Morgunblaðið - 15.07.1978, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1978
„Land og stund
í lifandi sjóði”
Kristján Karlsson:
íslenzkt ljóðasafn I,—V. bindi
Almenna hókafélaKÍð 1975-‘78
Yfirlit. umfjöllun og þakkir
ÞÁ er það fullnaö á fjórum árum
hið einstæða afrek, sem Kristján
Karlsson hefur að mestu unnið
einn á vegum Almenna bókafé-
Lagsins, þar eð út er kominn síðari
hluti fjórða bindis af íslenzku
ljóðasafni, en það tekur til ís-
lenzkrar ljóðagerðar frá upphafi
vega til ársins 1960.
Það fyrsta hefur að geyma úrval
ljóða fornaldar, miðalda og siða-
skiptaaldar. Það er 375 blaðsíður
með frekar smáu letri, en þó vel
skýru. Því er skipt í tvo hluta.
Hinn fyrri heitir Ókunnir höfund-
ar. Það hefst á Völuspá og lýkur
með Sólarljóðum. í síðari hlutan-
um er úrval kveðskapar 23 nafn-
greindra skálda. Þar fer fyrstur
skáldjöfurinn Egill Skallagríms-
son, en síðasta kvæðið er hinn
magnaði Aldasöngur Bjarna Jóns-
sonar Borgfirðingaskálds. Vísur
hans og kvæði eru á 13 blaðsíðum,
en fram úr honum fer Eysteinn
munkur með 26 og Jón biskup
Arason með 17.
Annað bindi, sem er 459 blaðsíð-
ur, unnu þeir saman, Kristján
Karlsson og góðskáldið og fræði-
maðurinn Hannes Pétursson. Það
hefur að undirtitli: Sautjánda öld
til upphafs nitjándu aldar. Þar er
úrval ljóða 38 skálda, og þar fer
fyrir Hallgrímur Pétursson með
kvæðinu Fegurð veraldar mun
hverfa. Úrvalið úr skáldskap hans
fyllir 59 blaðsíður og þar með
meira rúm en ljóð nokkurs annars
skálds í bindinu. Þar er lokaljóðið
hinn óviðjafnanlegi sálmur Um
Jesú síðusár, sem er sá 48. í
Passíusálmunum. Næstur Hall-
grími að rými er Jónas Hallgríms-
son með 42 blaðsíður, þá Grímur
Thomsen með 34, Bjarni Thorar-
ensen með 29, og þeir Kristján og
Hannes skammta séra Bjarna
Gissurarsyni, sem til skamms
tíma var vart getið, meira rúm en
Stefáni Ólafssyni, ljóð Bjarna
fylla 29 blaðsíður, en Stefáns
aðeins 16. Athyglisvert er það, hve
alþýðuskáldin Bólu-Hjálmar, Sig-
urður Breiðfjörð og Páll Ólafsson
hljóta þarna mikið rúm, Breiðfjörð
og Páll 22 síður hvor og Hjálmar
18. Bindinu lýkur með ljóðum eftir
Steingrím Thorsteinsson. Hann
var vanmetinn af fagurkerum um
áratugi á þessari öld en Hannes
skáld Pétursson rétti að verðugu
hlut þessa þjóðskálds. Kristján
skammtar honum þarna 20 blað-
síður og lætur hann kveðja lesend-
ur þessa bindis með ljóðinu
Svanirnir, en síðasta erindið er
þannig: „Þið kvakið og komið ei
framar/ með kliðinn, sem lengst
hef ég þreyð,/ en svanir, kemst ég
þá til yðar,/ ef ómurinn vísar mér
!eið?“ ... Mér varð svo við lestur
þessa erindis sem þar væri gefið í
skyn af höfundi ljóðavalsins, að
með Svönum Steingríms væri í
skáldskap 19. aldar að hverfa hin
djúptæka og skínandi rómantík.
En hvað um það, — nú skal vikið
að þriðja bindinu. Þar er undirtit-
ill: „Síðari hluti nítjándu aldar —
Upphaf tuttugustu aldar.“ Það er
375 blaðsíður, og skáldin, sem þar
eiga ljóð, eru 39. Fyrstur er þar
Matthías Jochumsson, en bindinu
lýkur með ljóðum eftir Jakob
Thorarensen, en samkvæmt aldri
heföi hann átt að skipa fyrsta
sætið í fjórða bindi. Hins vegar
hefur Kristján Karlsson talið, að
samkvæmt ljóðastíl sínum bæri
honum sess í þriðja bindinu, og
skipar hann þann sess með sóma.
