Morgunblaðið - 15.07.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1978
33
. í ) v;'
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL 10 — 11
FRA MANUDEGI
orðið skýrara eftir og andstæðing-
ar skrýðzt nokkrum ljóma á engla
vísu. Enda leynist alltaf neisti í
andstæðingi til skilnings á aðal-
rökum hins málstaðarins, ef hann
er greindur og gáir vel að. Mér
hefir komið í hug að rita sögu
Alþýðuflokksins og Framsóknar-
flokksins á þann hátt að ljós-
mynda þjóðfélagsgrundvöllinn
sem þeir voru sprottnir uppúr.
Þegar dæmið er tekið við báða
enda, en allt sem þar er á milli á
línunni ekki virt, eins og í nýrri
bók um frjálshyggju og alræðis-
hyggju, verður mannkynssagan að
koma til skjalanna, því að hún er
öll línan milli endanna. Kommún-
ismi og auðhyggja eru andstæðir
endahnútar. Annar segir: Ekki
nema lítið frelsi, hinn: Allt að því
ótakmarkað frelsi. Sagan segir:
Það er millivegurinn sem gildir,
lausnarorðið er samvinna. Hún á
að gegnsýra stefnu og aðgerðir
ríkisvaldsins og þegnskap eða
þegnskyldu einstaklinganna.
Sjálfsagt yrðu samvinnunemendur
frá hægri og vinstri jafngóðir til
skilnings og aðrir þegar þeir hafa
komizt að kjarna málsins, þróazt
gegnum t.d. fleiri kynslóðir en nú
eru komnar. „Þú flytur á einum
eins og allra síðast héðan“.
Nokkuð þessu líkt ástand ríkir í
þeirri grein heimspeki sem trúar-
brögð nefnist. Deilt er um hnútana
á endunum á línunni. Allur
vegurinn milli endanna liggur
venjulega óskynjaður, þrátt fyrir
að allt hið merkilegasta gerist
einmitt á veginum sjálfum. En
ekki við sandhólana sem ýtt hefur
verið saman með vélrænum krafti
til þess að loka veginum við báða
enda.
Háar kirkjur eru táknrænt
dæmi um þessa sandhóla. For-
mælendur þeirra ættu að bregða
sér í flugvél upp í loftið til að sjá
hve langt til himins þessir hrauk-
ar ná. Það er alltaf svo að það eru
lágu stéttirnar í þjóðfélögunum
sem leggja til einlægnina og
guðstraustið, traustið á batnandi
tilveru og hjálparstarfi verndar-
vera. Óbreytta fólkið á veginum á
innra með sér allt það sem skýrt
hefir verið trú, von og kærleikur
og það heldur silfurstrengnum
milli sín og eilífðarinnar hljóm-
hreinnar hvað sem á gengur.
Sigurður Draumland."
í»essir hringdu . . .
• Of margir
ferðamenn?
Unnandi íálenzkrar náttúru
hefur þetta að segja um ferða-
menn á Islandi:
— Stundum er rætt mikið um
það hvort erlendir ferðamenn séu
of margir á landinu og vilja
margir helzt láta þá fara og koma
hvergi aftur, heldur ættum við að
hafa landsins náttúru fyrir okkur
sjálf og ekki láta útlendinga spilla
þar fyrir í neinu. Hinir eru aftur
á móti einnig til, sem vilja fá þá
sem flesta og eru þeirrar skoðunar
að erlendir ferðamenn gangi mun
betur um landið en þeir íslenzku.
Ekki skal ég blanda mér í þær
deilur hvorir séu betri eða verri
ferðamenn, erlendir eða íslenzkir,
en hitt vildi ég gjarnan ræða
aðeins hvort ferðamenn yfirleitt
séu ekki of margir. Fyrir fáum
árum var það viðburður ef maður
sá aðra á ferð t.d. um Sprengisand
eða Kjalveg, en nú er ekki farið svo
um þessar slóðir að maður mæti
ekki fleiri fleiri bílum og tugir
manna ef ekki hundruð eru um
hverja helgi á þessum vinsælustu
stöðum uppi á hálendinu, Hvera-
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á skákþingi Júgóslavíu í Bel-
grad í janúar kom þessi staða upp
í skák stórmeistaranna Planiné,
sem hafði hvítt og átti leik, og
Kovacevic
24. He8! og svartur gafst upp. Röð
efstu manna á mótinu varð þessi:
1—2. Ivkov og Matanovic 10. v.
3_7. Veiimirovic, Knezevic,
Kovacevic, Matulovic og Nikolac.
9%. v. 8—11. Bukic, Kurajica,
Parma og Rajkovic 9 v. Þátttak-
endur voru alls 18, þar af 14
stórmeistarar.
völlum, Veiðivötnum, Nýjadal og
víðar og án efa stafar landinu
hætta af þessum fjölda fólks verði
þess ekki gætt vandlega að gengið
sé eins vel um og nokkur kostur er.
