stuðningi við smíði nifteinda- sprengju. 1969 — Landamæraviðræður Rússa og Kínverja út um þúfur. 1967 — Uppþot kínverskra kommúnista í Hong Kong ná hámarki. 1960 — Frakkar veita Dahomey, Níger, Efri-Volta, Fílabeinsströndinni, Chad, Mið- Afríku og Kongó sjálfstæði — Krúsjeff segir Monroe- kenninguna ekki gilda lengur í Rómönsku Ameríku. 1947 - Fundur 16 Vestur-Evrópuríkja um Marshall-hjálpina í París. 1943 — Gagnsókn Rússa í Orel. 1941 — Samningur Breta og Rússa um gagnkvæma aðstoð gerður í Moskvu. 1913 — Tyrkir ráðast á Búlgara. 1869 — Napoleon III breytir stjórnarskránni og kemur á þingræði. 1808 — Jósef Bonaparte heldur innreið sína í Madrid sem konungur Spánar. 1806 — Napoleon stofnar Rínarsambandið. 1799 - Pólitisk 'félög bönnuð í Bretlandi. 1543 — Hinrik VIII kvænist Katrínu Parr. Innlenti Hinrik Bjálki kemur til landsins að taka við erfða- hyllingareiðum 1662 — Jörupdur hundadagakonungur grundv^llar völd sín á íslandi með auglýsingu, nýr (þorska) fáni dreginn að hún og Jörundur fer til Norðurlands 1809 — Fulltrúafundur samþykkir niðurskurð í kláðamálinu á Akureyri 1858 — Haag-dóm- stóllinn ítrekar bráðabirgðaúr- skurð sinn um veiðar í 50 mílunum 1973 — F. Jakob Möiler 1880 — Sr. Jón Guðnason 1889. Orð dagsinsi Viðaðu fyrst að þér staðreyndum og siöan getur þú rangfært þær eins og þú vilt — Mark Twain, bandarískur rithöfundur (1835-1919). ur yfir Víetnam Hong Kong, 11. júlí, Reuter VÍETNAMAR sökuðu Kínverja í dag um að fljúga í víetnamskri lofthelgi en engin viðbrögð bár ust frá Peking. Opinbera víet- namska fréttastofan sagði að fjórar kínverskar orrustuþotur hefðu flogið þrjátíu kílómetra inn yfir NorðurVíetnam á laugar daginn. Fréttastofan sagði að kínverski sendifulltrúinn í Hanoi hefði neitað að taka við mótmælaorð- sendingu frá víetnamska utanrík- isráðuneytinu f gær, þar sem hann hefði ekki nákvæ ar upplýs- ingar um málið. Þetta er talin fyrsta ásökun Víetnama í garð Kinverja um hernaðarlegan yfirgang síðan deilur þeirra hófust vegna flótta hundrað og fimmtiu þúsund Kínverja frá Víetnam. Drengurinn fremst á þessari mynd heitir Mauro Carassalle. Hann er þarna ásamt foreldrum sínum Francesco og Battistina en myndin var tekin eftir að ræningjar höfðu látið Mauro lausan. Þessi hugrakki piltur gaf sig á vald barnsræningja til að sjúkur bróðir hans yrði látinn laus. Ræningjarnir réðust grímuklæddir og vopnaðir inn á heimili Carassalle fjölskyldunnar á Ítalíu 23. aprfl og rændu bróður Mauro. Þar eð hann var mjög sjúkur gekk Mauro sjálfviljugur á þeirra vald og bróðirinn fékk að snúa aftur heim. Atök í baska- bænum Pamplona UNGUR maður var skotinn til bana í miklum mótmælaaðgerð- um í San Sebastian. sem komu í kjölfar árekstra milli þjóðernis- sinnaðra baska og lögreglunnar í bænum Pamplona um helgina. Mótmælaaðgerðirnar voru eink- um vegna morðs á ungum vinstri- sinna í átökum helgarinnar. Þátt- takendur í aðgerðunum voru um 2000, og átökin stóðu í u.þ.b. tvær klukkustundir áður en lögreglunni tókst að lægja öldurnar. Sjónar- vottur kvað vélbyssukúlur hafa hæft unga manninn fyrir utan aðsetur lögreglunnar. Lögreglu- yfirvöld segja hins vegar, að lögreglan hafi aðeins notað gúmmíkúlur og reyksprengjur gegn mótmælendunum, en mót- mælendur hafi skotið að lögreglu- stöðinni. Forsætisráðherra Spánar, Adolfo Suarez, fundaði með innan- ríkis- og varnarmálaráðherrum sínum um ástandið í baska- héruðunum og þá sérstaklega í Pamplona. Þar hafði atvinnulíf nær Íamazt í allsherjarverkfalli til að mótmæla átökunum í borginni, en nú er líf þar að