Þrír skáldrisar hljóta langmest
rúm í þessu bindi, Einar Bene-
diktsson 53 blaðsíður, Matthías
Jochumsson 47 og Stephan G.
Staphansson 43. Næstir þeim eru
Guðmundur Friðjónsson með 22
blaðsíður, Þorsteinn Erlingsson
19, Hannes Hafstein 17, Hulda 13
og Guðmundur Guðmundsson 11.
Þá' er komið að fjórða bindinu,
sem raunar er tvær allþykkar
bækur, undirtitlar Tuttugasta öld
A og É, bók A 352 blaðsíður og B
278.
I fyrri bókinni eru ljóð eftir 31
skáld. Hefst úrvalið á Sigurði
Nordal, og þó að aldursröð hafi
ráðið því, fer vissulega vel á, að
hann fari þarna fyrir, svo traustur
vörður íslenzkrar menningararf-
leifðar sem hann var í meira en
hálfa öld — og verður það vonandi
af verkum sínum, meðan íslenzk
tunga er virt og töluð. Síðasta
ljóðið heitir einmitt Ekkert
meira, höfundur Páll H. Jónsson,
fæddur 1908. Síðari hluti fjórða
bindis hefst á rímuðum kvæðum
eftir Vilhjálm frá Skáholti, sem
var fæddur ári síðar en Páll H.
Jónsson, og því lýkur með órímuð-
um ljóðum Jóhanns Hjálmarsson-
ar, sem er yngstur þeirra skálda,
sem þarna eiga ljóð, fæddur 1939.
Bókmenntlr
eftir GUÐMUND G.
HAGALÍN
Þetta, og eins hitt, að Kristján
telur eitt og sama bindi þær tvær
allstóru bækur, sem flytja úrval
ljóöa allt frá Sigurði Nordal og
Jónasi Guðlaugssyni til Jóhanns
Hjálmarssonar, sýnir ljóslega, að
hann miðar ekki hina margumtöl-
uðu formbreytingu við tilkomu
svokallaðra atómljóða. Fyrir þessu
bókmenntalega mati sínu, gerir
hann grein í formála fjórða bindis,
og þykir mér við hæfi að birta hér
það úr formálanum, sem ætti að
nægja til að skýra fyrir lesendum
þessarar greinar viðmiðun hans og
viðhorf í þessum efnum:
„En það höfuðeinkenni, sem hin
nýja hefð á sameiginlegast, er
afneitun þeirrar sögulegu fjar-
víddar í máli og efnisvali, sem var
aftur á móti leikvöllur skáldskap-
arins á nítjándu öld. Til þess að fá
risið gegn veldi bókmenntasög-
unnar er varla önnur leið fær en
sú að leita fótfestu í máli og
umhverfi líðandi stundar. Eitt
lítið dæmi verður að nægja til að
finna orðum mínum stað; það er
gamalt og mætti vera huggun að
því, ef oss ofbýður ráðríki breyt-
inganna nú um skeið. Þegar
Gestur Pálsson segir betlikerling
(en ekki förukona) í kvæði 1882 og
lætur hana sitja á tröppu (en ekki
þrepi), velur hann orð, sem engan
hljómgrunn eiga sér í íslenzku lífi
og skáldskap, en hæfa skilyrðis-
laust því fyrirbærí, sem hann
lýsir. Með þessu orðavali hafnar
hann ljóði vígðri íslenzkri sögu
(samanber ljóð Matthíasar Joc-
humssonar til Vestur-íslendings
(G.G.H.) í þágu ótruflaðrar ná-
kvæmni. Hin nýja skáldskapar-
hefð einkennist af viðleitni til
þess að hafa þau orð. sem eru rétt
eftir aðstæðum en bera sem
minnsta sögulega byrði. Fyrsta
skrefið til þess að meta hinn nýja
skáldskap er að gera sér þessa
viðleitni ljósa.“ (Leturbr. mín.
G.G.H.).
