Morgunblaðið - 15.07.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.07.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JULI 1978 27 Minning: Stefanía P. Marteins dóttir Argilsstöðum Fædd 28. maí 1900 Dáin 4. júlí 1978 í dag, laugardaginn 15. júlí, verður til moldar borin að Breiða- bólstað í Fljótshlíð, Stefanía Marteinsdóttir, húsfreyja á Ar- gilsstöðum í Hvolhreppi. Stefanía fæddist í Pálmahúsi á Norðfirði 28. maí aldamótaárið. Þar bjuggu foreldrar hennar, Marteinn Oli Bjarnason, sjómaður og kona hans, Þóra Pétursdóttir. Stefanía var elst 10 systkina en hin voru: Bjarni, Eyjólfur, Oddný, Guðmundur, Sveindís, Snjólaug, Reimar, Árni og Guðmundur. Faðir Stefaníu, Marteinn Oli var Austfirðingur, fæddur á Seyðis- firði. Móðir Stefaníu, Þóra, var fædd í gamla Kópavogsbænum en foreldrar hannar bjuggu þá í Hafnarfirði. Foreldrar Stefaníu fluttust til Hafnarfjarðar, þegar Stefanía var fjögurra ára. Stundaði faðir henn- ar þar sjómennsku og önnur störf. Æskustöðvar Stefaníu urðu því Hafnarfjörður í byrjun þessarar aldar. Þegar henni óx aldur og þroski aðstoðaði hún móður sína með hinn stóra barnahóp en Stefanía var þeirra elst, eins og áður getur. Einnig stundaði hún fiskvinnu og önnur störf eins og flestir í Hafnarfirði á þeim tíma. Á þessum tíma tíðkaðist það meira en nú að ungar stúlkur réðu sig í kaupavinnu til sveita á sumrum. Og svo fór að Stefanía réð sig sem kaupakona að Ægissíðu við Ytri- Rangá og þar kynntist hún eigin- manni sínum, Arngrími, yngsta syni Jóns bónda Guðmundssonar á Ægissíðu, og konu hans Guðrúnar Pálsdóttur. Arngrímur lifir nú konu sína. Ungu hjónin bjuggu fyrst í föður- garði, en fluttust fljótlega að Árgilsstöðum í Hvolhreppi, eða fyrir 48 árum síðan. Að Árgils- stöðum er tvíbýli og bjuggu þau hjón í norðurbænum. Þeim varð fjögurra barna auðið. Dæturnar urðu 3, Guðrún, Ágústa og Marta. Sonurinn einn, sem alla tíð hefur staðið við hlið foreldra sinna í búskapnum. Á Árgilsstöðum undi Stefanía vel og tók mikla ástfóstri við staðinn, þótt ekki væri þar ná- lægðin við hafið eins og á æsku- stöðvunum. Árin á Árgilsstöðum urðu 48 og þar skilaði Stefanía sínu lífshlut- verki, svo af bar. Hún bjó bónda sínum og börnum hlýtt og gott heimili sem ætíð var gott að koma á. Þar ríkti líf og fjör þegar börnin voru að alast upp. Heimilið mótaðist í anda húsfreyjunnar, sem þar réð ríkjum og hennar einkenni voru hreinskilni, einurð og hlýja. Myndarskapur einkenndi heimilið, enda hafði húsfreyja verið vön mikilli vinnu frá æsku- árunum. Hún var þrekmikil fram á síðustu ár. Stefanía hefur tekið drjúgan þátt í uppeldi barnabarna sinna og barna systkina sinna. Á heimili hennar fengu þau sama- stað á sumrum og mörg eiga þau þaðan sínar bestu minningar og það fordæmi sem Stefanía veitti þeim mun reynast hollt vegarnesti í lífinu. Hér er nú farin á fund skapara síns kona, sem allir sem til þekkja munu syrgja og finnast að sé sjónarsviptir að. Eiginmanni hennar og fjöl- skyldu votta ég samúð mína. Bergsteinn Gizurarson. í dag þegar vinir og ættingjar kveðja Stefaníu á Árgilsstöðum hinztu kveðju, vil ég minnast hennar með nokkrum orðum. Stebbá eins og hún var ávallt kölluð af þeim, sem þekktu hana, var fremur lág vexti með silfur- grátt, fallegt hár, mildán, hlýjan og hýran svip og hló svo hjartan- lega. Þannig er mynd hennar í huga mér og þannig mun ég ætíð muna hana. Stefanía fæddist 28. maí árið 1900 