Morgunblaðið - 15.07.1978, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1978
Útgefandi
Framkvœmda8tjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fróttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiösla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aóalstrœti 6, sími 10100.
Aóalstraati 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuöi innanlands.
í lausasölu 100 kr. eintakiö.
Gunguskapur
Alþýðubandalagsins
Fyrstu viðbrögð við tilraun Benedikts Gröndals, formanns
Alþýðuflokks, til þess að mynda meirihlutastjórn endur-
spegla þá erfiðleika, sem framundan eru við að mynda starfhæfa
ríkisstjórn í landinu. Miðstjórn og þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins samþykktu raunar með samhljóða atkvæðum að taka
boði formanns Alþýðuflokks um þátttöku í viðræðum til þess að
kanna möguleika á myndun ríkisstjórnar, sem njóti stuðnings
meirihluta Alþingis. Þessi samþykkt miðstjórnar og þingflokks
er mjög mikilvæg, vegna þess að hún tekur af öll tvímæli um,
að Sjálfstæðisflokkurinn er reiðubúinn til þess að taka þátt í
myndun starfhæfrar ríkisstjórnar, að sjálfsögðu á grundvelli
ákveðinna skilyrða, sem flokkurinn vafalaust mun setja. Eins og
kunnugt er hafa andstæðingar Sjálfstæðisflokksins haldið því
fram, að flokkurinn væri ekki fær um að taka þátt í viðræðum
um stjórnarmyndun vegna erfiðleika innanflokks í kjöifar
fylgistaps. En samhljóða samþykkt miðstjórnar og þingflokks
hefur hreinsað andrúmsloftið að þessu leyti. Hið sama verður
hins vegar ekki sagt um svar Alþýðubandalagsins við ósk
Benedikts Gröndals um viðræður. Alþýðubandalagið hafnar
þátttöku í viðræðum um myndun ríkisstjórnar Alþýðuflokks,
Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks. Alþýðubandalagið hafnar
þessum viðræðum án þess að nokkuð liggi fyrir um, hvort
málefnaleg samstaða gæti tekizt eða ekki milli þessara þriggja
flokka um lausn aðsteðjandi efnahagsvanda. Þessi neitun
Alþýðubandalagsins fyrirfram hlýtur að byggjast á tvennu. I
fyrsta lagi vill Alþýðubandalagið auðmýkja formann Aiþýðu-
flokksins í tilraunum hans til þess að mynda nýja ríkisstjórn.
Alþýðubandalagið þolir alls ekki fylgisaukningu Alþýðuflokksins
og þá sterku stöðu, sem flokkurinn hefur skapað sér.
Alþýðubandalagið þolir alls ekki, að Alþýðuflokkur er orðinn
jafnstór flokkur og Alþýðubandalag. Þess vegna er það
bersýnilega markmið Alþýðubandalagsins að svínbeygja
forystumenn Alþýðuflokksins og auðmýkja þá á alla lund. I öðru
lagi ýtir svar Alþýðubandalagsins undir þá grunsemd manna,
að Alþýðubandalagið þori ekki í stjórn vegna þess einfaldlega,
að það treystir sér ekki til að axla þær óvinsældir, sem
óhjákvæmilega fylgja því að taka þátt í ákvörðunum, sem
nauðsynlegt er að taka. M.ö.o. Alþýðubandalagið treystir sér ekki
til þess að takast á hendur þá ábyrgð, sem leiðir af kjörfylgi
þess.