Svo vil ég gefa nokkra hugmynd
um, hver er hlutur einstakra
skálda í þessu bindi — eins og
hinum, og tek ég hvorn hluta þess
f.vrir sig.
Á fimmta tug þessarar aldar
varð það áberandi, hve ýmsir
reyndu að rýra gildi ljóða Davíðs
Stefánssonar, og þessu var síðan
fram haldið allt fram yfir lát hans,
en ekki var ég í þeim hópi, sem
lagði stund á slíka rætni, og þann
hóp fyllir ekki Kristján Karlsson.
Davíð hlýtur mest rúm í bókinni,
47 blaðsíður. Þá koma næstir
Jóhannes úr Kötlum með 46,
Tómas Guðmundsson með 43,
Guðmundur Böðvarsson með 37 og
Stefán frá Hvítárdal með 32. I
rauninni er hlutur hans og Tómas-
ar mestur. Stefán varð aðeins
hálffimmtugur, og frá hans hendi
komu einungis þrjár ljóðabækur,
ef sleppt er Heilagri kirkju og
Anno domini 1930, sem báðar eru
sérhæfðar; og ljóðabækur Tómas-
ar eru einungis fjórar. Ljóðabækur
Davíðs urðu 10, Jóhannesar úr
Kötlum 15, þó að ekki séu talin
„barnaljóð hans“, og frá hendi
Guðmundar Böðvarssonar komu
10 ljóðabækur, og eru þá Saltkorn
í mold talin ein bók, en þau komu
út í tveimur bindum með þriggja
ára millibili. Svo koma þeir Jón
prófessor Helgason og Snorri
Hjartarson — báðir með 14
blaðsíður, Guðmundur Frímann
með 11 og þeir Guðmundur Ingi og
Halldór Laxness, hvor með 10
síður.
Kristján ritar ekki sérstakan
formála fyrir síðari hluta fjórða
bindis, en hins vegar eftirmála.
Óskars, Sigfúsar Daðasonar og
Jóhanns Hjálmarssonar 11, Heið-
reks Guðmundssonar, Ólafs Jó-
hanns Sigurðssonar, Dags Sigurð-
arsonar, Stefáns Harðar Gríms-
sonar og Þorsfeins Valdimarsson-
ar 9 — og loks Ingimars Erlends
Sigurðssonar 8.
Alls eru þau fjögur bindi, sem
flytja úrval frumsaminna ljóða,
1837 blaðsíður, og tala skáldanna
er 166, þar á meðal eru 16 konur:
Björg Einarsdóttir (Látra-Björg),
Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum,
Rósa Guðmundsdóttir (Vatns-
enda-Rósa), Sigga skálda, sem fátt
er um vitað, en skipar þó vissulega
sæti sitt þarna með sönnum sóma
(sjá II. bindi af Skáldkonum fyrri
alda eftir frú Guðrúnu P. Helga-
dóttur skólastjóra). Fimmta konan
er Herdís Andrésdóttir og sjötta
Ólína systir hennar. Svo eru þá
þessar 10: Hulda (Unnur Bjark-
lind), Jakobína Johnson, Kristín
Sigfúsdóttir, Ólöf Sigurðardóttir
frá Hlöðum, Theódóra Thorodd-
sen, Guðfinna Jónsdóttir frá
Hömrum, Halldóra B. Björnsson,
Sigríður Einarsdóttir frá Munað-
arnesi, Jakobína Sigurðardóttir og
Vilborg Dagbjartsdóttir.
