Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 7
1 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JULI 1978 Landbúnaðar- málin feimnismál? Það vakti athygli að fyrir nokkru birti Tíminn viðtal við vestfirskan bónda, Ragnar Guð- mundsson á Brjánslæk, sem ekki lét alltof vel af stjórn framsóknarmanna á landbúnaðarmálunum í síðustu ríkisstjórn. Þess má geta að Ragnar hefur verið einn fulltrúa á aðal- fundi stéttarsambands bænda. Lét Ragnr í Ijós Þá skoöun, að Framsókn- arflokkurinn ætti ekki að taka Þátt í stjórnarmynd- un að afloknum þessum kosningum. Hins vegar sagði Ragnar að „bændur biöu spenntir eftir nýrri stjórn, Því hún hlyti að taka á landbúnaðarmál- unum af meiri festu held- ur en sú síðasta, Því varla gæti nokkur stjórn orðið aðgeröarminni í landbún- aðarmálunum en hún. Það væri engu líkara en landbúnaðarmálin heðu verið feimnismál undan- fariö ár." i viðtalinu lýsti Ragnar einnig andstöðu sinni við fóðurbætisskattinum. í lagi aö óska eftir nýjum ráöherra Ráðherra landbúnaöar- mála, Halldór E. Sigurös- son, er greinilega ekki alveg sáttur við pessí ummæli vestfirska bónd- ans og lætur því Tímann birta viö sig drjúgt viðtal í blaðinu í gær. Hefst viötalið á Því að Halldór segist ekki hafa lagt Það í vana sinn aö svara blaðagreinum, Þar sem deilt sé á stjórn hans á landbúnaðarmálunum eöa hann sem ráðherra. Þá segir Haildór aö Það heföi „líka verið í lagi að óska eftir nýjum land- búnaðarráðherra. En Þaö aö vonast til að áhrifa Framsóknarflokksins gæti ekki í næstu ríkis- stjórn, tel ég hina mestu ósanngirni Enda tel ég að bændur hafi Þá reynslu af Framsóknarflokknum, aö Það sé ástæðulaust fyrir Þá að trúa Því, að betur verði á málum landbún- aðarins haldið, ef áhrifa Framsóknarflokksins gætir ekki." Halldór minnir Þessu næst á aö yfir 30 lög um landbúnaðarmál hafi ver- Halldór E. Sigurösson ið sett ó undanförnum 7 árum. Telur ráðherrann nokkur Þeirra upp en bændur hafa víst heyrt Þá upptalningu áður. Að venju byrjar ráðherrann á jarðalögunum, ábúðalög- unum o.s.frv. Skorti forustu af ráoherra Halldór sér ástæðu til að taka Það „skýrt fram að Það var hvorki ákvörð- un ríkisstjórnarinnar né Framsóknarflokksins, sem lá til grundvallar Því að nú yröi tekið verðjöfn- unargjald af sauðfjáraf- uröum, heldur var Þaö ákvöröun framkvæmda- nefndar Framleiðslu- ráðs." i framhaldi af Því segir ráðherrann: „Ég tel hins vegar að hægt hefði verið að koma Þessum málum fyrir á hagkvæm- ari hátt..." Er furöa t>ó bændur spyrji, hvers vegna var pað Þá ekki gert? r *uÉk Ragnar Guðmundsson í viðtalinu segir Hall- dór, að Það hafi staðið á bændum sjálfum að taka upp ákveðnari afstöðu gagnvart aðgeröum til stjórnunar í landbúnaðar- málunum og segir: „Það getur verið erfitt fyrir stjórnvöld sem vilja hafa samstarf við bændasam- tökin Þegar svo er ástatt." Kunnur sunn- lenzkur bóndi, Siggeir Björnsson í Holti á Síðu, vék að Þessu í viðtali viö blaðið Suðurland fyrir skemmstu og sagði Þar, er hann ræðir um hvaða leiðir séu færar til lausn- ar vanda landbúnaöarins: „Hins vegar er annað