Þess vegna held ég að koma verði
á strangari reglum um umgengni
en nú eru og viðkomandi aðilar
reyni með öllum ráðum að fylgja
þeim eftir. í þessa átt finnst mér
stefna þegar rætt er um gjaldtöku
fyrir ferðamenn á tjaldstæðum,
það ætti að vera óhætt að taka
gjald af fólki fyrir tjaldstæði og
fyrir hugsanlega þjónustu og
jafnvel hvort sem þjónusta er veitt
eða ekki, það að tjalda gæti haft
vissá annmarka í för með sér fyrir
landið.
• Klukkan í gang
Vegfarandi í miðbæ Reykja-
víur vildi að komið yrði á framfæri
smá þakklæti til þeirra sem stóðu
fyrir því að torgklukkunni var
komið í gang, það hefur tekið
langan tíma, sagði hann, en
loksins virðist sem einhver hafi
tekið á sig rögg og látið málið til
sín taka.
HÖGNI HREKKVÍSI
„Þetta er einn af þeim dögum þegar hann er
mjög upptekinn!"
Minning:
MARGRÉTPETRa
JÓHANNSDÓTTIR
Kveðja frá bróður.
Þessi kveðjuorð eru nokkuð
síðbúin, en það á sínar orsakir sem
ekki verða tíundaðar þar eð ég veit
að ekki kemur að sök.
Magga eins og hún var jafnan
kölluð af skyldmennum og vinum
var fædd 19. okt. 1914 að Berghyl
í Fljótum norður — dáin 9. júní
1978 á sjúkrahúsi Siglufjarðar og
til moldar borin 16. s.m. Hún var
því tæplega 64 ára að aldri er hún
kvaddi þennan heim og gekk á
fund feðra sinna bak við móðuna
miklu. Foreldrar Möggu voru
Jóhann Benediktsson, Stéfánsson-
ar, Sigurðssonar, Jónssonar bónda
að Torfustöðum í Svartárdal.
Kona Sigurðar var Marsibil Jóns-
dóttir, sá Jón var Auðunsson bóndi
á Bergsstöðum í Svartárdal og
bróðir Björns Blöndals fyrrum
sýslumanns Húnvetninga. Afa-
bróðir Möggu var Guðmundur
Stefánsson í Minni-Brekku, kunn-
ur hag>rðingur, og eru eftir hann
margir snjallir kviðlingar og
tækifærisvísur. Föðuramma
Möggu var Ingibjörg Pétursdóttir,
Jónssonar bónda á Sléttu, hans
móðir var Ingibjörg Þórðardóttir
hreppstjóra á Ysta-Hóli í Sléttu-
hlíð. Faðir Þórðar hét Pétur og
fluttist hann að Keldum í Sléttu-
hlíð frá Reynistað í Skagafirði og
kvað þá þessa vísu:
Lifið í friði, frúr og menn,
finnst ég sjaldan glaður.
Frá þér hlýt ég fara enn,
fallegi Reynistaður.
Móðir Möggu var Sigríður Jóns-
dóttir, Ingimundarsonar, hans
faðir var Ingimundur Þorleifsson
bóndi að Nefstaðakoti í Stíflu,_
móðir Sigríðar var Guðrún Björns-
dóttir, Þorsteinssonar bónda á
Spáná í Unadal.
Þessir stofnar sem að Möggu
stóðu voru dugmikið bændafólk,
sem ekki lét deigan síga í baráttu
við oft á tíðum erfiðar aðstæður.
Á því tímaskeiði sem Magga er á
barns- og æskuárum eru hættir
þjóðarinnar á annan veg en nú eru.
Að stofni til mun þjóðin hafa verið
að meirihluta búsett þar sem í dag
er kallað dreifbýli og lifað á því
sem landið gaf og heimilið. En
ræktun var lítil og búin voru smá
því þetta var áður en véltæknin
hóf innreið sína almennt hjá
þjóðinni og handaflið var það eitt
sem á var treyst við öflun heys og
fanga. Þá var ekki spurt um
tímakaup eða hve vinnudagurinn
var langur, þá varð hver að
bjargast af eigin getu því engar
voru fjölskyldubætur eða önnur
samneyslutrygging að hlaupa til
innan kerfisins eins og það heitir
í dag. Ekki voru heldur ríkis-
tryggðar afurðir bænda á þeim
tíma, þá varð hver að annast sölu
sinnar eigin framleiðslu, en mark-
aður var þröngur og getan tak-
mörkuð oft á tíðum hjá hinum
almenna neytanda í þéttbýlinu og
gat því oft brugðist til beggja vona
með afsetningu o.fl. Ekki er þessi
stutta þjóðlífsmynd dregin upp í
neinu afsökunarskyni heldur að-
eins til að benda á hvernig
kringumstæðurnar og uppvaxtar-
skilyrðin voru hjá öllum fjöldan-
um, þjóðin var í sjálfheldu og
fjárhagskreppu.