Alþýðubandalagið segist vilja vinstri stjórn. En afstaða þess
til hugsanlegrar tilraunar Benedikts Gröndals til þess að mynda
vinstri stjórn er ekki í miklu samræmi við þær yfirlýsingar. í
Þjóðviljanum í gær er óspart hæðst að Benedikt Gröndal. I
fyrirsögn á forsíðu er spurt, hvort Benedikt Gröndal eigi að
stjórna viðræðum um vinstri stjórn, þegar hann sé mótfallinn
slíkri stjórn. Þjóðviljinn segir ennfremur, að viðræður um slíka
stjórn undir forystu formanns Alþýðuflokksins séu „nánast
hlægilegar og líklegar til að sýnast". Gefið er í skyn, að slíkar
viðræður undir forystu Alþýðuflokksins mundu ekki stjórnast af
heillindum. Þessi viðbrögð Þjóðviljans benda til þess, að
Alþýðubandalagið vilji ekki aðeins neita Alþýðuflokknum um
viðræður um nýsköpunarstjórn heldur muni flokkurinn ganga
til hugsanlegra vinstri viðræðna undir stjórn Alþýðuflokksins
með hangandi hendi.
Þeir kjósendur, sem veittu Alþýðubandalaginu stuðning í
kosningum, hafa vafalaust gert það í því skyni að efla þennan
flokk til áhrifa á landsstjórnina. Þeir og aðrir landsmenn verða
nú áhorfendur að því, að forystulið Álþýðubandalagsins þorir
ekki í alvöruviðræður af neinu tagi um stjórnarmyndun og beitir
öllum hugsanlegum ráðum til þess að komast undan þeim og þar
með nokkurri ábyrgð. Til hvers eru flokkar að starfa og bjóða
fram? Hvaða tilgangi þjónar það fyrir kjósendur að kjósa flokk
eins og Alþýðubandalagið, sem þorir svo ekki að takast á við
vandamálin? Þeir kjósendur verða vafalaust margir, sem velta
því fyrir sér á næstunni.
Viðbrögð Alþýðubandalagsins verða forystumönnum Alþýðu-
flokksins„ áreiðanlega mikið umhugsunarefni á næstu dögum.
Formaður Alþýðufiokksins segir, að Alþýðubandalagið hafi
eyðilagt tilraun hans til stjórnarmyndunar. Alþýðubandalagið
gerir ítrekaðar tilraunir til að auðmýkja' formann Alþýðuflokks-
ins, gera hann hlægilegan og bregða fæti fyrir tilraunir hans
til þess. að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Eftir að hafa fylgst með
gunguskap Alþýðubandalagsins síðustu sólarhringa hljóta menn
enn að spyrja, hvort þessi flokkur sé yfirleitt starfhæfur sem
ábyrgur flokkur í ríkisstjórn. Allar athafnir Alþýðubandalagsins
síðustu daga benda óneitanflega til þess að svo sé ekki.
Fréttaskýring:
„nema almennum orðum, spurn-
ingum um það hvernig niður-
faerslu- og millifærsluleið skyldu
útfærðar,“ eins og einn af
þingmönnum Alþýðuflokksins
sagði í samtali við Mbl. Og
meöan Alþýðuflokksmenn voru
önnum kafnir við að kynna sér
gögn frá Seðlabanka og Þjóð-
hagsstofnun vörðu Alþýðu-
bandalagsmenn tímanum til að
velgja upp helztu forustumenn
Framsóknar fyrir vinstristjórnar-
viðræður.
Þrátt fyrir harkalegt afsvar Alþýðu-
bandalagsins við bréfi Benedikts
Gröndals er þó líklega of fljótt að
afskrifa „nýsköpunar“-viðræður
með öllu. Þó helztu talsmenn
þingflokks Alþýðubandalagsins
segi það „bull“ eru ýmsir helztu
frammámenn Alþýðubandalags-
ins innan verkalýðshreyfingarinn-
ar töluvert hallir undir hugmyndir
Alþýðuflokksmanna um kjara-
sáttmála og stjórn þeirra þriggja
flokka sem mest ítök eiga í
samtökum aðila vinnumarkaðar-
ins. Verkalýðsarmur Alþýöu-
bandalagsins er hins vegar
oröinn næsta áhrifalítill, í flokks-
stjórn og þó einkum þingflokkn-
um, þar sem er aöeins að finna
einn fulltrúa verkalýðshreyfingar-
innar, Eðvarð Sigurðsson, og
hann má sín greinilega ekki
mikils innan þingflokksins.
