Morgunblaðið - 15.07.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.07.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1978 verður að flýja yfir landa- mærin frá konu sinni Mögdu, nýfæddu barni þeirra og aldraðri móður, til að bjarga lífi sínu og vina sinna í neðanjarðarhreyfingunni. Magda leitar á skrifstofu konsúlsins til að sækja um vegabréfsáritun fyrir sig og fjölskylduna, svo þau geti farið á eftir John. En henni er vísað frá af ritara konsúls- ins, sem krefur hana um fjölda vottorða og pappíra. Hún kemur daglega á skrif- stofuna og tíminn líður, án þess að hún komist í burtu. Litla barnið deyr og síðar móðirin, sem hefur gefið upp vonina um að fá að hitta son sinn. Magda fær skilaboð gegn um ritara konsúlsins um að John hyggist koma til baka. Og til að koma í veg fyrir að hann og félagar hans verði handteknir hótar hún því að hann muni þá ekki finna hana á lífi og hún gerir alvöru úr hótuninni — opnar gaskranann. I hillingum sér hún þessar vesælu manneskj- ur bíðandi á skrifstofu konsúlsins, og á milli ástvini sína. John hefur ekki haft þolinmæði til að bíða eftir boðum frá Mögdu. Hann kemur æðandi inn í konsúlat- ið og er handtekinn af öryggislögreglunni. Ritari konsúlsins skilur nú loks harmleikinn og flýtir sér að hringja til Mögdu til að tilkynna henni tíðindin. En Magda hefur ekki lengur krafta til að ná til símans og deyr. Og þar með lýkur þessari dramatísku óperu. Stofnun utan- ríkisþjonustu í Alsír Nú, eftir Vínarborg var Jacques de Latour Dejean send- ur til starfa í sendiráðum Frakka í Belgíu, Hollandi, í utanríkisráðuneytinu heima í Viðtal við franska sendiherr- ann Jacque de Latour Dejean Þetta framtak sendiherrans barst í tal í upphafi eamtals í skrifstofu hans, þar sem hann sagði m.a.: — Ég hefi alltaf haft áhuga á kvikmyndum. Tel þær túlkunar- miðil nútímans, þar sem sjón- menntir eru orðnar grunnurinn. Kvikmyndir eru hluti af menningu okkar tíma. Hljóð og mynd eru orðin grundvallar- form nútímamenningar. — Ekki svo að skilja að ég vanmeti bókina, flýtti hann sér að bæta við. Ég les mikið sjálfur og vil hvetja fólk til að lesa. Enda af kynslóð sem hlaut menntun byggða á lestri og skrifum. Því hefi ég undanfarin fimm ár með hjálp menningar- deildar franska utanríkisráðu- neytisins lagt mig fram um að auka og bæta franska bókasafn- ið hér í Reykjavík og byggja það upp. Grunnurinn er gamalt safn Alliance Francaise, en við höfum verið að bæta í það bókaflokkum, svo sem barna- bókum og bókum á frönsku sem þýddar hafa verið á íslenzku, svo að fólk sem les einhverja frönsku, geti lesið þær á frum- málinu líka. Einnig vinsælar myndabækur eins og Ástríkur og Tinni o.fl., sem eru mjög gagnlegar fyrir unga frönsku- nemendur, sem sjá þá myndirn- ar um leið og þeir lesa textana. Þá höfum við unnið upp annan flokk léttra skáldsagna með bókum eftir Simenon og skáld- sögum á léttu máli, auk þekktra franskra skaldsagna á erfiðara rnáli. Og einn nýi flokkurinn eru bækur um iandafræði, ferðalög og sögulegan fróðleik um Frakk- land og einstök héruð, eem eru mjög vinsælar. Margir fá sér þessa lesningu áður en þeir fara þangað. Að visu má segja að þeir séu ekki mjög margir, scm lesafrönsku, enda er það þá að jafnaði þriðja eða fjórða tungu- málið, sem Islendingar tala og er þá léttara að lesa bækur á öðrum málum. En með þeesari uppbyggingu á bókasafninu viljum við gera þeim léttara fyrir og auka þann fjölda. Ég hefi verið svo heppinn að hafa Gerard Lemaquis við safnið. Hann sýnir kvikmyndirnar og er alveg ómetanlegur, enda mjög vel