Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1978 Réttar- höld yfir Sadat Damaskus 20. júli. Reuter. Réttarhöld yfir Anwar Sadat, forseta Egyptalands, verða haldin í Bagdad í næsta mánuði, að Sadat sjálfum fjarstöddum. Sadat verður þar ákærður um landráð vegna samningaumleitana hans við ísraelsmenn, að því er að- standendur réttarhaldanna skýrðu frá í dag. Sækjandinn mun fara fram á, að öllum Aröbum sé heimilt að myrða Sadat án þess að hljóta refsingu fyrir, að Sadat verði sviptur egypskum ríkis- borgararéttindum og að allar ákvarðanir, sem hann hefur tekið síðan hann hélt til Jerúsalems í nóvember, verði taldar ómerkar. Aðstandendur réttarhald- anna eru Þjóðþing Araba, en að því standa vinstrisinnuð samtök í Arabalöndunum, sem og önnur samtök er voru á móti för Sadats til Jersúsalems. Rhódesíuher fær minna fé Salishurv 20 júlí. Reuter. RHÓDESÍA hyggst minnka stór- lega framlög sín til hersins á næsta ári, aö því er heimildir innan stjórnarinnar hermdu í dag. Gert er ráð fyrir, að framlög til hersins hækki aðeins um tvö prósent á næsta ári, en þau hækkuðu um 57 prósent frá árinu 1977 til ársins 1978. Engar ástæð- ur voru gefnar fyrir mirini fram- lögum, en stjórnmálaskýrendur telja að stjórnin vonist til að dragi úr' skæruhernaði í Rhódesíu í framtíðinni. Málgagn Frjáls eins og fuglinn. Náunginn hér á myndinni svífur í svifdreka sínum yfir Höfðaborg Kr| 11 TT|~|Q í Suður-Afríku, en þar var nýlega haldið SuðurAfríkumót í svifdrekaflugi. Ulllll/iUo Framtíð Bolivíu kemur út í höndum hersins La Paz, Bólivíu, 20. júlí. Reuter. STJÓRNMÁLALEG framtíð Bóli^ víu er í höndum hersins eftir að almennar kosningar. sem fram fóru 9. júlí s.l., voru úrskurðaðar ógildar. Kosningarnar 9. júlí voru fyrstu kosningarnar í land- inu í 12 ár. Yfirkjörstjórnin ákvað að úr- skurða kosningarnar ógildar, þeg- ar í ljós kom aö talin atkvæði voru 50.000 fleiri en þeir sem voru á kjörskrá. Forsetaframbjóðandi stjórnarinnar, Juan Pereda Asbun hershöfðingi, hafði óskað þess að kosningarnar yrðu ógildar og að nýjar ýrðu boðaðar eftir sex rr.ánuði. Þá tilkynnti núverandi forseti landsins, Hugo Banzer, að hann ætlaði að afhenda yfirstjórn hers- ins afsagnarbeiðni sína, en Banzer lætur af forsetaembætti 6. ágúst næstkomandi. Karachi 20. júli. Reuter. Dagblaðið Musawat, sem styður Zulfikar Ali Bhutto, fyrrverandi forstætisráðherra Pakistans, kom aftur út í dag eftir að hafa ekki komið út í 70 daga. Blaðamenn og starfsmenn við dagblöðin í Pakist- an hafa hins vegar sagt að þeir muni halda áfram hungurverkfalli Hungurverkfallið hófst fyrir þremur dögum og hafa blaða- mennirnir lagt fram átta kröfur, sem þeir vilja að stjórnvöld uppfylli. Efst þar á blaði var krafa um að banninu á Musawat yrði aflétt. Fangadauði í rannsókn sölumet fleiri litir Góðir litir gleðja augað. Falleg áferð og frábær ending Hrauns, húsamálningarinnar frá Málningu h.f., hefur stuðlað að vinsæidum hennar. Enda margfaldaðist salan á s.l. ári. Hraun hefur sýnt og sannað fram- úrskarandi eiginleika; — við höf- um dæmi um rúmlega 10 ára end- ingu. Hraun er sendin akrýlplast- málning, sem sparar vinnu: Betri ending og færri umferðir. Ein um- ferð af Hrauni jafngildir þrem um- ferðum af venjulegri plastmáln- ingu. Nú bjóðum við ennþá meira litaúr- val í Hrauni en áður. Lítið á lita- kortið og fáið allar upplýsingar hjá umboðsmönnum okkar. HRAUN SENDIN AKRÝLPLASTMÁLNING málninghf Jóhannesarborg, 20. júlí. Reuter. FJÖLMIÐLAR í Suður-Afríku hermdu í dag, að fangi, sem lézt fyrir viku, hefði sagt að fangaverð- ir hefðu barið hann til óbóta. Fanginn var blökkumaður. Þá sagði lögregluforingi, að þrír lögreglumenn, tveir hvítir og einn blökkumaður, væru nú í varðhaldi vegna andláts fangans. Lögreglu- foringinn vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið heldur sagði að málið væri í rannsókn. Dagblaðið Johannesburg Star og fréttastofan SAPA skýrðu frá því, að læknir; sem rannsakaði fang- ann, hefði sagt að svo virtist sem hann hefði verið pyntaður. 1977 ~ Landamærastríð mílli Egypta og Líbýumanna. 1962 ~ Landamæraátök milli Indverja og Kínverja í Kasmir. 1960 — Fyrsta konan, frú Sirimavo Bandaranaike á Ceyl- on, verður forsætisráðherra. 1930 — Litvinov verður utanrík- isráðherra Rússa. 1918 — Banlamenn taka Chateau-Thierrv og Þjóðverjar hörfa. 1861 — Sunnanmenn sigra Norðanmenn í orrustunni um Bull Run. 1831 ~ Leopold I verður kon- ungur . Belga eftir aðskilnað Belgíu og Hoílands. 1798 — Napoleon sigrar í orrustunni um p.vramidaita^og riíer yfirráðum yfir Egypta- Iandi. 1774 - Tyrkir láta Krím og mynni Dniepr af hendi við Russa samkvæmt friðnum í Kutchuk-Kainardji. 1773 ~ KlementpáfiXIVleys- ir upp regiu jesúíta. 1718 — Friðurinn í Passarowitz bindur enda á stríð Austurríkis- manna og Tyrkja. 1588 - Fioti Sír Francis Drake ræðst á Spánverja á Ermarsundi. 1542 - Páll páfi II stofnar rannsóknarréttinn. Afmæli dagsinsi Matthew Prior, enskt skáld (1664—1721) — Isaac Stern, bandarískur fiðlu- Jeikari (1020 ~ ~j. Innlent. D. Sigurður Breíðfjðrð 1846 ~ Sigurður Eggerz tekur við ráðherraembætti 1914 — Hermanni Jónassyni falin stjórnarmyndun 19S6 — Ander- son yfírforingi hótar að skjóta á „Þór" 1959 ~ F. Tómas Árriason 1923. Orð dagsins, Stjórnmálamaður hugsar um næstu kosningar; stjórnmálaskðrungur um næstu kynslóð ~ James Freeman Clarke, bandarískur rithöfundur (1810-lg88).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.