Morgunblaðið - 15.07.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.07.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1978 15 Dregið í lánahapp- drætti ríkissjóðs Multieri „isiand er tilvalin rann- sóknarstofa“. starfar hjá rafmagnsveitu Kenya, var ánægöur með fundinn á Laugarvatni, og sagði: „Hér komu fram margar góðar hugmyndir sem voru ræddar ítarlega. Ég bar fram tillögu um þjálfunarnámskeið fyrir undir- menn sérfræðinganna, sem hingað munu koma, og var hún tekin til athugunar, en engin ákvörðun tekin.“ I Kenya er nú unnið að því að nýta jarðhitaorkuna og ætla þeir að koma upp orkuveri fyrir árið 1981. Þeir hafa hafið boranir og ætla sér að nýta orkuna til rafmagnsframleiðslu. „Við eigum við nokkur vandamál að stríða, en það eigið þið nú líka — við Kröflu. Þó getum við lært margt af ykkur Islendingum og við höfum áhuga á meiri samskiptum við þetta land. Samvinna okkar í jarðhitamálum þarf ekki að vera bundin við starfsemi Sameinuðu þjóðanna." Jarðfræðingurinn Cuellar frá E1 Salvador hafði dvalizt hér áður og var þá í tvo mánuði. Hingað kom hann sem styrkþegi Sameinuðu þjóðanna til að kynna sér jarðhita- rannsóknir en í sömu erindum fór hann til Nýja Sjálands. „Ferð mín hingað 1969 var mér mjög mikils virði og sú starfs- reynsla sem ég öðlaðist þá hefur hjálpað mér mikið í starfi mínu nú.“ Cuellar starfar nú í E1 Salvador og er yfirmaður jarðhita- deildar rafmagnsveitunnar. I E1 Salvador eru nú tveir gufuhverflar í notkun og framleiða þeir 30 mw hvor. Búizt er við að þriðji hverfillinn verði tekinn í notkun á árinu 1980. Um fundinn á Laugarvatni sagði Dr. Walther Manshard aðstoðar- rektor HSÞ. Cuellar: „Fundurinn hér er mikil- vægur fyrir alla jarðhitastarfsemi i heiminum. Námskeiðin munu koma sér mjög vel því hingað til hefur sérhæfða þjálfun vantað í faginu. Það er ekki nóg að námskeið veiti aðeins almenna þekkingu heldur þarf sérhæfða þjálfun á þröngum sviðum. Fyrir E1 Salvador verða námskeiðin hér mjög mikilvæg og við höfum nú þegar menn sem við viljum senda hingað. Það er mjög mikilvægt, að þeir sem koma hingað verða færir um að miðla þekkingu sinni til undirmanna sinna, þegar þeir snúa heim á ný.“ „Ég vil koma hér á framfæri teimur atriðum. I fyrsta lagi þá er jarðhitaorkan, sem nú er nýtt í E1 Salvador, 14% af allri orku sem þar er framleidd. Við þurfum að flytja inn alla olíu sem við notum. Með því að minnka olíunotkunina spöruðum við á síðasta ári 10 millj. dollara. Þess vegna hefur sú stofnun, sem ég starfa hjá, reynt að stuðla að síaukinni notkun jarðhitaorku og við leitum ávallt nýrra jarðhitasvæða, og hefur orðið töluvert ágengt. I öðru lagi þá er E1 Salvador mjög þakklátt Islandi og öðrum löndum fyrir þann stuðning sem þau hafa veitt okkur. Sú þekking og reynsla sem hér er að fá var mikil hjálp við byggingu fyrsta orkuversins í E1 Salvador. Nú er nauðsynlegt að ungt fólk fái að kynnast starfsem- inni hér á sama hátt og ég gerði og geta þannig unnið þjóð sinni mikið gagn.“ Tolentino frá Filippseyjum var mjög ánægður með dvölina hér og sagði: „Ég er nú þegar með hugmyndir um menn sem ég vil að Heimsókn á fund sérfrædinga í jardhitamálum komist hingað. Þeir munu græða mjög mikið á dvöl sinni hér en ég er svolítið hræddur við veðurfarið. Mér finnst gaman að koma hingað í stutta heimsókn en ég vildi ekki vera í heilt ár. Tveir Islendingar komu til Filippseyja fyrir stuttu og ég vona að það sé byrjun á samvinnu landanna. Við höfum hingað til haft samvinnu við Nýja Sjáland en við fögnum alltaf nýjum möguleikum." „Það var ekki fyrr en 1964 að jarðhitaorkan var virkjuð á Filippseyjum,“ hélt Tolentino