Þó löngum hafi verið talið að
blessun fylgdi barni hverju þá fór
ekki hjá því að þrengdist í búi við
hvern nýjan þegn, og þeir sem
máttu sin minna efnahagslega
þáðu boð góðra sveitunga og vina
með að taka barn í fóstur þó ekki
væri það sársaukalaust af hálfu
foreldra að láta þau þannig úr
umsjá sinni.
Svo var það með foreldra okkar,
að þau voru aldrei auðug af hinu
forgengilega og því oft þröngt í
búi, fjölskyldan stækkaði ört og
urðum við þrettán alsystkinin, en
tveir bræður okkar dóu í æsku.
Það varð hlutskipti okkar
þriggja systkinanna að fara úr
foreldrahúsum á unga aldri á sinn
hvern staðinn í fóstur til vanda-
lausra, öll hlutum við góða umönn-
un í fóstrinu og efalaust meira af
daglegu brauði til uppeldis en við
áttum kost á heima.
Magga var eitt hinna' þriggja
sem fóru úr föðurgarði til fósturs
að Minni-Brekku til afas.vstur
sinnar, Jórunnar Ingimundardótt-
ur, og var hjá henni þar til Jórunn
dó er Magga var á ellefta ári. Fór
hún þá að Stóra-Grindli í Vestur-
fljótum til hjónanna Aldísar
Guðmundsdóttur frændkonu sinn-
ar og Bjarna Kristjánssonar er
þar bjuggu. Var hún hjá þeim
fram yfir fermingaraldur að hún
réðst í vist til Siglufjarðar sem
átti eftir að verða hennar fyrir-
heitna „land“ því þar ílengdist hún
og átti Siglufjörður hug hennar
upp frá því öðrum stöðum fremur.
Hún átti margar ljúfar minn-
ingar frá bernskuárunum og þá
fyrst og fremst frá dvöl sinni á
Minni-Brekku. Þar á heimilinu var
móðursystir hennar nokkrum ár-
um eldri og fór vel á með þeim
frændsystrunum og leið tíminn
þar fljótt við leik og störf eftir því
sem til féll. Heimilið var fullt af
andlegri hressingu, því sem fyrr
segir var afabróðir Möggu þar,
Guðmundur, snjall hagyrðingur,
einnig var þar og annar frændi
hennar, Pétur Jónasson, og lék á
tungu hans stuðlað og bundið mál.
Fyrir þessu var hún móttækileg og
mun hafa nokkuð fljótt gerst
þátttakandi í þessari íþrótt, þar
sem hún í vöggugjöf hafði hlotið
þá eiginleika að raða upp orðum í
það sem nefnt er bundið mál, en
hún hélt því lítt á loft og var mjög
dul með þessa hæfileika sína. Það
þykir jafnan stórt spor og örlaga-
rík ákvörðun hvers einstaklings er
hann gengur undir hjúskapareið,
með óvissuna framundan en fullur
bjartra vona og fyrirheita um
fagurt og gott fjölskyldulíf. Þann
26. des. 1936 gekk Magga að eiga
Rögnvald Sveinsson sem var upp-
alinn á Siglufirði en fæddur á
Fyrirharði í Fljótum. Fyrirheit
þessara ungu hjóna brugðust ekki
því sambúð þeirra var í alla staði
farsæl og snurðulaus. Þau eignuð-
ust snemma á sínum búskap
fallegt heimili að Suðurgötu 51 í
Siglufirði, en það hús byggðu þau
af stórhug þess tíma í félagi við
bróður Rögnvalds og hans konu og
áttu þar heima æ síðan eða til
dauðadags.
Þeim hjónum Möggu og Rögn-
valdi varð fjögurra barna auðið er
til fullorðinsára komust. Þau eru:
Guðlaug, gift Bjarna Ásgeirssyni
skipstjóra, Hafdís, gift Frank
Boechine, sem starfað hefur lengst
af í her Bandaríkjanna, Jóhanna,
gift Páli Magnússyni vélstjóra, og
Kristinn húsasmiður, kvæntur
Víólu Pálsdóttur. Ekki er þörf að
geta þess að þau hjón báru mikla
umhyggju fyrir velferð barna
sinna og þegar barnabörnin fóru
að koma var hugur afa og ömmu
mjög svo bundinn hjá þeim og
gerði Magga sér þá það oft til
Kramhald á |bls. 23