í Norðfirði. Foreldrar hennar voru hjónin Þóra Pétursdóttir og Marteinn Óli Bjarnason, vélstjóri. Fjögurra ára gömul flyst hún með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar og elst þar upp. Hún var elst af tíu systkinum og eru tvær systur og tveir bræður á lífi. Það Segir sig sjálft, að á svo stóru heimili var nóg að starfa og kom það fljótt í hlut Stefaníu að hjálpa til við heimilisstörfin. Gæta yngri systkina og ekki hvað sízt að útbúa föt, því ekki var í þá daga hlaupið í búðir eftir fötum. Marga stundina hefur hún því setið við rokkinn eða hafa nál eða prjóna í höndum og byrjað þannig sínar fyrstu hannyrðir. Eftir að hún fór að vinna utan heimilis var það aðallega vinna við fisk, sem hægt var að fá. Á uppvaxtarárum sínum í Hafn- arfirði kynnist Stefanía góðtempl- arareglunni og gerist félagi í stúkunni Daníelsher. Árið 1934, þegar stúkan Gróandi á Rangár- völlum var stofnuð, verður hún stofnfélagi og starfar þar meðan sá félagsskapur var til. Hún sat mörg stórstúkuþing og málefni góðtemplara voru henni hugfólgin. Árið' 1924 verða þáttaskil í lífi Stefaníu, er hún ræður sig sem kaupakona að Ægissíðu í Rangár- vallasýslu til Guðrúnar Pálsdóttur og Jóns Guðmundssonar. Þar kynnist hún eiginmanni sínum, Arngrími, yngsta syni þeirra Ægissíðuhjóna. Stefanía og Arn- grímur voru gefin saman 18. maí, 1929. Bjuggu þau eitt ár á Ægissíðu, en flytja árið 1930 að Árgilsstöðum í Hvolhreppi og hafa búið þar síðan, eða í 48 ár. Þau hjónin eignuðust fjögur börn, þau eru: Guðrún, gift Benja- mín Jóhannessyni, starfsmanni hjá Lýsi h.f.; Jón, býr á Árgilsstöð- um; Ágústa, gift Sæmundi Óskars- syni, prófessor við Háskóla Is- lands, og Marta, gift Svavari Friðleifssyni, starfsmadni hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvols- velli. Barnabörn sín, sem eru ellefu, sá Stefanía vaxa og þrósk- ast og gladdist með þeim yfir unnum áfanga hvort sem var í leik, starfi, námi eða íþróttum. Stefanía var mikil hannyrða- kona. Má segja, að hún hafi alltaf haft eitthvað í höndunum til að sauma eða prjóna. Þau eru mörg stykkin, sem hún hefur saumað út og ber heimili hennar fagurt vitni þess. Kunn varð hún af harðang- urs- og klaustursaumum sínum og handbragð hennar prýðir bæði altarið í Oddakirkju og Keldna- kirkju. Þegar leiðir skiljast um sinn eru þakkir efst í huga. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Stefaníu á Árgilsstöðum, fyrst sem barn, því hún kom oft í heimsókn, þegar ég var að alast upp og eins eftir að ég stofnaði mitt heimili. Það var alltaf gaman að fá hana í heimsókn. Frá henni streymdi hlýja og góðvild í ann- arra garð og manni leið vel í návist hennar. Við systkinin kveðjum Stefaníu þakklátum huga fyrir vinsemd hennar og tryggð við okkur og börn okkar. Með þeim fylgdist hún og kom til að gleðjast með okkur á gleðistundum þeirra, þar til í vor að heilsu hennar hrakaði og kraftarnir voru á þrotum, en börnunum gleymdi hún samt ekki og þannig var hún til hinstu stundar. Þegar okkur hjónum fæddist dóttir, nú í júní, vildi hún taka þátt í gleði okkar, þó sjálf væri hún sárþjáð og helsjúk. Slik var tryggð hennar og ræktarsemi. Stefanía andaðist 4. júlí á Vífilsstöðum og verður jarðsungin í dag frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð. Eiginmanni hennar, börnum, tengdabörnum og barnabörnum flyt ég innilegar samúðarkveðjur. Ingibjörg Þorgilsdóttir SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Fyrir ári bað ég manninn minn að fara í burtu, þar sem hann hafði verið mér ótrúr í mörg ár. Nú hcfur hann beðið mig að fyrirgefa sér og segist hafa tekið trú á Krist. Hvað á ég að gera? Auðvitað get ég ekki sagt yður, hvort maður yðar hefur tekið sinnaskiptum í raun og veru. En það get ég sagt yður, að afturhvarf getur átt sér stað á augabragði. Líf manns getur breytzt snögglega. Ég hef margsinnis orðið vitni að því. Jesús sagði, að menn þyrftu að endurfæðast, og fæðing stendur stutt yfir. Ef maður yðar hefur frelsazt í raun og veru, verður hann yður trúr upp frá þessu. Þér megið ekki gera lítið úr kraftaverki hins nýja lífs. Þér viljið vita, hvað þér eigið að gera. Ég get aðeina hvatt yður til að gefa gaum að ráði Jesú. Hann hvetur fólk alltaf til að fyrirgefa æ á ný. Eitt tækifæri enn gæti breytt allri framtíð yðar. Ef til vill eigið þér beztu ár yðar í vændum. Ef þeir eruð ófús að fyrirgefa, finnið þér ef til vill aldrei neina fullnægju í sambúð með þessum nýja manni. Minnizt orða Biblíunnar: „Ef einhver er í Kristi, er hann ný skepna; hið fyrra er farið, sjá, allt er orðið nýtt“. Minning - Anna Teits- dóttir Bakka Víðidal Með nokkrum orðum langar mig til að minnast minnar ágætu tengdamóður. Hún var fædd að Haga í Þingi 1. des. árið 1895. Foreldrar hennar Jóhanna Björns- dóttir frá Marðarnúpi systir Guðm. Björnssonar landlæknis og Teitur Teitsson voru þar merk hjón og að þeim stóðu hraustir stofnar. Skömmu síðar fluttu þau að Ægissíðu á Vatnsnesi og loks að Víðidalstungu og þar ólst Anna upp. Hún var næst elst í stórum systkinahópi. Kom því fljótt í hennar hlut að annast systkini sín sem öll voru henni kær. Hún vann á búi foreldra sinna öll sín æskuár af miklum dugnaði og ósérhlífni. Einn vetur var hún á alþýðuskóla á Hvammstanga sem Ásgeir Magnússon frá Ægissíðu rak þar af sérstökum áhuga og dugnaði og notfærði Anna sér þann tíma vel. Þá skal þess minnst að um tveggja vetra skeið var hún í Reykjavík og var þá á heimili Guðmundar landlæknis frænda síns. Anna giftist árið 1921 Gunn- laugi Jóhannessyni frá Auðunar- stöðum, og er hann látinn fyrir rúmum 8 árum. Fyrsta búskapar- árið voru þau á Auðunarstöðum en 1922 fluttu þau að Bakkakoti í Víðidal þar sem þau bjuggu æ síðan og tókst að gera kotið að veglegri jörð, er það mikil saga um dugnað, fyrirhyggju, þolinmæði og þrautseigju. Ræktunin var mikil og húsakostur allur bættur og þannig auðnaðist þeim að skila í hendur yngsta syni sínum hinni ágætustu bújörð sem hann hefir vissulega kunnað að meta og tekið upp þráðinn þar sem þeirra missti við. Þau hjónin voru miklar atorku- og dugnaðarmanneskjur og sam- hent í lífsbaráttunni. Þau eignuð- ust 9 börn og komust 8 upp og eru öll á lífi, Ingibjörg húsfreyja í Stykkishólmi, Jóhanna húsfreyja á Móbergi á Rauðasandi, Björn húsgagnasmíðameistari í Reykja- vík, Jóhannes sjómaður s.st., Aðalheiður starfsstúlka á Kéldum, Elísabet húsfreyja í Reykjavík, Egill dýralæknir á Hvammstanga og Ragnar bóndi á Bakka. Anna helgaði börnum sínum og heimili alla starfskrafta sína, vakti yfir velferð barnanna og fylgdist með hverju fótmáli þeirra enda var hún mikil dugnaðar- og ráðdeildarkona og mat meira þarfir fjölskyldunn- ar en sínar eigin. Hafði hún mikinn hug á menntun þeirra og studdi þau til skólagöngu með ráðum og dáð og b.vrjaði með því að taka farskólann inn á heimilið um mörg ár meðan börnin voru