Morgunblaðið - 15.07.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.07.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1978 17 CaHaghan hélt velli London — 14. júlí. Reuter BIIEZKA verkamannaflokknum tók.st á fimmtudag að halda tveimur þingsætum í Manchester ok Yorkshire í kosningum, sem e.t.v. eru þær síðustu fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. Úrslitin sýndu að íhaldsflokkur- inn hafði unnið fylgi af Verka- mannaflokknum, en þó minna en nýjustu skoðanakannanir höfðu bent til. Hafa þau í engu breytt þeirir skoðun manna að James Callaghan muni efna til almennra þingkosninga í október. Stjórn Callaghans er nú í minnihluta í neðri deild brezka þingsins þar eð frjálslyndir hafa dregið í land með stuðning sinn við hana. Kosningarnar fóru fram í Moss Side í Manchester þar sem Verka- mannaflokkurinn tapaði 3.5 af hundraði og í Penistone í York- shire þar sem hann missti 8.8. Þetta kom þó ekki að sök fyrir Verkamannaflokkinn þar eð bæði Georg Morton í Moss Side og Allan McKay í Penistone héldu sætum sínum. Þetta gerðist 1974 — Grískir liðsforingjar á Kýpur steypa Makariosi. 1972 -=■ Tíu þúsund konur og börn flýja úr kaþólska hverfinu í Belfast. 1971 — Nixon skýrir frá fyrirhugaðri Kínaferð. 1%8 — Beint áætlunarflug milli Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna hefst. 1965 — Konstantín Grikkja- konungur rekur Papandreou forsætisráðherra. 1%4 — Mikoyan tekur við af Brezhnev sem forseti. 1%3 — Þríveldaviðræður í Moskvu um tilraunabann. 1%0 — Gæzlulið SÞ kemur til Kongó. Kennedy tilnefndur for- setaefni. 1958 — Bandarískt herlið sent til Líbanons. 1948 — Vopnahlé fyrirskipað í Palestínu. 1936 — Þjóðabandalagið af- léttir refsiaðgerðum gegn ítöl- 1895 — Stambulov forsætis- ráðherra Búlgaríu myrtur. 1857 — Fjöldamorð á konum og börnum í Cawnpore, Ind- landi. 1822 — Innrás Tyrkja í Grikkland hefst. 1685 — Monmouth háls- höggvinn. Afmæli dagsins: Rembrandt, hollenzkur listniálari (1606—1669). Innlent:' Reglugerð um 200 mílna fiskveiðiiögsögu 1975 — Fernt ferst í flugslysi í Snjó- fjöllum 1973. - Yfir 100 grind- hvalir drepnir í Njarðvíkum 1957. - „Vestu" sökkt 1917. - D. Síra Einar Sigurðsson 1626. — Síra Snorri Björnsson á Húsafelli 1803. — F. Dr. Alexander Jóhannesson 1888. Orð dagsins: Ég er hræddur við útskýringar sem eiga að útskýra útskýringar — Abraham Lincoln, forseti Bandaríkjanna (1809—1865). Tortosa, Spáni, 14. júlí, Reuter. TUGIR ferðamanna létu lífið þegar sprenging varð í gasflutn- ingabíl á útivistarsvæði s.l. þriðjudag og eru flest likanna óþekkjanleg, að því er áreiðanleg- ar heimildir herma. Níutíu lík hafa verið kistulögð í Tortosa og þess er beðið hvort aðstandendur hinna látnu geti borið kennsl á þau. Ef raunin verður sú að enginn beri kennsl á líkin verða þau jarðsett og síðar grafin upp ef eitthvað annað Fæðist til- raunabarnið um helgina? London, 14. júlí — AP. LÍKUR benda til að Lesley Brown muni fæða tilrauna glas barn sitt nú um helgina, en ekki var sú fregn þó staðfest á föstudag. Fregnir frá sjúkrahúsinu þar seni hin 32 ára kona liggur. segja að meðgöngutimi hennar sé brátt á enda og að Patrick Steptoe kvensjúkdómalæknirinn sem framkvæmdi tilraunina taki enga aðra sjúklinga til meðferðar í næstu viku. Eiginmaður hennar, John A. Lesley, 38 ára gamall járn- brautarstarfsmaður, hyggst verða viðstaddur fa'ðinguna. Fulltrúi heilbrigðisyfirvalda í Oldham þar sem konan liggur sagði fréttamönnum að barnið væri ekki væntanlegt strax og ekki hefði verið ákveðið hvenær það yrði tekið með keisaraskurði. kemur á daginn, að því er talsmað- ur bæjarráðsins í Tortosa sagði