áfram „en nú eru nokkur orkuver í smíðum. Þorpsbúar hafa þó lengi notað jarðhitann við matargerð. Þeir grafa jurtapotta, sem þeir hafa tekið botninn úr og sett hey í, í heitan jarðveginn og sjóða þannig á svipstundu ýmiss konar grænmeti." Bandaríkjamenn hafa náð lengra en Filippseyingar. Muffler, sem starfar hjá jarðfræðistofnun Bandaríkjanna, sagði að hann væri vel kunnugur Islandi og hér ætti hann marga persónulega vini í jarðfræðingastétt. Hann sagði að nýting jarðhita í Ameríku væri ‘með svipuðu móti og hér en jarðhiti er aðeins nýttur í Kaliforníuríki. „A Hawaii eru svipaðar aðstæður og hér eru við Kröflu, og við höfum ekki hafið neinar framkvæmdir þar.“ „Fundurinn hér hefur verið mjög mikilvægur og það er mikil þörf fyrir starfsþjálfun eins og hér á að fara fram. Mér lízt mjög vel á starfsfyHrkomulagið sem hér verður. ísland er tilvalinn staður fyrir verklegar rannsóknir og hér starfa fyrsta flokks menn. Island er Mekka jarðhitafræðinga." Dregið hefur verið í fimmta sinn í lánahappdrætti ríkissjóðs 1974, Skuldabréf D, vegna vega- og brúargerða á Skeiðarársandi er opni hringveg um landið. Sam- kvæmt reglum fjármálaráðuneyt- isins fór drátturinn fram í Reikni- stofu Háskólans með aðstoð tölvu Reiknistofnunar. Vinningar eru eingöngu greiddir í afgreiðslu Seðlabanka íslands VINNINGSUPPHáO *n. 1.000.000 16803 80531 121276 68607 117865 123018 VINNINGSUPPHÍO KB. 500.000 9638 95083 102305 121867 VINNINGSUPPHÍO XR. 100.000 8573 21081 28552 40969 5597 23328 28934 52382 .1.0608 23488 29272 57549 13034 23737 33178 58877 14479 26640 35657 61663 17267 27375 39224 62 904 20525 28274 39658 63983 Alls hafa komiö hingað til lands í júnímánuði sl. 11.623 erlendir íerðamenn, en í sama mánuði í fyrra voru þeir 10.271. Flestir ferðamannanna komu frá Bandaríkjunum eða tæplega þrjú Hafnarstræti 10, Reykjavík, gegn framvísun skuldabréfanna. Þeir, sem ekki komast í afgreiðslu Seðlabankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða hvar sem er á landinu og afhent þeim skuldabréf gegn kvittun. Viðkomandi stofnun mun síðan sjá um að senda Seðlabankanum skuldabráfið til greiðslu. Hér fer á eftir skrá yfir hæstu vinningana: 67729 96875 112468 119882 73594 98774 112500 120850 85264 103241 113984 121353 86103 103612 114190 121546 89011 1069C8 114462 122080 92066 107509 116032 123672 93669 111626 116817 þúsund. Um 1700 komu frá Danmörku og svipaður fjöldi frá V-Þýskalandi. Frá áramótum til júnfloka hafa komið hingað til lands u.þ.b. 30.500 útlendingar. en á sama tíma í fyrra komu um 27.500. Straumurinn hefur aukist Forseta íslands. Kristjáni Eldjárn, og öðrum gestum var í gær boðið að vera viðstatt sýningu á tveimur þýzkum sjónvarpsmyndum um ísland og fslenzkar bókmenntir. Þýzki kvikmyndaleikstjórinn Rolf Hádrich. sem nú undirbýr kvikmyndun Paradísarheimtar fékk í fyrra áhuga á að gera bókmennt íslendinga skil á þennan hátt. Ilonum til stuðnings voru meðal annars Petcr Ifassenstein, sem kvikmyndaði Brekkukotsannál á sínum tíma, og Jón Laxdal. Jón sagði að myndirnar tvær, Blindur er hóklaus maður og ísland — skáldaeyjan, hefðu verið sýndar í öllum sjónvarpsstöðvum Þýzkalands og yrðu á næstunni sýndar í Sviss og Austurríki. Auk þess verða þær sýndar í íslenzka sjónvarpinu innan tíðar. Þessar tvær myndir cru hluti af þýskum sjónvarpsmyndaflokki um norrænar bókmenntir. Þar eru sýnishorn íslenzkra bókmennta sett fram í ljósi landshátta og atvinnuvega landsmanna. Ljósmynd Mbl. ól.K.M. SPARIÐ 20% NOTIÐ AGFACOLOR FILMU Austurstræti 7 Sími 10966 JtEg AV ÞARFTU AÐ KAUPA? ZJr ÆTLARÐU AÐ SELJA? | 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.