færast í eðlilegt horf að nýju, í fyrsta sinn síðan á laugardag. Elzti Rocke- feller-bróðir- inn látinn JOHN D. Rockefeller, elzti meðlimur ríkustu fjölskyldu Bandaríkjanna, lézt í hifreiða- slysi í fyrrinótt. Auk hans lézt annar maður í þessum sama árekstri þriggja bifreiða, og tvær konur særðust. John D. Rockefeller var bróðir Nelson Rockefeller. fyrrum vara- forseta Bandaríkjanna. Þannig var umhorfs víða í bænum Elgin í NorðurDakota eftir að hvirfilbylur æddi þar yfir fyrir rúmri viku. Á myndinni sést hvernig vatnstankur rifnaði í sundur. Sex manns létu lífið í hamförunum og þrjátíu og fimm særðust. (AP símamynd) Fæðist fyrsta barnið úr tilraunaglasi bráðum? London 11. júlí AP — Reuter. ÞEKKTUR brezkur kvensjúk- dómalæknir hefur skýrt frá því að innan nokkurra vikna muni brezk kona ala fyrsta barnið sem frjóvgað er í tilraunaglasi. Verður barnið tekið með keis- araskurði og sagði læknirinn að næstu vikur yrðu mjög áhættusamar og líf barnsins ófædda væri undir þvf komið að konan yrði látin algerlega í friði, m.a. af fjölmiðlum, en hún liggur á fæðingardeild í Oldham um 275 km. frá Lond- ond. Kvensjúkdómalæknirinn Patric Steptoe, 65 ára gamall, hefur í áratug undirbúið þessa tilraun ásamt þekktum lífeðlis- fræðingi, dr. Robert Edwards, en báðir þykja þeir standa framarlega á sínu sviði. Nafni konunnar er haldið stranglega leyndu. Dagblaðið Daily Express skýrði þó frá því að hún væri 32 ára gömul eiginkona járnbrautarstarfs- manns, hefðu þau verið gift í níu ár og orðin langeygð eftir barni. Tilraun þessi, ef hún heppnast, á að gera konum, sem ekki geta frjóvgast af sæði mannsins kleift að eignast börn. Er sæðið látið í tilraunaglas með egg- frumu konunnar og að fjórum til sjö dögum liðnum er hinu fjóvgaða eggi komið fyrir í legi konunnar, þar sem það á að þroskast eins og venjulegt fóst- ur. Því er ekki um að ræða barn í tilraunaglasi í þeim skilningi að það hafi orðið til á rannsókn- arstofu. Steptoe læknir ráðlagði for- eldrunum verðandi að selja alþjóðlegu útgáfufyrirtæki einkarétt á sögunni um barnið í tilraunaglasinu og sagði tvær ástæður fyrir því, að forða foreldrunum frá ágangi ýmissa fjölmiðla og í öðru lagi að tryggja barninu ófædda örugga framtíð fjárhagslega. Fyrirtækið, sem gefur út dagblöðin Daily Mail og London Evening News, neitar að gefa upp fjárhæðina sem það greiddi fyrir einkaréttinn en segir að hún muni tryggja barninu örugga framtíð. Eitt Lundúna- blaðanna gizkaði á að upphæðin væri innan við 325 þúsund pund eða minna en 160 milljónir íslenzkra króna. Ef tilraunin heppnast mun hún að sjálfsögðu gefa öllum þeim konum, sem ekki geta frjóvgast af sæði mannsins, von um að eignast barn samt sem áður. Talið er að rétt næring og fleiri vísindaleg atriði hafi gert það að verkum að frjóvgun gat í þetta sinn tekizt í tilraunaglas- inu. Einhverjar sögusagnir eru um börn úr tilraunaglösum en talsmaður brezka læknaráðsins sagði að engin heimild væri til um slíkt. Sagði talsmaðurinn að Steptoe og Edwards væru þeir einu sem gert hefðu slíkar tilraunir í Bretlandi og báðir væru þeir virtir fyrir störf sín. Þeir hafa gert tilraunir með þetta á mörgum brezkum kon- um undanfarinn áratug en þótt þær hefðu orðið ófrískar hefðu þær allar misst fóstrin. Munu vísindamennirnir skýra síðar frá því í læknaritum hvers vegna allar fyrri tilraunir þeirra á þessu sviði mistókust. Brezkir fjölmiðlar kalla hina verðandi móður frú A, segja hana ljóshærða og skýra enn fremur frá því að hún og maður Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.