Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 21. JULÍ 1978 15 <3Kfc rs^ 7i \s4 •* Vf m^ veour víða um heim Amslerdam 16 skýjað Apena 36 bjartviðri Berlín 18 rigning Brussel 20 rigning Chicago 29 rigning Frankfurt 19 rigning Genf 21 mistur Helsinki 17 bjartviðrí Jóh.b. 19 léttskýjad Kaupmannah. 1? rígning Lissabon 27 léttskýjað London 19 skýiað Los Angeíes 27 bjartviðri Madríd 29 léttskýjað Malaga 28 heiðskírt Miami 30 skýjað Moskva 16 bjartviðri New York 31 bjartviðri Óstó 19 skýjað Palma, Majorca 27 léttskýjað París 20 skýjað Reykjavik 14 skýjaö Rom 28 léttskýjað Stokkh. 15 rigning Tel Aviv 29 bjartviöri Tokýé 31 léttskýjað Vancouver 24 léttskýjað Vín 21 skýjað Sértu trúuð, þá hættu í hernum Jerúsalem 20. júlf. AP. ÍASRAELSKA þingið samþykkti 1 dag lög, sem auðvelda trúuðum kunum að losna úr herþjónustu. Lögin haía mætt mikilli andstöðu meðal stjórnarandstöðunnar, sem telur að þau muni leiða af sér fækkun í ísraelsher. Samþykkt laganna er álitin mikill sigur fyrir Begin forsætis- ráðherra, en ekki munaði miklu að þau yrðu felld því atkvæði féllu 54 á móti 45. Hér eftir nægir konum að segja, að þær séu lítt á faraldsfæti á laugardögum helgidegi Gyðinga, og neyti aðeins þess matar, sem lögmálið leyfir, til að losna úr herþjónustu. Séu þær hins vegar fundnar sekar um að beita brögð- um geta þær átt á hættu að vera sektaðar um 3.000 ísraelsk pund, eða jafnvirði 44.200 króna. Ráðgjafi leystur frá störfum Dr. Peter Bourne, aðalráð- gjafa Carters forseta í heil- brigðis- og lyfjamálum, var í dag veitt leyfi frá störfum um óákveðinn tíma. Ákvörð- unin var tekin eftir að upp komst að Bourne hafði falsað nafn á lyfseðli fyrir mikið notað róandi lyf. Bourne er einn nánasti vinur Carters. Bourne sagði, að hann hefði skrifað lyfseðilinn fyrir aðstoðarstúlku sína, en skrif- að rangt nafn á hann til að vernda hana sjálfa. Lyfið, sem um ræðir, nefn- ist Methaqualone og er mikið notað í Bandaríkjunum. Það er kröftugt róandi lyf, sem meðal annars er í miklu uppáhaldi hjá eityrlyfjaneyt- endum. Hvað gengur sovézkum stjórn- völdum til með réttarhöldunum og dómunum yfir andófsmönnun- um Anatólí Sjaranskí og Alexand- er Ginzburg? Hvað táknar tima- setning réttarhaldanna? Er peím ætlað að hafa áhrif á gang afvopnunarvíðræðna? Eru pau staðfesting á pví að Stalín gamli sé genginn í endurnýjun lífdag- anna? Er Sovétstjórninni ná- kvæmlega sama um orðstír sinn með öðrum pjóðum og hvað er Það í sovézku pjóðfélagi, sem endurspeglast í atburðum af pessu tagi og sem fjölmargir hðfðu í Ijósi Helsinki-sáttmálans gert sér vonir um að heyrði fortíðinni til? Þetta eru nokkrar þeirra spurn- inga, sem vakna í framhaldi af réttarhöldunum og dómunum á dögunum, og þaö er kannski kaldhæðni örlaganna, að vart er hægt aö hugsa sér magnaöri „andsovézkan áróöur" en þetta. Réttarhöldin draga upp hryggöar- mynd af þjóöfélagi, sem viröist ekki óttast annað meira en eigin þegna, jafnvel svo mjög aö heim- urinn allur lítur út fyrir aö vera um stund léttvægari á metum Sovét- stjórnarinnar en tveir oröhvatir einstaklingar meö tiltölulega fá- mennan hóp stuöningsmanna í kringum sig. Þaö má segja sem svo aö Moskvu-stjórnin láti sér í léttu rúmi liggja mannréttinda- ákvæði Helsinki-sáttmálans — það er þá ekki í fyrsta sinn, sem