menntaður. M. Raymond, franski lektorinn við Háskól- ann, hefur líka veitt góða aðstoð við þetta verkefni. Næg verkefni á ættarsetrinu — Þér voruð að tala um bækur um hin ýmsu héruð Frakklands, sem eru mjög ólík. Þér eruð sjálfur af gamalli frægri ætt í Midi, er það ekki? í ensku blaði var nýlega veriö að fjalla. um utanríkisþjónustuna frönsku og þar sagt, að i henni væru nokkrir menn af þekktustu ættum Frakklands og aðli, og þér nefndur þar á meðal. — Já, meðal samstarfsmanna minna í utanríkisþjónustunni eru menn af eldri ættum en ég. Mínir forfeður hafa þó verið samfleytt á ættarsetrinu í Sevennafjöllum í 5 aldir, eða frá tímum Hugenottanna. Ég hefi pappíra upp á það að við fluttum þangað árið 1480, vorum fyrst að vísu svolítið ofar í fjöllunum eða fram til 1520, en síðan höfum við búið á sama stað mann fram af manni. Jú, land okkar er stórt að umfangi, en erfðalögin gera ráð fyrir, frá því þau voru sett í frönsku bylting- unni, að landi sé skipt á milli barna í karl- og kvenlegg. En okkur hefur tekist að halda þessu landi saman að mestu. Þarna er gamall kastali. En gömlu hallirnar á þessum slóðum eru miklu minni en norður frá, vegna þess að í Midi er magurt land og fátækt, og því leyfði það ekki sama munað og til dæmis í Loiredalnum. Þarna hefur alltaf verið lifað einfald- ara lífi. — Þarna er jarðrækt, og allt ræktanlegt land í okkar eigu er leigt bændum. Mest eru þeir með kúabú til mjólkur og kjötframleiðslu. Einnig nokkuð af geitum og hænsnum. Og áður fyrr voru þar allstór fjárbú. Nú er minna um það, en ég hygg að í héraðinu séu um 3000 kindur, sem reknar eru á fjall í Haute Sevenne og smalað aftur í septembermánuði. Ekki veit ég af hverju nú er færra fé, því kindakjöt er dýrt kjöt í Frakk- landi. — Þarna ólust þér upp og haldið enn tryggð við staðinn. Ætlið þér kannsi að setjast þar að eftir að þjónkuetu lýkur? — Já, ég átti þar góða æsku. Pabbi vann í París eftir að ég fór að stálpast, en við vorum þar öll sumur. Og ég hefi alla ævi dvalið þar í sumarleyfunum. Þar bíða ávallt næg verkefni við stjórnun og viðhald, bæði á húsum og jörð. Þetta er land, þar sem ekkert vex nema hlynnt sé að landinu. Til dæmis þarf að halda við hlöðnum veggjum í hlíðunum. Skattar og viðhald eru vandamál á slíkri eign. Viðhaldsvinna er dýr og ég hefi sjálfur ánægju af að taka til hendi, gera við og mála. Ferðamennska hefur haldið inn- reið sína í héraðið og ég leigi út tvö hús til ferðamanna. Þarna voru margar gamlar byggingar, hundahús, dyravarðarhús o.fl., sem hægt var að gera upp til íbúðar. — Ég er ekki alveg að setjast í helgan stein, sagði sendiherra ennfremur. Ég á eftir eitt ár í utanríkisþjónustunn i og eftir því sem mér skilst, þá verð ég T ekizt að halda ættar- setrinu óskertu í 5 aldir Franski sendiherrann Jacque de Latour Dejean og frú Luce í stofu sinni. — Ekki beint. En fólk sem ég hitti. Ég sá þarna um ræðis- mannsstörfin í sendiráðinu okkar. Margir sem sóttu um vegabréfsáritun til Frakklands, voru í mjög erfiðri aðstöðu. Þessir útflytjendur eygðu í Vestur-Evrópu möguleikana til að lifa frjálsir. En við urðum að fylgja ströngum reglum. Biðin eftir áritun á vegabrefið varð því mörgum þeirra tími angistar og kvíða. Og oft varð fólk að bíða lengi. Allir, sem voru í mínum sporum, hefðu því þess vegna getað skrifað hina harm- þrungnu frægu óperu Menottis, Konsúlinn, sem fjallár einmitt um þetta efni. Óperuna samdi hann 1950 og hún var mjög fljótlega flutt í Vín. Ég sá hana og ég og félagar mínir könnuðumst vel við efnið. Margur slíku^ harmleikur gerðist þá. Til