fréttamönnum. Aðeins hafa verið borin kennsl á 51 lík. Hópur sérfræðinga frá Mainz-háskólanum í V-Þýzkalandi kom til að reyna að bera kennsl á líkin með fingrafararannsóknum m.a. Sprengingin átti sér stað á Los Alfaques útivistarsvæðinu Framhald á bls. 23 Illa gengur að þekkja líkin Lillian Carter. Bruggið örvaði móður- brjóstin Washington 14. júlí, AP LILLIAN Carter, móðir Carters Bandaríkjaforseta, sem nú er 79 ára að aldri, hefur sagt frá því að hún hafi vanalega drukkið þrjár flöskur af heima- bruggi á dag meðan hún var með yngsta soninn, Billy, á brjósti. Móðirin lét orð þessi falla í ávarpi sem hún flutti hópi þingmanna úr bandarísku fulltrúadeildinni, sem ræddi hungur og fólksfjölgunar- vandamál. Hún sagði m.a.: „Ég ól þrjú börn og hafði þau öll á brjósti, en þegar Billy kom í heiminn gerðist það, að ég mjólkaði ekki nóg. Faðir minn og ég fundum þá lausnina: heimabrugg, þar eð við gátum ekki keypt bjór. Eftir það drakk ég þrjár flöskur af bjór á dag og hvort sem þið trúið því eða ekki þá fékk Billy litli nóg eftir það.“ I ellinni segist hún ekki þurfa á neins konar líkn að halda og ætli hún sér ekki að „fúna“ í ruggustól. ERLENT „Youngáað hlýða eða segja af sér” — segir Henry Kissinger París, 14. júlí — Reuter. ANDREW Young. sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. sagði í franska sjón- varpiriu í dag að umsvif Kúbu- manna og Rússa í Afríku væru stórlega ýkt. Andrew Young kom fram í þætti í franska sjónvarpinu á sama tíma og þær raddir gerðust háværar í Bandaríkjunum að svipta ætti hann störfum vegna þeirra ummæla hans í viðtali við franska blaðið Le Matin. að í Bandaríkjunum væru hundruð ef ekki þúsundir pólitískra fanga í haldi. Bandaríski utanríkisráðherrann Cyrus Vance ávítaði Young fyrir þessi ummæli og yfirlýsing hans í franska sjónvarpinu er vís með að vekja reiði Cartersstjórnarinnar sem ítrekað hefur áhyggjur sínar yfir auknum umsvifum Rússa og Kúbumanna í Afríku. I sjónvarpsþættinum sem birtist á stöð 2 franska sjónvarpsins í fyrradag sagði Andrew Young, að kúbönsk og sovézk umsvif í Afríku væru minni en umsvif Vesturveld- anna þar. „Áhrif Kúbu og Sovétríkjanna í Afríku hafa verið stórlega ýkt,“ sagði hann. „Ég trúi því ekki, að þau umsvif séu jöfn og umsvif Frakklands, Bretlands og jafnvel Bandaríkjanna. Mig hefur lengi langað til að vara aila við hinu ýkta viðhorfi, þar sem tilfinningar ráða _ gagnvart kúbönskum og rússneskum umsvifum í Afríku," sagði Young í franska sjónvarpinu. Sagði Young ennfremur að hann héldi ekki að Fidel Castro for- sætisráðherra Kúbu stæði á nokk- urn hátt að baki skipulagningu innrásarinnar í Shabahéraðið í Zaire sem gerð var af andstæðing- um Zaire-stjórnar fyrir tveimur mánuðum. Hins vegar héldi hann að austur-þýzk stjórnvöld hefðu átt sinn þátt þar í. „Ef Fidel Castro vissi ekki hvað átti sér stað,“ sagði Young, „tel ég þó enga ástæðu til að ætla að Austur-Þjóðverjar séu saklausir af verknaðinum." Aðspurður um það hvort hann tryði yfirlýsingu Castros um að hann hefði enga hugmynd haft um innrásina i Zaire áður en hún var gerð, svaraði Young að hann tryði því en aðeins þeirri yfirlýsingu, því umsvif Kúbana í Angóla sýndu Draugaskip sendir loftskeyti á höfunum London, 14. júlí — Reuter. Yfirloftskeytamaður á brezka áætlanaskipinu „Queen Elizabeth 11“ segist hafa heyrt loftskeyti frá skipi, er síðast lagði upp fyrir um tíu árum og sást ekki meir. Loftskeytamaðurinn. Alan Ilolmes, segir að loftskeytið hafi verið sent írá gömlu „Queen Mary“ til skipaioft- skeytastöðvar á Portishöfða. „Queen Mary" hefur ekki sent skeyti í meira en áratug, en Ilolmes stendur