staðfesting fæst á því, en í þeim sáttmála eru ýmis önnur ákvæði, bráðnauðsynleg Sovétríkjunum, svo sem um samvinnu á tækni- og efnahagssviðinu. Áframhaldandi samvinna á þessum sviöum er fyrst og fremst Sovétríkjunum í hag og þegar eðlilegri hneykslun og andúð lýðræðissinna á réttar- höldunum er sleppt vekja þau ef til vill mesta furðu fyrir þær sakir aö Sovétríkin skuli stofna svo mikil- vægum hagsmunum í hættu. Fullvíst má telja, að réttarhöldin á dögunum verði meðal annars til þess að gefa íhaldsöflum og harðlínumönnum — bæöi í austri og vestri — byr undir báða vængi, að minnsta kosti í bili. í Sovétríkj- unum á sér nú staö togstreita á æöstu stööum, valdabarátta sem mótast af fyrirsjáanlegum manna- skiptum. Brésnev er orðinn gamall, lúinn og farinn aö heilsu og margir telja ástæðuna fyrir því aö hann hefur enn ekki dregið sig í hlé vera þá aö línurnar í valdataflinu séu enn svo óljósar að keppinautar um hnossið telji sér henta aö draga málið á langinn enn um sinn. Vert er að gefa því gaum aö í Sovétríkjunum eru þaö ekki ein- ungis framagjarnir einstaklingar, sem berjast um völdin, heldur greinir leiðtoga kommúnista- flokksins á um leiðir í flestum málum, rétt eins og gerist í öörum löndum. Annars vegar eru íhalds- öflin, sem láta stjórnast af tor- tryggni og hræöslu við breytingar og utanaðkomandi áhrif, og hafa meðal annars staöið mjög gegn hvers konar samningum um slök- un í samskiptum austurs og vesturs. Hins vegar eru hófsamari menn og hyggnari, sem gera sér grein fyrir því að breytinga er þörf og aö einn liöurinn í efnahagslegri þróun er aukið svigrúm í þjóöfé- laginu, hvort sem er til orða eða athafna. Ætla má aö slíkir menn geri sér grein fyrir því aö kúgun, ofsóknir og gerræði muni ekki binda enda á andóf gegn stjórn- inni, heldur sé þaö eölilegt og óhjákvæmilegt andsvar gegn kerfi, sem er staðnað og stirt og í sáralitlum tengslum viö mannlegar þarfir og mannlega skynsemi. Þegar tillit er tekið til togstreit- unnar milli þessara afla í Sovétríkj- unum, ekki sízt meö tilliti til óhjákvæmilegra mannaskipta áður en langt um líður, er ein skýringin á því aö Kreml hefur svo mjög hert tökin á andófsmönnum í landinu sú, aö réttarhöldin yfir Sjaranskí og Ginzburg hafi þótt pólitísk nauðsyn í því skyni aö friöa íhaldsöflin innan Kommúnista- flokksins, — árétting á því aö slökun og aukin samskipti við lýöræöisríki þýöi ekki endanlega uppgjöf og fráhvarf frá fyrri stefnu. Hvort er árang- ursríkara — leynimakk eöa „opin diplómatía"? I samskiptum ríkja er þaö eins og á öðrum stjórnmálasviöum megintilgangur að ná settum markmiðum. Því er eðlilegt að nú sé spurt hvort stefna Kissingers, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem yfirleitt vann störf sín í kyrrþey, eða stefna Carters, sem staðið hefur við loforð um „opna diplómatíu í stað leynimakks" frá því í kosningabar- áttunni, hafi skilað meiri árangri. Carter hefur ekki tekizt aö koma á nýjum SALT-samningi um tak- mörkun á framleiöslu gereyöingar- voþna. Sá samningur, sem nú er stefnt að, á aö koma í staö samnings, sem gerður var árið 1972, en var útrunninn fyrir ári. Bæði Sovétmönnum og Banda- ríkjamönnum er mjög annt um að ná nýju samkomulagi, eins og kannski sést bezt á því, aö þrátt fyrir réttarhöldin yfir