Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1978 19 — Sadat Framhald af bls. 1 ast eftir nýjum tillögum. Hann sagði að Bandaríkjamenn væru orðnir fullgildir aðilar að friðar- umleitununum í Miðausturlöndum og kvaðst bíða eftir skýrslu frá Cyrus Vance utanríkisráðherra áður en hann stigi næsta skref. í Tel Aviv stendur Menachem Begin forsætisráðherra andspænis vaxandi kröfum um að hann breyti friðaráætlun sinni fyrir næstu viðræður við Egypta. ísraelskir embættismenn vilja ekkert segja um þau ummæli Egypta að ísraelsmenn verði að koma fram með nýjar hugmyndir á næsta viðræðufundi. Þótt lítið hafi miðað áfram í viðræðunum í Leeds-kastala, bergmála ísraels- menn það álit Vance utanríkisráð- herra að grundvöllur hafi varið lagður að áframhaldandi samn- ingaviðræðum. Israelsmenn hugga sig við að nokkur atriði eru keimlík í friðar- áætlunum þeirra og Egypta en aðalásteytingarsteinninn er sú afstaða Begins að ísraelsmenn geti ekki hörfað frá herteknu svæðun- um. Oft hefur verið gefið í skyn að undanförnu að Sadat kunni að slá af kröfum sínum ef ísraelsmenn gepa slíkt hið sama en nýjum tillögum sem Sadat hefur kynnt Weizman landvarnaráðherra er haldið leynd'um. — Alþýðubanda- lagið vill breytingar Framhald af bls. 32 vísi staðið að kjaramálum en samningarnir segja til um og þá á þá lund aft sett verði einhvers konar þak á hækkanir eða ákveðnum hlutum samninganna verði frestað. Fyrri viðræðufundurinn í gær snerist um varnarmálin. Alþýðu- bandalagsmenn kynntu þar hug- myndir sínar um aðgerðir varð- andi fjárhagsleg tengsl íslendinga og Keflavíkurflugvallar sem þeir kváðust leggja áherzlu á gegn því að láta ytri skipan varnarmálanna óbreytta. Bæði Alþýðuflokksmenn og Framsóknarmenn sýndu áhuga á að koma til móts við Alþýðu- bandalagið hvað þetta snerti og í almennum umræðum í framhaldi af því komu Framsóknarmenh með tillögu um að ríkisstjórnin léti framkvæma ítarlega og óháða könnun á stöðu íslands og varnar- málunum í heild. Á síðari fundinum voru efna- hagsmálin til umræðu og kpm þá Jón Sigurðsson þjóðhagsstjóri og gerði viðræðunefndunum grein fyrir ástandi og horfum í þeim málum. I almennum umræðum að því loknu kom fram að Framsókn- armenn telja að efnahagsvandinn verði ekki leystur nema með einhvers konar blöndun af öllum tiltækum leiðum og að Alþýðu- bandalagið getur hugsað sér að samfara þeirri niðurfærslu- og millifærsluleið sem það vill fara geti orðið hratt gengissig. Fundur á að hefjast klukkan 9 í dag og er þá ætlunin að ganga frá ramma hinna almennu mála, eins og félagsmála og mennta- mála, en taka síðan til við efnahagsmálin og varnarmálin og fá úr því skorið hvort samkomulag næst um ramma þeirra. Alþýðu- flokksmenn eru orðnir nokkuð óþolinmóðir og hafa sett pressu á málin með því að setja ekki vinnunefndir í fullan gang fyrr en ljóst sé að samkomulag náist um útlínur varnarmálanna og lausn efnahagsmálavandans. Alþýðuflokksmenn eru nokkuð uggandi vegna neitunar Snorra Jónssonar varaforseta ASÍ og Alþýðuflokksins í kjaramálum og telja hana geta bent til þess að Alþýðubandalagið teiji síður en svo víst að samkomulag náist um lausn efnahagsmálanna. Vilja Alþýðuflokksmenn fyrir alla muni koma einhverju samstarfi í gang í anda síns kjarasáttmála auk þess sem þeir telja nauðsynlegt að fá strax fram einhver viðhorf verka- lýðshreyfingarinnar til breytinga í launajófnunarátt. Mbl. náði í gærkvöldi tali af Steingrími Hermannssyni ritara Framsóknarflokksins og spurði hann um afstöðu Framsóknar- manna til efnahagsmálanna. „Við leggjum höfuðáherzlu á raunhæf- ar aðgerðir og teljum að í því sambandi verði raunar að fara allar tiltækar leiðir," sagði Stein- grímur. „Það má segja að í máli þjóðhagsstjóra á fundinum í dag hafi komið fram að í sumum greinum stöndum við ekki svo illa að vígi; tekjur eru miklar, fram- leiðslan er mikil og verðlag á