Það má nefna sem dæmi um
þverrandi áhrif verkalýðsarmsins
innan Alþýðubandalagsins, aö á
síöasta landsfundi flokksins náöi
Snorri Jónsson, varaforseti ASf
og framkvæmdastjóri þess, ekki
kjöri í miðstjórnina. Alþýðu-
bandalagiö, sem hefur löngum
haldiö því mjög á loft aö þaö eigi
rætur sínar í verkalýðshreyfing-
unni, felldi kannski ekki verka-
lýösforingja sína aö yfirlögðu
ráöi heldur stafaði þaö fremur af
því að innan fiokksins fara
kosningar fram eftir sérstöku
punktakerfi og hver og einn, sem
greiðir þar atkvæði, hefur mjög
litla tilfinningu fyrir því hvernig
punktar þeirra sem kjósa koma
til með að raðast saman. Niður-
staða kosninganna á síöasta
landsfundi varð sú, að verka-
lýðsarmurinn beið mikið afhroð
og menntamennirnir völdust í
allar trúnaðarstöður innan
flokksins.
Þessi breyttu valdahlutföll hafa
haft það í för með sér að
— hildarleikur sigurvegaranna
stjórnarathafna," sagöi Alþýðu-
bandalagsmaðurinn í samtali við
Morgunblaðið. Hann taldi því
Ijóst, að annað tveggja hefði
gerzt — kratar hefðu inntekiö
alranga mynd af hinni þólitísku
stöðu ellegar þeir stjórnuðust af
hreinni óskhyggju, sem hann
taldi reyndar líklegra í Ijósi þess
að þeir væru nánast komnir með
svonefndan „kjarasáttmála“ á
heilann. Staðreyndin væri hins
vegar sú, aö það væru einfald-
lega ekki fyrir hendi pólitískar
forsendur fyrir samstarfi Alþýöu-
bandalags og Sjáffstæðisflokks,
þar sem forusta Sjálfstæðis-
flokksins stæði höllum fæti eftir
fylgistapið í kosningunum meðan
Alþýðubandalagið hefði unnið
sinn sigur á vinstri stefnumótun.
Alþýðuflokksmenn segja hins veg-
ar, að þrátt fyrir meira og minna
árangurslausar könnunarviðræð-
ur Alþýðuflokks og Alþýöu-
bandalags og opinberan ágrein-
ing um samstarfsaðila, hafi þeir
engu að síður taliö sig geta búizt
við, „að Alþýöubandalagiö myndi
allavega Ijá máls á þátttöku í
þeim viðræðum, sem Benedikt
vildi byrja á úr því forsetinn tók
þann kostinn að fela honum
forystu um viðræður stjórnmála-
flokkanna."
í skugga þess ágreinings sem uppi
var um þriðja samstarfsflokkinn
reyndu Alþýöuflokksmenn þó að
halda uppi viðræðum um lausn
efnahagsmálanna án þess þó að
þær leiddu til annarrar niður-
stöðu en þeirrar, að Alþýðu-
bandalagið hafnaði gengislækk-
unarleið en svaraði þó ekki
Þrátt fyrir aðild Eðvarðs
Sígurðssonar að viðræðunefnd
Alþýðubandalagsins dróst von
úr viti að áhrifamönnum
flokksins í verkalýðshreyfing-
unni væri gerð grein fyrir gangi
mála.
verkalýsðleiötogar eiga í erfið-
leikum með að ná eyrum flokks-
forystunnar, sem m.a. sést af því
að lítiö sem ekkert samráö hefur
verið haft við þá um stjórnar-
myndunarviöræður sem flokkur-
inn hefur tekiö þátt í eða átt kost
á. „Gallinn við þetta Alþýðu-
bandalag er, að þar er ekkert
opið hús hjá þingflokknum,"
stundi einn af verkalýðsleiðtog-
um Alþýöubandalagsins á dög-
unum og eftir fundinn sl. mið-
vikudag þar sem flokksforystan
kynnti verkalýðsforingjunum
gang könnunarviöræðnanna við
Alþýðuflokkinn en þá var lítið
sem ekkert rætt um afstööu
flokksins til þátttöku i eiginlegum
stjórnarmyndunarviðræðum.