Sjaranskí og Ginzburg, hittust utanríkisráöherr- ar ríkjanna við samningaboröiö í Genf. Carter hefur af mörgum verið gagnrýndur fyrir að aflýsa ekki fundinum í Genf eöa fresta honum í mótmælaskyni við réttar- höldin, en meö því að taka þann kost hefði forsetinn gengiö í berhöggi við margyfirlýsta stefnu sína um að hvika hvorki frá settum markmiðum í mannréttindamálum né afvopnunarmálum, en gæta þess um leið að halda þeim aöskildum svo sem kostur væri. Andrúmsloftið í Genf var kuldalegt eins og vænta mátti, en Vance og Gromyko afstýrðu því sem þeir ætluðu sér, að alvarleg hindrun kæmi í veg fyrir frekari fundarhöld. Hvað viökemur stefnunni í mannréttindamálum með sérstöku tilliti til Sovétríkjanna veröur ekki séð að stefna Carters hafi skilað tilætluöum árangri hingaö til. Þvert á móti er það staðreynd að á síöustu misserum hafa stjórnvöld Rétor- höldiní Sovét og stefna Carters íntan- rflús- málum *'"''TrlWii JI'iMii' '' " ;''''^ ^^flÉÉf 'm mm^k j- . í " ^(U éti&i P ¦J^Íe*0| afm ®illÍ2ÉP^ ^-nfiÍM S^^^^ás^ fffflPjlP'TfMfgijii ijál '^WíaW 1 IfPi^Hr 1 JJP^^""."g3 «««ite!rj|r f •^Kte&'Hfovf'-* * vr--- * ^"^¦W^H M$m i'"'*V JBK t lÉBF'H^Sr"' s_L ."*' i';--'-¦ ' ÁfS'rkúá^sá mmy •.. . "JSfe&fea^ þar hert mjög tökin á andófsmönn- um. Allt frá því í haust sem leiö má segja aö sovézkir andófsmenn hafi ekki fengið stundlegan friö fyrir KGB og öörum útsendurum stjórn- arinnar. Talið er aö um þessar mundir sitji háifur þriöji tugur félaga í Helsinki-hópnum svo- nefnda undir lás og slá í Sovétríkj- unum, margir hafa verið reknir í útlegð og aörir leiddir fyrir rétt, sakaðir um „and-sovézku" af ýmsu tagi. Þekktir Sovétborgarar er- lendis hafa heldur ekki fariö varhluta af þessum ráöstöfunum stjórnarinnar og er þess skemmzt aö minnast er sellósnillingurinn Rostropovitsj og Grígorenko, fyrr- um hershöföingi, voru sviptir ríkisborgararéttindum í marz s.l. Sömu afgreiöslu fékk listmálarinn Oskar Rabín í síöasta mánuöi. Hámarki náði þetta ráöslag svo með réttarhöldum og dómum nýlega, fyrst yfir Júrí Orlov í maí og nú Anatóli Sjaranskí og Alexander Ginzburg. Enn ein réttarhöldin eru í uppsiglingu og má búast viö aö þau valdi ekki síður ólgu en þau sem þegar hafa farið fram. Sak- borningur er ungur maöur, Alex- ander Podrabínek, sem ýmsum er kunnur fyrir gagnastöfnun sína um ástand í sovézkum geðsjúkrahús- um sem misnotuð eru í pólitískum tilgangi. Þegar litiö er á þessa þróun er ekki hægt aö sjá aö eindreginn og opinber stuöningur viö andófs- menn í Sovétríkjunum hafi orðið til þess aö létta þeim róöurinn gegn haröstjórninni, heldur þvert á móti. Um leiö verður samanburður Kissinger hagstæöur, sem meöal annars átti mikinn þátt í því fyrir nokkrum árum fór Sovétstjórnin aö leyfa brottflutning Gyöinga í stóru'm stíl. Kissinger kom þessu ekki til leiöar með opinberum yfirlýsingum og brambolti, heldur meö því að fara með löndum og stunda hljóöláta „diplómatíu". Hverjir eru „sovézkir andófsmenn"? Það væri synd' að segja að útópíudraumurinn um stéttlaust þjóöfélag hafi rætzt í Sovétríkjun- um. Þar er stéttaskipting trúlega meiri en víðast annars staðar, og þessarar stéttaskiptingar gætir ekki síður meöal andófsmanna en á öðrum sviðum þjóðlífsins. At- kvæðamestu andófsmenn í Sovét- ríkjunum eru upp til hópa