á skólaaldri og gefur að skilja að þá hefir hún þurft að leggja hart að sér þegar mörg aðkomubörn voru tekin inn á heimilið. Fatnað á börnin vann hún allan heima, prjónaði og saumaði á alla fjöl- skylduna og oft var vinnudagurinn langt fram á nótt og ekki gekk hún alltaf heil til skógar. Hún var gréind vel og ljóðelsk, kunni feiknamikið af ljóðum og lögum, stálminnug og hafði góða frásagn- arhæfileika. Er mér sérstaklega í huga eftir að hún hafði orðið fyrir alvarlegum sjúkdómsáföllum, hvað minnið var óskert og frá- sagnargleðin mikil og þegar komið var inn í sjúkrastofuna sagði hún oft svo eftirminnilega frá bernsku sinni og myndin sem hún brá upp varð ljóslifandi. Alltaf var af nógu að taka og fróðleik að miðla. Kynni okkar hófust fyrst þegar ég kvæntist dóttur hennar, Ingi- björgu. Ég var fljótur að átta mig á því að þar fór engin rrliðlungs- kona, og mér var hún jafnan sem sönn móðir og marga ánægjulega dvöl átti ég og fjölskylda mín hjá henni á Bakka um áraraðir og alltaf var tilhlökkun barnanna jafn fersk þegar fara átti í heimsókn til afa og ömmu, enda fannst okkur ekkert suniar nema farið væri norður á Bakka. Það er ekki ýkja langt síðan að góður vegur kom heim að Bakka. Áður varð að fara lélegan veg og tvisvar yfir Víðidalsá óbrúaða og er mér enn í fersku minni fyrsta ferðin mín fram í dalinn. Og gott var að koma heim og njóta hins yndislega friðar og þess anda sem þar var ríkjandi. Seinustu 4 árin var Anna rúmföst á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Hjúkrunar- og starfsfólk þar á sérstakan heiður skilið fyrir hjúkrun þá og umönn- un sem þau iétu henni í té. Á betra varð ekki kosið. Þökk sé þeim fyrir það. í dag, á laugardegi, verður hún kvödd frá æskuheimili sínu og kirkjunni sinni í Víðidalstungu. Sveitungar safnast saman ásamt vinum og minningar og þakklæti fylla hugina. Það er heiðríkja yfir samfylgdinni, Ég naut hennar ríkulega og fyrir það vil ég þakka og svo ótal margt sem ekki verður tíundað. Guð blessi hana ævinlega og gefi. henni ríkulega af sinni miklu náð nú þegar nýr áfangi lífsins tekur við. Blessuð sé minning góðrar konu. Stykkishólmi, 12, júlí 1978 Árni Helgason Nýjar bækur MM N'OKKRAR bækur hafa verið gefnar út hjá Máli og menningu að undanförnu. Skáldsagan Maðurinn sem hvarf, eftir sænsku höfurd- ana Maj Sjöwall og Per Wahlöo, er komin út í þýðingu Þráins Bertels- sonar. Þetta er önnur bókin í sagnabálknum Skáldsaga um glæp, fyrsta bókin, Morðið á ferjunni, kom út á síðastliðnu hausti. Sögur i þessum bálki hafa verið lesnar í Ríkisútvarpi og kvikmyndin Maðurinn á þakinu, sem byggð er á einni þeirra, var sýnd í kvikmyndahúsum í vetur. Maðurinn sem hvarf er 202 bls., gefin út bæði innbundin g sem pappírskilja í smærra broti. Bókin er prentuð í Prentrún h.f. Baráttan um brauðið, eftir Tryggva Emilsson, er kornin út í annarri útgáfu. Fyrsta útgáfa kom út s.l. haust, og seldist upp á skömmum tíma. Bókin hefur verið tilnefnd af Islands hálfu til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Prentsmiðjan Hólar h.f. prentaði bókina sem er 398 bls. að stærð. Búrið, eftir Olgu Guðrúnu Árna- dóttur, er einnig komin út í annarri útgáfu hjá Máli og menningu. Undirtitill er Saga handa unglingum og öðru fólki. Myndskreytingar eru eftir Guð- rúnu Svövu Svavarsdóttur. Búrið er 170 bls. prentuð í Prentsmiðj- unni Hólum h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.