erlendum mörkuðum er nokkuð stöðugt, en hins vegar er ljóst að í heildina er við mikinn vanda að etja og ljóst er að það þarf margþættar aðgerðir til lausnar. Við höfum lýst því yfir að það muni ekki stranda á okkur að taka kjarasamningana í gildi. Við höfum hins vegar bent á að það stóreykur þann vanda sem við er að glíma og að til þess verður að taka tillit við lausn vandans. Við bindum vonir við það að verði samningarnir teknir í gildi muni verkalýðshreyfingin verða til við- tals um einhverjar aðgerðir til að draga úr verðbólgunni, einhvers konar frestun á vissum atriðum. Við þetta bindum við miklar vonir." Steingrímur vildi ekki ræða önnur mál varðandi stjórnar- myndunarviðræðurnar. — Sovétvörður Framhald af bls. 1 ansyrði sá að hann mundi tak- marka refsiaðgerðir vegna sovézkra andófsmála en áskilja sér rétt til aðgerða ef framhald yrði á áreitni. I New York sökuðu Rússar Bandaríkjamenn í orðsendingu til sendinefndar þeirra hjá SÞ um stigmögnun fjandsamlegra að- gerða gegn skrifstofum þeirra í New York. í Los Angeles hafði Tom Bradley borgarstjóri eftir Carter forseta að Bandaríkjamenn ættu ekki að hætta þátttöku í Ólympíuleikunum í Moskvu til að mótmæla meðferð Rússa á andófs- mönnum. Jafnframt sagði Bob Bergland landbúnaðarráðherra að Carter ætlaði ekki að stöðva kornsölu til Sovétríkjanna í mót- mælaskyni. -Tapa 150 millj. á mánuði Framhald af bls. 2 ar þessara fyrirtækja og ég fullyrði, að það á ekkert fyrirtæki varasjóði til þess að mæta svona áföllum, jafnvel ekki í skamman tíma. Hóflegt sjálfstraust er ágætt, en það getur líka verið hættulegt að ofmeta eigið ágæti og Vestfirðingar eru ekki þeir snill- ingar að þeir reki sín frystihús í langan tíma við óbreyttar aðstæð- ur. Það er ofmat á hæfileikum sem getur verið okkur hættulegt og skaðar bara okkur sjálfa," segir Jón Páll ennfremur. — Friður Framhald af bls. 13 En enda þótt nýafstaðinn friðarfundur leiðtoganna í Kent gefi ekki ástæðu til bjartsýni bendir ýmislegt til að örlagarík- ar breytingar kunni að vera í aðsigi. Það hefur ekki farið framhjá neinum, sem fylgst hefur með Sadat, Egyptalands- forseta, að undanförnu að hann er tilbúinn að ræða við hvaða ísraelsmann sem er annan en Begin eða Dayan. Ekki er nóg með að vel hafi farið á með Sadat og leiðtoga ísraelsku stjórnarandstöðunnar og Weiz- man að undanförnu heldur segist brezka tímaritið Time hafa heimildir fyrir því að Peres hafi þegar leitað hófanna um að mynda breiðfylkingu miðju- flokka til að leysa stjórn Begins af hólmi. Segir blaðið að Peres hafi þekkst leynilegt tilboð um að eiga aðild að ríkisstjórn undir forystu Weizmans varnar- málaráðherra. Hreppi Peres hins vegar forsæti segir sagan að hann sé reiðubúinn til að hafa Dayan og Weizman áfram sem ráðherra. Fregnir um sívaxansi mis- sætti Weizmans og Begins vegna stefnu hins síðarnefnda í friðarumleitunum . hafa borið fyrir að undanförnu. Má m.a. geta þess að til snarpra orða- skipta kom milli ráðherranna út af viðbrögðum ísraelsstjórnar við tillögum Egypta. En hvers vegna má spyrja, hafa andstæð- ingar Begins í stjórninni, Weiz- man, Yadin o.fl. ekki sagt af sér stórfum. Brezka tímaritið „The Economist" bendir á að síðar- nefndum sé ósárt um þótt slái í harða brýnu milli Begins og Bandaríkjastjórnar. Segir blað- ið að ráðherrarnir líti á það sem lyftistong þeim sjálfum í valda- baráttunni þar eð Begin sé hvort tveggjá farinn að kröftum og eins hafi stjórn Carters uppi óskalista um væntanlega ríkis- stjórn í ísrael þar sem þeir séu efstir á blaði. En árangur friðarviðræðna Araba og ísraelsmanna hefur ekki aðeins augsýnileg áhrif á innanríkispólitík ísraelsmanna. Friðarför Sadats til Jerúsalem í nóvember síðastliðnum var í margra augum spor í átt að nýrra og betra lífi fyrir Egypta. Gerðu Egyptar sér sjálfir vonir um að friðarsamningar í Mið-Austurlöndum myndu koma því til leiðar að þjóðin gæti snúið vörn í sókn í efnahagslegu tilliti. Að sex mánuðum liðnum er ljóst að tilraunir Sadats hafa ekki borið tilætlaðan árangur og enn lifir stór hluti þeirra 10 milljóna, sem í Kaíró búa, heimilislaus og ófær um að fæða sig og klæða. Það er af þessum sökum og öðrum að ýmsir aðilar, þ.