Þá er loks fimmta og síðasta
bindið, úrval þýðinga á erlendum
málum. Það er 414 blaðsíður, og er
því þetta mikla ljóðasafn alls 2251
blaðsíða. Ljóðin eru frumort af 133
höfundum frá 27 löndum. Sænskir
höfundar eru þarna 22, danskir 16,
þýzkir 12, enskir 11, norskir 10,
þar af aðeins einn, sem yrkir á
nýnorsku, 9 eru bandarískir,
grískir 8, einnig 8 frá Ítalíu og
hinu forna Rómarveldi, 7 eru
franskir, frá öðrum löndum færri,
en þess má láta getið, að tveir eru
frá Asíulöndum og jafnmargir frá
Afríku. Þýðendur eru 43, þar af 6,
sem ekki eiga frumsamin ljóð í
safninu, og þar með eru þeir þá
orðnir 172, sem eiga frumsamin
eða þýdd ljóð í einhverju bind-
anna, en í þetta síðasta bindi
vantar tilfinnanlega einhvern
snjallasta og stórvirkasta ljóða-
þýðanda, sem við höfum eignazt
fyrr og síðar. Minnist ég þess
ávallt, hve hjartanlega ég naut
fyrstu þýðinganna, sem komu frá
hans hendi. Maðurinn heitir Helgi
Hálfdánarson. Hef ég orð Kristj-
áns Karlssonar fyrir því, að hin
tilfinnanlega vöntun sé ekki hans
sök, heldur Helga sjálfs, enda er
það alkunna, að hann velur sér
& i
_________________ •
Islenzkt
Ijóúasafn
ftí
'M - '
m IT
7nn
i
Hann hefst á þessari greinargerð,
sem mér þykir vert að birta:
„Þetta bindi nemur staðar við
þau skáld, sem gefið höfðu út bók
með ljóðum og undir eigin nafni
fyrir 1960, en úrval úr verkum
þessara skálda nær til 1976. Ég héf
einungis valið ljóð eftir skáld, sem
hafa gefið út ljóðabók (eða ljóð í
eigin bók ásamt öðru efni). I þessu
er ekkert réttlæti fólgið, heldur
nauðsyn þess að setja verkinu
einhver takmörk. Þýðingar tók ég
aftur hvar sem ég fann þær, án
þess að setja mér þau skilyrði að
höfundur hefði gefið út ljóðabók
eða þýðinga og setti valinu ekki
önnur tímatakmörk en útkomuár."
Eins og áður getur er í síðari
hluta IV. bindis úrval ljóða 35
skálda. Ljóð 15 þeirra hljóta það
rúm í bókinni, sem hér segir,
öðrum er smærra skammtað:
Matthíasar Johannessen 22
blaðsíður, Steins Steinarrs 20,
Hannesar Péturssonar 18, Hann-
esar Sigfússonar 16, Jóns úr Vör
15, Þorsteins frá Hamri 14, Jóns
gjarnan götur utan við þjóðveginn.
Hér á eftir fara nöfn þeirra 12
þýðenda af 43, sem eiga í bókinni
þýðingar, er fylla 281 blaðsíðu, og
fylgja tölur sem sýna hlut hvers
hinna 12:
Magnús Ásgeirsson 57 bls.
Matthías Jochumsson 51, Einar
Benediktsson 37, séra Jón Þorláks-
son 25, Grímur Thomsen 19,
Hannes Sigfússon 19, Þorsteinn
Gíslason 14, Jóhann Hjálmarsson
14, Sveinbjörn Egilsson 12, Geir
Kristjánsson 12, Jón Óskar 11,
Jónas Hallgrímsson 10 ... Ég býst
við, að sumum lesendum þyki
miður, að Kristján hefur tekið
þýðingu Einars Benediktssonar á
Ferhendum Tjaldarans fram yfir
þá, sem Magnús Ásgeirsson leysti
af hendi af mikilli snilli. En um
þetta segir meðal annars svo í
formála bindisins:
„Jafnvel gölluð þýðing á ókunn-
uglegu kvæði getur verið fróðlegri
og þarfari fyrir viðgang skáld-
skapar og skilning vorn. Bæði
Magnús Ásgeirsson og Helgi
Hálfdánarson hafa gert ágætar
þýðingar á Rubáiyát, sem taka
báðar að ýmsu leyti fram þýðingu
Einars Benediktssonar um liðuga
kveðandi og hnyttilega nákvæmni.