há- menntað fólk, sem er á allt öðru menningarstigi en bændur og verkamenn þar í landi, og helztu kröfur þeirra beinast að auknu tjáningarfrelsi og leiðréttingu á málefnum minnihlutahópa og þjóðarbrota. Tala virkra andófsmanna liggur ekki fyrir, enda er hún breytileg, en ekki alls fyrir löngu lét Nóbelsverö- launahafinn og andófsmaöurinn Andrei Sakarov þau orö falla aö af um það bil 1.7 milljónum manna, sem vistaöir væru í Gulag-búðum víðsvegar um Sovétríkin, mætti gera ráö fyrir aö pólitískir fangar væru um 10 þúsund. Af ýmsu má ráða aö virkir andófsmenn í Sovétríkjunum um þessar mundir séu vart nema nokkur hundruö, og vestrænir fréttamenn í landinu eru yfirleitt á einu máli um aö fráleitt sé aö hér sé um aö ræöa almenna og útbreidda hreyfingu meðal þjóðarinnar. Fyrir nokkrum mánuöum bar þaö til tíöinda, aö tilraun var gerö til aö stofna frjálst verkalýðsfélag í Sovétríkjunum, og töldu ýmsir þaö merki um aö andófshreyfingin gegn kommúnistastjórninni væri aö auka áhrif sín í þjóðfélaginu og smita út frá sér. Sú tilgáta reyndist ekki rétt. Verkalýösfélaginu varö ekki langra lífdaga auðiö. Þaö fékk engan stuöning frá þaulreyndum og skipuiögöum andófshreyfingum menntamanna, og áöur en langt um leið voru forvígismenn félags- ins ýmist komnir í fangelsi eða á geöveikrahæli. Þýðing Helsinkisáttmálans Um leið og réttarhöld og pólitískar dómsuppkvaöningar af því tagi. sem nú eiga sér staö í Sovétríkjun- um, hljóta aö kalla á víötæk mótmæli og fordæmingu, er eðli- legt að Helsinki-sáttmálinn og tilraunir til slökunar í sambúð austurs og vesturs séu sett undir smásjá. Hefur raunverulegur árangur orðið á þessu sviði eða er nýtt kalt stríð í uppsiglingu? Ekki er raunsætt að gera ráð fyrir því að sáttmáli 35 ríkja, sem hvert um sig á sér sögulega hefö og menningu, hefði þegar í stað í för með sér gjörbreytingu og sam- ræmingu á hugsunarhætti heillar heimsálfu. Mannréttindabrot og mismunandi túlkun á ákvæöum sáttmálans sem undirritaöur var í Helsinki fyrir þremur árum er ekki aðeins til marks um óorðheldni og viröingarleysi Sovétríkjanna fyrir geröum samningum, heldur einnig Ijóst dæmi um ólíkan hugsunarhátt og skilningsskort milli þjóöa sem eiga sér rætur í ólíkri menningu og búa við mismunandi stjórnarhætti og hugmyndakerfi. Þegar til fram- tíðarinnar er litið veröur aö teljast aö barátta fyrir lýðræði og mann- réttindum sé vænlegust til árang- urs meö því aö halda áfram tilraunum til samvinnu og skilnings milli þjóða, og þótt réttarhöldin yfir Sjaranskí og Ginzburg séu áfall og alvariegt bakslag, hljóta nýlegar fréttir, sem raktar eru beint til Cyrus Vance, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, að vekja vissa bjartsýni. Sovétstjórnin hafnaði rétt eftir réttarhöldin tilboöi Bandaríkjastjórnar um aö sleppa úr haldi tveimur Sovétmönnum, sem handteknir hafa verið fyrir njósnir í Bandaríkjunum, í skiptum fyrir þá Sjaranskí og Ginzburg. Á sama hátt láta Kremlverjar nú ólíkindalega í sambandi viö afvopnunarmál. Þrátt fyrir þessa tilburði er Vance nú sagöur vongróöur um að þegar um hægist og ólgu tekur að lægja vegna réttarhaldanna verði unnt að semja um þessi fangaskipti og taka á ný upp viöræöur um afvopnun í fullri alvöru. — Á.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.