á m. Saudi-Arabar, hafa lagt hart að Sadat að láta af eintrjánings- hætti sínum og snúast aftur á sveif með þeim Arabaþjóðum, sem hann sjálfur hefur vísað á bug sem dvergum og Sovétdindl- um. Fari svo að frekari sáttatil- raunir verði árangurslausar á Sadat einnig um það að velja að segja af sér af innanríkisástæð- um enda þótt fáir hafi orðið til að benda á jafn hæfan eftir- mann. Hvað sem öðru líður er víst að talsverðrar ólgu gætir undir yfirborðinu beggja vegna í þrálátri deilu Araba og ísraels- manna og vandi að segja til um hvort það verða sömu leiðtogar og nú sem hafa friðarspilin á hendi að ári. - KP — Bitu gras Framhald af bls. 1 ar í Bæheimi og gerðist skógar- vörður þar sem hann gat ekki fengið vinnu í Prag. Hann kom sér upp kindunum og geitunum til að drýgja tekjur sínar. Andófsmenn segja að dr. Lis hafi áður fengið leyfi til þess að hafa kindur sínar og geitur á beit á landareign járnbrautar- innar. Lögregla hefur nokkrum sinnum gert húsrannsókn á heimili hans til þess að leita að ritum eftir andófsmenn. andi reikingshafi hefði ekki getað gert eðlilega grein fyrir myndun höfuðstólsins, og hann því verið skattlagður í heild sinni. Kristinn Jónasson vildi á hinn bóginn ekki nefna að svo stöddu dæmi um þessar fjárhæðir. Kristinn sagði ennfremur, að frekari gangur í þessum málum væri, að nú hefðu reikningshaf- arnir möguleika á að kæra úr- skurðinn til ríkisskattstjóra, og kvaðst hann ætla að kærur hefðu borizt í allflestum tilfellum. Síðan væri unnt að áfrýja málunum áfram til ríkisskattanefndar og það væri fyrst eftir að ú'rskurður hennar lægi fyrir að tímabært væri að skjóta málinu áfram til skattsektanefndar. — Morðsveit Framhald af bls. 1 Hann sagði að yfirmaður ZIPRA, Alfred Mangena, hefði undirritað fyrirmæli tilræðis- mannanna áður en þeir fóru inn í Rhódesíu. Mangena beið bana af völdum jarðsprengju í síðasta mánuði. Aðspurður hver hefði fyrirskip- að fjöldamorðin í Makanza sagði hann „alþýðan" og hann neitaði því að ZIPRA hefði fyrirskipað þau. Þetta kemur heim við frá- sagnir lögregluforingja sem töldu að stjórnmálahreyfing á svæðinu notaði skæruliða til að vinna fyrir sig „skítverkin". — Ný gerð... Framhald af bls. 21 og ýmsu er lýtur að samstarfi og samhæfingu hinna ýmsu stétta og starfshópa. Þingið á Akureyri sóttu um 100 manns frá hinum Norðurlöndunum auk fjögurra kennara frá Bretlandi ög Banda-" ríkjunum, tveggja fulltrúa frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og um 60 íslenzkra lækna og hjúkrunarfræðinga. — Flestir kæra álagninguna Framhald aí bls. 2 Hins vegar væru hærri fjárhæð- ir og í einstaka tilfellum töluvert háar fjárhæðir, þar sem viðkom- — íþróttir t i umhald af bls. :H> Jóhannessonar, verði ógnað af Karli West. Líklegir sigurvegarar: Guðmundur Jóhannesson HSH Eggert Guðmundsson HSK Karl West UMSK Þrístökk: Helgi Helgason og Pétur Pétursson koma til með að heyja einvígi um sigurinn. Líklegir sigurvegarar: Helgi Helgason UMSK Pétur Pétursson HSS Rúnar Vilhjálmsson UMSB Hástökk: Keppni í hástökki verður eflaust mjög ]öfn. Nær ógjörningur er að gera upp á mílli stökkvara. Líklegir sigurvegarar: Jón Oddsson HVI Hafsteinn Jóhannsson UMSK Unnar Vilhjálmsson UMSB — Pr. íslenskt og afburðagott Viljirðu tryggja rekstraröryggi heybindivélarinnar, ættirðu að kaupa heybindigarnið okkar. Tvær gerðir fáanlegar: Gult 360 m/kg - slitstyrkur: 120 kg. 430 m/kg - slitstyrkur: 100 kg. Blátt Og að sjálfsögðu fæst það hjá kaupfélögunum um land allt. HAMPIOJAN HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.