AUt um það kýs ég þýðingu Eina/s
fremur, af því að hún er einkenni-
legri og stórskornari, þrátt fyrir
ýmsa augljósa galla. Mér virðist
ennfremur, að skilningur á frum-
kvæðinu risti sums staðar dýpra
hjá Einari en í þýðingum hinna.“
Þeir þýðendur, sem eiga þýðing-
ar í bindinu, en engin frumsamin
Ijóð í safninu, eru þessir: Aðal-
steinn Ingólfsson listfræðingur,
sem hefur birt tvö ljóðasöfn á
þessum áratug, Baldur Óskarsson,
er frá sér hefur sent fjórar
ljóðabækur eftir 1970, Geir Krist-
jánsson, sem á að baki langan feril
sem rithöfundur og ljóðaþýðandi,
Kristinn Björnsson, mikils metinn
læknir, sem tveimur árum fyrir lát
sitt lét frá sér safn af þýðingum
á ljóðum eftir hið heimskunna,
umdeilda og stundum torræða
stórskáld, Ézra Pound, Magnús
Ásgeirsson — og loks Þorgeir
Þorgeirsson, sem víða hefur komið
við listsköpun og þýddi Alexis
Sorbas, frægustu skáldsögu
Nóbelsskáldsins gríska, Nikos
Kazantzakis.
Ég hef ekki ætlað mér það
hlutverk að gagnrýna val Krist-
jáns Karlssónar á efninu í þetta
safn, en ég hef þó vitaskuld saknað
þar nokkurra ljóða, svo kunnugur
sem ég er íslenzkum kveðskap frá
upphafi vega. Vil ég þar aðeins
láta getið tveggja dæma. Ég hefði
gjarnan viljað sjá í safninu fleiri
af ljóðum Þorgeirs Sveinbjarnar-
sonar, og vel hefði mér þótt sæma,
að í fylgd með ágætri þýðingu
Þorsteins Gíslasonar á hinu mikla
ljóði Ibsens, Á heiðum, hefði verið
eitthvað af þeim kvæðum, sem
Þorsteinn þýddi eftir hitt skáld-
tröllið norska, þjóðskáld Norð-
manna enn í dag, Björnstjerne
Björnson.
Öll bindin hefjast á efnisyfirliti,
sem greinir nöfn skáldanna og
heiti ljóða. Síðan er formáli, þar
sem Kristján segir margt, sem
lesendum er fengur að. Aftan við
ljóðin er svo skrá í stafrófsröð yfir
heiti og upphöf, svo að fljótgert er
að finna kvæði, hvort sem menn
muna heiti þess eða fyrstu ljóðlín-
una. Þá tekur við stutt, en
skilmerkilegt æviágrip skáldanna,
og aftan við ljóðin í 5. bindinu er
hvorttveggja, æviágrip þýðenda og
höfunda ljóðanna, og þar er getið
þjóðernis höfundanna.
Kristján Karlsson segir í for-
mála 5. bindisins, þegar hann gerir
grein fyrir muninum á hinni nýju
ljóðagerð, og þeirri eldri, að nærri
liggi „að skilja hina nýju hefð, sem
er kennd við formbyltingu, sem
uppreist gegn ofríki bókmennta-
sögunnar eins og hún er túlkuð í
gervi þjóðarsögu. Sú túlkun stend-
ur fyrst og fremst rótum í
þjóðernishugmyndum nítjándu
aldar. Matthías Jochumsson setur
hana í brennipunkt, þegar hann
segir um tunguna:
land og stund í lifandi myndum
ljóði vígðum — geymir í
sjóði...“
En eiga þessar Ijóðlínur ekki
enn við um íslenzka ljóðagerð,
þrátt fyrir innri og ytri formbylt-
ingu? Ég held, að fáar íslenzkar
ljóðabækur hafi farið fram hjá
mér, og mér hefur virzt, að ljóð
þeirra skálda, sem fram koma í
fimmta bindinu og eins þeirra,
sem gefið hafa út ljóð sín eftir
1960, beri merki landsins, þjóðar-
innar og stundarinnar, að meira
eða minna leyti. Þess vegna hef ég
og valið sem fyrirsögn þessarar
yfirlitsgreinar eintnitt þessa ljóð-
línu Matthíasar Jochumssonar:
„Land og stund í lifandi myndum.“
Ég á svo vart orð til að þakka
þeim sem vert er, Kristjáni
Karlssyni og Tómasi Guðmunds-
syni frumkvæði þeirra að þessu
ágæta safni — og þeim Baldvini
Tryggvasyni og Brynjólfi Bjarna-
syni stórhug þeirra og trú á, að
þjóðin kunni að meta útgáfu þess
og gerð og noti sér það eins og efni
standa til.
Ég leyfi mér loks að fullyrða, að
svo mikið, sem ég hef á langri ævi
notið íslenzkra ljóða og um þau
I i amhald af bls. 23