að Þegar sýnt var að ekki var samstaða um nauö- synlegar aðgerðir í Þess- um málum meðal bænda, skorti verulega á aö ráö- herra Þessara mála hefði um Það forystu að leita niðurstöðu, sem leitt gæti til lausnar Þess vanda, sem við er að fást." Fleirí til Júöóslayítit Besta. ¦ fetðavalio 78 Okkur hefur^^^loksins tekist að fá aukið rými í Portoroz í ágúst og september. Þeir sem þegar hafa látið skrá sig á biðlista, hafi samband við skrifstofuna strax til að staðfesta pantanir. Tekið á móti nýjum pöntunum, en betra er að panta núna því það er vitað að færri komast að en vilja. i i. w fifeffl '&?"¦ S' \ *i3sm$$ -&æ KJ*--..i*L~k4 í*i t^'CVKftnrf.í..-£S~W~~~£S&~~-- - - -—-¦=-*........ Tveggia stranda ferð Mparniraðauki! Einstæð 3ja vikna ferð til Portoroz, Bledvatns og Klagenfurt. Lengst af verður dvalist í Portoroz- höfn rósanna- á Adríahafsströnd Júgóslavíu, sem nú er orðinn einn af eftirsóttustu sumarleyfisdvalarstöðum Islend- inga. Fjóra daga verður dvalist á strönd hins undur- fagra Bledfjallavatns við rætur Alpanna og þaðan farið í stuttar skoðanaferðir m.a. til Klagenfurt í Austurríki. Ikilsuraktin Við minnum á að okkar farþegar komast einir fslendinga í meðferð í hinni víðfrægu heilsuræktar- stöð í Portoroz. Þar er beitt viðurkenndum vísinda- legum aðferðum undir lækniseftirliti, m.a. nálar- stunguaðferðinni. Brottför: * 2. ágúst aukaferð 10. ágúst biðlisti 23. ágúst aukaferð 31. ágúst biðlisti 13. sept. ferð fyrir eldri borgara 20. sept. laus sæti T~ amvmnu- ferdir AUSTURSTRÆT112 SIMI 27077 9 LANDSÝN %lll# SKÓLAVÖRÐUSTÍG16 SÍMI28899 Byggingavörudeild Sambandsins auglýsir byggingaref ni SMÍÐAVIÐUR 50x150 Kr. 572- pr. m. 50x125 Kr. 661.- pr. m. 50x100 Kr. 352- pr. m. 32x175 Kr. 394- pr. m. 25x150 Kr. 420- pr. m. UNNIÐ TIMBUR Panel 16x108 Kr. 3.845- pr. fm. Panel 16x136 Kr. 3.582- pr. fm. Panel 22x135 Kr. 4.030- pr. fm. Glerlistar 22 m/m Kr. 121- pr. m. Grindarefni og listar: Húsþurrt 45x115 Kr. 997- pr. m. Do 45x90 Kr. 498.- pr. m. Do 35x80 Kr. 311.- pr. m. Do 30x70 Kr. 300- pr. m. Do 25x58 Kr. 288- pr. m. Do/ óheflaö 25x25 Kr. 50- pr. m. Gólfborð 32x100 Kr. 528- pr. m. Þakbrúnalistar 12x58 Kr 108 - pr. m. Múrréttskeiðar 12x58 Kr. 108.- pr. m. Múrréttskeiðar 12x96 Kr. 114- pr. m. Bílskúrshuröa-panill Kr. 3.276- pr. fm. Bílskúrshurða-rammefni Kr. 997- pr. m. Bílskúrshurað-karmar Kr. 1.210- pr. m. SPONAPLÖTUR 9 m/ m 120x260 Kr. 2.826.- 12 m/ m 60x260 Kr. 1.534- 12 m/ m 120x260 Kr. 3.068- 16 m/ m 183x260 Kr. 4.986- 18 m/ m 120x260 Kr. 3.895- 19 m/ m 183x260 Kr. 6.301.- 16 m/ m HAMPPLOTUR 122x244 Kr. 2.134. ENSO GUTZEIT BWG- VATNSLÍMDUR KROSSVIOUR 4 m/ m 1220x2745 Kr. 2.801- AMERISKUR KROSSVIÐUR 12.5 m/ m 122x244 Strikaöur Kr. 6.200. SPONLAGÐAR VIOARÞILJUR Hnota finline Kr. 4.223- pr. fm. Álmur finline Kr. 4.223- pr. fm. Coto 10 m/ m Kr. 2.806- pr. fm. Antik eik finline Kr. 4.223- pr. fm. Rósaviöur Kr. 4.278- pr. fm. Fjaörir Kr. 106- pr. stk. Söluskattur er innifalinn í verðinu Byggingavörur Sambandsins Ármúla 29 Sími 82242

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.