„Fundurinn var stuttur og gaf
ekki tilefni til neinna skoöana-
skipta“, sagð annar verkalýðs-
leiötogi Alþýðubandalagsins
þunglega eftir umræddan fund.
í augum þessara verkalýðsforingja
eru efnahagsmálin höfuðvið-
fangsefnið og hlutu að koma til
kasta verkalýðshreyfingarinnar
hver svo sem ríkisstjórnin verður
og raunhæfast væri að þeir þrír
flokkar sem mestu ítökin ættu
meðal samtaka aðila vinnumark-
aðarins, tækju þar höndum
saman, þó ekki væri nema til aö
tryggja almennilegan vinnufrið
meðan glímt væri við brýnasta
vandann. Þeim er herstöðvar-
máliö ekki slíkt tilfinningamál
sem menntamannaarmi flokks-
ins, sem auk þess að mæna á
utanríkismálin telja sig sjá mikla
Framhalri á bls. 20.
Kratar ná ekki upp í nefið á sér
fyrir bræöi þessa stundina —
svo gramir eru þeir Alþýöu-
bandalagsmönnum fyrir hið af-
dráttarlausa afsvar flokksins viö
boði Benedikts Gröndals, for-
manns Alþýðuflokksins, um þátt-
töku í stjórnarmyndunarviðræð-
um meö Sjálfstæðisflokki sem
þriðja aðila. Menn minnast þess
ekki, aö sígurvegari kosninga
hafi áöur neitað algjörlega slíkum
viðræðum svo að segja umhugs-
unarlaust. Alþýðuflokksmenn
segja hverjum sem er að þeir telji
viðbrögð Alþýðubandalagsins
jaðra við hreinan dónaskap. Þaö
er því erfitt að ímynda sér annað,
en Alþýðuflokkurinn hugsi nú
Alþýðybandalaginu þegjandi
þörfina og þessi framvinda mála
mun varla verða til þess að liöka
fyrir myndun vinstri stjórnar, sem
Alþýðubandalagsmenn segjast
ganga meö í maganum.
Áhrifamenn í þingflokki Alþýðu-
bandalagsins láta hins vegar sem
þeir skilji ekki hvers vegna afsvar
þeirra við viðræðum við Alþýðu-
flokk og Sjálfstæðisflokk hafi
komið þeim svo í opna skjöldu.
Þaö hafi nánast legiö á borðinu
að ekki var grundvöllur fyrir
neinum efnislegum samningum
milli þessara þriggja flokka og
því algjör tímaeyðsla að vera
með æfingar í þessa veru,
sérstaklega þegar fyrir hendi
væri annar valkostur sem væri
mun nær þeim málflutningi er
Alþýöubandalagiö hefðt haft
uþpi, þ.e. samstarf þess, Alþýöu-
flokks og Framsóknar.
„Nýsköpunarstjórnarsamstarf er
auðvitað alveg fullkomið fyrir
Alþýðuflokkinn, því að þar er
hann meö báöa þá flokka, sem
hann óttast mest, til aö taka á sig
fylgistap af völdum óvinsælla
Er pað óskhyggja hjó Benedíkt
að þau öfl sem skiluðu Alpýðu-
flokknum 14 pingmönnum út úr
kosníngunum skili honum
einnig þeirri ríkisstjórn sem
flokkurinn helzt kýs?
Óskhyggja
og óheilindi