upplýsinga fyrir }>á, sem ekki þekkja óperuna um Konsúlinn, er rétt að rekja hér í fáum orðum þráðinn í henni. Hún fjallar um frels- ishetjuná John Sorel, sem París, í Thailandi, í pólitísku deildinni í ráðuneytinu og síðan til Alsírs. — í Alsír hafði ég nokkuð sérstætt verkefni. Þetta var árið 1962 og verið að stofna sjálf- stætt ríki í Alsír. Utanríkisráð- herrann nýi bað Frakka um að senda einhvern, sem gæti hjálp- að þeim við að koma á fót utanríkisráðuneyti. Ég varð fyrir valinu og vann í fjóra mánuði að því, eini Frakkinn með tugum alsírskra stjórn- málamanna. Þar þurfti að byrja frá grunni. Kjarninn í st&rfslið- inu voru Alsírmenn, sem mynd- að höfðu utanríkisdeild í and- stöðuhreyfingunni og þá þurfi að þjálfa og ráða nýtt fólk og byggja upp störfin. — Var ekki erfitt fyrir þessa andspyrnuhreyfingarmenn að eiga nú að vinna undir stiórn Frakk? — Það var nokkuð erfitt í byrjun, en það var þeirra eigin ráðherra sem hafði beðið um þetta — ég ekki farið fram á }>aÚ. Þetta fóik hafði í át.ta ár Framhald á bls. 20. UM það leyti sem Frakkar halda. hvar sem þeir eru staddir í veröldinni, upp á Bastilludaginn 14. júlí. eru frönsku sendiherrahjónin í Reykjavík, Jacque og Luce dc Latour Dejean. að kveðja eftir fimm ára dvöl á íslandi. Þó ekki hafi þau vcrið hér lengur, hafa þau komist nær því marki sínu að auka vcrulega sam- skipti þjóðar sinnar. Frakka. og íslendinga. en aðrireem lengri viðdvöl höfðu. cinkum á menningarsviðinu. Mótta'kileg- ir íslendingar eru mun fróðari á eftir um franska menningu. Til að finna þessum orðum stað má t.d. rifja upp. að sendiherrann hefur í þrjú skipti efnt hér til kvikmynda- viku i Háskólabíói á árunum 1974. 1975 og 1977. og kynnt franska kvikmyndalist. Hann hafði lagt drög að þeirri fjórðu í nóvcmber næst- komandi. áður en hann var kallaður heim til Parísar. Á kvikmyndavikunum eru mest sýndar nýjar franskár myndir, en jafnframt hafa í Franska bókasafninu verið sýndar gamlar klassískar myndir og fræðslumyndcir á 16mm film- um og elíkar myndir verið lánaðar út ýmist gegnum Fræðslumyndasafnið felenzka eða heint. Þannig hafaþær komið að gagni í kennslu og verið til ánægju í klúbhum og félögum og verið sýndar úti á landi, í Keflavík. Akureyri, ísafirði og víðar. eftir að ég kem héðan í deild í utanríkisráðuneytinu í Paris, sem sér um fundi og ráðstefnur heima og erlendis. Annars ákveða utanríkisþjónustumenn slíkt ekki sjálfir. Við eigum íbúð í París og förum þangað nú. En þegar starfi mínu lýkur í utanríkisþjónustunni, mun ég gjarnan vilja setjast alveg að heima í Sevenna og gera héraðinu það gagn sem ég má. Hvernig veit ég ekki enn. Ég hefi lifað svo lengi annars staðar. Hefi verið meira og minna í burtu við önnur störf síðan 1938. í borg „þriðja mannsins“ — Þá fór ég í herþjónustuna, svaraði sendiherrann spurningu okkar. — Og 1939 hófst heims- styrjöldin. Að henni lokinni eða 1945 gekk ég í utanríkisþjónust- una, en þá urðu þar mikil umskipti, nýir menn ráðnir. Mitt fyrsta starf var í Vínar- borg, sem var mikið eyðilögð eftir stríðið og hersetin borg. Þar réðu Sovétmenn, Banda- ríkjamenn, Bretar og Frakkar. — Þetta var merkileg reynsla og mjög áhugaverð. Munið þér eftir kvikmyndinni „Þriðji maðurinn" með Orson Welles? (Hún hefur m.a. verið sýnd hér í sjónvarpinu). Hún gefur mjög góða hugmynd um lífið í Vínarborg á þessum tíma. — Upplifðuð þér eitthvað svipað? Franski sendiherrabústaðurinn er gamalt fallegt hús í Þingholtun- um. Ilér eru scndiherrahjónin í garðinum. Ljósm. Mbl.i Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.