á því fastar en fótunum að hafa heyrt „draugaskeytið" í febrúar á þessu ári. „Herra Hólmes er hálfgerður smásmygill," sagði talsmaður skipaeigendafélagsins, er rekur „Queen Elizabeth“. „í hans augum er það mikilvægasta starf í veröldinni að senda og taka við loftskeytum. Hann myndi ekki flimta í kringum slíkt,“ bætti hann við. Það kom aftur á móti fram hjá talsmann- inum, að vel kynni að vera að einhver væri að draga dár að Holmes sjálfum. Væri hér gam- an á ferðum væri það þó einkar vel útfært. „Queen Elizabeth" var nærri Tahiti er Holmes heyrði kallmerki „Queen Mary“ en svo vill til að „Queen Mary“ notaði sama kallmerki og Queen Eliza- beth. Einnig segir Holmes að Queen Mary hafi notað gamla kallmerkið fyrir Portishöfða. Holmes sagði að skeytið hefði verið sent samkvæmt úreltu kerfi og með gömlu tæki, sem ekki tíðkaðist nú lengur og mætti sjá það af sendingunum. Þegar Holmes var beðinn að útskýra hvernig þetta kynni að hafa átt sér stað var hann í fyrstu dræmur til að svara en sagði síöan: „Þegar skeyti hefur einu sinni borist út í jónahvolfið heldur það fyrirstöðulaust áfram út í geiminn. Ef það hins vegar rekst á hlut er hugsanlegt að það endurvarpist aftur til jarðarinnar.“ Fréttamaður Reuters spurði ritstjóra tíma- ritsins „Wireless World“, Ray Ashmore, hvort möguleikinn væri fyrir hendi. Hann svaraði játandi en taldi hann hverfandi lítinn; Þá upplýsti talsmaður brezka útvarpsfélagsins að hann hefði aldrei heyrt um slíkt „langtafið endurvarp“ fyrr. Allt er sem sagt enn á huldu um upptök sendinga frá drauga- skipinu „Queen Mary“. fram á að þeir væru á einhvern hátt ábyrgir fyrir því sem gerðist. „Það er ekki nóg að þjálfa menn Framhald á bls. 20. Eyðilögðu 14 hús í loftárás Nairobi, 14. júlí — Reuter EÞÍÓPÍSKAR orrustuflugvélar réðust á þorpið Abdulkadir í Norður-Sómalíu í gær og lögðu 14 hús í rúst. Einn maður særðist að sögn útvarpsins í Mogadishu. Samkvæmt frétt útvarpsins munu sex þotur hafa komið við sögu í árásinni, sem átti sér stað um hádegisbilið. í útvarpinu var vitnað í tilkynningu upplýsinga- málaráðuneytisins, sem skýrði frá því að „Sovétmenn og nótar þeirra hefðu lagt á ráðin í árásinni". Varaði ráðuneytið við frekari árásum á þorp og borgir og sagði slíkt myndi koma árásaraðilanum illilega í koll. Þetta mun vera önnur árásin á þorpið, en fjórir menn féllu í loftárás, er gerð var í júní. Veður víða um heim Amsterdam 17 skýjað Apana 37 heióskírt Berlín 17 skýjaó Brttssel 25 skýjaó Chicago 30 heióskirt Frankfurt 24 skýjaó Genf 27 lóttskýjaó Helsinki 16 skýjaó Jóhannesarb. 16 heióakírt Kaupmannah. 17 skýjaó Lissabon . 28 léttskýjaó London 22 léttskýjaó Los Angeles 35 heióskírt Madrid 35 léttskýjaó Malaga 26 heióskírl Miami 30 rigning Moskva 20 rigning New York 29 rigning Ósló 16 skýjaö Palma, Mallorca28 heíóskírt París 25 léttskýjað Róm 27 heióskirt Stokkhólmur 18 skýjaö Tel Aviv 36 léttskýjaó Tokýó 31 rigning Vancouver 27 léttskýjaó Vínarborg 23 heióskirt DeUur vegna misskilnings Bangkok, 14. júlí — AP. Utanríkisráðherra Thailands, Upadit Pachtiyangkul, lýsti því yfir í dag, að hann hefði komizt að samkomulagi við embættisbróður sinn í Kambódíu um að landa- mæraskærur landanna væru ekki annað en „misskilningur“, sem unnt væri að kveða niður. Sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins, að utanríkisráðherra Kambódíu, Ieng Sary, hefði brugðið sér yfir landamærin til borgarinnar Aranyaprathet og rætt þar við tahilenzka ráðamenn. Munu embættismenn þó vera hóflega bjartsýnir á árangur eftir tíðar og árangurslausar viðræður rikjanna í tvö ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.